Þjóðviljinn - 21.12.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.12.1963, Blaðsíða 7
Laugardagur 21. desember 1963 ÞIOÐVILIINN SlÐA 7 DAGSBRUNARVERKFALLID í FRAMKVÆMD Það var ekkí iangt til mið- nættis á miövikudagskvöld þegar mér tókst loks að króa Guðmund J. Guðmundsson af, þar sem hann var á óvenju- lega hraðri fcrð milli hæða í Dagsbrúnar- og Sjómannafé- lagshúsinu að Lindargötu 9. Ég bað hann að segja mér nokk- uð af framkvæmd verkfallsins, sem þá var komið á aðra vik- una, svo eitthvað sæist á prenti um það þegar blöð kæmu aftur út. Við lestur við- talsins ber að hafa þennan tíma í huga, en síðan eru liðn- ir tveir verkfallssólarhringar sem um margt hafa verið erf- iðir, vegna langvarandi samn- ingaþófs og ekki síður hins hve álagið á Dagsbrúnarverk- fallsmenn jókst er Iðja tók upp vinnu á ný. — Hvemig er stjóm verk- fallsins hagað? — Framkvæmd verkfallsins hefur verið í höndum félags- stjómarinnar, en einstöku framkvæmdaþáttum hefur ver- ið skipt milli stjórnarmann- anna. Framkvæmdastjórn verkfallsins og stjóm verk- fallsvörzlunnar hef ég haft með höndum, Halldór Bjöms- son og Krist.ján Jóhannsson hafa séð um allt sem varðar olíur og benzín. Verkfalls- stjómin hefur haft bækistöðv- ar á Lindargötu 9. en þetta má heita fyrsta notkunin á húsi Dagsbrúnar og Sjómanna- félagsins. Á þriðju hæð hafa samninganefndir verkalýðsfé- laganna haft bækistöðvar. At- vinnurekendur hafa hins vegar haft aðsetur í húsi Hæstarétt- ar og samninganefndir at- vinnurekenda i öðrum her- bergjum i því húsi. — Fer ekki að liða að þvi að Dagsbrún flytji alveg í nýja húsið? — Jú ég hef vonir um að það geti orðið fljótlega upp úr áramótunurru V erkf allsvarzlan — Hvernig hefur þátttaka Dagsbrúnarmanna almennt verið í framkvæmd verkfalls- ins? — Þátttakan var frekar lítil fyrstu dagana. En þessa viku hefur þátttakendum í fram- kvæmd verkfaUsins fjölgað með hverjum degi, og það eru að lengmestu leyti ungir Dags- brúnarmenn, á þriðja hundrað manna hafa verið hér að starfi meira og minna. Miklu fleiri hafa gefið sig fram, þannig að hringja mætti til þeirra fyrir- varalaust, ef eitthvað alvarlegt bæri, að höndum. — Hvemig er starfi verk- faUsvörzlunnar hagað? — Henni hefur verið skipt i tvær vaktir. dagvakt frá kl. 8 á morgnanna til kl. 8 að kvöldi, og næturvaktin frá kl. 8 að kvöldi til 8 að morgni. Við nokkra staði hefur verið stöð- ugur verkfallsvörður, við Slát- urfélag Suðurlands fyrstu dag- ana, nú síðustu dagana við Flugfélagið, og nokkur iðnfyr- irtæki, einkum ölgerðir sem verið hafa að reyna að koma út birgðum sínum. Verkfallsbrot — Hvað viltu segja almennt um tilraunir til verkfallsbrota i þessu Dagsbrúnarverkfalli? — Um það mál er það að segja að yfirgnæfandi fjöldi fyrirtækja reynir aldrei verk- failsbrot, telur sóma sínum misboðið ef farið er fram á að þau gerist brotleg við settar reglur eftir að verkfall er komið á. En svo em önnur fyrirtæki. t.d. Sláturfélag Suð- urlands, sem alla tíð í verk- föllum undanfarandi ára hefur reynt hvers konar aðgerðir til verkfallsbrota. svo að oft hefur komið þar til stympinga og jafnvel legið við slysum. Sláturféi. Suðurlands reyndi einnig að leika þennan leik nú í byrjun verkfallsins en þeir sáu að sér og harðlokuðu. — Dagsbrúnarverkfall kem- ur víða við í Reykjavík? — Já, framkvæmd Dags- brúnarverkfalls er alveg ótrú- lega mikið fyrirtæki! Það spennir svo vítt, snertir nær allar greinar atvinnulífsins. Varla er til sú starfsgrein að þar vinni ekki Dagsbrúnar- maður einhver störf, og víða vilja mörkin vexöa mjög ó- glögg, svo erfitt er að segja hvenær farið er inn á vinnu- svið þeirra. Og það er algengt að menn vilji ekki sætta sig við að fyrirtæki stöðvist þar sem Dagsbrúnarmenn vinna aðeins að nokkrum hluta. Útkljáð mál — Hefur yfirlýsing atvinnu- rekenda í útvarpinu um að þeir telji hverjum ófélags- bundnum manni heimilt að vinna hvaða störf sem er í verkfalli haft nokkur áhrif á verkfallsgæzluna eða starf verkf allsvarða ? — Við í Dagsbrún teljum að deilumar um það atriði hafi verið útkljáðar fyrir nokkrum áratugum. Um það er ekki að efast að verkfall þýðir að hlut- aðeigandi samningsbundin at- vinnugrein hlýtur að stöðvast, í henni verða aldir að leggja niður vinnu alveg án tillits til þess hvort þeir eru í verka- lýðsfélagi hlutaðeigandi starfs- greinar eða ekki. Enda væri það alveg fráleit kenning að t.d. Iðjufélagar sem ynnu tímabundið á starfssvæði Dags- brúnar gætu haldið áfram að vinna í Dagsbrúnarverkfalli, eða að utanbæjarmenn mættu halda áfram eins og ekkert hefði í skorizt vinnu sem Dagsbrúnarmenn heföu unmið. Segja má að deilan um þetta atriði hafi verið útkljáð í tog- araverkföllunum upp úr 1920, þegar reykvískir togaraeigemd- ur rejmdu að koma Sjómanna- félaginu á kné með því að manna togarana utanbæiar- mönnum. I þeim átökum sigr- aði verkalýðshreyfingin og verkalýðsfélögin hafa ekki í huga að láta einhverjar meir en hæpnar lagaskýringar raska áratuga hefð og skilningi beggja aðila á því máli. Yfirlýsing atvinnurekenda um þetta var fyrst og fremst beint gegn verkfalli verzlunar- mannanna, þetta var fyrsta verkfall Verzlunarmannafé- lagsins og engin hefð að byggja á og atvinnurekendur reyndu að gera verzlunarmönnum eins erfitt fyrir og þeir gátu. En slík yfirlýsing hefur engin minnstu áhrif á félagssvæði Dagsbrúnar, þar verður slík vinna utanfélagsmanna í verk- falli aldrei liðin. Verzlunarmenn — Hvað finnst þér annars um verzlunarmannaverkfall- ið? — Það var ákaflega erfitt í framkvæmd, og skipulega að því unnið af atvinnurekendum að láta það mistakast. Verk- fallsvarzla verzlunarmanna var t.d. mjög erfið. Mér virtist þó mennirnir sem unnu t.d. í verkfallsvörzlunni. standa sig mjög vel. Hins vegar vakti það furðu mína að fremstu for- ystumenn félagsins sáust ekki í verkfallsaðgerðunum sjálf- um. sem oft voru allt annað en auðveldar. Forystumaður í verkalýðsfélagi verður sjálfur að ganga í slíka hluti, sýna sjálfur að þetta geti gengið og taka á sig oft persónulega hvers konar óþægindi og jafn- vel ofsóknir sem af slikri framgöngu kann að leiða. Verkfallsátök — Hafa orðið átök í starfi verkfallsvarðanna? — Eitt aðalverkefni verk- fallsstjómar og verkfallsvarða er eftirlit með vinnustöðvum og það er mikið verk hjá Dagsbrún sem spennir yfir margar atvinnugreinar eins og ég minntist á áðan, og þá er oft erfitt að segja hvar tak- mörk verkamannavinnunnar og annarrar vinnu liggja. En í þessu verkfalli hafa átök ekki orðið nema lítilsháttar, eink- um hafa orðið stympingar vegna tilrauna til vöruflutn- inga í bæinn. Það virðast allt- af vera sömu mennimir eða að minnsta kosti sama mannteg- undin sem fer á kreik þegar verkfall er í Reykjavík til þess að reyna að smygla kartöflum eða benzíni eöa öðrum vörum í bæinn og selja það þar á uppsprengdu verði á einhvers konar svartamarkaði. Þetta er ákaflega hvimleið manntegund og við erum famir að þekkja á henni svipinn. 1 þetta sinn hefur verið far- ið rólega í allar aðgerðir. Fjölda bíla með slíkar vörur hefur verið snúið við á vegun- um að bænum eða farmurinn geymdur fyrir þá, en verk- fallsverðirnir hafa engum veg- artálmunum komið upp. En hringt hefur verið 1 allmarga aðila utanbæjar og þeir aðvar- aðir. Við Reykjavíkur- höfn — Hvað annað verkfallsbrota hefur borið við? — Það skeði sérstæður at- burður nú í verkfallinu. Bátur landaði í Reykjavíkurhöfn um fimmtíu tunnum síldar, það var Pétur Sigurðsson. Það er orðið langt síðan reynt hefur verið að fremja verkfallsbrot í sjálfri Reykjavíkurhöfn, og búið var að vara alla báta við þessu. En síldin mun hafa lent aftur í sjóinn skammt frá bænum, og engum er ráðlegt að stofna til verk- fallsbrota við Reykjavíkurhöfn. Annars hefur fjöldi aðvar- ana verið gefinn þegar farið hefur verið á vinnustaði og lít- ilsháttar framkvæmdir stöðv- aðar. Það hefur farið rólega fram, enda auðveldara um vik í þessu verkfalli en oft áður, og verkfallið heldur ekki búið að standa lengi. Undanþágurnar — 1 þessu verkfalli hefur mikið verið talað um undan- þágumar. Sumir bölva því að þetta og hitt sé ekki leyft en öðrum finnst Dagsbrún hafa verið of eftirgefanleg með und- anþágur. Hvað segir þú um þá hluti? — 1 því efni er meðalhófið ákaflega vandratað. Dagsbrún leyfði dreifingu á mjólk og brauðum, og dreifingu á físki, flutning á olíu til kyndingar íbúðarhúsa. Strætisvagnamir hafa ekki verið stöðvaðir. Sjúkrahús, elliheimili, bama- heimili hafa fengið alla venju- lega fyrirgreiðslu. Um undanþágumar langar mig að taka þetta fram: Segja má að til séu tvenns konar verkföll. önnur sem einbeitt er að atvinnurekendum, og hin sem aðgerðir fylgja er bitna heiftarlega á öllum almenn- ingi, og sú aðstaða getur skap- azt, að til slíkra aðgerða verði að grípa. En þær eru alltaf tvíeggjað vopn og hver sem hefur það í hendi sér verður að beita ýtrustu varfærni og að vel athuguðu máli. Athugum t.d. hvað gerist ef nú væru ekki leyfðir flutning- ar á mjólk og brauðum eða húsaolíu. Þá situr fjöldi bæjarbúa í óupphituð- um húsum að vetri til. Og það lendir fyrst og harðast á þeim sem lélegast hafa húsnæðið og jafnt á börnum og gamalmenn- um sem öðrum. Og það er ekki auðvelt að standa uppi á heimilum með smábörn og veikt fólk mjólkurlaust um lengri tíma og þó tíminn sé ekki langur. Slík bönn eru tví- eggjað vopn í verkfalli og við Dagsbrúnarmenn viljum í lengstu lög komast hjá þvi að beita vopnum sem bitna miklu fremur á almenningi og þar með verkfallsmönnum sjálfum en atvinnurekendum sem verk- fallinu er beint gegn. Eldfimt efni — En hvað um benzinið? — Benzínið er eldfimt í orðs- ins fyllstu merkingu, og vand- meðfarið allt í sambandi við það. Við höfum veitt læknum og sjúkraþjónustu svo og allri öryggisþjónustu, lögreglu, slökkviliði og öðrum slíkum, nægilegar undanþágur til að fá benzín. Sama er að segja um lamaða og fatlaða, menn sem vegna einhvers konar sjúk- leika eða fötlunar þurfa að hafa bxl sinn í gangi. Bílanotkun er að verða sífellt meiri og víð- tækari þáttur í þjóðlífinu, og þama er oft vandasamt úr að skera, og því er ekki að neita að manni getur fundizt sem i verkföllum séu ískyggilega margir lamaðir og fatlaðir, sem þurfa á benzínafgreiðslu að halda. Um strætisvagnana má deila. En hvað ynnum við á því að neyða fólk til að nota stöðv- arbíla? Stöðvun strætisvagn- anna er ein þessara aðgerða sem ég talaði um áðan. aðgerð sem bitnar meir á öllum al- menningi en atvinnurekendum, og verður því að fara að með gát. Tvíeggjað vopn En enginn gerir svo öllum líki. Ymsir virðast álíta að í slíkum aðgerðum eins og banni á mjólk og brauðum og húsa- olíu og bann við gangi stræt- isvagna felist geysilegt verk- fallsvopn. Aðrir saka okkur um ofbeldi enda þótt þar sé um að ræða aðgerðir sem tví- mælalaust er beint gegn at- vinnurekendum. Nei, dráttur- inn á því að samið er kemur ekki af því að böm hafa feng- ið mjólk og hibýli manna hafa verið hituð upp þessa verk- fallsdaga, heldur er það þver- móðska Vinnuveitendasam- bandsins og ráðleysi ríkis- stjómarinnar sem drættinum veldur. Dagsbrún hefur í fram- kvæmd verkfallsins reynt að sneiða hjá tvieggjuðum að- gerðum sem bitna mest á al- menningi. Þar með er ekki sagt að aldrei geti skapazt þær aðstæður að verkfallsmenn telji sig verða að beita þeim. Loftleiðaundanþága — Undanþágan til Loftleiða og verkfallsbrot Flugfélagsins hafa vakið talsvert umtal. — Hvað flugfélögin snertir er benzínafgreiðslan til flug- vélanna og afgreiðsla þeirra í höndum Dagsbrúnarmanna. Þess vegna stöðvast flugið ef Dagsbrún fer í verkfall. Ég skal viðurkenna að deila má um þá ákvörðun Dagsbrún- ar að veita Loftleiðum undan- þágu til millilendinga í flugi félagsins milli Evrópu og Am- eríku. En ég er sannfærður um að það var rétt ákvörðun. Það er raunar fáránlegt að flugfélögin skuli láta Vinnu- veitendasambandið binda sig í verkföllum og gera þeim ó- kleift að ná samningum sem sáralítið hefðu að segja í stór- rekstri þessara félaga. Flugfé- lögunum hafa verið boðnir sér- samningar í verkföllum, en þeim hefur jafnan verið bann- að að semja af Vinnuveitenda- sambandinu. Loftleiðir hafa þá sérstöðu, sem allir þekkja að félagið á í hörðu viðskiptastríði við er- lend flugfélög sem vilja það feigt. SAS hafði t.d. gert sér- stakar ráðstafanir til að klekkja á Loftleiðum á leiðum milii Evrópu og Ameríku ef það flug stöðvaðist í verkfall- inu, svo slík stöðvun hefði getað haft ófyrirsjáanlegar af- leiðingar. Við vildum ekki á fyrsta stigi deilunnar grípa til svo afdrifaríkra aðgerða. en við hefðum sennilega orðið að síma til Norðurlanda og fá flugvélar Loftleiða stöðvaðar þar, og um það hefði ekki þurft að biðja frændur vora tvisvar! Þær aðgerðir vildum við forð- ast a. m. k. f fyrstu lotu og gáfum því Loftleiðum þessa undanþágu, en með því skilyrði að Dagsbrún gæti sagt henni upp hvenær sem væri með tveggja sólarhringa fyrirvara, og við sMkri uppsögn mætti bú- ast hvenær sem væri Undanþágan er einungis um millilendingar á íslandi, að flugvélarnar komi hér við og taki eldsneyti og vistir. Allt flug með farþega og farangur til landsins eða frá því er hins vegar stöðvað og hafa Loftleiðir ekki reynt að hagga því. FlugFélasfs- verkfallsbrot — En Flugfélag íslands? — Flugfélag íslands var á sama hátt stöðvað með flug er- lendis, Grænlandsflugið. Við höfum ekki viljað og viljum ekki gera upp á milli flugfélag- anna en það væri blindur maður sem vildi neita sérstöðu Loftleiða eins og nú stendur á. En Flugfélag íslands gat ekki unað þessu og sótti um undanþágu til flugs til lands- ins og frá því. Um það var félaginu neitað á sama hátt og Loftleiðum. Þá greip Flugfélagið til þeirra aðgerða að fremja verkfalls- brot á Reykjavíkurflugvelli og hefur komið vélum sínum und- an til Keflavíkurflugvallar. Þar hóf félagið slitur af starfrækslu sinni í skjóli Bandaríkjahers- ins á Vellinum, og mun hafa fengið tröppu og einhver fleiri tæki að láni hjá hernum. Með bessum hætti mun Flugfélag Islands hafa talið sér vísa vernd gegn íslenzkum verk- fallsvörðum! Ráðstafanir voru gerðar til að láta stöðva flug- vélar félagsms erlendis og koma bær til framkvæmda ef verkfallið dregst eitthvað. Þetta Framhald á 9. síðu. Guðmundur J. Guðmundsson og Gylfi Guðmunds son að starfi í verkfallsstjórninni að Lindarg. 9. Viðtal við Guðmund J. Guðmundsson, vuruformunn Verkumunnufél. Dugsbrúnur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.