Þjóðviljinn - 10.12.1963, Side 1

Þjóðviljinn - 10.12.1963, Side 1
rimninganefndamenn á rökstólum MYNDIN TIL VINSTRI: I gærdag var víða setið á rðkstólum í Dagsbrúnarhúsinu við Linda**- götu og i einu herberginu voru þessir á fundi: Sitjandi talið frá vinstri: Guðjón Jónsson frá Félagi járniðnaðarmanna í Reykjavík, Guðmundur Halldórsson jámsmiður frá Selfossi, Svavar Júlíusson frá Félagi bifvélavirkja, Helgi Amlaugsson frá Félagi skipasmiða. Standandi: Loftur Ólafsson frá Félagi jámiðnaðarmanna, Snorri Jónsson, framkvæmdastjóri A.S.I. og Hörður J6- hannesson írá Félagi blikksmiða. — (Ljósm. Þjóðviljans Ari Kárason). MYNDIN TIL HÆGRI: Hér eru verzlunarmenn í sínu herbergi: Talið frá vinstri: Óskar Jónsson frá Vík í Mýrdal, Guðmundur Garðarsson frá V.R., Sigurður Jóhannesson frá Verzlunarmanna- félagi Akureyrar, Sverrir Hermannsson, forseti L.I.V. og Baldur Halldórsson frá Akureyri. VERKFOLLIN HOFUST I NOTT BARÍTTUKVEÐJUR D Flokksstjórnarfundur Sameiningarflokks alþýðu — sósíalistaflokksins hald- inn í Reykjavík dagana 6.—8. desember 1963 sendir hugheilar baráttukveðjur þeim 20 þúsund íslenzkum alþýðumönnum sem ríkisvaldið og atvinnurekendur neyða nú til verkfallsátaka. | | Flokksstjórnarfundurinn heitir á íslenzkan verkalýð og láglaunastéttir að treysta og styrkja samtök sín, skapa og viðhalda órofa samstöðu, er ein getur tryggt vinnandi fólki hærra raunverulegt kaup og styttri vinnutíma. | | Flokksstjórnarfundurinn heitir verkfallsmönnum og fjölskyldum þeirra öllum þeim stuðningi sem flokkur íslenzkrar alþýðu, Sósíalistaflokkurinn, getur veitt í yfirstandandi kjarabaráttu. Flokksstjórn Sameiningarflokks alþýðu — sósíalistaflokksins. Ríkisstjórn og atvinnurekendur bera allc óbyrqé ó víðtœkustu kjaraótökunum í sögu íslenzku verkalýðshreyfingarinnar [H Víðtækustu verkföll sem nokkru sinni hafa orðið á íslandi hófust á miðnætti í nótt. Um 20 þúsundir launbega í nærri 60 verklýðsfélögum um Iand allt lögðu niður vinnu í nótt eða leggja hana niður næstu daga, — verkamenn og verkakonur, iðnaðarmenn, verksmiðjuverkafólk, skrifstofu- fólk og afgreiðslufólk í verzlunum. Einhugur allra þessara samtaka hefur verið alger í átökunum við atvinnurekendur og ríkisstjórn, þrátt fyrir all- an stjórnmálaágreining og mismunandi viðhorf í verklýðsmálum. Þeg- ar fréttamaður Þjóðviljans leit inn á bækistöð samninganefndar launþega- samtakanna við Lindargötu í gærkvöld voru þar samankomnir 70 80 for- ustumenn verklýðsfélaga um land allt, og samstaðan leyndi sér ekki. Dagsbrúnarm enn einhuga □ Dagsbrúnarmenn héldu mjög fjölmennan fund um samningamálin s.I. sunnudag. □ Á s.l. vorj gaf Dagsbrún frest til 15. okt., sá frestur var ekki notaður til samninga. Aftur var veittur frestur í nóv. til 10. þ.m. Sá frestur heldur ekki notaður til að koma til múts við kröf- ur verkamanna — nema með smánartilboði rík- isstjórnarinnar um 4—8% hækkun, eftir að há- launamenn hafa fengið allt að 100% hækkun. □ Verkfallsátök nú eru því algerlega sök rík- isstjórnar og atvinnurekenda. SaTnningamálin voru eina mál Dagsbrúnarfundarilns s.l. sunnu- dag. Eðvarð Sigurðsson formað- ur Dagsbrúnar flutti ýtarlega skýrslu um gang þeirra mála, viðræður fulltrúa verklýðsfélag- anna við ríkisstjórn og fulltrúa atvilnnurekenda, en frá þeim hefur Þjóðviljinn áður skýrt og verður því ræða Eðvarðs ekki rakin hér. Frá því smánartilboð ríkis- stjórnarinnar kom fram 3. þ.m. hefur máiið verið i sjálheldu. Venlunamönnum boiinn geriurdómur I gacrkvöld Iagði sáttanefndin í kjaradeilunum þá tillögu fyrir fulltrúa verzlunarmannafélaganna og atvinnurekenda að í kjara- deilu þessara aðila yrði felldur úrskurður af gerðardómi er starfa skyldi á hliðstæðum grundvelli og kjaradómur cr fclldi úrskurð um kjör opinberra starfsmanna í sumar. Fjallað var um þessa tillögu af báðum deiluaðilum í gærkvöld en er Þjóðviljinn átti tal við Guðmn.nd H. Garðarsson, formann Verzlunarmnnnafélags Reykjavíku'% í gærkvöld laust fyrir mið- nætti bafði cngin ákvörðun enn verið tekin um þetta tilboð. Eins og Þjóðviljilnn skýrði frá þegar tilboð rkisstjórnarinnar kom fram, þá felur það í sér 4 til 8% hækkun á kaupi. Frá þvi í júní s.l. hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 11,4% og vitað er að vísi- Framhald á 6. síðu. ’ Q Enginn landsmaður getur dregið í efa að á- byrgðin á þeim alvarlegu verkfallsátökum sem hófust í nótt hvílir öll á ríkisstjórn Dg atvinnurekendum. Þessir aðilar hafa haft frest til samninga um kjaramálin frá því í júní í vor, án þess að nota hann, og einhuga al- menningsálit knúði þá til að gefa loks loforð um alvarleg- ar samningatilraunir 9. nóv- ember s.l. En engar raunhæf- ar tilraunir höfðu verið gerð- ar þegar verkföllin hófust í nótt. Þessi fráleitu vinrm- Framihald á 2. siðu. RIKISSTJORNIN BAÐ UM ENN EINN FREST! Einróma NEITUN launþegasamtakanna Þau furðulegfu tíðindi gerðust í gærkvöld — þegar öll þjóðin hélt að verið væri að vinna af kappi að lausn kjaradeilunnar — að ríkisstjórnin fór fram á enn einn frest! Var beiðnin rökstudd með alröngum staðhæfingum um að verklýðsfé- lögin hefðu tafið samninga. Fór ríkisstjórnin síð- an fram á að fresturinn yrði ótakmarkaður — aðeins „hæfilegur“ — og ekki voru í bréfinu nein vilyrði um það að einhver árangur væri í boði með frestuninni! Samstarfsnefnd verklýðsfélag- anna hélt fund úm rhálið kl. 11 í gærkvöld. Síðan voru haldnir fundir i samstarfshóp- unum hverjum um sig, og komu frá beim öllum sömu svörin: einróma neitun. Þvinæst hélt samstarfsneíndin nýjan fund og gekk frá svarbréfi til ríkis- stjórnarinnar; þar segir svo; „Bréf yðar dags. í dag, er oss barst fyrir milligöngu sátta- semjara, kl. 21,30, var þegar rætt í samninganefndum fé- laganna og samstarfsnefndinni. Er það einróma sameiginlegt svar þessara aðila, að eigi sé unnt að veita umbeðinn frest. f bréfi yðar segir, að eigin- legar samninga- og sáttatil- raunir hafi eigi staðið nema fáa daga, þetta er rangt, en á þeirri staðhæfingu er þó bciðni yðar um frest byggð. Einnig er það rangt, að verk- ivðsfélögin liafi fyrst verið til- búin til viðræðna hinn 25. nóv- ember. Verkalýðsfélögin lögðu fram kröfur sínar um miðjan októ* ber, og hófust viðræður upp ór því. Hinn 9. nóvember s.l. var sætzt á, að boðuðum verkföll* um yrði frestað. Fimm dögum síðar, hinn 14. og 15. nóvember var deilunum vísað til sátta- semjara, og boðuðu sáttasemj- arar fyrsta fund þann 20. nóv- ember. Af þessu er Ijóst, að eklá verður með rökum sagt, að verkalýðsfélögin hafi hindrað, að veittur frestur yrði nýttur." Bréf þetta var afhent sátta- semjara kl. 1 í nótt. Varðist þá sáttasemjari allra frétta um það hvert áframhaldið yrði af hálfu ríkisstjórnarinnar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.