Þjóðviljinn - 10.12.1963, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 10.12.1963, Blaðsíða 14
J4 SlÐA ÞIÓÐVIUINN Þriðjudagur 10. desember 19i NEVIL SHUTE: SKAK- BORDIÐ sagði Morgan að lokum. — Hvað ættum við helzt að senda? Stúlkan sagði: — Gefðu þeim bjöllu. Þeir geta alltaf notað bjöllu í viðbót. Þau héldu aftur inn í húsið. Þau fóru saman inn í her- bergi Tumers, og hann var þá vakandi. Þau gátu talið hann á ad enaeða morgunvrð i rúminu; hann lá fyrir þar til hann fékk nóg af þvi i morgunhitanum og kom niður um ellefuleytið til að sdtja á veröndinni í legustóln- urn. Morgan var að heiman; Nay Htohn stjanaði við hann, færði hoaum vindil og kældan ávaxta- safa. Hann sat þama í mak- indum og horfði á umferðina á ánni. Hann ákvað að fara eins fljótt og unnt væri og halda heim til Englands. Sjúkdómskastið hafði verið honum aðvörun um að tíminn væri farinn að styttast. Honum fannst ferðin til Burma haía verið aigjörlega til einsk- is. Hann hafði komið frá Eng- landi til að leita uppi rekald og koma því á réttan kjöl, ef unnt væri; þess í stað hafði hann fundið efnaðan mann í hamingjusömu hjónabandi og virðingarstöðu í því landi sem hann hafði kjörið sér. Hann hafði notið ferðarinnar í ríkum mæli; hann hefði gjaman viljað vera lengur og sjá meira af þessu töfrandi landi, en til þess gafst ekki tími. Hann var að verða tímabundinn; hann vildi ekki sóa timánum. Fyrst Morg- an þurfti ekki hjálpar hans við, þá gæti hann gert þeim mun meira fyrir Diggie Brent eða svertingjann, ef hann kæmist nokkum tíma i samband við þá. Hárgreiðslcm ÖSrgrelðsIn og snyrtistofa STEINU og DÖDO taugavegi 18 III. h. flyfta) SÍMI 24618. P B R M A Garðsenda 21. StMI 33968. Hárgrelðsln- ng snyrtistofa. Dðmnrl Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN. TJaxnargðtn 10. Vonarstrætis- megin. — SÍMI 14662. HARGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (María Gnðmundsdóttir) Rangavegi 13 — SlMI 14656 mm Nnddstofa á sama stað. — Hann yrði að fara heim til Watford og byrja upp á nýtt. Hann hvíldi sig á veröndinni allan daginn. Morgan kom heim um teleytið og settist hjá hon- um og reykti og herra Tumer sagði honum hvað hann hefði verið að brjóta heilann um. — Þessi gufuskip á ánni sem fara til Rangoon, sagði hann, þau minna mig á, að ég þarf að halda heimleiðis. Fyrirtækið hefði ýmislegt við það að at- huga að ég sæti hér með drykk og vindil án þess að gera nokk- urn skapaðan hlut. Morgan sagði: — Vertu hér nokkra daga í viðbót og jafn- aðu þig almennilega. Þú getur fengið sjúkraleyfi. Tumer sagði: — Ég held ég sleppi því. Ég má ekki vera að því. Ég þarf að koma mér til Rangoon. 39 — Það fer skip þangað á morgun, ef það er svona mikill ferðahugur í þér. — Það er bezt ég fari með því. Ég hef ekki efni á að slæp- ast svona. Morgan leit á hann. — Hef- urðu talað við lækni í Englandi um þessi köst þín? Tumer sagði: — Já, já. Það rannsakaði mig sérfræðingur eftir síðasta kast. — Hvað sagði hann um þetta? Turner þagði stundarkom. Svo sagði hann: — Það er ekki vel gott. — Er það mjög slæmt? — Það kemur allt útá eitt eft- ir hundrað ár, sagði Tumer hljóðlega. — Þannig lít ég á málið. Flugmaðurinn sagði: — Er það kannski — lífshættulegt? Tumer leit á hann aðdáunar- augum. — Þú ert býsna skarpur. sagði hann. — Ég hef ekki gef- ið neitt í skyn um það, eða hvað? — Nei, en er það ekki rétt? — Ojú, það er svo sem alveg rétt, sagði Turner. — Ég er með málmflísar í heilanum og það er ekkert hægt að gera við því. Ég á eftir sjö eða átta mánuði, ekki; meira. En ég vildi ekki að neinn vissi það. — Það hryggir mig. Morgan þagði góða stund og sagði svo: — Hvers vegna komstu eiginlega hingað? — Ég sagði þér það. Ég átti viðskiptaerindi til Rangoon. — Ég veit það. En ekki vænti ég að ömurleg lýsing móður minnar á högum mínum hafi átt einhvern þátt í því? Turner ók sér vantíræðalega í stólnum. — Mér datt í hug aö líta til þín ef ég væri á þessum slóðum, sagði hann hálfkindar- legur. Flugmaðurinn stóð á fætur og gekk að handriðinu og horfði út á ána. Svo sneri hann við og kom aftur að borðinu sem stólar þeirra voru við og fékk sér ann- an vindil. — Þegar þú hittir móður mína, sagði hann, viltu þá ekki reyna að koma henni í skilning um hvernig högum mínum er háttað hér. Viltu reyna að útskýra fyrir henni að Nay Htohn sé ekki hálfnakin villimanneskja sem heldur mér í austrænum fjötrum. Segðu henni að ég vinni störf sem henti mér vel. Segðu henni að ég sé efnaður og hamingjusam- ur. Reyndu að láta hana skilja þetta. Tumer sagði: — Ég skal fara og heimsækja hana þegar ég kem heim í næstu viku og ég skal gera það sem ég get. En þetta lítur allt saman öðru vísi út í Notting Hill Gate eins og þú veizt. — Ég veit það. Það varð þögn. — Ætlarðu strax heim- leiðis? Turner kinkaði kolli. — Strax og ég fæ far í flugvél. Morgan sneri sér að honum og gekk eftir veröndinni. reykj- andi og hugsi. Þegar hann kom til baka, sagði hann: — Það hefur verið mikil ánægja að hafa þig hér, Turner. Ég hef lengi verið að hugsa um, að ég hefði átt að reyna að komast að því hvað um þig varð — og hina náungana í sjúkrastofunni í Penzance. Ég veit ögn um negrann, en ég vissi hreint ekki neitt um þig eða Brent liðþjálfa. Hann horfði niður til Turners sem sat í stólnum. — Ég skammaðist mín hálfpartinn fyr- ir það. sagði hann lágum rómi. — Ég komst svo vel af sjálfur, að ég hefði átt að gefa mér tíma til að líta í kringum mig og komast að því hvemig ykkur Brent vegnaði. Við stóðum all- ir í siröngu þá. Við hefðum átt að halda sambandinu. — Já, þetta fannst mér líka, sagði herra Tumer. — Ég á við það, að ég á ágætt hús í Wat- ford og peninga í banka þrátt fyrir allt. Og svo þegar náung- inn í Harley Stræti sagði það sem hann sagði. þá fannst mér einhvern veginn að ég þyrfti að komast að því hvernig ykkur vegnaði, ef ske kynni að þið hefðuð ekki verið eins heppnir og ég. — Og það var þess vegna sem þú komst til Burma í raun og veru, var ekki svo? sagði Morg- an. Tumer sagði þrákelknislega: — Ég átti líka erindi til Ran- goon. Þeir reyktu þegjandi nokkra stund, svo sagði hann: — Það var vingjamlegt af þér og frú Morgan — ég á við konunni þinni, að taka á móti mér. sagði hann. — Mér datt ekki í hug að þú værir svona vel stæður og rótgróinn — þá er ekki víst ég hefði komið. Ég hélt .. já, ég hélt að allt væri öðruvísi. Hann hikaði og sagði svo: — Ég fór i fangelsið tíu mánuðum eftir að ég kom af spítalanum; þú vissir það kannski. Útaf sykr- inum. Ég hefði ekki komið hing- að, ef ég hefði vitað að þú varst hálfgert yfirvald og allt það. Morgan brosti. — Það gerir ekkert til, sagði hann. — Þú slappst ekki með það? Herra Turner hristi höfuðið. — Þeir gáfu mér ár, sagði hann, en ég slapp tveim mánuðum fyrr fyrir góða hegðun. Ég gekk fulllangt í það skiptið. Flugmaðurinn sagði: — Þú hefur þurft á peningum að halda? — Auðvitað, maður. Ég hafði óttalegar áhyggjur, Hann sneri sér að Morgan. — Ég veit svei mér ekki hvemig komast á af : nú á dögum. ef þeir geta ekki : nælt sér í eitthvað aukalega 1 öðru hverju til að leggja fyrir , til elliáranna. Hann þagnaði og bætti svo við: — I gamla daga var hægt að leggja fyrir af laununum. En nú eru allir þess- ir skattar, tekjuskattur og sölu- skattur og ég veit ekki hvað, og það er fjandakornið engin leið að bjarga sér á laununum ein- um. Svei mér þá. Morgan sagði hugsi: — Jæja, það er þá þannig í Englandi núna? — Auðvitað. Opinberir starfs- menn og borgarstarfsmenn, þeir hafa . dálítið öryggi, þeir eiga von í eftirlaunum. En náungar sem eru eigin húsbændur, kaup- menn og skrifstofublækur eins og ég, þeir hafa enga trygg- ingu. Maður verður að hafa öll útispjót til að næla sér í skild- ing, og stundum eru aðferðimar alveg á takmörkunum. Morgan brosti. — Rétt eins og með sykurinn? — Eins og með fjandans syk- urinn. Ég vissi vel að þetta var lögbrot, en hvem fjandann á maður að gera? Hann sneri sér að Morgan. — Ég hafði áhyggj- ur sagði hann hreinskilnislega. — Ég á við að ég var nýgiftur og ég hélt að konan myndi eign- ast bam. Hún gerði það aldrei, en ég hélt það samt. Og ég átti ekki eyri í bankanum, kannski fimmtíu eða sextíu pund, ekki meira. Og ég hafði áhyggjur af því hvað yrði ef ég félli eða særðist hættulega og hvað yrði þá um hana. Fjandakomið, mað- ur verður eitthvað að gera. — Ég býst við því. Það varð nokkur þögn. — Jæja. þetta er allt löngu lið- ið, sagði herra Tumer. — Ég á þrjú þúsund pund í bankanum, ágætt hús og innbú og allt það. Ég myndi ekki kæra mig um að konan vissi hvernig það allt er fengið, en það er betra en skilja hana eftir alls lausa næsta ár. Og þá, sagði hann. þá fór ég að hugsa um okkur fjóra á sjúkra- stofunni þama um árið. Mér datt í hug, að konan vissi ekki hve mikið ég ætti og hún myndi ekki sakna smáhluta af þvi og ég gæti skotizt hingað til að vita hvort það væri allt í lagi með þig. _ Ég hugsaði stundum um þetta sama, sagði Morgan með hægð. — Ég hugsaði sem svo að ég ætti að reyna að komast að því hvað orðið hefði um ykkur þrjá. Ég veit ekkert um Brent liðþjálfa. En ég veit dálítið um svertingjann. Hann leit á Turn- er. — Það var heilmikið uppi- stand útaf svertingjanum, sagði hann hugsi. — Á ég að segja þér frá því? 8. KAFLI Nay Htohn kom út úr hús- inu og fram á veröndina með handavinnu sína í flatri tága- körfu. Mennimir risu á fætur. — Ég ætlaði að fara að segja Tumer frá svertingjanum í Hvað ertu eiginlega að gera Vertu alveg rólegur frændi, strákur? ég er bara að kenna þessum i litlu krökkum að lesa þessi skemmtilegu blöð. UOTTA Hvað meinarðu, til hvers eigum við að kasta upp krónu? SVEFNSÓFAR - SÓFASETT HNOTHP* iiúsgagnaverzlun Þórsgötu 1 Bifvél Pobetavél 3600 snúninga í góðu iagi með öllu tílheyrandl, tii sölu. Upplýsingar í RÆSI við Skúlagötu, eða i síma 34892, eftir kl. 7,30 s.d. Staða deildarhjúkrunarkonu við Borgarsjúkrahúsið í Fossvogi er laus til umsóknar. Ætlazt er til að deildarhjúkrunarkonan gegni stöðu for- stöðukonu við Farsóttahúsið, þar til Borgarsjúkrahúsið tekur til starfa. Umsóknir sendist Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. Heilsu- verndarstöðinni fyrir 15. jan. n. k. Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri nefndar- ínnan. SJÚKRAHÚSNEFND REVKJAVlKUR. Bifreiao8--"- m ióL I % f

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.