Þjóðviljinn - 22.12.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.12.1963, Blaðsíða 2
2 HÐií - WÖBVn,TINN Sunnudagur 22. desember 1963 Tvær fallegar og skemmtilegar jólabækur AFLAMENN Bók um þjóðfræga aflamenn, rituð af þjóð- k'unnum höfundum. Jónas Árnason sá um útgáfu bókarinnar, en höfundarnir eru:’ Ási í Bæ, Indriði G. Þorsteinsson, Stefán Jóns- son, Björn Bjarman, Jökull Jakobsson. Fjöldi glæsilegra mynda prýðir bókina. Verð kr. 320 + söluskattur.. BORIN FRJÁLS eftir JOY ADAMSSON. Einstaklega fögur og skemmtileg bók um ljónynju, sem elst upp með mönnum og binzt þeim vináttuböndum. Bók þessi hefur notið fágætra vinsælda um allan heim og ekki síð- ur vakið athygli vísindamanna en almenn- ings. 80 myndasíður eru í bókinni, þar af 8 í litum. Verð kr. 270 + söluskattur. HEIMSKRINGLA Yfir/ýsing vegna /yga i Morgunb/. Ég undirritaður er einn þeirra flakjksstjórnarmaiina Sameiningarflokks alþýðu-Sós- íalistaflokksins er sat flokks- stjórnarfund hans í Reykja- vík dagana 6.—8. des. si. hverja stund frá upphafi hans til loka hans. Fundurinn fór mjög vel fram undir prýðilegri fundar- stjóm Sigurðar Guðgeirssanar og naut málflutningur allra ræðumanna á fundinum sin fullkomlega, og ályktanir fundarins voru afgreiddar með rólegri atkvæðagreiðslu. Þetta vil ég að kæmi fram. vegna auðvirðilegra lyga um fundinn í Morgunblaðinu í dag, en þar segir að Tjamargata 20 hafi borið merki eftir ill- indin á fundinum, ..glugga- tjöldin hafi verið rifin niður o.s.frv.'4 — Hitt er annað mál að gluggtjöld voxu ekki alltaf dregin fyrir glugga. Það er stutt síðan Morgun- blaðið minntist 50 ára afmæl- is síns, og þá lögðu aðstand- endur blaðsins sérstaka áherzlu á hve fréttaiþjónusta þess hefði ávallt verið. og væri traust og heiðarleg. — En á þessum flokksstjómarfundi Sósfalista- flokksins fékk ég, og aðrir flokksstjómarmenn utan af landi, staðfestingu á, hvernig þeir Morgunblaðsmenn með- höndla sannleikann gagnvart sínum andstæðingum. — Og þar leggjast þeir svo lágt sem hægt er. Reykjavík, 10. des. 1963. Olgeir Lúthersson. V-þýzkur togari hætt kominn Vesturþýzki togarinn Grön- land var að veiðum á Fylkis- banka við Austur Grænland fjórtánda desember sl. og kvikn- aði þá í skipinu. Kom eldurinn upp í vélarrúmi skipsins og stóð brátt í björtu báli. Tvö hundruð tonn af olíu var um borð í skipinu og yfir- gáfu 25 skipverjar skipið og fóru um borð f þýzkt eftirlits- skip statt þama í nágrenninu. Fimm skipverjar voru þó eftir í skipinu og tókst að slökkva eldinn um síðir. Þýzki togar- inn Germania dró skipið hingað til Reykjavfkur og komu þeir hingað 18. desember. Hefur skip- ið legið hér í höfninni síðan. Brúin á skipinu brann og er aðeins framhluti skipsins ó- brunninn og sjálfur skrokkur- inn heiH. Reynt að ræna * Utvegsbankann 13712 — 1 nótt var gerð tilraun til að brjótast inn í Útvegsbank- ann í Reykjavík. Klukkan fimm mínútur yfir þrjú í nótt var hringt frá Útvegsbankanum til lögreglunnar og frá þvl skýrt. að grunsamlegir menn væru uppi á skúrþaki í portinu bak við þetta musteri peninganna. Lögreglan brá hart við, kom á vettvang og handtók tvo unga menn, er voru að reyna að komast inn um glugga í bankaihúsið. Eru þeir nú undir lás og slá og mál þeirra í rannsókn. Báðir munu þeir hafa verið undir áhrifum. _____^ ^ - ShlPAUTGfeRÐ RlhlSINb M.s. Esja fer austur um land til Akur- eyrar 1. janúar 1964. Vörumót- taka á mánudag til Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar. Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyð- isfjarðar, Borgarfjarðar. Vopna- fjarðar, Þórshafnar, Rauíar- hafnar. Kópaskers og Húsavík- ur. Farseðlar seldir 30. des- ember. Kaupmenn, kaupfélög Enn sem fyrr höfum vér til sölu úrvals ilmvötn og kölnarvötn frá Frakklandi, Englandi, Spáni, Vestur-Þýzkalandi, U.S.A., Tékkóslóvakíu, Rúss- landi, Danmörku, Austur-Þýzkalandi, Monaco og Sviss. Ennfremur eru ávallt fyrirliggjandi ýmsar teg- undir af rakspíritus, hárvötnum og andlitsvötnum. Gérið jólapantanirnar tímanlega. ÁFENGIS- OG TÓBAKSVERZLUN RÍKISINS Skrifstofur: Borgartúni 7 Sími: 2 42 80. Afgreiðslutími frá kl. 9—12,30 og 1—16, nema laugardaga kl. 9—12. HJA HÚSGÖGN HÚSBÚNAÐI: vIlbJÖRKP AKUREYRI m.a. þetta nýtizkulega söfasett„P 5” HkíK HÚSBÚNAÐUR HP laugavegi26 sixní 20970 SAMRAND HÚSGAGNAFRAMLEIÐENDA LÍTIÐ Á HÚSBÚNAÐINN HJÁ HÚSBÚNAÐI Bifreiðaleigan HJÓL Hverflsgðt* n Bim) 18'I7* ||p 11 1 H II | Innilega þökkum við öllum, er veittu stuðning i veik- indum ISAKS JÓNSSONAR, skólastjóra og sýndu samúð við andlát hans og útför. Sérstaklega þökkum við læknum og hjúkrunarliði á lyflækninga- deild Landsspitalans, fræðslumálastjóra, kennumm og starfsfólki við Skóla ísaks Jónssonar og skólanefnd, sem bauð, að skóJinn kostaði útíörina i virðingarskyni við hinn látna. Einnig færum við Kennaraskólanum og Barnavinafélaginu Sumargjöf alúðarþakkir. Sigrún Sigurjónsdóttir og börn. Þökkum af alhug virðingu og vinarþel við andlát og jarðarför JÓHANNESAR ÞORSTEINSSONAR Ásum, Hveragerði. Eiginkona, dætur, tcngdasynir og barnabörn. b

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.