Þjóðviljinn - 21.12.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.12.1963, Blaðsíða 10
10 SlÐA ÞJÖÐVILIINN Penzance. sagði flugmaðurinn. Hún brosti. — Það er ágæt saga. Ég vildi óska að við gæt- um fengið að vita hvað varð um hann að lokum. Þeir settust aft- ur og Nay Htohn kraup við stól eiginmanns síns og fór að sauma. Morgan sagði: — Ég verð að reyna að fara rétt með þetta — það er orðið langt síðan þetta var. En ég hafði áhuga á þessu þá, að sjálfsögðu — og það var dálítið spaugilegt, vegna þess að ég var í Exeter eftir að ég kom frá Penzance, þá vorum við i messa með nokkrum Banda- ríkjamönnum og við striddum þeim oft með þessu. Hann þagnaði og horfði út yfir ána. Stór þrumuský voru að safnast saman í fjarska; dá- lítil gola lék um þá á verönd- inni, svöl og hressandi. Skógar- rottur tritluðu upp og niður banyantréð og skottin á þeim stóðu beint upp í loftið. Á ánni liðu smábátar framhjá. — Það var bandarískur laut- inant í Flughemum. sem hafði verið staðsettur í þorpinu því ama, Trenarth, sagði flugmaður- inn loks. — Hann kom þama einn daginn í B 25 og um há- degið heyrði ég hann segja hin- um könunum frá öllu saman. Ég gizkaði á að það væri svert- inginn okkar sem átti í hlut. Herra Tumer spurði: — Hvað eagði hann? Bandarikjamaðurinn hafði sagt: — Heyrið þið, McCulloch höfuðsmaður hefur svei mér komizt í niggaravandræði niður Hárgreiðslan Hárgrreíðslu og snyrtistofa STEINH og DÖDf) Langavegi 18 IIL h. flyftai SÍMI 24616. P E R M A Garðsenda 21 SlMI 83968. Hárgrelðsla- og snyrtistofa. Dðmnr! HárgTeiðsla við atlra hæfl TJARNARSTOFAN. Tjarnargötn 10. Vonarstrætis- megin. — SlMl 14662. HARGREIÐSLUSTOFA ADSTDRBÆJAR (Maria Gnðmundsdóttlrl Langavegl 13 — SlMl 14656 — Nuddstofa á sama stað. — í Trenarth. Það er oröið svo- leiðis, að strákamir þar vita ekki hverjum þeir eiga að hlýða. höfuðsmanninum eða veitinga- manninum í kránni. Það hafði verið rétt fyrir lok- un að Burton sergent blés í flautu sína þegar hann þaut fyr- ir homið á Hvíta Hirtinum í Leit sinni að Deve Lesurier. Innj í vei tin gastof unn i var herra Frobieher búinn að segja: — Tíminn er kominn, herrar mínir, ef þið viljið gera svo vel, við fullan sal af svert- ingjum og brosti hlýlega um 40 leið. Hann notaði sömu orðin og hann hafði viðhaft undan- farin tuttugu og sjö ár til að tilkynna viðskiptavinum sínum að fimm mínútur væru eftir af tímanum og þeir yrðu að ljúka úr glösum sínum og fara. Hann brosti vegna þess að hann vissi að blökkumennimir höfðu mikia ánægju af þessu; þeir broetu á móti og tæmdu glös sín og fóru umyrðalaust á slaginu tiu. Bar- inn í Hvíta Hirtinum var því mettaður af ensk-amerískri vin- áttu þegar Burton sergent blés í flautu sína og jeppinn stanz- aði með ískri fyrir utan og öll lætin upphófust. Svertingjamir þyrptust ut á götuna til að sjá hvað væri á seyði og vegna þess að þeir áttu að fara út hvort sem var. Þeg- ar sá síðasti var farinn, gekk herra Frobisher kringum bar- borðið og þurrkaði vandlega af þvi með klút. Síðan gekk hann að útidyrunum til að læsa þeim undir nóttina og stóð stundar- kom og horíði út á götuna. 1 tunglsljósinu moraði allt af bandaríkjahermönnum. hvítum og svörtum. Blístur kváðu við og fleiri lögreglumenn komu á vettvang; einhver stóð uppi í for- ingjabíl og skipaði hermönnun- um heim í búðimar. Það gekk töluvert á, en herra Frobisher hafði ekki mjög mikinn áhuga á gerðum hersins. Hann lokaði og læsti og fór inn í setustofu sína, kveikti á útvarpinu, fékk sér í pipu og tyllti sér niður andartak undir svefninn. Innan fimm mínútna var bandaríska herlögreglan farin að hamra á útidymar hjá hon- um. Hann reis á fætur og opn- aði dymar; fyrir framan hann stóð sergent og fáeinir hermenn bakvið hann, allir með alvæpni. Sergentinn sagði: — Við þurf- um að leita að niggurum hér inni. Geymirðu nokkra niggara í húsinu? — Það er enginn hér nema ég, sagði herra Frobisher. — Ekki nema dóttir mín sem er uppi í herberginu sínu. — Jæja, en við verðum að leita í húsinu, sagði sergentinn og gerði sig líklegan til að vaða inn. Veitingamaðurinn sagði með hægð: — Bíddu hægur. Hvað er hér á seyöi? — Niggari nauðgaði einni af stúlkunum í þorpinu, eða þvi sem næst, sagði sergentinn. — Lautinantinn sagði okkur að leita í öllum húsunum í göt- unni. Herra Frobisher sagði: — Hefurðu húsleitarheimild? Sergentinn starði forviða á hann. — Við þurfum enga heim- ild. Herra Frobisher sagði: — Tja, þú getur ekki leitað í húsum í þessu landi án þess að hafa til þess heimild. Þú ættir að vita betur. Enda er enginn svertingi hér í húsinu. Þeir fóru allir klukkan tíu. — Svei mér þá, sagði sergent- inn. — Ætlarðu að hleypa okkur inn eða ekki? — Þú verður að hafa heimild ef þú ætlar að leita í mínu húsi, sagði herra Frobisher ein- beittur. Einn af mönntmum sem aft- ar stóð, þokaöi sér framar. — Má ég ekki reyna, sergi, Sergentinn vék fyrir honum; ó- breyttur Graves hafði átt heima í Englandi í fimm ár. — Herra Frobisher, sagði hann. — Við höfum enga heim- ild til að leita i húsinu hjá ykk- ild til að leita í húsinu hjá þér. En ein af ungu stúlkunum ykk- ar hefur hvartað yfir því að svertingi hafi áreitt hana á göt- unni og hann hefur fliíið. Við héldum kannski að hann hefði falið sig i húsagarðinum hjá þér. Er þér sama þótt við kom- um inn fyrir og litnm í kringum okkur? — Auðvitað, sagði veitinga- maðurinn. — Gerið þið svo vel. Af hverju sögðuð þið þetta ekki strax? Hálfringlaður leiddi sergent- inn menn sina inn í húsið; þeir dreifðu sér i skyndi, leituðu í herbergjunum á neðri hæðinni og fóru út í húsagarðinn. Herra Frobisher sagði við Graves: — Leitaðu uppi ef þú vilt. Hann fór með honum og barði að dyr- um hjá dóttur sinni. Hún svar- aði: — Hver er það? — Komdu út fyrir andartak, sagði hann. Hún kom fram í slopp og sá föður sinn standa fyrir utan hjá bandariskum her- manni. Hann sagði: — Þessi herra vill fá að vita hvort þú sért með svertingja hjá þér. Hún sagði: — Pabbi þó, er það nú tal. Ég held þú ættir að koma þér í rúmið. Hann brá ekki svip. — Nú, það er það sem þeir vilja vita. Hann sagði henni lauslega hvað væri á seyði. — Þú ættir að leyfa honum að gá. Hálfsneypulegur herlögreglu- þjónn leit inn í herbergið, með- an Bessie horfði á hann nístandi augnaráði. Hann fór aftur niður með herra Frobisher og stúlkan skellti á eftir þeim. Sergentinn skildi lögregluþjón eftir í garð- inum og fór í næsta hús; nokkr- um mínútum seinna heyrðist jeppi settur í gang, hróp kváðu við og tvö skot. Ailt komst á ringulreið á götunni fyrir utan. Bílar fylltust af mönnum og þutu síðan í áttina til Penzace. | Ailt í einu var aftur komin kyrrð á, gatan lá auð og friðsæl í tunglsljósinu. Herra Frobisher læsti útidyr- unum vandlega og setti slag-, brandana fyrir. Þá sneri hann , sér við og þar stóð Bessie í slopp sínum í miðjum stiganum. — Var verið að skjóta? spurði hún undrandi. — Öjá, sagði íaðir hennar þungbúinn. — Það vinnst ekkert á því. Stúlkan sagði: — Almáttug- ur. Og svo bætti hún við: — Veiztu hver það var, sem varð fyrir árásinni? — Nei, ég veit það ekki. — Veiztu hver af piltunum gerði það? — Ég veit það ekki. Ætli það sé ekki einhver af bómullar- ekrunum. Sumir þeirra virðast hreint enga menntun hafa feng- ið. Hún hnykkti til höfðinu. — Mér er alveg sama. engin stúlka með bein í nefinu þarf að láta sýna sér ástleitni nema hún vilji það sjálf. — Æjá, sagði hann. — Rétt er nú það. Þau gengu til náða. Anderson lautinant í banda- rísku herlögreglunni íékk ekki mikinn svefn þessa nótt Hann var gæðamaður. og innst inni fékk það mjög á hann sem gerzt hafði í loftvamarskýlinu. Hann hafði læðzt inn með byssu í annarri hendi og ljósker í hinni og á eftir honum kom sergent með stærri byssu, og þá kom hann að ungum svertingja sem lá þar í blóði sínu. Hann hafði lagt frá sér vopnin og náð í lyfjakassa og ekið piltinum síðan í skyndi á næsta sjúkra- húss og skilið þar eftir hjá hon- um varðmann. Hann hafði átt vandræðalegt samtal við brezk- an lögregluþjón, sem vildi fá að vita hvemig þetta hefði borið tiL Anderson lautinant vissi vel að brezka lögreglan hafði und- arlegar skoðanir á vopnaburði. Þeir voru sjálfir óvopnaðir og virtust samt ekki eiga í vand- ræðum með að fást við brezku gl æpamennina. Þessi lögregluþjónn var um fimmtugt, stirður í vöfum og laus við allt ímyndunarafl. — Voru ykkar menn að skjóta hér á götunni áðan? spurði hann. — Rétt er það, sagði lautin- antinn. Lögregluþjónninn sagði fast- mæltur: — Jæja. það er óleyfi- legt hér. Hann seildist eftir srvörtu vasabókinni sinni. — Má ég fá nafn þitt og herdeild? — Hvað á þetta að þýða? sagði lautinantinn argur. — Við erum í herlögreglunni. Við þurfum ekki að gefa þér neina skýrslu. — Kannski ekki, sagði lög- regluþjónninn rólega, en ég verð að gefa skýrslu um ykkur. Þið getið ekki skotið af byss- um hér á götunni, hér á landi er það óheimilt. Þið hefðuð get- ið drepið einhvem. Anderson lautinant fann að hann varð að gefa einhverja skýringu. — Þið eruð kannski ókunnugir kynþáttavandamál- unum, sagði hann þolinmóðlega. Því miður drengir mínir .. þetfa er eini kassinn eem ég á. Það lítur út fyrir að hver einasti slrákur í borg- inni sé að smíða sér bíl úr sápukössum. Hvað eigum við eiginlega að gera við þetta? Þetta er ekki einu sinni sápukassi. Uss, hafið þið ekki hátt ég er að hugsa. Hvernig lízt þér á Andrés frændi? Þetta er allra nýj- asta sportmodel af kassa- bílum, sá eini sinnar teg- undar í borginni. Laugardagur 21. desember 1963 SKOTTA w Eg viðurkenni að ég dáist að úthaldi þeirra við þennan hama- gang, en mér er óskiljanlegt af hverju þetta er nefnt dans! BOKAFORLAGSBOK SKÁLDSAGA eftlr ÁRNA JÓNSSON höfund skáldsögnnnar EINUM UNNI EG MANNINUM Þessl nýja skáldsaga eftlr Áma Jónsson ger- ist aS mcstu leyti í Rcykjavík á okkar dög- um. Hér er frásögn nm mikil örlög, við* burðarík og lifandi. Höfundurinn gerir hvort tveggja i senn, lýsir aesilegum atburðum og leitast víð að kafa i kyrrlátt djiíp sálar- lífs sögupersónanna. Af þcssum sökum verður sagan í senn spennandi og sálfncðilcg Iýsing. VerS kr. 240.00. ÁRNI JÓNSSON er fæddur £ Hvammi í EyjafirSi 28. maí 1917 en ólst að mestu upp á Akurcyri. Hann lauk stúdentspróíi á Akureyri 1938 og prófi í forspjallsvísindum í Reykjavík 1939. Hann hefur verið bæjarstjóraritari og gagníræðaskólakcnnari á Akurcyri, en er nú bókavörffur Amtsbókasafnsins á Akurcyri. Ámi hcfur lagt gjörva hönd á ýmsar greinar bókmcimta, Hann hcfur fcngizt við Ijóðagerð, samið lcikrit sem flutt hefur verið bæði á Akureyri og í útvarp, og árið 1951 gaf hann út skáldsöguna „Einum unni cg nianninum“ sem vaktí athygli. fyrir að vera frumleg bæði að cfni og mcðfcrð. BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR . STOFNSETT 1897 Bifreiðaleigan HJOL HvertiSKÖlu 8Í Siml Ifi-370

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.