Þjóðviljinn - 10.12.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.12.1963, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 10. desember 1963 MÖÐVIUINN SIDA 5 Þórunn Elfa Ný skáldsaga Þórunnar Elfu Út er komin ný skáldsaga eftir Þórunni Elfu Magnúsdótt- ur. „Anna Rós“ er nafnið á sög- unni. en Bókaútgáfa Menning- arsjóðs gefur út bókina. sem er 260 blaðsíður út. Prentverk Odds Bjömssonar á Akureyri annaðist prentun. Fyrri hluti skáldsögu Þór- unnar ber yfirskriftina „Morg- unn í ágúst 1914“. en sá síðari „Anna Rós“. Fyrri hlutanum er svo skipt í 5 tölusetta kafla, en hinum siðari í 19. BÓKATORLAGSBÓK Bókaforlag Odds Bjömssonar •»aaBe<aawa*sB«fflæBs*sesítÉS9WS*e!SS®!ítgsa® Bókarorlag Odds Bjömssonar «Jnaíats&ssi^asastmmmmmiSf 1®^ BÓKATORLAGSBÓK Rómarveldi, fyrra bindi Bókaforlag Odds Bjömssonar RÖMARVELDI er mik- il bók, sem Menningar- sjóður hefur gefið út. Höfundurinn er banda- rískur, Will Durant að nafni, en Jónas Kristj- ánsson hefur þýtt bók- ina. Er þetta fyrsta bindi mikils ritverks. Bókin er um 375 b’laðsíður og í henni fjölmargar myndir. Hörður Ágústsson listmálari hefur teiknað kápu. Á kápusíðu bókarinnar er höfundi bókarinnar lýst á þennan hátt: „ . . . Will Dur- ant er fæddur árið 1885. Hann óx upp í kaþólsku umhverfi. og að loknu námi við Columb- ia-háskólann kenndi hann um skeið latínu og fleiri tungu- mál við æðri skóla í heima- högum sínum í New Jersey. En síðan hneigðist hann um skeið að róttækum lífsskoðun- um, hætti skólakennslunni, fluttist til New York og gerðist kennari við Ferrerskólann, sem var mótaður eftir nýjum hugmjmdum um frjálsan skóla- lærdóm. Þjóðfélagsskoðanir hans beindu hug hans inn á brautir heimspakinnar, og árið 1913 settist hann aftur á bekk Columbiaskólans og lauk þaðan doktorsprófi í heimspeki fjór- um árum síðar. Á þessum ár- um tók hann að flytja fyrir- lestra um sögu og heimspeki í kirkju eijrni við Fjórtánda stræti í New York. Áheyrend- ur voru mestmegnis verka- menn. sem kröfðust þess að hið sögulega efni væri ljóslega fram sett og höfðaði til nútíma- lífsins. Var þetta fyrirlestrahald^ og starf hans við að móta frjálslegan skóla handa alþýðu- fólki ágætur undirbúningur að söguritun hans. Árið 1927 lagði hann niður öll önnur störf og tók að semja risavaxið verk um sögu mannkynsins — The Story of Civilization — en þriðja bindi þess birtist hér i íslenzkri þýðingu. Til að kynnast söguslóðum með eigin augum lagði hann hvað eftir annað í mikil ferðalög og fór meðal annars tvisvar umhverf- is jörðina eftir mismunandi leiðum. Fyrsta bindið, um frumsögu austrænna þjóða birtist árið 1935. og síðan hefur hvert bindið komið af öðru með fárra ára millibili. Durant hefur komizt svo að orði að hann hafi dæmt sjálf- an sig til ævilangrar fang- elsisvistar er hann tókst á hendur að rita sögu allrar heimsmenningarinnar. En í þvf fangelsi hefur verið mikil birta og vistin ekki verið honum eintóm raun, enda talar hann á öðrum stað um þá sælu sem hafi, að öðrum þræði. verið Sjálfsævisaga lömunarsjúklings Komin er út hjá Bókafor- lagi Odds B.jörnssonar sjálfs- aevisaga Árna Jakobsson- ar í Víðaseli or nefnist hun Á VÖLTUM FÓTUM. Árni er látinn fyrir nokkr- um árum tæplega sjötugur. Hann fékk lömunarveiki hálf- þrítugur og var æ síðan mjög fatlaður en bjó samt búi í tuttugu ár á ýmsum bæjum i Suður-Þingeyjarsýslu. Sjálfs- ævisöguna ritaði hann á effi árum á Húsavík. Þórir Frið- geirsson bjó handrit Árna undir prentun. Bókin er 151 blaðsiða, myndir fylgja. fólgin í þessari áralöngu rann- sóknariðju. Og nú mun hann, áttræður öldungur, senn ljúka síöasta bindi þessa mikla verks og færa það veröldinni að hinztu gjöf”. Þýðandinn, Jónas Kristjáns- son, segir í formálsorðum m.a.: „Hin íslenzka útgáfa Róm- verjasögunnar er gerð að frum- kvæði Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Hafði hann kynnzt þessu lesverki skömmu eftir útkomu þess og skjótlega hrif- izt af orðsnilld höfunda-, frjálslyndi hans og yfirsýn. Hvatti hann stjórnendur Menn- ingarsjóðs til að birta alla ver- aldarsögu Durants í íslenzkri þýðingu, en taldi þó eðlilegt eftir atvikum að fyrst væri gefið út eitt bindi til raunar. Saga Rómverja þótti vel fall- in til að ryðja brautfna. Þar er rakinn ferill einnar þjóðar í þúsund ár, lýst viðgangi hennar, umbrotamiklum þrosK- aferli, upplausn hennar og falli. Heppilegra þótti að skipta Rómarsögunni í tvö bindi, þvi að ella hefði bókin orðið nokk- uð viðamikil og þung í hendi. Að fyrirlagi útgáfustjómar Menningarsjóðs er söguverk Durants ofurlítið stytt í hinni íslenzku þýðingu. Styttingin er þó ekki gerð eftir mælibandi, heldur er meginhluti verksins lítt eða ekki samandregin, en ýmsir kaflar sem ætla mátti að væru íslenzkum lesendum strembnir eða framandi, eru grisjaðir eða endursagðir í styttri mynd. Höfundur sjálfur og hinn bandaríski útgefandi hans hafa veitt Bókaútgáfu Menningarsjóðs heimild til þess að gefa Rómverjasöguna út á íslenzku með þeim styttingum sem nauðsynlegar þættu vera. Barnabók eftir Hjört Gíslason Ný barnabök eftir Hjört heitinn Gcslason er komin út hjá Bókaforlagi Odds Bjöms sonar. Bókin nefnist Bardaginn við Brekku-Bleik, og er þetta saga um dýr og böm eins og fyrri bækur höfundar. Smábækur Menningarsjóðs Bókaútgáfa Menningar- sjóðs hefur nú sent frá sér þrjár nýjar bækur í bóka- flokki þeim sem kallast Smábækur Menningar- s’jóðs. Útgáfa þessa þóka- flokks hófst fyrir nokkrum árum og eru nú alls komn- ar út 14 bækur í honum. Cicero og samtíð hans „Cicero og samtíð hans“ er nafn á nýútkominni bók eftir dr. Jón Gíslason, skólastjóra Verzlunarskóla Islands. Þetta er tólfta bókin í smá- bókaflokki Menningarsjóðs, 148 blaðsíðna bók í fremur litlu broti, prentuð í 600 eintökum. Bókin skiptist í þrjá aðal- kafla: Cicero og samtíð hans. Út bemsku konungsdóms og trúarbragða. Virgill, skáld vors og viðreisnar. Þá eru birtar athugasemdir og skýringar, skrá um heimildarrit og eftir- máli. Nokkur hluti bókarinnar hefur áður birzt á prenti. Jón Óskar Ljóðaþýðingar úr frönsku Þrettánda „smábókin“ eru Ijóðaþýðingar úr frönsku eft- ir Jón Óskar, 120 blaðsíðna bók, prentuð í 600 eintökum. I bókinni eru alls 28 þýdd ljóð eftir sex frönsk skáld: 5 ljóð eftir Charles Baudelaire, eitt eftir Comte de Láutréa- mont (Úr Söngvum Maldorors), 9 eftir Arthur Rimbaud, 6 eftir Guillaume Appollinaire, 6 eft- ir Saint John Perse og 4 eft- ir Faul Eluard. Þýðandinn, Jón Óskar. ritar alllangan formála að bókinni og gerir þar grein fyrir skáld- um þeim sem ljóð eiga í bók- inni. Ferhenda Þriðja nýja bókin í smá- bókaflokki Menningarsjóðs er FERHENDA, vísnasafn Kristj- áms Ólafssonar frá Húsavik. Bókin er rúmar 90 blaðsíður og hefur að geyma álíka marg- ar vísur og stökur. Prentuð í 1400 eintökum. Kristján Ólafsson er meðal snjöllustu hagyrðinga núlif- andi. og hafa margar af vísum hans orðið landfleygar. Er Ferhenda fyrsta bók hans, úr- val úr kveðskap hans. Af handahófi vísan á bls. 52 í bókinni: Blindur er hver í sinni sök: Ólánið sem elti mig orðið hefði minna, gæti maður sjálfan sig séð með augum hinna. Oröabök Menningarsjóös Orðabókin er uppseld hjá forlagi í bili. Hún kemur aftur á mark- að í janúarmánuði. Prentuð hafa verið gjafakort, sem eru ávísanir á orðabókina. Gjafakortin eru tvennskonar: Ávísanir á bókina í forlagsbandi og í handunnu skinnbandi. Bóksalar og umboðsmenn útgáfunnar, sem æskja þess að ba’fa gjafakortin til sölu, eru vinsamlegast beðnir að senda pantanir sem fyrst. Bókin kostar 700 kr. í forlagsbandi, 1100 kr. í handunnu skinnbandi. BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS Mikill IbóköienntaviSljurSur: Ný skáldsaga eftir .nj;1' J Indriða Gr. Þorstemssou / Land og synir Mennhikuðu ekki við að fullyrða, að Sjötíu og? nín af stöðinni væri bezta íslenzka skáldsagan, sem út kom á sjötta áratug aldarinnar. Og ekki orkar tvímælis, að I/and og: synir er langfremst þeirra íslenzku skáldsagna, sem komið hafa út á sjöunda áratugnum. kaud oé synir er enn betur skrifuð en Sjötíu og níu a£ stöðinni og er þannig fullnaðarsönnun þess, að Indriði G. Þorsteins- son er mikilhæfastur þeirra rithöfunda, sem kvatt hafa sér hljóðs á íslandi eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari. IÐUNN Skeggjagötu 1 - Sími 12923.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.