Þjóðviljinn - 23.12.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.12.1963, Blaðsíða 10
Mánudagur 23. desember 1963 ÞJÓÐVILIINN SlÐA II nema hann hafði fengið blóð- eitrun. Þetta var mikið rætt í Hvíta Hirtinum um kvöldverð- arleytið og enn meira seinna um kvöldið þegar blökkumennirn- ir komu eftir vinnu. Lorimer sergent var áhyggju- fullur og niðurdreginn. Hann hallaði sér fram á barinn og hélt stóru, svörtu höndunum um ölkollu meðan hann talaði við herra Frobisher og Bessie. — Það virðist ekki heil brú í þéssu, hvemig sem á það er litið, sagði hann. — Ef þetta hefði verið einhver af þessum óupplýstu strákum, þá gegndi öðru máli, því að sumir þeirra vita ekki betur. En samt hafa dökku piltamir fengið svo góð- ar viðtökur á þessum stað, að mér þætti ótrúlegt að jafnvel bómullarstrákar hefðu getað gert þetta. En Dave er mennt- aður; hann er góður piltur, hann Dave. Mér er hulin ráðgáta hvemig hann hefur getað gert þetta. Herra Frobisher sagði: — Nú, hvað var það svo sem hann gerði? Ég hef ekki heyrt það ennþá. — Þeir segja í búðunum að hann verði ákærður fyrir nauðg- unartilraun. Það er býsna al- varleg ákæra fyrir góðan pilt, herra Frobisher. Bessie sagði: — Þetta hlýtur að hafa verið eitthvað alvarlegt. Sam, annars hefði hann ekki farið að skera sig á háls. Eng- inn gerir það út af engu. — Ég veit ekki. Þessi piltur var mjög tilfinninganæmur. Hann hafði fengið góða mennt- un. — Nú, hvað um það, sagði herra Frobisher. — Ég vildi giaman vita hvað hann gerði eigínlega. Hann hugsaði um þetta góða Hárgreiðstan Hárgreíðsin og snyrtlstofa STEINT7 og Dönrt Lauqavecd 18 III. h. flyfta) SÍMI 24616. P E R M A Garðsenda 51 SÍMI 33968. Hárgreiðslu- oe snyrtistofa. Dömur? Hárgrelðsia við aiira hæfi TJARNARSTOFAN. Tjarnargötu 10. Vonarstrætis- megln. — SÍMI 14662. HARGREIÐSLCSTOFA ADSTtrRBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SfMI 14656 — Nuddstofa á sama stað. •— stund, meðan hann afgreiddi bjór og hlustaði á svertingjana ræða þetta sín á milli. Hann varð þess var, að allir upp til hópa lögðu lítinn trúnað á þetta. Þeir kenndu herlögreglunni um allt saman. — Þeir hafa verið að líta eftir máli sem gæti kom- ið fyrir herrétt, sagði einn. — Þeim er bölvanlega við að sjá okkur ganga um með hvít- um stúlkum. Nú eru þeir búnir að fá málið og þeir geta gert svertingjunum mikla bölvun. Já, þeir hafa verið að leita að til- 42 efni til að draga svertingja fyr- ir herrétt. Og nú hefur þeim tekizt það. Hann á ekki von á góðu, þessi piltur. Flestir í barn- um virtust aðhyllast þessa skoð- un. Þeir létu í Ijós megna andúð á stríðinu. Þegar fréttirnar komu í útvarpinu klukkan níu, sagði einn þeirra: — Æ, skrúf- ið fyrir þennan fjanda. Látið hvítu mennina heyja sitt hvíta stríð og látið okkur í friði. Eng- inn vildi hlusta á fréttirnar og eftir nokkurt hik stillti herra Frobisher útvarpið á léttu dag- skrána, þar sem danslög voru leikin. Veitingamaðurinn var ekki sérlega fljótur að hugsa, en hann vildi hafa hreinar línur. Þetta mál snerti þorpið. og allt sem viðkom þorpinu kom hon- um sjálfum við. Klukkan tíu mínútur yfir níu sagði hann við Bessie: — Hlauptu yfir til Teds Trefusis og spurðu hann hvort hann vilji drekka hálfpott með mér í dagstofunni. Herra Trefusis kom, grannur, gráhærður maður, alvarlegur á svip eins og signalmanni bar. Herra Frobisher fór með hann inn í dagstofuna og kom með bjór frá barnum. Herra Trefusis sagði: — Feginn er ég að kom- ast að heiman, svei mér þá. Konan hefur látið eins og heimsendir væri í nánd. Herra Frobisher sagði: — Ójá? Og svo sagði hann: — Já. það er svo sem ekkert gaman þegar svona lagað skeður í fjölskyld- unni. Herra Trefusis kveikti sér í sígarettu. — Nei, sagði hann. — En það hefði getað verið verra. Það var svo sem enginn skaði skeður. Herra Frobisher gaut til hans augunum: — AUt i lagi með Gracie? — Það væri allt í lagi, ef mamma hennar væri ekki að æsa hana upp með eintómri vit- leysu. Ég veit ekki betur en stúlka hafi fyrr verið kysst á dimmu götuhomi, og ætli það eigi ekki eftir að koma fyrir oftar. — Ojú, sagði herra Frobisher. — Það gerðist ekkert annað? — Ónei. Náunginn kom og sagði eitthvað við hana. tók ut- anum hana og faðmaði hana og kyssti. Og þegar hún fór að streitast á móti, þá sleppti hann henni. — Það var og, sagði herra Frobisher. — Hann sleppti henni? — Já, já. og hún hljóp fyrir hornið og í flasið á bandarísk- um lögregluþjóni. Auðvitað kemst stelpukrakki í uppnám yfir svona löguðu, sérstaklega þegar svertingi er annars vegar. En fæst orð hafa minnsta á- byrgð í svona tilfelli. Ég sagði svo sem við móður hennar, að það væri ekki eins og hún hefði orðið fyrir neinu hnjaski. — Mér finnst, sagði herra Frobisher, að pilturinn hafi far- ið ver útúr þessu öllu saman en Gracie. •— Er það satt sem einhver sagði mér, að hann hafi skorið sig á háls? — Ójá. sagði Frobisher. — Það er dagsatt. Hann er á spítalan- um. — Af hverju í ósköpunum fór hann að gera það? Herra Frobisher sagði honum það sem hann vissi og þeir ræddu málið nokkra stund. — Hann verður dreginn fyrir herrétt, strax og hann kemur af spítalanum, sagði hann. — Hver er ákæran? spurði Trefusis. — Nauðgunartilraun. — Við hana Gracie mína? — Já, einmitt. — En það er ekki rétt. Hann sleppti henni. — En þetta verður hann nú ákærður fyrir samt. Herra Trefusis þagði stundar- korn, reykti og þagði. Loks sagði 'hann: — Það k.omu tveir ameríkanar heim til okkar, þeg- ar ég var farinn í vinnuna í morgun, liðsforingi og lögreglu- þjónn. Guð má vita hvað kon- an hefur sagt þeim. Aftur varð löng þögn. Loks sagði jámbrautarstarfsmaður- inn: — Þeir eru dálítið harðir við þessa svörtu pilta, finnst þér ekki? Herra Frobisher tottaði pípu sína hugsi: — Það lítur svei mér út fyrir það, sagði hann loks. — Auðvitað vitum við ekki hvemig þeir eru heima hjá sér, í Bandaríkjunum. Kannski eru einhver vandræði þar, sem við þekkjum ekki inn á. En ég verð að segja, að stundum finnst manni eins og allt sé lagt út á verri veg fyrir þeim. Herra Trefusis sagði: — Þekk- irðu þennan sem þeir tóku, þennan sem skar sig á háls? — Ójá, hann hefur komið hingað. Þetta virtist bezti piltur eins og þeir eru flestir. Alltaf reiðubúinn að taka til hendi við að færa tunnu eða þess háttar. Sergentinn hans var einmitt hér í kvöld að taka málstað hans. Þeir komust ekki að neinni niðurstöðu í málinu, enda virt- ust þeir enga möguleika hafa til að gera neitt. Daginn eftir frétt- ist um þorpið að Dave Lesurier væri í varðhaldi á spítalanum og ætti að fara fyrir herrétt vegna ákæm um nauðgunartil- raun. strax og honum batnaði. Á götunum herti herlögreglan á eftirliti; hver svertingi sem sást í fylgd með hvítri stúlku var eltur af vopnuðum lögregluþjóni. svertingjunum til sárrar gremju og stúlkunum tfl hneykslunar og skapraunar. Svertingjamir fóru að ganga um göturnar tíu og fimmtán saman í hóp, reiðu- búnir að slást upp á álíka hópa af hvítum hermönnum. Eitt kvöldið varð Jim Dakers fyrir barsmíð og líkamsmeiðingum. Herra Frobisher fylgdist með þessu, þungbúinn og kvíðandi, og ræddi þetta við sölumanninn frá ölgerðinni, við prestinn og fleiri menn frá Trenarth, her- menn í leyfi. Hann frétti af blóðugum bardögum milli hvítra og svartra Bandaríkjahermanna í Leicester og Lancester. en fregnir af þeim höfðu verið þaggaðar niður. Hann íhugaði allt þetta meðan hann stóð bak- við barinn eða tappaði af nýj- um tunnum í kjallaranum eða sat og reykti í setustofu sinni utan vinnutíma. Hann var ekki fljótur að hugsa og hann var eina eða tvær vikur að taka á- kvörðun um hvað gera skyldi, en þegar hann var búinn að þvi, var hann ekkert að hika. Hann settist niður snögg- klæddur eftir miðdegismat á sunnudegi, stundi þungan og skrifaði Eisenhower hers'höfð- ingja eftirfarandi bréf: Kæri herra. Ég tek mér penna í hönd til að segja yður að hér í Trenarth er ekki allt eins og það ætti að vera. vegna þess að það eru leið- indi milli þeldökku hermann- anna yðar og hinna hvítu. Mér sæmir ekki að segja einum eða neinum fyrir verkum, en ef þessu verður ekki kippt í lag, þá býst ég við að hér verði skot- ið úr byssum eins og sums stað- ar annars staðar. Við kærum okkur ekki um neitt slíkt í Trenarth, vegna þess að í þau tuttugu og sjö ár sem ég hef haft þetta veitingaleyfi. hafa varla orðið hér svo mikið sem áflog. En ég held. að ef þér sæjuð yður fært að gera eitthvað í sambandi við Dave Lesurier, ó- breyttan, þeldökkan, sem nú er í varðhaldi fyrir ákæru um nauðgunartilraun á einni af stúlkunum okkar, þá myndi það bæta úr skák, vegna þess að dökku piltamir eru mjög sárir út af þessari ákæru og okkur finnst hún líka dálítið heimsku- leg, vegna þess að þegar unga stúlkan streittist á móti, þá sleppti hann strax. Það er vin- samlegt af McCulloch höfuðs- manni að vilja refsa þeim sem áreita ungu stúlkumar okkar. en okkar á milli sagt, þá kom hreint ekkert fyrir stúlkuna og það væri betra að gera ekkert úr málinu. vegna þess að dökku pillamir segja, að þetta sé blás- íð upp af ráðnum hug. Afsakið framhleypni mína að skrifa yður, þegar þér eruð önn- um kafinn, en við viljum helzt ekki að ástandið hér verði svo slæmt að það endi með skothríð eins og annars staðar. Virðingarfyllst, James Frobisher. veitingamaður Hvíta Hirtinum. Hann stakk bréfinu i umslag og skrifaði utaná það til Eisen- howers hershöfðingja, Aðal- stöðvum Bandaríkjahers, Lond- on. og setti það í póst. Þrem dögum seinna birtist i Trenarth majór Mark T. Curtis úr dómsmáladeildinni. Hann kom að nafninu til í sambandi við beiðni McCullochs um að málið yrði tekið fyrir herrétt og skýrði frá því að hann ætlaði að gera bráðabirgðarannsókn á málsatvikum. Höfuðsmanninum bótti þetta dálítið óvenjulegt. en hann gat ekki sett sig upp á móti þessum fyrirmælum og lagði allar skýrslur fyrir Curt- S K OTTA — Ég held ég gæti aldrci mælt með þcr sem góðum vél- virkja, Siggi! i Bótagreiðslur almanna- trygginga í Reykjavik Bótagreiðslum almannatrygginga i Reykjavík lýkur á þessu ári kl. 12 á hádegi á aðfangadag og hefjast ekki aftur fyrr en á venjulegum grciðslutíma bóta í janúar. Tryggingastofnun ríkisins. Bifreiðaleigan HJÓL □ verfisgðtu *í I Bíml 16-17* i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.