Þjóðviljinn - 24.12.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.12.1963, Blaðsíða 10
10 SlÐA -tr----------- ÞIÖÐVIUINN Stúlkurnar í Austur-Evrópu . Hjátrú og hindurvitni VONDUB $tyuý)orj6nsson &co JlafruxnstaeU 4- var og skeggjuð um hökuna og íór skeggið ekki betur en hnýtt gam á vef og hékk þar við bót eða flóki en tennumar voru sem grjót ofnbrunnið.“ (J. Á. I 207). Ekki er þetta þó tæmandi né einhlít lýsing á fegurð Grýlu. f kvæði Stefáns í Vallanesi segir þannig, að hún sé vita- skuld ófríð og illileg, hvert hinna þriggja höfða hennar sé eins stórt og á miðaldra kú, augun séu sem eldsglóðir, kinnbeinin kolgrá og kjaftur- inn eins og á tík. Hún hefur hátt hrútsnef, þrútið og blátt og í átján hlykkjum. Hún á að hafa hart hárstrý, kolsvart og kleprótt, sem nær ofan fyr- ir kjaft, en tvær skögultenn- ur ná oían fyrir höku. Hin samvöxnu sex eyru ná ofan á læri og eru sauðgrá, höku- skeggið er útbíað í mjólk, hendumar kolsvartar og stórar eins og kálfskroí. Ærið er hún rassbreið, með háa lærleggi, en ekki mundi hún þykja öklamjór svanni né kálfamir neitt augnagaman. Aðaliðja Giýlu er að afla fæðu í hinn óseðjandi maga sjálfrar sín, bama sinna og bónda. Uppáhaldsmatur henn- ar var bamaket. einkum af ó- þægum bömum, en einnig þá hún fúllvaxna menn og raun- ar flest kjötmeti, sem að kjafti kom, en h'tið var henni gefið um fiskmeti, súpur eða grauta. Hún kemur einkum fyrir jól á þá bæi, þar sem hún hefur heyrt böm hrina og ærslast og angra móður sína Býðst hún til að losa móðurina við þau, og segir kannski elskulega við þau tækifæri: Lengi heí ég þó lagkæn verið að hugga og þagga hrinu bömin. (Ö. D. f>uL 126) En væru bömin þæg og ið- in við að læra, var þýðingar- laust fyrir Grýlu að ætla að ná þeim: En ef þau iðni stunda og eru þekk og hlýðin, fælist fúia Grýla, fær hún aldrei góð böm. (Ú. D. 148). Þvi er hkast sem Grýla eins og vaxi upp úr öllum þeim forynjusæg. sem á ferðum var í myrkrinu og sérstaklega um jólin, hkt og tákn eða sam- nefnari alls hins ljótasta og ógurlegasta, sem orðið hafi til í hugarheimi manna. Kemur manni í hug, auk margs ann- ars, böm Loka, Fenrisúlfur, Miðgarðsormur og Hel. En talsvert ættarmót má þó sjá með henni og nokkrum stall- systrum hennar í nágranna- löndunum, svo sem Lussi kerl- ingu í Harðangri i Noregi, sem fer nokkru fyrir jól með liði sínu niður í byggð að sækja vatn og annað til bruggunar. Verði smáböm á vegi, er þeim kastað í bruggkatlana (Jul II 53). Einnig virðist „Julevætten" í Danmörku, sem á 17. öld tók að renna saman við jólahafur- inn, vera skyld henni. Hún var eins konar skriðdýr með langa rófu og mjög ógeðsleg útlits. Reyndi hún að ræna mönnum, einkum bömum, og varð helzt að sefa hana með matfómum, (Troels-Lund 67). Minnir þetta óneitanlega á frásagnimar í ís- lenzku Grýlukvæðunum, þegar bændumir gefa henni hross, kú eða fimm sauði til að bjarga bömum sínum frá að verða étin. Margir telja þó hina norsku Rumpe-Guro eða Guro Rysserova (þ.e. Guðrún með merartaglið) skyldasta Grýlu. en Guro Rysserova og maður hennar, Sigurd Svein, eru talin vera Guðrún Gjúka- dóttir og Sigurður Fáfnisbani „endurborin" (!). Er það talið til líkingar með Guro og Grýlu, að Grýla hefur 15 hala, en horfi maður aftan á þau Guro og Sigurd, skyggir tagl Guro á allt annað (Jolesveinar 57—58). Annars virðist óvætt- urinn Stallo á Finnmörku líkj- ast Grýlu í því, hve hún er mannskæð (Jolesveinar 44) Ennfremur virðast hinar þýzku frúvur, frau Holda og frau Berta (Perchta og fleiri nöfn) geta tekið á sig gervi og at- hæfi líkt Grýlu (D. M. 247— 250). En engin þeirra. sem nú hefur verið getið, kemst þó í hálfkvisti við Grýlu að hryll- ingi, og sést hér sem víðar, að íslenzkar þjóðsögur eru að jafnaði hrikalegri en aðrar í nálægum löndum (sbr. EÓS 301—302). Sem fyrr segir, er getið um þrjá eiginmenn Grýlu. og lifði hún a.m.k. tvo þeirra, en er síðast fréttist amlar hún fyrir hinum þriðja karlægum. Af einum þeirra, Gusti, fara litl- ar sögur, utan Grýla á að hafa étið hann. þegar hann geispaði golunni (Ó. D. Þul. 135). Fyrsti maður hennar er talinn vera Boli, og áttu þau margt bama. Boli andaðist fjörgamall úr elli, og hafði lengi áður legið í kör. Seinna giftist Grýla þeim manni sínum, sem fræg- astur er, Leppalúða. og voru þau 5000 ár í hjónabandi (Ó. D. Þul. 134). Eru til af hon- um tvö kvæði með harla kjammiklum lýsingum, og þykir þó engum hann hafa verið Grýlu fullkosta. Sagt er, að hann hafi átt 20 böm. Auk þess átti Leppalúði holukrakka einn, sem Skrögg- ur hét. og var hann í fáu föð- urbetrungur. Lá Grýla sjúk heilt ár, en Leppalúði fékk sér þá vinnustúlku, er Lúpa hét, „dáfögur dyggðug og fín“, og átti við henni Skrögg. Þegar Grýla komst á fætur rak hún Lúpu og Skrögg burtu, og gaf Leppalúði þeim þá eyju eina og bátskrifli. Ólst Skröggur þar upp, unz hann var 12 vetra, að móðir hans dó. Komst hann þá til hirðar Hangs herkonungs úr álfheim- um og Gnýpu drottningar hans. Konungsdóttir hét Skjóða, „dávæn dygg og trú“, og felldu þau Skröggur hugi saman en er konungur vildi synja honum ráðahagsins. nam Skröggur Skjóðu burtu með „dimmrúnum“. Áttu þau 22 böm, og dóu þau öU, sjö hin seinustu úr bólunni (J. Á. I 209). Ekki ber sögum saman um, hvaða böm Grýla átti með hverjum manna sinna, enda er vísast, að hún hafi átt fleiri bamsfeður en þá. En alls eru nafngreind 72 böm Grýlu í ýmsum þulum. Hefjast þær oftast þannig: Grýla kallar á bömin sín, þegar hún fer að sjóða til jóla: Komið þið hingað öll til mín, ykkur vil bjóða. Leppur, Skreppur, Langleggur og Leiðindaskjóða. Þessi fjögur eru þekktust af börnum Grýlu, en hin heita svo: Þröstur, Þrándur. Böðvar, Brynki, Bolli, Hnúta, Koppur, Kyppa, Strokkur Strympa, Dallur, Dáni, Sleggja, Sláni, Djangi, Skotta, Nípa, Típa, Næja, Tæja, Nútur, Pútur, Kútur, Knútur. Bútur, Hnútur, Stútur, Strútur, Nafar, Tafar, Láni, Gráni, Loki, Poki, Leppatuska, Loðinn, Lúpa, Lápur. Skrápur, Stefnir, Taska, Stikill, Flaska, Kyllir, Höttur, Botni, Bokki, Ausa, Askur, Ljótur, Skráma, Stampur, Stefna, Mösull. Mukka, Hnyðja, Hnýfill, Bikkja, Jónar tveir og Þóra, Völustallur og Bóla. Sig- urður og Sóla, og Dúðadurtur, en af honum er til kvæði (Ó. D. 164). Seinast átti Grýla tví- bura með Leppalúða. Sighvat og Syrpu eða Surtlu. en þau dóu bæði. Auk þessa er Grýlu kenndur einn hópur barna, en það eru jólasveinarnir. Grenier Ijósmyndar í Tékkóslóvakíu. Það er sjálfsagt einn þáttur í auknum samskiptum og bættri saanbúð ríkja austurs og vesturs að Bandaríkjamönnum gefst nú kostur á að njóta (að vís'U aðeins með augunum einum) yndisþokka yngismeyja austan- tjaldslanda. Bandaríska mán- aðarritið „Playboy’* sem náð hefur óhemjulegri útbreiðsiu einkum vegna litmynda sinna í hálfri líkamsstærð af nöktum stúlkum gerði í sumar út menn til landa Austur-Evrópu að taka þar slikar myndir. Þeir fengu strax nauðsynlegar vega- bréfsáritanir þegar þeir út- skýrðu nafnið „Playboy” þann- ig að það þýddi „piltur sem léki sér”. — Já, einmitt blað fyrir æskuna. sögðu ræðis- mennimir, það er prýðilegt! Ljósmyndurunum var falið að taka myndir af fjörutíu laglegum og veivöxnum stúlk- um þar eystra og átti þriðja hver a.m.k. að veri í evuidæð- unum einum. Þeir ferðuðust um Austur-Evrópu í tvo mán- uði og höfðu þá lokið erindinu. Fyrstu myndirnar verða birtar í janúarhefti blaðsins. Þeir voru ánægðir með undir- tektimar. Leiðangunsstjórinn, R. Grenier, sagði við heim- kornuna: .,Ég get ekki gefið þessum löndum, Póilandi, Ung- Júgóslavíu, betri meðmæli en þau að við birtum allar nekt- armyndimar sem við tókum með nöfnum og æviágripum stúlknanna. Við höfum full- vissað okkur um að þær myndu á engan hátt verða fyrir ónot- um”. Stúlkunum lýsti hann þannig að þær hefðu verið „saklausar, hispurslausar, fúrð- ulega opinskáar og mjög kven- legar”. Framhald af 9. síðu. Þar vantar í eitt og þar skal fara í bamið leitt. Þula af þessu tagi hefur ver- ið þekkt á 16. öld. því að í Syrpu séra Gottskálks í Glaum- bæ frá miðri 16. öld stendur með talnagátum og slíku þessi setning: „Svo margt grylu lid XXX þusunder ij. M. j einum belg.“ (Arkiv. XII 65). Jón Þorkelsson telur þetta merkja, að lið Grýlu sé 32.000. En sé gert ráð fyrir, að halam- ir fimmtán séu með í útreikn- ingi þessum. koma 2 og 2/is belgir á hvem hala, og er það ekki traustvekjandi. Mér finnst eðlilegra að skilja þetta svo, að lið Grýlu sé 30.000 og 2.000 í hverjum belg, en þá er einn belgur á hverjum hala, sem síðan hefur skipzt í 100 smærri belgi. Það er þó ekki fyrr en á 17. öld, sem Grýla sést með vissu sérstaklega bendhið við jólin. Er það í Grýlukvæði séra Guðmundar Erlendssonar i FeUi í Sléttuhlíð (1595-1670). Hann byrjar svo kvæðið: Hér er komin Grýla og gægist um hóL Hún mun vilja hvíla sig hér um öH jóL Hún mun vilja hvíla sig, því hér eru böm; hún er grá um hálsiim og hlakkar eins og öm. Hún er grá um hálsinn og hleypur ofan i fjós, hún vill ekki horfa í það hátíða Ijós. Hún vQl ekki heyra þann hátíðasöng; lcvartar hún um ketleysi og kveðst vera svöng. (Ó. D. ÞuL 111). Frá svipuðum tíma mun vera Grýlukvaeði séra Stefáns Ólafs- sonar í VaHanesi, en hann tengir Grýlu þar lika jólunum að þvi leyti, að hann telur hana móður jólasveinanna (St. Ól. Kv. I 234). Síðan finnst fjöldi dæma um tengsl Grýlu við jólin, þótt langt sé frá, að hún sé hættulaus endranær. Grýla er afar mikilfengleg ásýndum. og er ekki ofsögum sagt, að hún skyggi í útliti og athæfi á aHar aðrar bama- fælur, svo og eiginmenn sína þrjá, og voru það þó engir aukvisar. Boli, Gustur og Leppalúði. Henni er svo lýst í þjóðsögum Jóns Ámasonar, en sú lýsing er að mestu leyti tekin eftir kvæði séra Guð- mundar f Felli, að hún hafi „ótal (300) hausa og þrenn augu í hverju höfði sem hún taki böm með og stingi þau Leppalúði þeim í stóran poka eða „gráan belg“; og enn segir þar að hún hafi kartnögl á hverjum fingri, helblá augu í hnakkanum og hom sem geit, eyrun lafi ofan á axlir og séu áföst við nefið að framan. Hún SAMBAND HÚSGAGNAFRAMLEIÐENÐA ekkert ? heimili án húsbúnaðar litið á______ húsbúnaðinn hjá. húsbúnaði laugavegi 26 simi 209 70 Þriðjudagur 24. desember J963 Gleðileg jól! farsælt komandi ár, þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Bifrciðastöð Reykjavíknr, Lækjargötu 4. Gleðileg jól! farsælt kqmandi ár, þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Ágúst Ármann h.f., heild- verzlun, Klapparstig 38. Gleðileg jól! farsælt komandi ár, þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Sokkabúðin Laugavegi 42 og Laugavegi 11. Gleðileg jól! farsælt komandi ár, þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Sigurður Hannesson & Co. umboðs- & heildverzlun, Hagamcl 42. Gleðileg jól! farsælt komandi ár, þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Sameinaða Gufuskipa- félagið, Tryggvagötu 23. Gleðileg jól! farsælt komandi ár, þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen, Tryggvagötu 23. Gleðileg jól! farsælt komandi ár, þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Verzlunin FÍFA, Laugavcgi 99. Gleðileg jól! farsælt kqmandi ár, þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Guðrúnarbúð, Klapparstíg 27. Gleðileg jól! farsælt komandi ár, þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. P. Eyfeld, herrafatagerð & húfuvcrzlun, Ingólfsstræti 2. Gleðileg jól! farsælt kqmandi ár, þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Sérleyfisbifreiðir Kefla- víkur, Hafnargötu 12. Gleðileg jól! farsælt kqmandi ár, þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Guðni Jónsson & Co, Bolholti 6. Gleðileg jól! farsælt kqmandi ár, þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Húsgagnavcrksmiðjan F O R M, Hafnarfirði. Gleðileg jól! farsælt kqmandi ár, þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Einar J. Skúlason, skrifstofuvélaverzlun og verkstæði, Hverfisgötu 89. "' X * i <

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.