Þjóðviljinn - 24.12.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.12.1963, Blaðsíða 12
Leikfélag Reykjavíkur sýnir FANGANA ÍALTONA Lelk'h'ústn ætla sannarlega elcki að láta heiðvirða á- horfendur komast upp með léttúð og andlega leti um þessi jól. Sem betur fer. Þióðleikhúsið sýnir Hamlet sem fyrr segir. Leikfélag Reykjavikur sýn- ir Fangana í Altona eftir Jean-Paul Sartre. Sigfús Daðason þýddi leikritið. Sartre hefur verið á hvers manns vörum síðan heims- stríði lauk. Hann hefur skrif- að bau rit um heimspeki og bókmenntir sem helzt hafa haldið vöku fyrir mönnum á þessum árum. Hann hefur skrifað allmörg leikrit.. Eitt var í meíra lagi vafasamt kommúnistum, það hét Flekkaðar hendur og var sýnt í Þjóðleikhúsinu á sinum tíma. Annað skopaðist að andkommúnisma; og reyndar hefur Sartre, einkum á sið- ari árum, gefið sig töluvert að þeirri menningarstarfsemi sem stuðlar að því að menn úr austri og vestri ræðist við á skynsamlegan hátt. löeikrit hans um skækjuna sem ekki vildi leggiast svo lágt að eiga aðild að negra- drápi var flutt í íslenzka út- varpið og varð tilefni skammabréfa frá áhyggju- fullum frúm sem vildu ekki að hafður væri bölvaður munnsöfnuður fyrir blessuð- um börnunum. Enn einu leik- riti Sartre kynntust islenzkir leikhúsgestir ekki alls fyrir löngu þegar sá ágæti en því miður skammlifi leikflokkur. Gríma. sýndi Læstar dyr, sem fiallar um ýmsar hel- vízkar hliðar mannlegra sam- skipta, Því má heldur ekki gleyma að Sartre kom til landsins í eigin persónu; mig minnir að hann hafi sagt sig hrifinn af Agli Skallagríms- syni. Æfing í Iðnó. Ein hin síð- asta fyrir frumsýningu, enda mikil og einbeitt alvara ríkjandi í húsinu. Tjaldinu er svipt af þýzkri fjölskyldu. Höfuð æt.tarinnar (Brynjólfur Jó'hannesson), voldugur eigandi skipasmíða- stöðva, er að deyja og stefn- ir s^mi sínum (Guðmundur Pálsson) og dóttur (Sigríður Hagalín) á fjölskylduráð- stefnu til að ráðstafa riki sínu. Og það kemur á dag- inn að hann lætur fleira eft- ir sig en skip og verksmiðj- ur: hann á sér í meira lagi hæpna fortíð írá dögum naz- ismans, fortíð sem holdtekin er í öðrum syni hans, Franz, (Helgi Skúlason), sem hefur ekki stigið út úr herbergi sinu í þrettán ár og neitað að tala við nokkum mann utan systur sína. Franz, sem hefur lo:kað sig inni af ótta við þann veruleik sem hann yfirgaf í stríðslok og heldur síðan brjálaðan dóm yfir sjálfum sér, þjóð sinni og sigurvegurum hennar dag hvem. Þetta leikrit er þriggja ára gamalt og hefur hlotið mikla frægð, máske meiri en nokkuð leikrit Sartre annað. Gagnrýnendur telja að hvergi hafi miskunnarlaus hugsun hans notið sín betur en í krufningu hans á þessari vesælu fjölskyldu Gerlach- anna. Þessari hræðilegu fjöl- skyldu sem ber í sér allar hugsanlegar eigindir hins sjúklega þýzka þjóðlífs — já og auðvitað ekki aðeins þýzks — sektarvitund, hroka, sjálfsmeðaumkun. — Sartre heldur á hvössum hníf og beitir honum með afbrigðum gáfulega enda svíður menn undan; þýzkir eru víst ekk- ert sérlega lukkulegir yfir þessu verki. gott ef kvik- mynd sem ítalir gerðu eftir leikritinu var ekki bönnuð i Vestur-Þýzkalandi. Sartre er höfundurinn. Leikstjóri er Gísli Halldórs- son. Leikarar i aðalhlutverk- um voru áðan upp taldir. Það lýgur enginn sem held- ur því fram að þessi sýning Leikfélags Revkjavikur verði stórmerkur viðburður. — Á.B. Þrcttán ára innilokun með sjúkri samvizku og hræðilcgri fortíð — slíkt er líf Franz von Gerlack (Helgí Skúlason). Við hlið hans systirin (Sigríður Hagalín.) Faðirinn (Brynjólfur Jóhannesson) og tengdamóðirin (Hclga Bachmann); Við höfum aðeins cinn möguleika til að tala við Franz. Farðu til hans. Og vertu nógu fallcg ... Þriðjudagur 24. desember 1963 — 28. árgangur — 267. tölublað. FJÓRTÁN ÁRA í FANGELSINU í gær skýrði Þjóðviljinn frá þeirri óhæfu er 14 ára drengur var keyrður í tugthúsið við Skólavörðustíg. Sam- kvæmt íslenzkum lögum eru böm á þessum aldri ekki sakhæf og þeim má ekki refsa. Fangelsun af þessu tagi er í eðli sínu refsing þar sem hún kemur að öllum gafn- aði til frádráttar refsingu samkvæmt dómi. Og hvemig sem á mál þetta er litið er augljóst að hér er um fólsku- legan og vanhugsaðan verknað að ræða. Dreng'urinn sem hér um ræð- ir er frá fátæku og mjög fjöl- mennu heimili sem orðið hefur fyrir hverju áfallinu af öðru að undanfömu. Nú síðast fyrir ekki löngu var móðirin lögð á sjúkrahús og stuttu seinna varð að leysa heimilið upp. Ódæll — mannsefni öllum sem til þekkja ber sam- an um að drengurinn sé manns- Óróasamur Þorlókur Mikið ölæði var í borginni i gærkvöld og voru fangageymsl- ur lögreglunnar við Síðumúla og í Pósthússtræti orðnar yfir- fullar nokkru fyrir miðnætti. Var gripið til þess ráðs að setja menn inn í hegningarhúsið við Skólavörðustíg og raska þannig ró íbúa hússins. Slökkvistöðin í Reykjavík hafði hinsvegar óvenjumikið að gera í gærkvöld við að flytja reykvískar húsmæður á fæð- ingarheimili borgarinnar og skeður þannig margt á heilög- um Þorláki. Eldur kom upp í togaranum Aski snemma um kvöldið og hafði kviknað út frá olíu í vél- arrými. Var hann slökktur fljótlega. Keflavíkurrútan ók út af veg- inum hjá Stóru Vatnsleysu klukkan korter yfir átta í gær- kvöldi og hentist þrettán og hálfan metra út af veginum. Var mikil mildi, að ekki urðu slys á mönnum. Var þetta sjö rútan úr Reykjavík. FJARHAGSÁÆTLUN REYKJAVIKU RBÆJAR ER ENNÞÁ MED GAMLA IHALDSSVIPNUM □ Á löngum fundi borgarstjórnar síðast- liðinn fimmtudag og aðfararnótt föstudags- ins var gengið frá fjárhagsáætluninni fyrir Reykjavíkurborg árið 1964. Niðurstöðutölur á rekstraryfirliti eru 545,2 millj. króna. Borgarfulltrúar Adlþýðubanda- lagsins báru fram fjölmargar til- lögur til breytinga á fjárhags- ! Trillubáfur * brofnar 1 Trillubátnum GuHveig NK hlekktist á í lendingn í Héðiise- vík á Tjömesd í gæidag og brotnaði illa. Báturinn var á leið frá Rauf- arhöfn til AkuT’eyTwr. Einn maður var um borð í bátnum og gékk hann bla".fur og hraklnn alllangan spöl til bæja. áætlunarfrumvarpinu og verð- ur væntanlega nánar skýrt frá þeim hér í blaðinu síðar. Alfreð Gislason mælti fyrir þessum breytingartillögum á borgar- stjómarfundinum og benti þá m.a. á að fjárhagsáætlun þessi bæri 1 öllum meginatriðum ein- kenni fyrri áætlana Reykjavík- urborgar. í fyrsta lagi kæmi þar fram rík tilhneiging meirihlutans í borgarstjóm að áætla tekjumar of lágt en útgjöldin jafnframt of hátt með þeim afleiðingjm að erfiðara væri en ella að verja nauðsynlegu fjármagni til Jiinna brýnustu framkvæmda. Annað einkennið væri það, að meirihlutátm vaeri um of háður svonefndu Parkinson- lögmáli, þ.e. hætti um of til að láta undan síga gagnvart ofþenslu í borgarrekstrinum og ba fyrst og fremst ofþenslu í skrifstofubákni borgarinnar. Hið þriðja: Borgarstjórnar- meirihlutinn væri svifaseinn að átta sig á breyttum aðstæðum vegna breyttra tíma, átta sig á breyttum kröfum tímans. með öðrum orðum hliðstæð hlutföll væru látin haldast árum saman milli gjaldal'ða. 1 sambandi við það síðast- nefnda benti Alfreð Gíslason á að húsnæð'sskorturinn væri nú eitt brýnasta vandamálið seni Elíma þyrfti við í borginni. Úrlausn þessa m'kla vanda hefði bví svo sannarlega átt að setja1 svip sinn á fjárbaesáætlún Reykjav'kurborgar að bessu sinni, en sú væri raunin ekk’. í brevtingarti'l Alþýðubanda- lagsins var lögð áherzla á það meginsjónarmið að gætt yrði me:ra hófs í rekstursútgjöldum I izt til úrlausnar á hinum brýn- borgarsjóðs og niður felld mið- ustu hagsmunamálum borgar- ur þarfleg útgjöld, jafnframt búa, svo sem húsnæðisskortin- því sem myndarlega yrði snú-1 um o.fl. Hækkun verðlags Framhald af 1. síðu. | milljónir króna. Er þetta aðeins edt dæmi af mörgum. Breytingartillögurnar kolfelldar Geir gerir grein fyrir breyl- ingartillögum sínum við ýmsar gre nar, fjárlagafrumvaipsins og' er þar merkust breytingartillaga við 17. gre'n, um fimm milljón króna hækkun á framlagi 1:1 i verkamannabústaða og um hækkun á framlagi til orlofs- heimilis verkamanna. Þá er til-1 laga um að sameina sendiráðin á Norðurlöndum í eitt og um fleirí sparnaðaraðgerðir á hinni illa skipulögðu og ofsadýru ut- anríkisþjónustu. Þá voru tillög- ur urr hærra framlag til INSt, til listasafns og um fjárveitingu til fiskleitar og hafrannsóknar skips: auk þess tillaga um veru- l.jga hækkun til geðveikisjúkra- hússbyggingar o.fl. Eins og áður hefur verið frá skýrt. voru allar breyt'ngartil- lögur stjómarandstöðunnar felld- ar. efni, en mjög baldinn hefur hann verið. Fyrir nokkru framdi hann eða stóð á einhvern hátt að innbroti og mun það vera alvariegasta og fyrsta raunveru- lega afbrot piltsins. Hann var svo óheppinn að rekast á all- stóra peningafúlgu í þessu æv- intýri sínu og um leið var mál- ið orðlð alvarlegt og því brugð- ið hart við og drengnum varpað í dyflissu. En eins og alþjóð er kunnugt er bannað að stela í þessu þjóðfélagi. Hvarf í þrjá daga Drengnum hafði þegar heim- ili hans sundraðist verið komið fyrir á heimili suður i Kópa- vogi og þar naut hans góðs að- búnaðar þar til að hann er skyndilega handtekinn þar seint um kvöld. Og þrátt fyrir eftir- grennslanir fékk fjölskyldan sem hann dvaldi hjá ekkert um hann að vita fyrr en honum var skilað að þremur sólar- hringum liðnum. Um fangelsis- dvöl hans vissi hún ekki fyrr en hún las í Þjóðviljanum í gær og gat sér til um að hér mundi vera um skjólstæðing hennar að ræða. Hljóta ekki einhverjir að vera ábyrgir í þessu ljóta máli? Væw þeir ef til vill fáanlegir til að færa sér eitthvað til máfebóta eða á annan hátt að gera grein fvrir máli sínu? Samið ó Siglufirði Verkamannafélagið Þróttur og Verkamannafél. Brynja sömdu við atvinnurekendur í fyrrinótt en vinna hafði víðast hvar verið hafin í bænum áður. Meginefni samninganna var 15% kaup- hækkun á alla liði og auk þess allar þær tilfærslur, sem urðu hjá Dagsbrún í Reykjavík. Þá hækkaði beitningataxti í bátakjarasamningum um 22,5%. Samningarnir skulu gilda til 20. júní. Eftir er að samþykkja þessa samninga á félagsfundi í félög- unum. Sjómönnum hótað? Málgagn ríkisstjórnarinnar Vís- ir segir í gær að farið verði að líta á samninga við togarasjó- menn þegar búið sé að afgreida landverkamenn. „Samningagerð fyrir togara- sjómenn verður hin erfiðasta“ segir blaðið. og rökstyður þá spá (eða er það hótun?) með því að togararnir séu alltaf að tapa (hafa sjómenn heyrt það fyrr!) og samningamir við landverka- fólk muni espa sjómenn til að krefjast kjarabóta! Samningar togarasjómanna runnu út 1. desember, svo það er alveg óhæfur dráttur sem orðiö hefur á því að ganga til samninga við þá.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.