Þjóðviljinn - 23.12.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.12.1963, Blaðsíða 7
Mánudagur 23. desember 1&63 ÞI6DVILI1NN SlÐA ^ AFLAMENN Aflamenn. — Eftir Ása í Bæ, Indriða G. Þorsteins- son. Stefán Jónsson, Bjöm Bjarman, Jökul Jakobsson. ■— Jónas Árnason sá um útgáfuna. — Heimskringla. Beykjavfk 1963. Margir hafa hlakkað til þessarar bókar frá þvi útgáfa hennar var boðuð. Þó allmikið hafi verið út gefið af ,ajó- mannabókum" undanfarin ár hefur það, verið misjafnt að fróðleik og bákmenntagæöum. Enn er lítið skráð á bækur um marga þætti sjómennsku og fiskveiða Íslendinga og mörg- um hefur orðið að líta þar helzt til liðins tíma svo stór- fróðleg sem kynni af nútíma- fiskveiðum ísilendinga eru td skilnings á þjóðlífinu og fram- förum á Islandi. Fátt sem hef- ur veriö skrifað um fyrri tíma- bil íslenzkra fiskveiða og mann- lífið kringum þær finnst mér jafnast á við Virka daga þeirra Guðmundar G. Hagalíns og Ssemundar. A seinni árum hef- ur Jónas Árnason með list- fengum skrifum leitt þakkláta lesendur um borð í allavega fiskiskip. farið með þá á fjölbreyttustu veiðar og unnið með því verk sem k'klegt er að standi lengur í gildi en ýms- ar bókmenntir sem meira láta yfir sér. er ekki ólíklegt að komandi kynslóðir Islendinga þurfi oft að sækja fróðleik og skemmtan í sjómennskuskrif Jónasar. Að því er eftirsjá að Jónas skyldi ekki eiga veiga- mikinn kafla í bókinni. Hann hefur þó séð um útgáfu Afla- manna, en fimm menn aðrir MOSKVC 20/12 — í fyrradag kom til óspekta á Rauða torg- inu í Moskvu, en stúdentar frá Ghana gerðu aðsúg að Kreml- byggingunni. í gær réðust stúdentarnir á sendiráð Ghana í Moskvu og brutu þar allt og brömluðu. Fréttastofan Tass hermir, að hluti stúdentanna hafi verið lókkaður til Moskvu frá öðrum borgum í Sovétríkjunum á þeim forsendum, að Ghanastjórnin ætlaði að hækka við þá styrk- inn og gefa þeim nýársgjafir. Sendiherra Ghana í Moskvu staðfesti þetta, en ekki er vitað hver hringdi í stúdentana né í hvaða skyni. Sendiherrann sagði, að upphaflega hefðu óspektirn- ar hafizt af allt öðrum ástæð- um en þeirri, sem blásin var út í vestrænum blöðum. Stúd- entarnir hefðu ekki vitað um dauða Asare-Addo, sem þeir töldu hafa verið myrtan, fyrr en þeir komu í sendiráðið, og hafi þá notað sér þessa frétt til afsökunar á háttarlagi sinu. Stúdentamir notuðu sér vo- veiflegan dauða Ghanastúdents- ins Asare-Addo, sem fannst lát- inn í úthverfi borgarinnar, til Zanzibar fullvalda ZANZIBAR 11/12 — Zanzibar, eylandið við austurströnd Afríku sem verið hefur brezk nýlenda, hlaut fullveldi i dag og voru þar mikil hátíðahöld af því til- efni ritað efnið, Ási í Bæ, Indriði G. Þorsteinsson, Stefán Jóns- son, Bjöm Bjarman og Jökull Jakobsson. Mér er nær að halda að Jónas hafi strax fundið hvar feitt var á stykkinu með því að láta Aflamenn byrja á rit- gerð Ása í Bæ um Binna i Gröf, Benóný Friðriksson heit- ir hann fullu nafni. landskunn- ur aflakóngur í Vestmannaeyj- um. Að loknum lestri hennar verður Binni í Gröf aldrei ó- kunnugur manni framar, hó öðrum kynnum sé ekki til að dreifa. Ritgerðin er óvenju vel gerð og skemmtileg mannlýs- ing. mynd aðalsöguhetjunnar og persónuleiki verður ótrúlega skýr, dálítið grófur eða rétt- ara sagt hrjúfur, mennskur og breyskur, snarráður og stórbrot- inn á hættustund, æðrulaus og yfirlætislaus, glaður í fasi, sjó- sóknari og aflakóngur, hefur aldrei á langri formannsævi misst mann í sjóinn. Ási í Bæ hefur notið kunn- ugleika sins, og þarf því ekki að einskorða sig við orð og frá- sögn Benónýs sjálfs. Höfund- ur leitar uppi háseta hans og aðra skipsfélaga frá ýmsum ársskeiðum ævinnar og varpar á söguhetjunna kastljósi þeirra kunnugleika, þar koma fram óvæntir atburðaþættir og at- vik sem gefa mannlýsingunni fvllingu og nýja þætti. Ekki neytir höfundur siður kunnugleika síns af Vest- mannaeyjum og atvinnusögu beirra, og síðast en ekki sízt náinna kynna af sjósókn og fiskveiðum. til að sýna um- hverfið sem söguhetjan og allt hennar ævistarf er sprottið úr. þess að ásaka íbúa Sovétríkj- anna fyrir kynþáttahatur, og sögðu hann hafa verið myrtan. Fúrtséva menntamálaráðherra Sovétríkjanna veitti stúdentun- um áheyrn og lofaði þeim rann- sókn á málinu. Krufning á hinum látna stúd- ent, sem fór fram að viðstödd- um tveimur læknastúdentum frá Ghana, leiddi í ljós, að hann hefði króknað undir áhrifum á- fengis. en engin merki um lík- amsárás hefðu komið fram, seg- ir Tass. í gær, sunnudag, var sagt í Reutersfrétt frá Moskvu að afrísku stúdentarnir við háskól- ann þar hefðu hafnað tilmæl- um rektors um að þeir lýstu sig andvíga framferði félaga þeirra sem efndu til óspekta á Rauða torginu. Tilmælunum var hafn- að á fundi þar sem aðeins voru saman komnir 150 af 600 afr- iskum stúdentum við háskól- ann. í sömu fregn er það haft eft- ir talsmanni sendiráðs Ghana í Moskvu að forsprakkar ó- spektanna muni senniiega verða að fara frá Sovétríkjunum. Tek- ið var fram að aðeins væri um fáa menn að ræða Sendiráð- ið tekur undir þá skýringu Tassfréttastofunnar að margir þeirra stúdenta sem að óspekt- unum stóðu hafi verið frá há- skólum utan Moskvu og hafi þeir gert sér vonir um að fá jólaejafir en efnt til óláta þeg- ar þær brugðust. Sú vitneskja hins þaulkunnuga og fjölmenntaða höfundar gef- ur þessari fimmtíu blaðsíðna frásögn, sem oft er æsispenn- andi, visst jafnvægi — má ég segja forsjárlega kjölfestu á rjúkandi siglingu eftir ævislóð- um Binna í Gröf! Þetta hefur Ási fram yfir alla hina höf- unda bókarinnar, sem eðlilegt hlýtur að teljast. Enginn þeirra er sjálfur jafn samgróinn um- hverfi söguhetju sinnar og at- vinnuháttum sjávarútvegs og fiskveiða. Þannig verður þessi bókar- kafli annað og meira en frá- sögn af einum manni, Benóný er sýndur í órjúfandi samhengi við uppruna sinn og umhverfi, farið með honum stig af stigi þeirrar gerbreytingar í búnaði fiskiskipa, veiðiaðferða, hafn- arskilyrða, fisknýtingar og fiskvinnslu sem orðið hefur á röskum aldarhelmingi. Stund- um er að vísu í flughraða frá- sagnarinnar aðeins tæpt á hlutum, sem hætt er við að fari fram hjá lesendum sem sizt eru kunnugir sjósókn og fiskveiðum. Sennilega hefur Ása verið afmarkað bókarrými. en útkoman verður önnur en við lestur margra minninga- bóka. Sagt er of fátt, of lítið, þetta er efni i heila bók! Ási skrifar hratt. stund- um hrátt, en alltaf ólgandi af því lífi sem er í sjómennsku og sjósókn, með hinum dimma hljómi hættu og dauða svarr- andi undir. Hér er algjör and- staða þess að verið er að tægja og teygja alltof lítið efni í allt- of margar alltof gleiðletraðar síður til að úr verði bók. Hér hefur uppgripaefni fundið sér höfund. Mættum við fá meira að heyra um fiskveiðar og sjósókn i Vestmannaeyjum, hinum undursamlega smáheimi, ríki óþrjótandi bókarefna fyr- ir mann eins og rithöfundinn og sjómanninn Ása í Bæ. Næsta ritgerð Aflamanna heitir Á stund skyttunnar og er eftir Indriða G. Þorsteins- son. Hún er lipur og ekki ó- fróðleg blaðamennska (og þarf ekki aö taka það fram að það orð er ekki last i mínum penna). Þarna er allmargt af =amtíningi og fróðleikskomum um hvalalíf og hvalveiðar, einkum við Island, og loks lýst einni veiðiför á fslenzku hval- veiðiskipi. Dálítið truflar það þé lýsingu hve margt er skróð um þjáningar höfundar af sjó- veiki, en lesanda hættir til að líta á þær sem algert aukaat- riði i ritgerð um hvalveiðar. Og um Jónas Sigurðsson, sem talinn er jafnvígur á skóla- stjóm og hvalveiðar, veit mað- ur eiginlega furðu fátt minnis- stætt að loknum lestri. Grein Stefáns Jónssonar fréttamanns um Pétur Hoff- mann og álaveiðar hans þykir mér einkennilega utangama f bókinni og mislukkað skrifirí með öllu sé það hugsað sem upplífgandi grín bókarinnar, svo drepleiðinlegt er þetta dómadagsraus. hvort sem það er nú Pétri að kenna eða skrif- aranum, sem reyndar er búinn að setja saman heila bók um betta viðfangsefni. Björn Bjarman skrifar rit- gerð sem nefnist Með kúa_ smalanum úr önundarfirði og er það að aðalþræði um Garð- ar Finnsson. skipstjóra á Höfrungi. Þarna er þó nokk- ur fróðleikur um síldveiðar og breytingar á veiðitækni í þeirri grein. en mynd söguhetjunn- ar verður óskýr og þokuleg ( samtalsmasi og afturhvarfs- brellum frásagnarinnar til fyrri tfma og frumstæðari síldveiði- hátta. sem gera alla frásögn- ina einhvern veginn ruglings- ,ega og ná ekki tilætíuðum ■íhrifum. Síðast er grein Jökuls Jakobs- -4> Kvarta yfir kynþáttamisréttinu Óspektír stúdenta frá Ghana s Moskvu —, —— Höfundamir: Indriði, Jónas, Jökull, Björn, Stcfán og Ási í Bæ, sonar um Guðjón Illugason: Frá Hafnarnesi til Mangalorc. Þetta þykir mér næstbezta grein bókarinnar, vel skrifuð og eðlilega eins og fer slikri frásögn mæta vel, og án þess að skrifarinn sé að trana fram sinni persónu. Ekki hef ég þó sem austfirzkur færamaður heyrt tekið svo til orða: ,,— hann hefur báðar hendur á færinu og skakar þannig“, ég held að Austfirðingar beygi sögnina að skaka á venjuleg- an hátt, og ekki finnst mér viðkunnanlegt orðalag þegar rætt er um „risavaxinn bein- hákarl" að kalla hann í öði-u orðinu „illhveli" og ,,hval- skepnu“. En hér er greinagóð frásögn í stuttu máli um gagn- merkan þátt í nútímastörfum íslenzkra sjómanna: Þeir eru famir að kenna Asíuþjóðum nútímavinnubrögð f fiskveiðum og finna fyrir þær fiskimiðin. Lesandi fær hugmynd um fá- tækt þessara þjóða, um þekk- ingarskortinn og hvers konar hjátrú sem þjakar þetta fólk, og gerir þvi örðugt fyrir að beita nútímatækni í lifsbaráttu sinni. jafnvel þá sjaldan að það á þess kost að læra og fá slíkt tæki að starfa með og venju- legan vélbát eins og þeir tíðk- ast hér um slóðir. Lýsing Guð- jóns Illugasonar, dugmikils hæfileikamanns og brautryðj- anda á þessu sviði, sem unnið hefur árum saman á vegum Sameinuðu þjóðanna í Suður- asíulðndum, verður hugstseð mannlýsing af íslenzkum sjó- manni og dáðadreng. Um Aflamenn mætti skrifa lengra mál og vandaðra. En þó þetta sé engin auglýsinga- grein, vona ég að það hafi þegar komið fram að mér þyk- ir þetta óvenju eiguleg bók, þó einstakir þættir hennar og jafnvel ritstjórn hefði mátt tak- ast betur. Aflamennimir is- lenzku eru afreksmenn í íisk- veiðum svo miklir, að hvergi ei-u aðrir fremri. Þeir eiga skilið að um þá séu ritaðar merkar bækur. S. G. Heldur smjör en byssur DregiS verður úr útgjöldum Sovétríkjanna til herna&ar MOSKVU 17/12. — Fjármálaráðherra Sovétríkjanna, Vass- ilí Garbúsoff, lagði í dag fyrir Æðstaráðið fjárhagsáætl- un fyrir tvö síðustu ár sjö ára áætlunarinnar. í þessari áætlun er gert ráð fyrir verulegri lækkun fjárveitingar til hersins, en aftur á móti aukinni framleiðslu neyzlu- varnings. Það var þrennt, sem mesta athvgl) vakti í þessari fjárhags- áætlun, sem öll einkennist af bjartsýni: — 1) Gert er ráð fyrir 4,2% lækkun hernaðarútgjalda næstu tvö ár. — 2) Framleiðsla neyzluvarn- ings mun aukast um 14,5% næstu tvö árin — 3) Bvggðar vl. íbúðir fyrir 15 milljónir manns næstu tvö ár. Hernaðarútgjöldin v .ða lækfc- uð um 600 milljónir rúblna (um 3000 milljarða króna) frá þvi sem þau voru f ár og komast niður í 13,3 milljarða rúblna f 665 milljarða króna). Sagði fjármálaráðherrann þessa upp- hæð nægja til að verja sjálf Sovétrikin og sósialistísku lönd- in Fjárfesting í efnaidnaði Ekki er farið dult með að dregið er ur hernaðarútgjöldum tll þess að vega nokkuð upp á móti stórauknum fjárveitingum til efnaiðnaðarins, en allt kapp verður lagt á það næstu sjö árin að auka framleiðslu hvers konar kemískra vara, en þó al- veg sérstaklega tilbúins áburð- ar. Er ætlunin að fjórfalda þá framleiðslu á þessum sjö ár- um, í þvi skyni að tryggja stórfellda aukningu á fram- leiðslu hverskyns búsafurða. Gert er ráð fyrir að til fjár- festingar í efnaiðnaðinum verði varið á næstu sjö árum 42 milljörðum rúblna en það sam- svarar um það bil tveimur billjónum króna. Þá stefnu í fjárveitingamál- um sem mörkuð er af hinum nýju fjárlögum má því orða á þennan veg: „Heldur smjör en fallbyssur“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.