Þjóðviljinn - 21.12.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.12.1963, Blaðsíða 6
g SlÐA MÓÐVILJINN Laugardagur 21. desember 1963 Þröng var fyrir utan hjá Kjötverzlun Tómasar við Laugaveginn og skipuðu vcrkfallsverðir sér Hér sézt inn um dymar á kjötbúðinni Borg við Laugaveginn og er myndin tekin í verkfalli verzlunarmanna. Það er sjálfur kjötkaupmaðurinn Þorbjörn í Borg, sem er þar við afgreiðslu. (Ljósm. Þióðv. A. K.). ir utan búðina í verkfalli verzlunarmanna og hindruðu fólk að ganga inn og gera viðskipti. Af- greiðslumennirnir voru allt í einu orðnir meðeigendur. (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Verkfall verzlunarmanna stóð í fjóra daga víða um land og þótti þá sumum þeir snarast heldur fljótt út úr samstöðu við stéttasystkini, en þeir afsöluðu sér samn- ingsrétti í rösklega tvö ár í hendur kjaradómi. Hörðust var raunin hér í höfuðstaðnum og var þó verk- fallið háð á stöðum eins og Akureyri, Siglufirði, Hafnar- firði, Selfossi, Vestmannaeyj- um, Sauðárkróki og Blöndu- ósi. Er þetta fyrsta verkfall verzlunar- og skrifstofumanna í landinu, ef undan er skilið stutt og árangursríkt verkfall á Akureyri sumarið 1960. Á öðrum degi sömdu Eyja- menn upp á væntanlega samninga og skoruðust eigin- lega þegar úr leik. Á þriðja degi samdi helm- ingur af verzlunarfyrirtækjum á Siglufirði um 35% kaup- hækkun og fór sá sigur í súg- inn er samið var á f jórða degi liér í Reykjavík. Undirskrif- uðu samningana sjö menn af tólf í samninganefnd verzlun- armanna. Fimm menn voru þannig í minnihluta í samn- inganefndinni. Hraus þeim hugur við að afsala samnings- rétti i rösklega tvö ár í hend- ur kjaradómi á jafn ótrygg- um tímum með verðtryggingu kaupsins. Samningar verzlunarmanna Seinna um daginn hélt svo V.R. fjölmennan fund í Sjálf- stæðishúsinu í Reykjavik. Var troðfullt út úr dyrum og hafði verið smalað af mikl- um ákafa fyrri hluta dags og ekkert eftirlit með því hverjir sóttu fundinn! Á þessum fundi voru samþykktir eftir- farandi samningar við at- vinnurekendur: Tíu prósent kauphækkun frá 1. október 1963 til 1. fe- brúar 1964 og taki þá kjara- dómur til starfa og ákvarði kaup frá 1. ökt. 1963 til 31. desember 1965. Þessi kjara- dómur verði skipaður tveimur mönnum frá verzlunarmönn- um (sennilega 1 frá V.R. og 1 frá L.I.V.), tveimur mönn- um frá atvinnurekendum og þremur mönnum frá Hæsta- rétti. Á þessum fundi hafði Magnús Sveinsson, formaður samninganefndar, framsögu og skýrði samninga fyrir fundarmönnum. Þá tók til máls Sverrir Hermannsson, forseti L.l.V. og taldi kjaradóm sennilega úthluta fjörutíu til fimmtíu prósent kauphækkun til verzl- unarmanna og þótti það hraustlega mælt. Verður fróð- legt að sjá þau loforð stand- ast í framtíðinni og er þetta mikið traust á guðlegri for- sjá viðreisnarstjórnarinnar, sem hefur þótt sýna aðrar til- hneigingar hingað til. Böðvar Pétursson hélt snjalla ræðu og skýrði afstöðu minnihlutans til samninganna. Auk hans tóku til máls Sig- urður Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðuflokks- ins, Marfkús Stefánsson frá launþegadeild SlS, Kjartan Helgason. Jóhann Kúld og Björgúlfur Sigurðsson. Landsbyggðin harm- aði úrslitin Næstu daga voru svo haldn- ir fundir út um landsbyggð- ina í öðrum félögum verzlun- armanna og hörmuðu Selfyss- ingar úrslitin og aflýstu verk- falli. Félag verzlunar- og skrifstofufólks á Akureyri, Verzlunarmannafélag Sauðár- króks og Verzlunarmannafé- lag Austur-Húnvetninga gerðu þó bragarbót og afsöluðu sér ekki samningafrelsi og standa þeir þannig í betri vígstöðu með tilliti til framtíðarinnar. Verzlunarmenn á Siglufirði gerðu bráðabirgðasamning til 1. febrúar og var þar fallizt á upphaflegar kröfur verzlunar- manna. Fóru menn svo að reikna út kaupið sitt á Siglu- firði og kom þá í ljós víða kjararýmun í lægri launa- flokkum, þar sem verzlunar- fólk er víðast yfirborgað. Virðast þannig upphaflegar kröfur verzlunarmanna vera í litlu samræmi við tíðkanlegt kaup á þessum vinnumarkaði. Svínbeygðir forystumenn Forystumenn verzlunar- manna voru beygðir og hafa sennilega keypt köttinn í sekknum. Hörfuðu þeir frá samstöðu við stéttasystkini í hörðu verkfalli, þegar mikið var í húfi. Dylst engum að harðast hafi sorfið að verzl- unarauðvaldinu í þessu des- emberverkfalli og órjúfandi samstaða vænleg til heilla fyr- ir lægst launaða fólkið í land- inu. Þetta er hörmulegra séð í því ljósi, að hvergi eru lægri launaflokkar en í röðum verzl- unarmanna og eru lægstu launaflokkar tvö til þrjú þús- und króna mánaðarlaun. Engu að síður er þátttaka verzlunarmanna merkileg frá sögulegu sjónarmiði og hefur til dæmis V.R. aldrei háð verkfall fyrr á rólegum og settlegum félagsmálaferli í sjötíu og sex ár hér i höfuð- borginni. Nýtt hlutgengt afl er að skapast hér á landi í stétta- baráttunni. Eru reykvískir kaup- menn fjölkvænis- menn? Reykvískir verzlunarmenn sköpuðu sér virðingu i þessu verkfalli og munu fáir með- limir V.R. hafa gerzt sekir um verkfailsbrot. Sýndu þeir hörku í verkfalísvörzlu og hefur félagið aflað sér dýr- mætrar reynslu á þessu sviði. Stærstu verzlanir voru þannig lokaðar hér í höfuð- staðnum eins og Kron-búðirn- ar, SÍS-búðirnar og einstakl- ingsverzlanir eins og Silli & Valdi og Síld & fiskur. I smærri verzlunum fengu kaupmenn sjálfir að afgreiða með eiginkonu og börnum inn- an sextán ára aldurs. Margt skrítið kom í ljós við frekari eftirgrennslan um sifjalið reykviskra kaupmanna og verður ekki betur séð en margir þeirra séu fjölkvænis- menn. Svo var til dæmis um kaupmann einn á Grundar- stignum, sem státaði með tvær konur á settlegum aldri fyrir innan búðarborðið. Margir kaupmenn skipa þó virðulegar stöður í sóknar- nefndum hér í bæ og eru sið- ferðilegir útverðir í þessum efnum Húsmóðir kaupir 40 potta af mjólk Þegar á fyrsta degi hamstr- aði fólk vörur og eru margar sögur sagðar af húsmæðrum og útsjónarsemi þeirra. Ein rauk til og keypti fjömtíu potta af mjólk einn daginn og áttaði sig fyrst þegar hún kom heim og hugs- aði málið yfir molaJkaffi í eldhúsinu skömmu fyrir há- degi. Þá keypti ein þrjátíu og tvö franskbrauð og verður það heimili ekki öfundsvert með síðasta franskbrauðið í lok janúar. Svona hamstur er smitandi og getur orðið að hreinni dellu. Aðalbækistöðvar verkfalls- varða voru í V.R.-húsinu við Vonarstræti og verð þegar góð þátttaka á fyrsta degi. Stór skrifslofa hafði verið rýmd og stólaröð stillt með- fram veggjum og sátu verk- fallsverðir þar á stundum milli stríða og ræddu gang deil- unnar. Á veggjum hengu áður stórar Ijósmyndir í gylltum römmum af ábúðarmiklum kaupmönnum frá fyrstu þrem- ur tugum aldarinnar. Þeir voru nú horfnir af veggjunum vegna kurteisi við andrúmsloftið hjá stríðandi mönnum. Þekktur bóksali hringdi þarna á Skrifstofuna æfur af reiði og spurði hvað gengi á í þjóðfélaginu. Tugir af Heimdellingum höfðu tekið hús á honum og bannað syni hans að afgreiða með honum á þeim forsend- um, að hann væri meðlimur í V.R. Eruð þið orðnir snar- geggjaðir eða hvað ? spurði hann. Þorbjörn í Borg rök- ræðir eignaréttinn En víða brá fyrir refskap hjá kaupmönnum og urðu tveir kjötkaupmenn frægir í þessari verkfallsdeilu. Þorbjörn í Borg óð um búð sína á fyrsta degi og hélt greinilega, að kominn væri heimsendir. Þannig fóru fram hávaða- samar heimspekilegar rök- ræður milli hans og ungra í- haldsmanna á verkfallsvakt um eignaréttinn á gangstétt- inni fyrir utan búðina og mættust. þar gamli og nýi tím- inn. Þessar rökræður enduðu með trékassa fljúgandi út um dymar á hina ungu flokks- bræður. Tvær kjötverzlanir Tómasar Jónssonar við Laugaveginn voru starfræktar af fullum krafti með tilheyrandi af- greiðslufólki og urðu sumir vegfarendur hissa og héldu kannski eigandinn hefði ekki frétt ennþá af verkfallinu. Það var nú öðru nær. Flest- ir afgreiðslumennirnir voru allt í einu orðnir meðeigendur og státuðu þingfestu skjali upp á það. Sennilega hefur orðið stutt í eignarheimildinni eftir að verkfall leystist. B.P. var verst Þá voru brögð að því að Framhald ,i 0. síóu. Kaupmaðurinn kvæntist konunni, vegna átaka við verkfallsverði Það er nú komið á daa- inn, að kaupmaður nokk- ur í Keflavík hraktist í hjónaband á fyrsta verk- fallsdegi í átökum við verkfallsverði og leysti þannig örðugan hnút i hita baráttunnar. Verður þetta örlagaríka spor ekki aftur tekið. Verzlunin B ...... er snot- ur verzlun í Keflavík og á fyrsta degi verkfallsins var þar afgreiðsla í fullum gangi og státaði kaupmaður með þrjár afgreiðslustúlkur fyrir innan búðarborðið og höndl- aði í gríð og erg. Verkfallsverðir komu í verzlunina og sögðu við kaupmann: — Þetta er ekki hægt. Hefurðu ekki frétt af verk- fallinu? — Nei, — Þetta er ekki hægt, sagði kaupmaður. Afgreiðslustúlkumar þrjár fóru heim til sín. Landinn gruflar oft í þjóð- legum fróðleik og er manna gefnastur fyrir persónulegar upplýsingar um hagi manna, og verkfallsboðendur verzl- unarmanna í Keflavík eru engir eftirbátar á því sviði. Eftir hádegið stendur nú þessi sami kaupmaður fyrir innan búðarborð sitt og hefur við hlið konu nokkra og dótt- ur hennar og uggir ekki að sér. I refskap lífsbaráttunnar var verzlunin skráð á nafn þessarar konu og hafði kaup- maður búið með henni í nokkur ár, án þess að kvæn- ast henni, og er þetta al- gengt drottningarbragð gegn skattalöggjöfinni í landinu. Nú komu verkfallsverðir aftur í heimsókn tygjaðir þessum upplýsingum. Var búðin full af viðskiptavinum og náðu þeir kaupmanni seint og síðar út í horn. Þeir mæltu svo við kaup- mann: — Þetta er ekki hægt. Nú verðið þér að leggja niður vinnu. — Er nú andskotinn á hverju götuhomi, sagði kaup- J maður. — Hvernig má þetta I gjörast? k — Þessi kona er eigandi J verzlunarinnar og þér eruð ■ ekki kvæntur konunni. sögðu J verkfallsverðir. — Ég loka samstundis, L sagði kaupmaður. Eftir klukkutíma áttu verk- ■ fallsverðir þarna leið um og J var nú afgreiðsfa. í fullum I gangi í búðinni. — Hvað er nú?, spurðu ^ verkfallsverðir þungir á brún. k Ég er löghlýðinn maður, sagði ^ kaupmaður. k — Við skruppum til prests- ? ins, bætti hann við hiæjandi. I — Eruð þið þá búin að L gifta ykkur?, spurðu verk- | fallsverðir aldeilis hlessa. k — Það heid ég nú, sagði J kaupmaður og sneri sér að I næsta viðskiptavini. Svona styrkja verkföllin I siðferðið í landinu og aðstoða L kirkjuna á guðs vegum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.