Þjóðviljinn - 08.12.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.12.1963, Blaðsíða 1
DMMNN Sunnudagur 8. desember 1963 — 28. árgangur. - - 262. tölublað. ALLSH 57 félög með um 20 þús. félagsmenn boða verkföll 'íiSSiSS?* Fréttahréf frá Dalvík A opnn blaðsins í dag birtirm við langt fréttabréf frá frétta- ritara Þjóðviljans á Dalvífe þar sem sagt er frá atvinnulífi og helzhi framkvæmdum bar um slciðir. Fylgir bvi margt ágætra mynda sem fréttaritarinn befur einnig tekid. Meðfylgjandi mynd er af mönnum að vinna við nýja hafnargarðinn á Dalvík og heitir sá Hallgrímur Antonsson sem nær er á myndinni. Því miftur vitum við ekki naln hins mannsins. (Lm. Hreinn Kristinsson). Non? D Á miðnætti aðra nótt, aðfaranótt þriðjudags, skellur á alls- herjarverkfall um land allt hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tíma. Samkvæmt upplysingum sem Þjóðviljinn aflaði sér í gær munu þá a.m.k. 57 verkalýðsfélög með um 20 þúsund félagsmenn innan sinna vébanda hafa boðað verkföll í vikunni og flest þeirra, þ.á.m. öll stærstu félögin, frá og með 10. þ.m. en hin næstu daga þar á eftir. D Sáttafundur var boðaður með samninganefnd verklýðsfélag- anna og fulltrúum atvinnurekenda kl. 2 e.h. í gær. Stóð fundurinn enn yfir er blaðið fór í prentun og var ekki vitað hvort nokkur árangur myndi nást á honum. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Þjóðviljinn aflaði sér í gær höfðu þá 13 verkalýðsfé- Yög í Reykjavk boðað verkfall og er þá Verzlunarmannafélag Reykjavikur ekki meðtalið. Munu þessi 13 félög telja nær 10 þúsund félagsmenn;- Félögin eru þessi: Verkamannafélagið Dags- brún, Félag járniðnaðannannn, Bókbindarafélagið, Prentarafélagið, Mjólkurfræðingafélagið, Iðja, Trésmiðafélagið, Félag húsgagnasmiða, Verkakvennafél. Framsókn, ASB, Félag bifvélavirkja, Féla^; blikksmiða og Félag ísl. rafvirkja, Þá er Þjóðviljanum kunnugt um 23 verkalýðsfélög úti um land með um 6500 félagsmönn- um sem boðað hafa verkföll. Eru það þessi félög: Hlif, Hafnarfirði, Fining, Akureyri, Iðja, Akureyri, Verkalýðsfél. Vestmannaeyja, Verkakvennafélagíð Snót, Vestmannaeyjum, Iðja, Hafnarfirði, Verkamannafél. Þór, Selfossi, Verkalýðs- og sjómannafél. Bjarmi, Stokkseyri, Verkamannafél, Báran, Eyr- * arbakka, Verkalýðsfélag Hveragerðis, Verkakvennafélagið Brynja, Siglufirði, Þróttur, Siglufirði, Verkalýðsfél. Norðfirðinga, Verkamannafélagið Árvakur, Kskif irði, Verkalýðs- og sjómannafél. Stöðvarf jarðar, Verkalýðsfélag Vópnaf jarðar, Verkalýðs- og sjómannafél. Míðneshrepps, Sandgerði, Verkamannaféiag Húsavíkur, Verkakvennafélagið Framtíð- in, Eskifirði, Verkamannafél. Reyðarfj., Verkalýðs- og sjómannafélag Framhald á 2. síðu. Starfsmenn SIS fá launahækkun * AHir starfsmenn SlS fá þrettánda mánuðinn greiddan sem Iaunauppbót fyrir þetta ár. •k Þessa yfirlýsingu flutti Markús Stefánsson frá Sambands- stjórn á fundi í deild samvinnustarfsmanna í V. R. í Sambands- húsinu síðastliðið fimmtudagskvöld. Markús Stefánsson er deildar- stjóri í Búsáhaldadeild Kjörbúðar SlS í Austursfræti og er einn af forvígismönnum samvinnustarfsmanna í V. R. 17 dagar eftir Nú eru aðeins 17 dagar eftir þar til dregið verður í Happdrætti Þjóðviljans 1963. Þessa fáu daga sem eftir eru verðum við að nota mjög vel þvi að mik- ið ríður á að ná sem bezt- um árangri í sölu happ- drættismiðanna. Undir því er framtíð Þjóðviljans komin að happdrættið beri ríkulegan ávöxt. I dag verður skrifstoía happdrættisins að Týf- götu 3 opin kl. 2—4 síð- degis, sími 17514. Notið helgina til þess að gera skil fyrir seldum miðum. Lokaspretturmn er að hefjast og hver dagur dýrmætur sem eftir er. Sameinumst 611 um að ná því marki sem við höfum sett okkur: að selja alla miða upp fyrir Þorláks- messu. Jólablaí Þjóðviljans « Jólablað Þjóðviljans er kom- ið út, 80 blaðsíður og litprent- að. Það verður til söm * ölluni blaðaútsölustöðum o« kostar 15 krónur. Næstu dafs verður það borið fil fastr* kaupenda Þjóðviljavs. Flokksstjórnarfund- lýkur í kvöld Flokkssí jórnarf undi Sam- einingarfiokks alþýðu, Sós- ialistaflokksins var haldið á- fram í gær, laugardag. Hófst fnndur að nýju kl. 2 síðdegis í Tjarnargötu 20 með því að rætt var um flokksstarfsem- ina og skipulagsmálin. For- maðnr Sósíalistaflokksins, Einar Olgeirsson hafði fram- sögn í málinu, en að fram- söguræðu lokinni hófust um- ræður. Þar sem sunnudagsblað Þjóðviljans er snemma búið til prentunar á laúgardögum wg flokksstjórnarfundurinn stóð sem hæst er blaðið fór í pressuna í gærdag, er eigi unnt að skýra nánar f rá fundafstörfum í þessu blaði. Búizt var við að .fundur stæði fram eftir kvöldinu, en ætlunin er að Ijúka flokksstjórnarfundinum í kvöld, sunnudag. Myndin var tekin við sctn- ingu flokksstjórnarfundarins síðdegis á laugardag. (Ljós- mynd Þjóðv. A.K.).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.