Þjóðviljinn - 22.12.1963, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 22.12.1963, Blaðsíða 16
| | Aðfaranótt föstudags- ins 20. desember, þegar víð- tsekustu verkföll á íslandi höfðu staðið nær 2 vikur og á sama tíma og fulltrúar verkalýðssamtakanna og vinnuveitenda sátu við samningaborð og þjörkuðu um fárra prósenta lagfær- ingu á kjörum hinna lægst launuðu, ákváðu meirihluta- fulltrúar íhaldsins í borgar- stjórn Reykjavíkur að minn- ast jólahátíðarinnar á sinn sérstæða hátt og senda borg- arbúum „glaðning“: Þeir samþykktu í sambandi við afgreiðslu fjárhagsáætlunar borgarsjóðs fyrir árið 1964 að hækka fargjöld með strætisvögnum um allt að 43%, aðgangseyri að sund- stöðum borgarinnar að með- altali um rúm 30% og gatna- gerðargjald af fasteignum um 24%, að ógleymdri fjórð- ungshækkun á útsvörum borgarbúa, 12% meðalhækk- un á hitaveitugjöldum og um 10% hækkun rafmagns- gjalda. Frá hækkun útsvara, hitaveitu- og rafmagnsgjalda hefur áður verið skýrt frá hér í blaðinu, en nú skal getið þeirra hækkana sem fjallað var um á borgar- stjómarfundinum sl. fimmtu- dagskvöld og þá um nóttina. Fargjöld SVR Einstök fargjöld fullorðinna hækka úr 3 kr. f 4 kr. eða um 33,3%. Farmiðakort fullorðinna með 22 miðum kostuðu áður 50 kr. en nú kosta kort með 34 mið- um 100 kr., þ. e. 29,5% hækkun. Farmiðaspjöld með 4 miðum hafa kostað 10 krónur, en nú kosta spjöld með 7 miðum 25 krónur og er það 42,8% hækk- un. Einstök fargjöld bama hækka úr 1,25 kr. í kr. 1,75 eða um 40%. Farmiðaspjöld bama með 10 miðum kostuðu 10 kr. fyrir hækkunina, nú kosta spjöld með 20 miðum 25 kr. og er hækkun- in því 25%. Tillögur G. V. felldar Guðmundur Vigfússon flutti t borgarráði og borgarstióm breyt- íngartillögur. Aðaltillaga hans var svohljóðandi: „Þar sem borgarstjóm telur ekki fært að mæta fyrirsjáanleg- um greiðsluhalla Strætisvagna Reykjavíkur á árinu 1964 með þyí að hækka fargjöld frá bví sem nú er, þá samþykkir borgar- 6tjómin að hækka framlag borg- arsjóðs til SVR svo sem áætl- uðum greiðsluhalla þeirra 1963 og 1964 nemur”. Guðmundur gerði það að vara- ' tillögu sinni, að fargjöid full- orðinna yrðu ákveðin sem hér segir: Einstök fargjöld kr. 3,50, spjöld með 39 miðum á 100 kr. og spjöld með 10 miðum á 30 kr. Fargjöld bama: Einstök far- gjöld kr. 1,50 og farmiðaspjöld með 22 miðum 25 kr. Jafnframt Framhald á 2. síðu. Jólabazar ÆFR Jólabazar Æskulýðs- fylkingarinnar verður haldinn í Tjarnargötu 20 í dag og hefst hann kl. 2 e.h. Margt eigu- legra muna verður þar á boðstólum. Myndir frá verkfallinu Oft var rennt upp á kaffi- könnuna í Lindarbæ verk- fallsdagana. Myndin er af annarri „kaffivaktinni" í að- alstöðvum verkfallsmanna, Jór. Brynjólfsson til vinstri og Sigurgeir Sigfússon til hægri. Þeir félagar helltu 47 sinnum upp á í fyrrdag. frá kl. 6 að morgni til 6,30 að kvöldi. -Ljósm. Þjóðv. A.K.). ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ 0 Á veginum frá Korpúlfsstöð- um hefur langfcrðabifreið verið stöðvuð af verkfalls- vörðum. Þeir gæta að farm- inum. (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Framsókn kaus mei stjórnarliðinu í nefndakosningum, sem fram fóru á Alþingi 11. des- ember s.l. (sjá bls. 4) hafnaði þingflokkur Framsóknar allri samvinnu við þingflokk A’4'1ýðubandalagsins. Varð þetta að sjálfsögðu til þess að stjórnarflokkarnir komu fleiri mönnum í nefndir og ráð en ástæða var til. Vitn- aðist þar enn að stjórnarandstaða Framsóknar er ekki alltaf eins öflug á borði sem í orði. Skiljanlegt Látum vera þó að Framsókn stæðist ekki freistinguna og notfærði sér aðstöðu sina til að setja eína menn í stað ágætra og þaulreyndra manna svo sem varð í Útvarpsráði, Mennta- málaráði og fleiri fimm manna nefndum. Slík vinnubrögð eru því miður hefðbundin og vana- leg í íslenzkum stjómmálum og allt í góðu samræmi við sið- gæðishugmyndir „lýðræðis- flokkanna“. Um þverbak En hitt verður ekki látið óá- talið, hvorki af fylgjendum Alþýðubandalagsins né öðrum vinstrimönnum, að Framsókn skyldi einnig hafna samstöðu við Alþýðubandalagið við kosn- ingu fjögra manna nefnda og afhenda stjórnarliðinu að þarf- lausu aukasæti í þeim. Þann- ig var t.d. um stjórn atvinnu- leysistryggingasjóðs. Ef sam- vinna hefði verið með stjórnar- andstöðuflokkunum við þá 'kosningu hefðu stjórnarflokk- arnir fengið tvo menn í þessa stjórn, Framsókn einn og Al- þýðubandalagið haldið sínum manni. En Framsókn kaus fremur að veita stjórnarliðinu þrjú sæti og hafa aðeins eitt sjálf eftir sem áður. Þess ber Framhald á 13. síðu. Yfir 5000 rituðu í minningarbækur | | Fimmtándi hver Reykvíkingur til jafnaðar vottaði minningu Kennedys Bandaríkjaforseta virðingu sína með því að leggja leið sína í bandaríska sendiráðshúsið við Laufásveg og rita nöfn sín í minningabók, sem þar lá frammi dagana eftir fráfall forsetans. OSVIFIÐ VERKFALLS- BR0T STÁLVlKUR H.F □ Alvarlegustu tilraun til verkfallsbrots sem gerð var í nýloknu verkfalli framdi stálskipa- smiðjan Stálvík h.f. í Garðahreppi s.l. mánudag er fyrirtækið lét nokkra menn hefja þar vinnu að nýju eftir að hún hafði legið niðri í viku, en menn þessir voru félagsbundnir í þrem félögum sem þá áttu í verkfalli. Er hér því um óvéfengj- anlegt verkfallsbrot að ræða samkvæmt vinnu- löggjöfinni. Morgunblaðið í gær reynir að slá því upp að verkfallsverð- ir frá Félagi járniðnaðarmanna í Reykjavík hafi stöðvað vinn- una hjá Stálvík með ofbeldi. Þar sem staðreyndum er þarna algerlega snúið við snéri, Þjóð- viljinn sér í gær til Guðjóns Jónssonar starfsmans Félags járniðnaðarmanna og fékk hjá honum upplýsingar um hið sanna í málinu. Fara aðalatriði úr frásögn hans hér á eftir. Stálskipasmiðjan Stálvik er eins og áður segir í Garða- hreppi, en Garðahreupur hefur s.l. tvö ár verið á félagssvæði Félags járniðnaðai-manna í Reykjavik samkvæmt lögum fé- lagsins sem eru staðfest af Al- f<?)ands Vir lagssvæðið þegar vélsmiðjufyr- irtæki héðan úr Reykjavík (Sig. Sveinbjörnsson) flutti þangað hlutn af rekstri sínum, þar eð ekkert félag járniðnað- armanna var starfandi á þessu svæði, Litlu siðar var stál- skipasmiðjan Stálvík reist í Garðahreppi. Hefur aldrei áður verið neinn ágreiningur um að verkfall hjá Félagi járniðnað- armanna i Reykjavik nái til Stálskipasmiðjunnar, t.d. stöðv- aðist öll vinna hjá fyrirtækinu í verkfalli félagsins í fyrra. Þegar verkföllin hófust 10. desember s.l. féllust forsvars- menn Stálvíkur h.f. á vinnu- stöðvun hjá fyrirtækinu nm- vðnlaust os lá öll vin’na þar í viJjp eða fil s.l. mánu- vinnu nokkrum mönnum kl. 8 um morguninn. Hófu mennirnir vinnu þrátt fyrir mótmæli verk- fallsvarða og þrátt fyrir það að vinnustöðvun hefði staðið yfir hjá fyrirtsekinu í viku. Er vinna hófst hjá Stálvík á mánudagsmorguninn hafði fé- lagi í Félagi járniðnaðarmanna Framhald á 13. síðu. Penfield, ambassador Banda- ríkjanna á Islandi, skýrði fréttamönnum frá þessu í gær og því til viðbótar. að auk þess- ara 5000 sem nöfn sín skráðu á bók í sendiráðinu, hafi yfir 300 manns eða nær helmingur íbúanna í Höfn i Homafirði skrifað nöfn sín á minningar- bók sem þar hafði legið frammi, svo og allmargt manna í Keflaví'k. Um leið og ambassadorinn sýndi fréttamönnum bækurnar bað hann þá enn fyrir alúðar þakkir til Islendinga fyrir auð- sýnda mikla og almenna samúð við fráfall forsetans. Sagði hann að minningarbækur þær, sem áður var getið, yrðu send- ar í vikunni vestur um haf og þeim komið fyrir í safni því, sem komið verður upp til minn- ingar um Kennedy forseta. Minningarbók þeirri, sem frammi lá í bandaríska sendi- ráðinu, fylgir héðan ensk þýð- ing á ræðu þeirri sem biskup Tslands, Sigurbjörn Einarsson, flutti við minningarguðsþjón- ustuna i Dómkirkjunni, ræða forseta sameinaðs Alþingis, Birgis Finnssonar, og ummæli þau sem höfð voru eftir ráð- herrum og forystumönnum stjórnmálaflokkanna um fráfall Bandaríkjaforseta. BOKIN UM AFLAMENN sem treysti sambandið milli pennans og kraftblakkarinnar 1 byrjun mánaðarins gaf Heimskringla út bók sem strax vakti töluverða athygli; Afla- menn. þætti af fimm þekktum aflamönnum. skráðum af fimm þekktum höfundum, þeim Ása í Bæ, Indriða G. Þorsteinssyni, Birni Bjarman. Jökli Jakobssyni og Stefáni Jónssyni fréttamanni. Það af upplaginu sem komið var úr bókbandi fyrir verkfall rann út eins og heitar lummur og er uppselt. Þegar svo verkfalli lauk var strax tekið til óspilltra málanna við að binda inn bókina og verður hún til sölu á Þorláks- messu að minnsta kosti hér f Garðahreppm tekinn inn á fé- dags að þeii hóuðu saman til Reykjavík. en hæpið er að tími vinnist til að koma henni út á land. Þannig eiga bækur einnig sín örlög í stéttastríðum. Við hringdum til Jónasar Árnasonar sem hefur ritstýrt þessari bók og spurðum hann tíðinda. Hann gaf þær upplýsingar sem ofan greinir. Og bætti því við að það væri máske ekki kurteislegt af sér að hæla þess- ari bók. en svo mikið væri víst að í henni segði frá merkilegum hlutum. merkilegum mönnum. p>að er ekki lítil list. ekki lítil pákvæmni að kunna á hringnót og kraftblökk — ekki minni en að leika á orgel eða fremja aðra lofaða kúltúrstarfsemi. Og það fólk sem segir frá í Afla- mannabók er þar að auki með afbrigðum skemmtilegt. og þar að auki hógvært og af hjarta lítillátt. Það er mjög ánægjulegt. sagði Jónas ennfremur, að íslenzkir höfundar skuli ekki vera svo hátt. uppi í fílabeinsturninum, að þeir þykjast ekki upp yfir það hafnir að skrifa um þetta fólk. Og halda þannig sambandinu milli pennans og kraftblakkar- innar. Það finnst mér bera vott um að við séum þó ekki með öllu skyni skroppnir........-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.