Þjóðviljinn - 24.12.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.12.1963, Blaðsíða 4
4 SÍÐA Dtgetandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk* urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.i, Sigurður Guðmundsson. Préttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust 10. Simi 17-500 (5 linurl. Askriftarverð kr. 80 á mánuði. pramundan er sú hátíð sem íslendingum er hjarí- fólgnust, jólahátíðin. Rætur hennar eru marg- ar og djúpar, hin ævaforna heiðna gleðihátíð í tilefni þess er skammdegið tók að víkja fyrir rís' andi sól, hið fagra ævintýri Biblíunnar um 'fæð- ingu Krists og friðarboðskapinn, hinar römmu taugar erfðavenjunnar, sá mannlegi eiginleiki að vilja gera sér dagamun, gleðja sjálfan sig og aðra. Og þótt þessi hátíð hafi öllum öðrum fremur orðið fyrir barðinu á skrumi og sýndarmennsku kaupsýsluþjóðfélagsins, svo að marga hryllir við, er hún engu að síður sameiginlegt ánægjuefni þjóðarinnar allrar, hvort sem menn eru trúaðir eða frúlausir og hver svo sem lífsskoðun þeirra kann að vera að öðru leyti. jþess hefði mátt vænta að jólahátíðin stæði utan við hin harðvítugu stjómmálaátök í þjóðfélag- inu. En svo hefur ekki orðið. Einmitt jólin í ár urðu þáttur í kaldrifjuðum áformum manna sem einskis svífast í baráttuaðferðum sínum. Þegar verklýðsfélögin neyddu ríkisstjórnina til að falla frá ofbeldislögum sínum 9. nóvember og samið var um nýian frest til 10. desember, bentu bæði Morgunblaðið og Albýðublaðið hlakkandi á það, að vart væri hægt að hugsa sér erfiðari tíma íil verkfallsátaka. Þessir aðilar höfðu þannig hugsað sér að gera jólin að bandamönnum sínum í átök- unum um augljós réttindamál launþega, þeir höfðu næsta greinilega í hótunum um það að evðileggja hina sameiginlegu gleðihátíð fyrir öll- um þorra landsmanna ef launþegar beygðu sig ekki fyrir óréttinum. Hið ósæmilega athafnaleysi ríkisstjórnar og atvinnurekenda fram að verk'föll- um verður naumast skýrt með öðru en því að valdhafarnir töldu launbegum næstum bví ókleift að fylgja rétti sínum eftir vegna hátíðar þeirrar sem framundan var: hinn hnevkslanlegi þver- girðingsháttur atvinnurekenda síðustu daga verk- fallsins, löngu eftir að ljósf var hver lausnin mvndi verða. hlýtur að hafa sprottið a'f hliðs'tæð- um hvötum. Það þarf harðan hug og kalt h'jarta lil að beita þvílíkum vopnum, hvatir sem eru býsna fjarlægar þeirri hlýju sem einkennir jóla- háfíðina. En þeir menn sem þannig hugsa og hesða sér sækja eflaust gleði sína í aðrar upp- sprettulindir en allur almenningur. j^flaust nefur margt fólk minna fé milli handa en bað hefði óskað. vegna þess að brjózkazt var við að semia án verkfalla um óhiákvjemilep- ar lásmarksbætur til launbeð'a: betta verða knnncki mínni kaimsýsluiól en sfundum áður En á nnnri kemur sú mennska ánæeria sem snrettur gf t-rvsfíJð við sóðan málstað. af samstöðu um sjálfsögð rét'tindi. sú gleði sem hlýzt af því að vinna nauðsynjaverk með árangri, en beygja sig ekki fyrir óréttinum. — m. MÖÐVIUENN Þriðjudagur 24. desember 1953 Rangfeðraðir A freksmenn bokmenntir Jónas Þorbergsson AWREK smen n . Setberg gaf út. 186 bls. Sagnafróðleikur allskonar gerist nú mjög í tízku, og er þess ekki að vænta, að jóla- kauptíðin svonefnda fari af því varhluta. Má með nokkrum rétti segja, að allt sé hirt og útgefið af slfku tagi, en minna hirt .um það. hvað sé útgáfu virði. Bókin AFREKSMENN eykur ekki hróður þessarar bókmenntagreinar, en þó er hún fróðleg og skemmtileg á köflum. Jónas Þorbergsson, fyrrum útvarpsstjóri er skrifaður höf- undur þessarar bókar, og af- rekaskrá hans birt ásamt mynd á kápusíðu. Ekki fær undirrit- aður séð. með hverjum rétti það höfnudarnafn er til komið. Að undanteknum inngangi og ör- stutfcum formála er bókin öll rituð af öðrum, og raunar nær eingöngu Jónasi Sveinssyni, tengdaföður útvarpsstjórans fyrrverandi. Hefði verið eðli- legt, að hann hefði verið skrif- aður höfundur bókarinnar, frá- sögnin af Kristjáni ríka í Stóra. dal og lofkvæði séra Gunnars Amasonar um hann hefði þá getað komið sem bókarauki. Jónas Þorbergsson getur þann- ig í hæsta lagi talizt hafa séð um útgáfu þessarar bókar, enda minnist undirritaður þess t.d. ekki að hafa séð Einar Ólaf Sveinsson titlaðan höf. Njálu. Hefur hann þó gefið út það rit ólíkt betur og nákvæmar en Jónas Þorbergsson frásagnir tengdaföður síns. Bókin AFREKSMENN skipf- ist í íjóra hluta. Er hinn fyrsti inngangur Jónasar Þorbergsson- ar, almennar hugleiðingar, sem lítill fengur er að eða enginn. Næsti kaflinn fjallar um Krist- ján rflta f Stóradal. og það sem Jónas Þorbergsson kallar dirfskubragð hans. Fróðlegur er sá kafli, en ekki fær undir- ritaður skilið hrifningu Jónasar. Það má endalaust deila um það, af hvaða skynsemi, ef ein- hverri, hafi verið gerður niður- skurður í f járkláðanum. Hiit er víst, að ástæðulaust sýnist að miklast af því tiltæki auð- ugs fjárbónda að svíkjast und- an merkjum sýslunga sinna og stinga af með fé sitt suður heiðar. Skiptir ekki máli í því sambandi þrek bónda, enda er undirritaður löngu leiður orðinn á því hugarfari, sem nú virðist vaða uppi með Islendingum, að afsaka allt með dugnaði. í formála segist Jónas Þor- bergsson hafa „tekið saman og búið til prentunar eitt og ann- að úr fórum” tengdaföður síns, og eru frásagnir hans sem fyrr segir mikill meirihluti bókar- innar. 1 kaflanum um Kristján í Stóradal er hinsvegar vitnað f sex heimildarmenn, alla úr Húnaþingi. Ekki skýrir Jónas frá því. hvar þær heimildir er að finna, og ber væntanlesa að skilja bað svo, að þær séu úr áðurnefndum fórum Jónasar Sveinssonár. Sé svo, hefði ver- ið skemmtilegt að fá nánar frá því sagt. hvernig þær eru til Jónasar Sveinssonar komn-< ar. hóf hann kannski sjálfur að safna heimildum um afa sinn Kristján rfka? Slíkum spurningum lætur útgáfa Jón- asar ósvarað, og er því miður farið. Mestur fengur er að þriðia kafla bókarinnar. sem jafn- framt er sá lengsti. Er bað sjálfsævisapa Jónasar Sveins- sonar, ófullgerð að vísu, og yfir æskuár hans og mann- dómsár uns hann flytur frá Sauðárkróki að- Þverárdal árið 1911. þá kominn nálægt fer- tugu. Jónas Sveinsson ölst upp á hálfgerðum hrakhólum, en Félag járniðnaðarmanna JÓLATRÉS- SKEMMTUN verður haldin í Iðnó laugardaginn 28. des. kl. 3 e.h. Aðgöngumiðar verða seldir föstudaginn 27. des kl. 2—7 á skrifstofu félagsins. N E F N D I N . VERZLUNASMMNAFELAG REYKIAVÍKUR Jólatrésskemmtun verður haldin í Lídó föstudaginn 3. jan 1964 og hefst kl. 3 síðdegis. Sald aðgöncrumiða hefst í skrifstofu V.R., Vonarstræti 4, mánudaginn 30. des. Pantanir í síma 15293. VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVfKUR Jónas Þorbergsson lét þó aldrei baslið smækka sig. Hann brýst i Möðruvallaekóla. kvænist. stundar farkennslu, reisir bú og kemst með ákaía sínum og dugnaði í góð efni eða að minnsta kosti sæmileg; verður um skeið hreppsnefndar- oddviti á Sauðárkróki. Ekki sýnist þetta viðburðaríkur ferill á ytra borði. Bak við hann felst þó baráttusaga islenzkrar alþýðu, þess fólks, sem þrauk- aði og lifði af frostaveturinn mikla 1880—1881. svo eitthvað sé nefnt, þess fólks, sem háði sjálfstæðisbaráttuna við Dani og bar hana fram til sigurs Frásögn Jónasar er víðast fjör- leg, alltaf fróðleg og oft skemmtileg. Jónas ritar ljóst mál og einstaklega vandað, al- þýðumál síðustu aldar eins og það geríst bezt. Fjórði og síðasti kafli bók- arinnar fjallar svo um drauma Jónasar og dulræn fyrirbrigði. Undirritaður hefur aldrei kunn- að að meta slíkar írásagnir, finnst þær vera hver annari lík og engin skemmtileg. Vilii menn láta á þrykk út ganga slikar frásagnir er að minnsta kosti sjálfsagt að gefa þær út sér, en ekki smygla þeim inn í bók, sem hefur sagnafróðleik að geyma. Niðurstaðan verður þá þessi: Tveir kaflar bókarinnar, frá- sögnin um Kristján í Stórada! og ævisaga Jónasar Sveinssonar eiu fyllilega útgáfu virði, en inngangur Jónasar Þorbergsson- ar og dulrænufrásagnir tengda- föður hans hefðu að ósekju mátt liggja í handriti enn um sinn. IJtgáfa Jónasar Þorbergs- sonar er ekki nógu vönduð. en kemur þó tæpast að sök. J Th. H. ,Delermm Búbónis' í danska útvarpinu Eins og menn rekur minni til var danski útvarpsmaðurinn Torkil Kemp á ferð hór í haust og tók upp mikið af efni fyrir Islandsþætti í danska útvarp- inu. Hann er nú byrjaður með þessa þætti og í fyrrakv. hafði hann tnttugn mínútna ftátt: viðtal við Jónas Árnason og atriði úr „Delerium Búbonis" eftir Jónas og Jón Múla. Torkil ræddi fyrst við Jónas og snerist það mest um ýms fyrirbrigði i efnahagslífi okkar og leikritið „Deleríum Búbón- is“. Lauk þættinum síðan með fjórum söngvum úr leiknum. Brynjólfur og Karl sungu .tJti er alltaf a.ð snjóa" og „Brak og brestir“, Steindór Hjörleifsson söng hið vinsæla lag „Einu sinni á ágústkveldi", og hann og Anna Stína Þórarinsdóttir sungu ,,Ástardúettinn“. Carl Billich lék undir. Er ekki að efa. að frændur vorir Danir, hafa skilið betur þau tíðindi sem þeir hafa haft af tslandi undanfarnar vikur eftir þessa kynningu Torkils Kemp. Gleðileg jól! farsælt komandi ár, þökk fyrir vi*=kiptin á liðna árinu Hjól barða vcrkstæðið HRAUNHOET h/f. Gleðilegjól! Farsælt og gott komandi ár. þökk fyrir viðskiptin á þvi liðna. Húsgagnaverzlun Austurþæjar, Skólavörðustíg 16. Gleðileg jól! Farsælt og gott komandi ár, þökk fyrir viðskiptin á því liðna. Efnalaugin Glæsir. Gleðileg jói! ^arsælt 09 r>r,t< . ^nrfi ár, þökk fvrir viðskiptin á þvi liðna Kjötverzlunin Búrfell, Lindarnöti

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.