Þjóðviljinn - 10.12.1963, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.12.1963, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 10. desember 1963 ÞlðÐVILIlNN SÍÐA 9 HVAÐAN ERUM VIÐ ISLENDINGAR? □ Hvaðan erum við Islendingar komnir? Erum við afkomendur norskra víkinga og konunga? Erum við frá suð-austur-Evrópu — eða jafnvel austan úr Asíu? Erum við Keltar, komnir vestan um haf? □ Eða erum við blanda úr öllu þessu? Ný bók, ÍSLENDA flytur sérstæðar skoðanir Benedikts frá Hofteigi Benedikt Gíslason frá Hofteigi við skrifborðið. Benedifet Gíslason frá Hof- teigi er maður óragur og skjót- ur í hugsun og ótöm þau við- viðbrögð að bergmála það eitt seim í tízku er að hugsa hverju sinni. Hann getur með réttu sagt það sama og einhvers- staðar mun haft eftir guði al- máttugum: Mínir vegir eru ekki yðar vegir. A yngri árum neytti Bene- ditet krafta sinna einkum við búskap og samvinnusamtök bænda. Eftir að þrek hans til að hamast á þeim vettvangi þvarr hefur honum gefizt meira tóan til ritmennsku en áður. Hann hefur ritað 7 bæk- ur, sem út hafa komið, og grunur minn er sá að hann rnuni ekki eiga öllu minna i handriti. Bseikur hans eru: Við vötnin ströng (ljóð), Smiður Andrésson, íslenzki bóndinn, Páll Ólafsson, Eiðasaga, Kaup- félag Héraðsbúa 50 ára og Fólk og saga. Ævisögu Jónasar Kristjánssonar á hann fullbúna í handriti. Fyrir skömmu hafði ég veð- ur aí því að út væri að koma eftir hann bók um uppruna okkar Tslendinga. og varð að samkomulagi milili okkar að ég mætti heimsækja hann og fregna um bók þessa. Þegar heim til hans kom hafði hann svörin á reiðum höndum. Enn hefég ekki lesið bók hans, en sve mikið þykist ég vita, að hún sé lfkleg til að valda gusti í gamalli værðarmollu og knýja á með það, að betur verði ramnsakað hvaðan við erum til lslands komnir. Það eitt væri afrek, enda þótt að í Ijós kæmi, að einhverjar skoð- anir í bókinni stæðust ekki fyllilega í einstökum atriðum. Og nú hefur Benedikt frá Hofteigi orðið. — Hvað kveikti í þér. Bene- difct, til að skrifa um þetta efni? — Það er eins og menn rektjr ef til vill minni til, svarar Benedikt, þá var .Æpurt og spjallað” í útvarpinu 10. febr. s.l. um uppruna Islendinga. Ég lýsti þar sérstæðu sjónar- mlði á uppruna þjóðarinnar og taldi, að landftiámssagan sýndi það, ef vel væri athugað, að það væri rangt, sem trúað hefur verið, að norskir víking- ar hefðu komið hér að óbyggðu landi og þeirra landnám mundi aðeins hafa verið það, að leggja undir sig friðsama þjóð eða fólk í búsetu um land allt með tilheyrandi lífsbjargar- gripum. Þetta varð til þess að nokkrir ágætir menn tóku það upp hjá siálfum sér að biðja mig að ge|a fyllri grein fyrir þessu, o:g þá náttúrulega með ritverki. Þetta er ástæðan fyrir þvi að þessi bók er nú á ferð- inni. — Hvað segir í landnáms- sögu okkar? — Fundur Islands á 9. öld er eins og hvert annað háð. Landið er þekkt og kallað land. sem þýðir byggt land, á 4 ölld f. Krist, er Píþeas hinn gríski sigidi frá Shetlandi og fann það (Island) og kallaði Ultfma Thule. sem þýðir Sól- arey. Beda prestur getur um að farið sé miMi landanna. Ult- íma Thule og Engiands fyrir og um 700 e.Kr. Grískur sagna- ritari á 6. öld lýsir Thule og segir að þar búi fóik svo norð- arlega að sól sjái ekki í 40 daga. en henni sé þá fagnað með viðhöfn er hún sést, — og er sólarkaffið á fsafirði orð- ið gamalt! Irar skýra land- svæði í Ameríku Island hið mikla, og kristna þar fólk fyrir landnám Islands. Þangað vililt- ist Ari Másson á Reykhólum og er talinn í fræðibókum fyrstur evrópskra manna í Ameríku. Það var um 983. Siglinga- og landafræði á tímum landnáms íslands er hrein fölsun í fræð- um Islendinga um landnámið. — En hvað þá um Ara fróða, og Islendingabók hans, svo og Landnámu? — Á dögum Ara fróða virðist kaþólska siðferðið komið í al- gleyming og bók Ara fróða skrifuð undir áhrifum af því; páfinn og postulamir tala sann- leikann. íslendingabók er stutt, stirð og litið merkileg, og fer með falsanir, eins og það, að Islendingar hafi sótt lögin fyrir 930 til Noregs, meðan Haraldur hárfagri var þar enn konung- ur. en undan ólögum hans áttu víkingamir að flýja m.a.! Svo voru þau sniðin eftir Gula- þingslögum — sem ekki voru sett fyrr en af Hákoni Aðal- steinsfóstra eftir 935. Ari sneið- ir hjá öllum merkilegum hlut- um sem verið höfðu í landinu fyrir Skálholtsbiskupanna dag. Ritmennsku, skáldskap, mennt- un, sem annarstaðar eru næg- ar heimildir um og hann hlaut að hafa aðgang að, getur hann aldrei um, eins og menntastörf útlendu biskupanna eftir árið 1000. — Hvað áttu svo sérstaklega við þegar þú talar um menn- ingu Islendinga á þessum tíma? — Mörgujn öldum fyrir hið svokallaöa landnám Islands eru brezkar þjóðir kristnar og það er hin sögulega menning þjóða i okkar heimshluta að vera kristnar. Og þegar hingað komu heiðnir Norðmenn, og alis óvitandi um bækur og önnur menningartæki. þá taka þeir ekki upp slika hluti nema fyrir áhrif frá menntuðum kristnum þjóðum eða fólki. Þetta fólk er fyrir í landinu þegar þessir landnámsmenn, víkilngar siðlausir, koma þang- að, af öðrum gátu þeir ekki lært. Og ekkert slíkt gátu þeir komið með frá Noregi, þar er engin menning og var aldrei, meðan slíkri sögu fór af Is- lendingum, og í raun og vera aldrei fyrr en á 19. öld. Skáld- in sem þar getur á 10. öld. og síðan varla söguna meir, hafa lært fyrir vestan haf. 1 Noregi er ekkert að hafa nema bardaga, barbarisma, en blindur kaþólskur áróður eft- ir að erkistóllinn kom í Noreg. 1152 stefnir þjóðlíf og mennt- un íslendinga í þetta norska kaþólska dýki með hræðilleg- um afleiðingum, sturkmgasið- leysi, sem var beinn norskur innflutningur, og hrapi þjóðveld- isins í þetta norska ómenning- argin. Menntir Islendinga í sambandi við kristna þjóð á undanfarandi öldum eru þá búnar að bjarga því sem ó- metanlegt hefur reynzt, og það fyrir Norðurlönd öll. Engin skýring á fommenntun Islend- inga strax á 10. öld er til nema þessi. — Hvað finnst þér helzt skera úr um það að hér hafi verið þjóð fyrir í landinu á landnámstíð? — Sumt að því hef ég nú nefnt og margt kemur fram i bókinni, en ótvíræðast í þessu efni er samt fólksfjöldinn um 930, þvi um 1096 höfum við fuliar líkur fyrir því, eftir sterkum heimildum, að fólk sé ekki færra en 90 — 100 þús. manns, en í Landnámu segir að ísland hafi svo byggt verið 930 að ekki hafi orðið meira síðan. og sagan ber því vitni að ekki hefur orðið fólksfjölg- un á þessum tíma, söguöld og fjöldabardagar. útflutnilngur manna til Grænlands og Norð- urlanda, óaldir tvær með stór- um mannfelli og engin leið að flytja bústofn til landsins á svo skömmum tíma, er svo stór þjóð þurfti að nota, og heldur ekki verður bent á neitt fólk er í svo stórum stil hafi fiutt inn í harðbýlt land á þessum tima. — Hverju heldur þú að þetta breyti í sögunni? — Okkar gömlu fræði eru kolröng, það sem byggt er á þeim í sögu náttúrulega líka og allmikið af okkar svoköll- Brimgnýr og boðaföll Brimgnýr og boðaföll Frásagnir af hetjudáð- um sjómanna á hafinu. Jónas St. Lúðvíksson tók saman, þýddi og endursagði. Ægisútgáf- an. Guðmundur Jak- obsson. Reykjavík 1963. Islendingar hafa löngum ver- ið veikir fyrir hetjusögum, hrakningasögum, sögum af slysum og svaðilferðum á sjó og landi. Þetta efni hefur orðið mjög vinsælt i með íslenzkum almenningi, enda mun vera gengið svo á það að því er Is- land varðar, að sennilega er það nær uppurið. En aðrar þjóðir eiga sér líka sínar hetjudáðir og svaðilfarir og sjálfsagt mun slíkt efni af út- lendum toga ekki verða síður vinsælt en hið innlenda. Bók- in Brimgnýr og boðaföll, sem Jónas St. Lúðviksson hefur saman tekið, þýtt og endur- sagt, hefur að geyma tíu frá- sagnir um hetjuskap og harm- leik erlendra sjómanna. Allar eru sögur þessar nýlegar, hafa gerzt í minni þeirra manna, er nú lifa, nema sú seinasta, Svaðilför I Suðurhöfum, sem er frá hinu löngu liðna ári 1914, og er þó kannski mesta hetjudáð bókarinnar, enda ferðalög þá um lítt kunnar sjó- leiðir svo frumstæð, að unga kynslóðin fær vart skilið, hvernig menn lögðu út í slíka tvísýnu, illa búnir tækjum og vistum. Hinar frásögumar all- ar gerast í síðustu heimsstyrj- öld eða eftir hana og rifja upp ', ", Áhöfn „Columbusar” fer í björgunarbátana, skömmu áður en skipið sekkur, logandi stafna á milli. viðburði, sem vöktu mikla at- hygli hjá styrjaldarkynslóðinni, sem horfði stjörf af æsingi og eftirvæntingu á úrslit þess hildarleiks, sem háður var á öllum höfum jarðarinnar. Flestar fjalla frásagnimar um viðureign brezka og þýzka flotans í síðustu heimsstyjöld. Þar segir frá afrekum hinna nýtizkulegu og nýsmíðuðu víg- dreka Þjóðverja, Bismarcks, Tripitz og Graf Spee, sem öll verða þó að lokum óvíg í við- ureigninni við hið gamla brezka sæljón. Furðulegust oð æsilegust finnst mér þó sagan Ofjarl brezka flotans, er segir frá því er þýzkur kafbátur komst í byrjun styrjaldarinnar inn í aðalherskipalægi brezka flotans á Atlanzhafi, Scapa Flow, og skaut Royal Oak, stolt og prýði Breta, í kaf. Þessi frásögn er einnig merki- leg vegna starfsemi hins þýzka njósnara, Ortels úrsmiðs. Það var honum að þakka að inn- rásin i Scapa Flow tókst, og af sögunni er það ljóst. að þegar árið 1923 voru þýzk hemaðar- yfirvöld farin að undirbúa næstu heimsstyrjöld. Þeir eru fljótir að sieikja sár sín, menn- imir þeir. Brimgnýr og boðaföll er góð skemmtilesning, þótt hún sé ekki laus við erfðasynd ís- lenzkrar bókagerðar, prentvill- umar, og þótt frummálið. sem bókin er þýdd úr og endur- sögð, gægist sums staðar út um íslenzka textann. Sverrir Kristjánsson. uðu norrænu fræðum er ékki á vetur setjandi. ein bótin að stór- kostleg lífræn leit getur' hafizt til skýringar á hinu fomís- lenzka ævintýri, og þar virð- ist algerlega burt frá Norður- löndum að leita, en þar hefur legið okkar villuslóð. Þetta reyndi ég að láta koma nokk- uð skýrt fram i bók minnL — En hvað segir fomleifa- fræðin? — Fomleifafræði okkar er skammt á veg komin, og því ekki að neita, að hún hefur frekast tekið viðmiðun við þetta landnám. Ekkert var til á Islandi áður og þvi er þar ekkert eldra. Samt hafa fund- izt peningar frá 4. öid, 1600 ára gamlar minjar i Tjömesi, kindabein í Hrafnkelsdalnum. sem ekki fá að vera éldri en frá því um 1000 o.fl. sem ekrki hefur komizt undir neina rannsókn. sem þýðingarlaust hefur verið eftir að leita — betta er frá landnámstið! Og þó maður sýni tættur, sumar frá 1000 eins og hoftættar og aðrar stutt frá, sýnilega helm- ingi eldri, þá er þetta allt frá landnámstíð! En ég ætla að benda á eitt. Helgi Hjörvar er góður sögu- maður og áhugasamur. Hann sýndi mikinn áhuga á hellu sem fannst I húsgrunni í Reykjavik, og í samraami vjð söguna gekk hann að því vísu og sjálfsögðu að þetta væri landnómskonuhella og það sjálfrar Hallveigar í Reykjavík Ingólfskonu. Nú fannst þessi hella eitthvað á annan metra fyrir tneðan yfirborð Tjarnar- innar í Reykjavík og þar stutt frá, og þama var öskuhaugur og í honum svínshaus með vígjönnum. en sú svínategund er útdauð líklega fyrir þúsund- um ára. Og nú á hella Hailveig- ar að vera fyrir neðan yfirborð Tjamarinnar allmikið, en tjörnin og grandinn milli henn- ar nv hafs eru víst frekast tald- ar ísaldarminjar. Hellan var auðvitað í botnlausu svaði, en það er sama: þama stóð Hall- veig við heliuna forðum! — Já, en nú nýlega var skýrt frá blóðflokkarannsóknum i nautum, sem sýndu sama kyn í Noregi og á ísiandi! — Já, en það komu líka blóðflokkarannsóknir á mönn- um, sem sýndu að Norðmenn hafa verið aðeins lítill hiuti manna í íslenzkum kynstofni. En um nautin er það að segja að þau eru allra dýra stað- bundnust. Noregur lá undir ís- öldinni og alit sem til Noregs kom var að sunnari komið, naut- in líka, og nautin komu lfka að sunnan til Islands; hér er ekki vitnisburður um neitt nema sami nautastofn kemur í bæði löndin — að sunnan. Ut- varpinu bótti þetta stórfrétt > með nautin, en bvf þótti engin frétt um mennina og vildi henni í engu sinna, sama giiti um blöðin. — En nú kemur frjógreining- in til sögunnar. Já, ég skal engan dóm leggja á hennar hlutverk. en það gæti skeð að hún ætti eftir að finna sjálfa sig í einhverju efni. Maður undrast jarðsögu- fræðina, allt er eins og það hafi skeð í fyrra, örstutt, 9000 ár frá síðustu ísöld, og ekkert bar áður. Danmörk lá undir ísöldinni og nú eru Danir fam- ir að tala um 100 þús. ára gamlar minjar, og ísöidin er sjálfsagt mörg hundruð þús- und éra fyrirtæki. Þeir sem geta athugað ísaldarminjar. eins og sjálfan Jökuldal. sem allur er myndaður af vatni og skriði á síðustu ísöld, fara nærri um hvaða tíma betta hef- ur tekið. Svo er helzt að skilja að ísöldin hafi tekið pjönkur sínar einn góðan verðurdag og farið í burtu, eins og kaupa- kona sem ekki trúlofast, en grænir dalir komið samstundis i bólið hennar. Ég læt þessi fræði liggja milli hluta. en ef eru Framhald á 12. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.