Þjóðviljinn - 22.12.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.12.1963, Blaðsíða 6
g SÍBA ÞlðÐVIinNN Suonudagur 22. desember 1963 Afvopnaður 11/12 — Klukkan langt gengin í fimm í morgun urdu tveir veg- farendur varir við, að brotizt hafði verið inn í verzlunina Goðaborg á Freyjugötu. Sáu þeir mann hlaupast á brott þaðan, og hafði hann riffil meðferðis. Veittu þedr honum eftirför og réðust á hann og afvopnuðu, og rotaði annar maðurinn þjófinn með þjófstolnum rifflinum. skefti riffilsins brotnaði í þeim átökum. Lögreglan hirti síðan manninn. Nazistamerki á flugvélunum 14/12 — 1 dag um kl. 14.30 lentu tvœr Messerscmidt-orustu- flugvélar á Reykjavíkurfiugvelli, samskomar og þeer, sem þýzki flugherinn notaði á stríðsárun- Mm, enda með merkjum hans. Flugvélamar komu hingað frá Keflavikurflugvelli, en þar höfðu þaer lent á leiðinni til Banda- rikjanna. Eru þessar flugvélar eign fransks kvikmyndafyrir- taskis, og vestra er fyrirhugað að nota þær í sambandi við kviktmyndir._____________ Loftskeytamað- urinn bilaðist I fyrradag var brezkur togari að nafni Wictric frá Hulil á siglingu milli Færeyja og Is- lands er neyðarskeyti bárust allt í einu frá togaranum. Skömrnu síðar sendi skipstjór- inn út tilkynningu um að allt væri í lagi um borð og skipið ekki í háska statt. I ljós hefur komið, að loft- skeytamaðurinn geggjaðist, og var hann settur í land í Seyð- isfirði í gærmorgun. Ætlunin er að flyja hann suður til Reykja- vikur í dag til frekari rann- sóknar. framleiddur meö einkaleyfr frá ARNESTAD BRÖK, Cslo. erbezti livildar- stollinn á heims- marhaðnum; það má stilla, hann i þá stööu, sem hverjum hentarbezt,en auk þess nota sem veiýulegan , ruggustól laugavegi 26 simi 209 70 TIÐINDI Það hefur verið stórtíðindalítið að utan þá dagana sem blöðin komu ekki út vegna verkfallsins, en hér fara á eftir í stuttu máli nokkrar þær fréttir sem helzt þóttu frásagnarverðar. Sjú Enlæ í Kaíró KAIRÓ 14/12 — Sjú Enlæ, for- sætisráðherra Kína. kom i dag til Kaíró, þar sem hann mun dveljast í vikutíma. 1 för með honum er m.a. Sén Ji utanríkis- ráðherra. Frá Kairó halda þeir til Alsírs og síðan til fleiri landa í Afríku. Ollenhauer látinn BONN 14/12 — Erich Ollenlhau- er, formaður vesturþýzkra sósi- aldemókrata, lézt í dag í sjúkra- húsi, 62 ára að aldri. Hann hafði verið leiðtogi flokksins síðan Schumacher lézt 1952. en stóð seinni árin mjög í skugga Willy Brandts, borgarstjóra í Vestur- Berlín. Fundarlok í Moskvu MOSKVU 13/12 — Miðstjórnar- fundi kommúnistaflokksins lauk hér í dag og var samþykkt á- ætlun flokksstjómarinnar um stórfellda aukningu á afköstum efnaiðnaðarins, einkum fram- leiðslu tilbúins áburðar, sem á að nema 70—80 milljónum lesta 1970. Á næstu sjö árum verður varið 42 milljörðum rúblna (um tveim billjónum ísl. kr.) til fjár- festingar í efnaiðnaðinum. Ný árás Kínverja PEKXNG 11/12 — „Alþýðudag- blaðið“ í Peking birti i dag enn alllanga grein þar sem ráðizt er hörðum orðum á Krústjoff og stefnu sovétstjómarinnar, sem m.a. er sökuð um að vilja drottna yfir heiminum í sam- vinnu við Bandaríkin. Kínversk- ir kommúnistar hafa haínað til- mælum sovézkra um að hlé verði gert á illdeilum flokk- anna meðan þreifað sé fyrir sér um lausn á deilunum. Heuss látinn BONN 12/12 — Theodor Heuss, fyrsti forseti vesturþýzka sam- bandslýðveldisins, lézt i dag á heimili sínu í Stuttgart Hann varð 79 ára. Sinatra jr. laus HOLLYWOOD 11/12 — Frank Sinatra yngri sem rænt var fyr- ir þremur dögum kom heim til sín heill á húfi í dag eftir að faðir hans hafði greitt ræningj- unum lausnarféð, 250.000 dollara. — Síðar hafðist upp á raaningj- unum sem vonj þrír talsins og mestallt lausnarféð kom aftur í leitimar. AÐ UTAN Fundur í Túnisborg TÚNISBORG 13/12 — Leiðtogar þriggja ríkja Araba í Norður- Afríku, Bourghiba Túnisfor- seti, Nasser Egyptalandsforseti og Ben Bella Alsírforseti, komu í dag saman á fund í Túnis og er það í fyrsta sinn sem þeir hittast allir. Hassan Marokkó- konungur hafnaði boði að koma á fundinn. Kenya fær fullveldi NAIROBI 12/12 — Kenyabúar fögnuðu í dag nýfengnu sjálf- stæði og hylltu ákaft leiðtoga sinn Kenyatta, sem Bretar dæmdu á sínum tíma i sjö ára fangelsi fyrir þátttöku í mau- mau-hreyfingunni. Kjarnasprenging WASHINGTON 12/12 —Enn ein kjamasprenging var gerð neð- anjarðar f Nevada í dag, 22. kjarnasprenging Bandaríkja- manna á þessu ári. Nasser til Bagdad KAIRÓ 11/12 — Abbelhamid, hinn nýi utanríkisráðherra ír- aks, sagði í dag að Irakar og Egyptar væru algerlega sam- mála um allt sem varðaði sam- starf arabaþjóðanna. Hann skýrði einnig frá því að Nasser forseti myndi væntanlegur til Bagdad i byrjun næsta árs. Heils árs rannsókn WASHINGTON 11/12 — Það hefur verið staðfest af kunnug- um að búast megi við að það taki nefnd þá sem skipuð var til að rannsaka morðið á Kenne- dy forseta og Warren hæstarétt- arforseti er formaður í a.m.k. heilt ár að ljúka störfum. Rétt- arhöldin yfir Ruby, morðingja Oswalds eiga að hefjast 3. £e- brúar. en eins víst þykir að beim verði enn frestað Nóbelsverðlaun OSLO 10/12 — Friðarverölaun Nobels fyrir árin 1962 og 1963 voru afhent hér í dag við há- tíðlega athöfn. Bandaríski vís- indamaðurinn Linus Pauling hlaut verðlaun fyrra ársins, en Alþjóða rauði krossinn verðlaun- inn í ár. Norsk íhaldsblöð eink- um „Morgunbladet" hafa ráðizt heiftarlega á norsku nóbels- nefndina fyrir að hafa veitt Pauling verðlaunin, sem þau kalla kommúnista. Sprengjutilræði ADEN 10/12 — Landstjóra Breta í nýlendunni Aden var sýnt banatilræði í dag þegar sprengju var varpað að honum og föru- neyti hans á flugvellinum við borgina. Landstjórinn var á leið til London ásamt nokkrum helztu samstarfsmönnum sínum. Hann sakaði ekki, en 9 menn særðust í sprengingunni og ein kona lét lífið. Póstræningi tekinn LONDON 11/12 — Einn af þrem- ur mönnum sem brezka lögregl- an grunar um að hafa verið höfuðpaurar í hinum mikla póst- ráni í haust, þegar rænt var um 300 milljónum króna úr lest við London, var hann tekinn í dag. Hann heitir Roy James og hefur lagt stund á kappakstur. Hann reyndi að flýja yfir húsþök. en var þó handsamaður að lokum. Bretar óþæair TTSA LONDON 16/12 — Brezka stjórn- in bannaði í gær öllum enskum skipafélögum að afhenda banda- rísku utanríkisþiónustunni áætl- anir um ferðir skipa sinna og önnur trúnaðarskiöl. Er betta talinn mikill ávinningur fyrir Kúbu og önnur ríki sem Banda- ríkjastjórn leggur fæð á. en Bretar vil.ia verzla við. BÚMÐARBANKI ÍSLANDS Hinir vinsælu SPARIBAUKAR með talnalás eru komnir aftur og verða seldir viðskiptamönnum bankans, nýjum sem eldri. Síðasta sending seldist upp á nokkrum dögum. TILVALIN JÓLAGJÖF. r Búnaðarbanki Islands Austurstræti 5, Laugavegi 114, Vesturgötu 52, Reykjavík. AKUREYRI — BLÖNDUÖSI — EGILSSTÖÐUM. tryggið jólagleðina brunatryggið hjá ALMENNUM ALMENNAR TRYGGINGAR H/F Villiblóm í litum eftir INGIMAR ÓSKARSSON í bókinni cru 6G7 litmyndir af norræn- um villiplöntum, teiknaðar af danska listamanninum Henning Anlhon. VILLIBLÓM í LITUM er óvenju fögurv bók, sem enginn, er ann íslenzku jurta- Iifi má missa af. í bókinni er sagt frá í hvernig jarðvegi plantan vex, hve há hún er, hvenær hún blómgast og í stór- um dráttum hve útbreidd hún cr. Sér- staklega er þess getið ef plantan vex i ákveðnum landshluta, sé hún ekki algeng um land allt. Fræðiorðaskýr- ingar fylgja bókinni. Þetta er kjörbók fyrir alla, sem vilja kynna sér villigróður íslands og Norð- urlandanna. VILLIBLÓM í LITUM er 4. bókin í bókaflokknum ÚR RÍKI NÁTTÚRUNN- AR, en áður eru komnar út FISKAR í LITUM, — TRÉ OG RUNNAR og GARÐBLÓM í I.ITUM. Kynnið yður þessar fögru og nytsömu bækur. í bær hafa allir, ungir sem gamlir, mik- inn fróðleik að sækja, — og mikla ánægju og yndi. SKUGGSJÁ Kaiftii 'éfahækurnar í Bókahúð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.