Þjóðviljinn - 23.12.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.12.1963, Blaðsíða 2
2 6ÍBA HðsvnnNN MILLJÓNAMORÐINGJAR Framhald af 1. sidu. um yfir nazistaböðlana en aðrir laganna þjónar í Vestur-Þýzka- landi. Broddborgarar — Þetta eru allt sannkallað- ír broddborgarar, sem gafst taekifseri til að svala illum hvöt- um sinum, segir Vogel saksókn- ari. Öllum tókst þeim að koma ár sinni fyrir borð í Vestur- Þýzkalandi eftir stríðið, ýmist undir fölskum nöfnum eða sín- um eigin. Robert Mulka, sem nú er 68 ára, var nánasti samstarfsmað- ur fyrsta fangabúðastjórans í Ausehwitz, Rudolfs Höss, sem liflátinn var í Póllandi nokkru eftir stríðið. Mulka kom sér vel fyrir að stríði loknu og var umsvifamikill kaupsýslumaður í Hamborg þegar hann var handtekinn. Klaus Dylewski, 47 ára, sem stjórnaði fjöldamorðum i Auseh- witz, var mikilsvirtur verk- fræðingur í Rínarlandi eftir strið. Wilhelm Boger, 57 ára, sem ákærður er fyrir að hafa myrt ótalinn íjölda pólskra og sov- ézkra fanga með hnakkaskotum, var vel látinn kaupmaður í Baden-Wúrttemberg. Gerhard Neufoert, 54 ára, sem i Auschwitz valdi fómarlömb í gasklefana, var i þjónustu vest- urþýzka hersins þegar hann var handtekinn. Kona eins sakborninganna segist sannfærð um að maður hennar hafi ekki getað verið morðingi. Hann hafi aldrei mátt neitt aumt sjá. Hann hafi t.d. verið miður sín dögum saman á stríðsárunum eftir að kett- lingur sem þau áttu varð und- ir bíL Einkaframtakið Þetta kemur heim við það sem böðullinin Hösa segír S minningum sínum sem haim skrifaði í fangelsi að hann hafi þolað að horfa á misþyrm- ingar. Hann gaf fyrirmæli um að fjöldamorðin skyldu fram- kvæmd með sem minnstum blóðsúthellingum. En sakborningamir í Frank- furt hlýddu ekki þeim fyrir- mælum; þeir völdu sjálfir fóm- arlömb sín, misþyrmdu þeim og drápu, og það einstaklings- framtak var látið gott heita. Eirm þeirra nefnist Oswald Kaduk og var hjúkrunarmaður að þjálfun. Það var helzta skemmtun hans í Auschwitz að krækja staf sinum um hálsa þeirra fanga sem hann vildi senda í gasklefana. Hending ein réði hverjir urðu fyrir staf hans. Hann ber nú íram sér til afsökunar að rýma hafi orðið til á sjúkrahúsinu þegar þar var orðið yfirfullt. Hann minn- ist þess ekki að hann hafi kyrkt fjölda fanga með staf sínum, en að Því em mörg vitni. „Bragg-atærmng“ Boger kaupmaður, Dylewski verkfræðingur og íélagi þeirra, Broad að nafni, höfðu þann sérstaka starfa í Ausehwitz að „tæma fangelsisbraggann** í fjórðu braggalengju, svo að hægt væri að koma þar fyrir nýjum föngum. Þeir leiddu út þá fanga sem voru gamlir og lasburða og drápu þá með skotum i hnakkann. Ósjaldan er þeirri kenn- ingu flíkað í málgögnum at- vinnurekenda, að þeir hafi hinn mesta hug á aukinni 'hagkvæmni í rekstri, og í því sambandi er hampað fínum orðum, svo sem framleiðni, hagsýslu og stjórnun, en und- irstaða þvllíkra athafna er sögð vera ákvæðisvinna hjá verkafólki. Þess verður þó lítið vart að fínu orðin samsvari nokkrum skynsam- legum athöfnum, og reynsl- an er alltaf að staðfesta að atvinnurekendur hatast alveg sérstaklega við ákvæðisvinnu. Jafnt í tilboðum ríkisstjórn- ar sem atvinnurekenda fyrir verkföllin var það tekið fram að þótt allt annað kaup hækkaði mætti ekki greiða meira verð fyrir ákvæðis- vinnu, og þessu sjónarmiði var haldið svo harkalega til streitu í samningunum sjálf- um, að enn er ósamið við málara og trésmiði og þeir siðarneíndu enn í verkfalli. Þessi kynlega afstaða er rökstudd með því að fyrir- komulag ákvæðisvinnu sé slíkt, að þeir sem hana vinna fái sjálfkrafa í sinn hlut ábatann af auknum afköstum og þurfi þvi ekki að semja um það sérstaklega. Þessi röksemd gaeti að nokkru leyti staðizt ef stöðugt verð- lag væri í landinu. En þeir kjarasamningar sem nú voru gerðir eru fyrst og fremst uppbót fyrir óðaverðbólgu, nokkrar bætur fyrir sírým- andi verðgildi krónunnar. Slík verðbólguþróun bitnar á því fólki sem vinnur á- kvæðisvinnu ekki síður en öðru, Qg fyrirkomulag vinn- unnar breytir þar engu um. Sú stefna stjórnarvalda og at- vinnurekenda að ákvæðis- vinnufólk eigi að bera verð- bólguna bótalaust getur ekki haft neinn tilgang annan en þann að kveða niður alla á- kvæðisvinnu í þjóðfélaginu, þrátt fyrir öll þessi fínu lærdómsorð sem hampað er í blöðum. Ástæðan er sú að þorrinn af atvinnurekendum á ís- landi hefur ekki nokkum á- huga á hagkvæmum rekstri fyrirtækja sinna. Þeir vita af langri reynslu að efnahags- aðgerðir ríkisstjómarinnar eru ævinlega við það miðað- ar að bjarga verstu skuss- unum í þeirra hópi með nýrri dýrtíðarskriðu eða gengis- lækkun. Verðbólgugróðinn er fljóttekinn, en hitt er óbæri- legt erfiði fyrir íslenzka at- vinnurekendur að þurfa að beita skynsamlegu viti við framleiðslu sina. — Austri. HINAR VINSÆLU Omnibus bækur. Mikið úrval nýkomið, meðal annars: Sporthistorier Jazzhistorier Hundehistorier Katfehistorier fra Grönland Humor fra hele verden. Verð frá kr. 100,00 ;til kr. 200,00. BÖKABÚÐ MÁLS OG MENNINGAR Laugavegi 18. Sími 18106. Hækkunin FramihaJd af 1. síðu. ur manna fyrir slikan vinutíma að árstekjur fyrimar þennan vinnutíma yrðu kr. 112.056. Hækkunin frá tilboði ríkisstjóm- arinnar er næstum því tíu þús- und krónur á ári, og verkamenn munar um það þótt aðstandend- um Vfeis vaxi upphæðin eflaust ekki í augum. ★ Vísir ræðir um það að hinu upphaflega tilboði ríkisstjómar- innar hafi fylgt vilyrði um lækk- un útsvara. Það tilboð var þó mjög loðið og átti m.a. að hækka útsvör einhleypinga. En hafi þetta tilboð verið til marks um góðan vilja ríkisstjómarinnar til þess að bæta kjör láglaunafólks, hvers vegna þá ekki að halda fast við það? Er hinn „gódi vilji“ ríkisstjórnarinnar allt i einu þrotinn? Sáttahorfur Framhald af 1. síðu. verði sérstakur skattur á smjör- líki í þvi skyni að auka smjör- neyzlu á kostnað þess. Hollenzku ráðherramir voru alls ófúsir að fallast á þetta og er talið að þeir muni af alefli beita sér gegn þessu ákvæði. Luns utan- ríkisráðherra fór rakleiðis til Haag að fundinum loknum í morgun, enda þótt hann væri jafn örmagna af þreytu og hin- ir ráðherramir. Ástæðan til þessarar hörðu andstöðu hollenzku stjómarinn- ar er talin sú að þama eru hags- munir hins mi'kila ensk-hollenzka auðhrings Unilevers í hættu, en hringur þessi ræður yfir mestum hluta af smjörlíkisframleiðsl- unni f löndum Efnahagsbanda- lagsins. ísland fullgildi Moskvusáttmála Ríkisstjórnin hefur leitað heimildar Alþingis til að full- gilda fyrir íslands hönd samning um bann gegn tilraunum með kjamorkuvopn í gufuhvolfinu, himingeimnum og neðansjávar, sem gerður var í Moskvu 25. júlí 1963. f athugasemdum við þingsá- lyktunartillöguna segir: Samn- ingurinn um takmarkað bann gegn tilraunum með kjamorku- vopn var undirritaður fyrir fs- lands hönd í London, Moskvu og Washington hinn 12. ágúst 1963. Samningurinn hefur nú verið fuligiltur af frumaðilum hans og gekk hann í gildi hinn 10. október 1963. Flest lönd heims hafa auk þess undirritað samninginn. Gildistaka samningsins fyrir fsland er háð fullgildingu og er hér með farið fram á heimild Alþingis til þess að fullgilda samninginn. 60 þúsund til að læra grænlenzku Ein af þeim þremur þingmannatillögum til breytinga á fjárlögum 1964 er náði fram að ganga — en þær voru mjög margar — var tillaga Einars Olgeirssonar um 60 þúsund króna styrk til íslendings er leggja vill stund á að læra tungu Grænlendinga. Einar hefur áður fengið sam- þykkta tillögu um námstyrk til Grænlendings og bar nú fram tillögu um styrk til fslendings til að læra grænlenzku. Hinar þingmannatillögumar til breytinga á fjárlögunum sem Ólafssyni minnismerki í Skor á Barðaströnd. Fækka her- stöðvum WASHINGTON 13/12. McNam- ara tilkyuntl í gær, að Banda- ríkjamenn hyggist leggja niður 33 herstöðvar, 26 innanlands og 7 erlendis. Herstöðvarnar vcrða lagðar niður á þrcmur og hálfu ári, og er þetta liður í um- fangsmikilli sparnaðaráætlun ríkisins. McNamara vamarmálaráð- herra segir, að þcgar búið verði að leggja niður þessar her- stöðvar að þremur og hálfu ári liðnu, muni þær spara ríkinu 106 milljónir dollara árlega. 8500 óbreyttir borgarar og 78000 hermenn starfa við þess- ar herstöðvar. Öllum óbreytt- um borgurum verður boðin önn- ur staða hjá ríkinu. Herstöðvarnar, sem lagðar verða niður i sjálfum Banda- ríkjunum eru í 14 ríkjum. náðu fram að ganga, var tillaga um orðalagsbreytingu frá Pétri Sigurðssyni og tillaga Sigurvins Einarssonar um 15 þúsund kr. fjárveitíngu til að reisa Eggerti Mánudagur 23. desember 1963 straumkastinti Framhald af ð. síðu. og hélt til aðalstöðva ITF í Amsterdam — og Sjómanna- félagið var komið í ITF þegar Jón Bach kom heim — þrátt fyrir skeyti útgerðai-manna. Viðtöl þessi eru vitanlega mjög misjöfn að gildi, en minna má á það sem höfund- ur segir í upphafi bókarinnar: „Þeim sem fylgja verka- lýðshreyfingunni að málum, er fátt nauðsynlegra en að þekkja þróun hennar, bernskuár hennar og baráttu forustumanna hennar á fyrstu árunum. . . Sú saga hefur að geyma dæmi um þrautseiga baráttu snauðrar og lítilsmeg- andi stéttar fyrir því að a.fla sér mannréttinda og lífskjara, sem boðleg væru siðuðum mönnum, en hún sýnir líka hvemig eignamenn og yfír- drottnarar fara að við vinn- andi stéttir, þegar þeir óttast þær ekki. Við það að kynna sér þessa sögn getur unga kynslóðin í landinu séð hví- líkt risastarf hefur verið af hendi leyst, ekki aðeins af íorustumönnunum, sem oft mæddi þó þyngst á, heldur og af óbreyttum liðsmönnum, þúsundum verkamanna og sjómanna og verkakvenna um land allt.“ Einmitt þess vegna er góður fengur að þessari bók. J.B. 14 ára drengur Framhald af 12. siðu. iðahvammi og er það eina hús- næðið, sem nefndin hefur að gripa til i slíkum tílfellum. Var lýsing forráðatrmnns á þessu húsi heldur ömurleg. Svívirða Það hlýtur að vera hverjum manni ljóst hve hér er um al- varlegt mál að ræða. Það skipt- ir engu máli hvað fjórtán ára dreng heíur orðið á; að kasta honum i tugthús innan uin spillta og forstokkaða afbrota- menn hlýtur að haía ófyrirsjá- anlegar afleiðingar á óhamaðan ungling. Þjóðviljinn hefur það eftir öðrum heimildum, að á þeim tíma sem pilturinn var þarna í haldi var þar m.a. í gæzlu erlendur morðingi, sem beið ferðar ulan, en auk þess fjölmargir hinna kræfari smá- glæpamanna okkar. A hvers reikning? Ekki er víð Barnaverndar- nefnd fyrst og fremst, að sak- ast í þessu máli, þó að draga megi í efa að ekki heföi mátt finna betri stað ef fastara hefð: verið leitað eftir því og vissulega verður að vara nefnd- ina alvarlega við slíkum vinnu- brögðum. En málið er í eðli sínu miklu víðtækara. Þjóðfé- lagið og hinir gjörspilltu „mátt- arstólpar" þess eru svo kaeru- lausir, fjárveiting til uppeldis vandræðabarna svo naumt skor- in og aðbúnaður að þeim mönn- um sem vilja starfa að lausn þessa vanda þannig, að á hverju ári glatar þjóðfélagið ágætúm mannsefnum í hina ömurlegu pislargöngu íslenzkra afbrota- manna. jlitið á húsbunaðinn hjá okkurl samband húsgagna framleiðenda laugavegi 26 lekkert heimili án húshúnaðarH simi 20 9 70 GLÆSILEG JÓLAGJÖF 0RDAB0K MENNINGARSJÓÐS BÓKABÚÐ MENNINGARSJÓÐS HVERFISGÖTU 21 - SlMI 13-6-52 VARANLEG EIGN: Seljum GJAFAKORT, ávísun á orðabókina, bæði í forlags- bandi og handunnu skinnbandi. k

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.