Þjóðviljinn - 08.12.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.12.1963, Blaðsíða 1
mw ] ..^r<- ¦¦ ¦;'; i ¦',: ;-bV;%''-#;'* (' Sunnudagurinn 8. desember 1963 AUKABLAÐ LIST URLONDUM Hér sjáum við sjávargyðjuna Talluliyuk, eins og hún birtisf í steinþrykki eftir PauUasie. HEIMSSKAUTANNA 1 Dorset á austurströnd Baff- ínslands býr lítill hópur Eski- móa, um þrjú hundruð talsins. Hópurinn Iifir af veiðum, en stundar einnig sjó, landið er nakið og kalt. og h'fið erfitt eftir því. Leitun mun á fólki. sem hefur jafnmikið fyrir sínu daglega brauði. A síðari árum hafa kanad- ísk yfirvöld gert æ meir til bess að koma Eskimóunum til aðstoðar. James Houston heit- ir maðurinn, sem mest og bezt hefur unnið að því að efla listiðnaðinn í Dorset, en árang- urinn gaf fyrst að líta á Shaké- spearehátíðinni í Ontario 1959. Þar er skemmst frá að segja, að list Eskimóanna vakti þar geysilega hrifningu. Það er engin tilviljun, að listin skuli blómgast með Dor- set-Eskimóunum. Frá fornu ¦Bogaskyttan", skinnþrykk eftir Niviaksiak, einn frægasta lista- mann Dorset-Eskimóanna. fari eru þeir þekktir fyrir list- muni sína, og fyrir nokkrum árum vöktu þeir athygli með kylfu úr silfri, fílabeini og gulli. Var k'ylfan gjöf til þing- forsetans í fylkinu og hinn feg- ursti gripur. Dorset-Eskimóarn- ir hafa reynzt einstaklega vel hæfir til að taka upp nýjar aðferðir og nota nýjan efnivið. Og á grundvelli gatnallar lisí- hefðar þróast með þeim ný- stárlegur listiðnaður. Houston gerði áætlanir að litlu verk- stæði, sem Esfcimóarnir reistu sjálfir. Þar vinna þeir hver fyrir sig eða í sarneiningu. Sá sem hugmynd fær að mynd eða grip ræðir hana við fé- laga sína. og þegar hópurinn í heild hefur samiþykkt til- löguna er listaverkið unnið. Sölu listaverkanna annast West Baffin Eskimo Cooperative. Á fyrstu sýningunni seldust lista- verk fyrir meir en tuttugu þúsund dali. Peningunum vörðu Eskimóarnir til þess að kaupa efnivið og verkfæri — þar á meðal veiðiútbúnað, enda er selskinn einn mikilvægasti efni- viðurinn. 41 listamaður tok þátt í sýningu, sem haldin var 1960, og í fyrra sýndu 70 Dorset- búar list sína. Nú þegar hafa þeir selt listaverk fyrir um það bil eitt hundrað þúsund dali. Listaverk þeirra er nú að finna í söfnum hvar sem er í Banda- rikjunum. svo og í einkasöfn- um. Myndir þær er fylgja þess- ari grein erú sýnishorn af þessari sérstæðu list. Daglegt líf Eskimóanna er meginmótif listaverkanna, sem bera svip af eínföldum línum landsins, augað er því vanast að líta á heildina en einstðk atriði hennar skipta minna máli. En listaverkin bera líka svip af þeirri dultrú, sem oft einkenn- ir list frumstæðra þjóða. Einn fremsti listamaður Dorset- Eskimóanna hét Niviaksiakj sem bæði var frægur sem veiðimaður og steinsmiður. Fyrir nokkrum árum dó hann með ókunnum hætti á bjarn- dýraveiðum. Þegar hefur skap- azt um það þjóðsaga, að Niviaksiak hafi látið lífið af völdum hins mikla bjarnar- anda. Hafi andinn þannig refs- að Niviaksiak fyrir það að skyggnast of djúpt f leyndar- dóma bjarnarins. EinkennUegt má það telja, að þrátt fyrir það að nokkra tengiliðina vantar, tUheyra þessi listaverk fáeinna, af- skekktra Eskimóa mikilli list- hefð. Nokkur málverkanna eru í ætt við hellamálverk þau. er franski prófessorinn Henri Lhothe fann fyrir um það bil áratug í Sahara. Önnur lista- verk leiða hugann að fornri list Kínverja. Og þetta er I rauniTmi ekiki svo unöarlegl. bar eð vísindamenn telja sig vita n~eð vissu, ?ð íe<i'ilan1. Ameríku hafi byggzt írá Asíu yfir Beringssundið. Það er efcki einungis Eskimóalist, sem ber merki skyldleikans við Kína — í Mexíkó finnast fom- ir listmunir, sem greinilega eiga þangað rætur sínar að rekja. Dorset-Eskimóarnir hafa tek- ið listrænum og fjárhagsleg- um sigri sínum með hinni mestu ró — þeir eru fegnir hvorutveggja, þar eð slikt léttir þeim lífið, sem sannar- „Syngjandi konur sauma kajakk", steiaþrykk eftir Kiaksok. lega er nógu erfitt fyrir. Sum- ir segja sem svo, að Eiskimó- arnir eigi að láta sér nægja ánægjuna við listsköpun sína, en láta sig fjárhagshliðina minna máli skipta. Þvi er til að svara, að nægur er tíminn að krefjast slíka af Eskimð- unum, þegar við hin í vorum hluta heims höfum tekið soo óeigingjama afstöðu. \\x Schödt (Endursagt ðr Bonytt). LITLI RAUÐUR Ævintýri fyrir börn eftir Pétur Pálsson Einu sinni var hestur, lítill hestur, hann hét Rauður. Hann átti heima í fallegum grænum dal bakvið stóra fjallið bláa sem hefur týnt hvítu snjóhúf- unni sinni af þvi að það er svo gleymið á sólina. Og sólin skein á litla rauða hestinn. og hesturinn át grasið græna og mjúka svo mikið, að maginn varð stór, skelfing stór, næst-«> um því eins stór og fjallið. Stundum hljóp hann og hljóp þegar hann var þyrstur. og fékk sér vatn í lindinni tæru og hreinu þá fór litli rauður að hlæja af því hann sá sjálf- an sig í lindarspeglinum. Þeg- ar hann var orðinn leiður á því að spegla sig i lindinni og borða grasið og drekka vatnið og hlusta á vindinn, þá hljóp hann útí buskann og fannst ekki lengur gaman útí móa. Og litli rauður hljóp og hljóp þangað til hann sá sjóinn. stórt og blágrænt og hyld.iúpt hafið. Aldrei hafði hann séð svona skrýtilegt svona mikiri vatn. hvílík ósknp af vptni Nú eo>t éc. pldeilis fpncið mér að drekka, sagði hann við sjálfan sig, og svo hljóp hann niðri fjöru og stakk snoppunni í lygnan sjóinn, en hvað var þetta. þetta vatn var ekki eins og vatnið góða í lindinni tæru, þetta var vont vatn, ósköp vont, og hann lét það bara útúr sér aftur. Um það leyti sem litli rauður var að leika sér í fjörunni. þá var sólin orðin þreytt á þvi að skína svo að hún settist á sjóinn og roðn- aði af því hún hálfskammaðist sín. Aldrei hafði litli rauði hesturinn séð svona fallegt, og hann horfði lengi lengi útá hafið, litlu nasavængimir þönd- ust af þvi að hann var svo glaður og svo einkennilega sæll og hamingjusamur litill hestur. En þegar hann var að glápa þetta í kæti sinni. kom allt i einu fljúgandi stór svartur og voðalegur fugl og settist hjá litia rauða hestinum. Aldrei hafði hann séð svona stóran fugl og hann varð hræddur og ætlaði að hlaupa í burtu á litlu fráu fótunum sínum, en vittu til, þá fór stóri svarti fugliim að gala og opnaði gogginn og sagði: Pí, pí. pí, pí, og í sama bili stökk maður útúr fuglin- um með græna heytuggu i hendinni, sem ilmaði svo ynd- islega að það var engu líkt Kondu gey, kondu gey að þiggja hey. sagði maðurinn, og af því að litli rauður hafði aldrei fundið svona góða lykt eða séð svona faUegt gras, þá gekk hann til mannsins og teygði fram snoppuna. En mað- urinn sem var vondur maður4 hann beizlaði litla rauð og labbaði með hann í burt. P. P. GJAFABOKIN í ÁR verður „SKOPMYNDIR" eftir BIDSTRUP með íslenzkum skýringartexta. AÐALÚTSALAN ER HJÁ BÓKIN Klapparstig 26. -, GJÖRID SVO VEL AÐ LÍTA INN.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.