Þjóðviljinn - 08.12.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.12.1963, Blaðsíða 7
Sunnudagur 8. desember 1963 ÞlðÐVIUINN SÍÐA 7 . V'‘ Séð inn í Dalvíkurhöfn Undirbyggöir voru 3 km af veginum í sumar, og eru þá að- eins eftir 3 km milli vegarend- anna. Þessi partur, sem eftir er,~er jafnframt sá örðugasti. fyrir Múlann. Þar þarf að sprengja fyrir vegarstæðinu á köflum, leggja veginn yfir slaema gjá, Ófserugjá. Sam- göngumál Ólafsfirðinga munu gjörbreytast með þessum vegi, sem styttir vegalengdina milli Ólafsfjarðar og Akureyrar um^ tæplega 200 km. Símaframkvæmdir 1 sumar var lagður jarðsími frá Möðruvöllum í Hörgáradal hingað til Dalvíkur. Einnig hef- ur innanbæjarsíminn verið end- urbættur að miklu leyti. Lokið var smíði nýs húss fyrir póst- og sima, og var starfsemin flutt í það, úr gamla húsinu, þann 18. júlí. Er húsið allt hið fullkomnasta og vel til þess vandað. Dalvíkingar munu nú ekki þurfa að bíða mörg ár eftir sjálfvirkum síma. að sögn stöðvarstjórans, Þorgils Sigurðssonar. Hafnarbætur á Litlaskógssandi Síðast liðið vor var hafizt handa á Litla-Árskógssandi við byggingu nýs hafnargarðs. En hafnarskilyrði þar hafa ætíð verið slæm. Nýi garðurinn er byggður fram á svonefnt Flatasker, sem er vestan byggðarinnar. Garöur þessi er gerður úr grjóti, en Steyptur þegar fram kemur á skerið. Lengd hans er um 80 metrar. Garðurinn, sem snýr mót norðaustri. er með oln- boga til austurs um 30 metra. Ekki er verki þessu lokið, enda liggja framkvæmdir nú niðri. hér um nágrennið, nema hvað hált er og mikil vatnselgur. Ýmislegt Rauðir hundar hafa gengið hér og tekið aðallega böm og unglinga. Atvinna virðist hér nægileg, þó lítið fiskist og sjaldan gefi á sjó. Rjúpna- veiði hefur verið mjög lítil, myndinni. miðað við það sem oft hef- ur verið áður, og mun veður- farið ráða miklu um það. 1 sumar keypti Dalvikur- hreppur jörðina Brimnes, en nyrðri hluti kauptúnsins er byggður í Brimneslandi. Félagslífið á Ðalvfk er held- ur h'tið. Þó var hér haldið hjónaball um síðustu helgi, og var það fjörugt, enda skemmtu menn sér konunglega. Hjóna- böll eru hér einu sinni á ári og er það gömul venja. Þó köldu blási af haii og fjöllin séu snævi þakin nú í skammdeginu þá virðast Dal- víkingar una hag sínum vel hér í þessum, rúmlega 900 í- búa útgerðarbæ við Eyjafjörð. H. K. Tíðarfar Nú í nóvemfoer gerði hér kalt veður með mikilli fannkomu. Hefur snjónum kyngt niður allan mánuðinn, að kalla. Færð hefur verið slæm, og algerlega ófært á stundum. Mjólk úr Svarfaðardal hefur verið flutt annan veg til Akureyrar, og hafa flutningarnir gengið seint. Aætlunarbílinn til Akureyrar hefur þó brotizt flesta daga, eh verið lengi á leiðinni. Ófært reyndist, er verst var, að sækja mjólk í Skíðadal á bílum, og var hún þá flutt með sleða, sem dreginn var af ýtu til Dal- víkur. í snjónum fennti bíla hér í kaf, og miklir skaflar eru i plássinu. Frost hafa verið mik- il með fannkomunni, en slegið hefur á þíðu nú seinustu daga, og nú er hér asahláka. Veg- urinn til Akureyrar var ruddur í gær. og er færð nú sæmileg Bandarískur vísindamaður fullyrðir: Veirur og skordýr einrái á jöriinni eftir atómstríð! Sennilegast er, að veirur, skorkvikindi og aðrar ör- smáar lífverur yrðu einráðar á görðinni, ef kjamorku- styrjöld brytist út, segir hinn kunni bandaríski efna- fræðingur og sálfræðingur, dr. Robert Wurtz. Hinn frægi vísindamaður, sem starfað hefur að undan- förnu við bandarískar al- mannavarnir, lagði á það sér- staka áherzlu í grein í tímaritinu „Upplýsingarit um kjarnorkumál", að auðvitað væri það nokkrum vand- kvæðum bundið að átta sig á, hvaða ástand myndi skap- ast á hnetti vorum, eftir að logar kjarnorkustríðs hefðu leikið um jörðina, þar eð erf- itt væri að gera sér grein fyrir því. hve stór hluti jarð- ar myndi hyljast geislavirku ryki og verða fyrir sterkri geislun. Þekking manna á á- hrifum kjarnorkugeislunar væri einnig reist á heldur ótraustum grunni, og þess vegna væri erfitt að leggja fram óskeikular kenningar um þessi mál, en þó væri unnt að styðjast við nokkrar staðreyndir, sem bentu til þess. hver þróunin yrði. Ýmis konar áhrif. Vitað er, að hinar ýmsu dýra- og plöntutegundir bregðast við á ólíkan hátt, þegar þær verða fyrir geisl- un, og almennt er unnt að draga þá ályktun af rann- sóknum. að háþróaðar lffver- ur eru viðkvæmari en aðrar fyrir skaðlegum geislaáhrif- um. Engin lífvera er þó jafn viðkvæm og mannskepnan og yfirleitt eru spendýr mjög viðkvæm að þessu leyti. Fugl- ar eru miklu úthaldsmeiri i kjarnorkugeislum, en í heimi skordýranna er slíkur mót- stöðukraftur, að viðkvæmni þeirra fyrir geislaáhrifum er aðeins brot úr hundraði mið- að við manninn. En örsmáar lifverur eins og veirur og sóttkveikjur eru öllum líf- seigari, sérstaklega ef þær lifa sjálfstæðu lífi og óháðar öðrum Hfandi verum, segir dr. Wurtz. Offramleiðsla á skordýrum. Enn eru margar óleystar gátur i sambandi við þetta mál, því að hinar ýmsu teg- undir lífvera eru mjög háð- ar hver annarri. Mjög senni- legt er. að fljótlega myndi skapast keðjuverkan sem af- leiðing af því, að sambandið rofnar, til dæmis með fugl- um og skordýrum. Fjölda- margar fuglategundir lifa nær eingöngu á skordýrum, og þess vegna myndi skor- dýrum fjölga gífurlega. ef öll- um fuglum jarðarinnar væri útrýmt. Hvað sú þróun hefði í för með sér, er hins vegar engin leið að gera sér grein fyrir. Á grundvelli þess sem nú er vitað, er allt útlit fyrir, að skordýr og örsmáar lífver- ur geti lifað af kjamorku- styrjöld, sem geisaði um alla jörðina. Ef hið skelfilega ó- happ ætti eftir að gerast, yrðu þessar lágþróuðustu líf- verur jarðarinnar herrar hnattarins og tækju sæti mannsins á jðrðinni, segir hinn kunni visindamaður i lok greinan sinnar. r Flugfélag Islands veitir skóla- fólki jólaafslátt á fargjöldum Ný Ijóðabók eftir Guðm. Böðvarsson LANDSVISUR Guðmundar Böðvarssonar er ein af ör- fáum nýjum ljóðabókum, sem út koma nú í bókaflóðinu mikla fyrir jólin. Útgefandi er Menningarsjóður. Þetta er ekki stór bók, um 60 blaðsíður, en mjög falleg og skemmtilega út gefin. Hefur Hörður Ágústsson listmálari teiknað myndir í bókina og séð um snið hennar en Prentsmiðj- an Oddi h.f. prentað. I „Landsvisum“ eru 28 kvæði. Það fyrsta. „Vorið góða“, er þannig: Það man ég fyrst sem mina barnatrú er myrkar hriðar Iéku um fenntan bæ, að land mitt risi aftur, eins og nú, úr ís og snæ, úr is og vetrarsnæ. Sjá, enn er mold þin mjúk og tún þín græn og mildum bláma slær á hvem þinn sand, og trú mín leitar þá i þökk og bæn til þin, mitt land, til þin, mitt föðurland. Og hvflík náð og hvflik páska-jól til handa þeim er verður allur senn, i þinu skjóli að dtja og þinni sól einn sumardag, einn sumardaginn enn. Sjóvinnunámskeið á vegum Æ. R. Nú nýlega hófst sjóvinnu- námskeið á vegum sjóvinnu- nefndar Æskulýðsráds Reykja- víkur. Eru nú um 60 piltar á námskeiðinu og fjÖlgar þcim daglega. Sjóvinnunámskeiðið er tú húsa í Tómstundaheimilinu að Lindargötu 50, og hefur hluti af húsnæðinu þar verið end- urbættur með sérstöku tilliti til sjóvinnukennslu. Piltamir læra margskonar hnúta, splæs- ingar á tógi og vír, uppsetn- ingu á línu, netahnýtingu og netabeetingu. þeir læra að þekkja á áttavita auk tilsagn- ar í hjáip í viðlögum. vél- fræði og ýmsu fleiru er lýtur að sjómennsku. Þá eru einnig haldnir nokkrir fræðslu- og skemmtifundir og þá m.a. sýndar kvikmyndir um sjó- mennsku o.fl. Námskeiðið stendur yfir í 3 mánuði og mætir hver piltur tvisvar í viku. Þegar vorar gefst piltun- um tækifæri til að taka þátt í róðraræfingum, og sveitir frá námskeíðinu hafa tekið þátt i róðrarkeppni sjómannadags- ins. Á sumrin er svo gerður út skólabótur og ganga piltar af námskeiðinu fyrir um skip- rúm þar. Síðastliðinn vetur útskrifuð- ust af sjóvinnunámskeiðinu 70—80 piltar og voru margir þeirra á sjó sl. sumar, t.d. voru 10 ráðnir á togara og 4 á flutningaskip fyrir mill- göngu leiðbeinanda, auk þeirra sem réðu sig á eigin spýtur. Þá voru 27 piltar á skólaskip- inu Sæbjörgu í tveim þriggja vikna veiðiferðum, og var þá veiðum hagað þannig að jafn- framt var siglt i kring utn landið. Um borð gengu piltarn- ir vaktir, eins og tíðkast til sjós, fengu tilsögn og alhliða verklega þjálfun í fiskiveiðum, aðgerð og meðíerð á fiski og veiðarfærum, lærðu að stýra eftir áttavita og var jafnvel leiðbeint í éldamennsku og þjónustu í matsal. NY BOK Flugfclag Islands mun nú i ár eins og undanförnu veita afslátt á fargjöldum fyrir skólafólk, sem óskar að ferðast mcð flugvclum félagsins í jólafríinu, eða á tímabilinu frá 15. desember 1963 til 15. janúar 1964. Nemur afslátturinn 25n/0 frá núverandi tvímiðafargjaldi. Gildir þctta á öllum fluglciðum anlands. félagsins inn- Afsláttur þessi er háður þeim skilyrðum, að keyptur sé tvímiði og hann notaður báðar leiðir og sýnt sé vottorð frá skólastjóra, er staðfestir að viðkomandi stundi nám við skólann. Gildistími íarseðlilsins er, eins og áður greinir, frá 15. desem- ber 1963 til 15. janúar 1964. Það skólafólk, sem hugsar sér að notfæra sér þessi hlunnindi, ætti að panta sér far með góð- um fyrirvara. því búast má við að síðustu ferðir fyrir jól verði fljótt fullskipaðar. REIKNI- VÉLIN Leikrit eftir Erling E. Halldórsson □ Verð kr. 140,00 heft, kr. 1 70,00 ib. □ HEIMSKRINGLA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.