Þjóðviljinn - 24.12.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.12.1963, Blaðsíða 1
IMlffl * ^^ífe'"^-'"" . - ^;'^:.-:;;_____'. idagur 24. desember - Aðfangadagur jóla ^\ ^J r^L i^\ £5 i__/All3 Það er auðséð að þær eru vel undir kennslustundina búnar, annars gætu þær tæpast veríð svona glaðlegar á svipinn. Bókleg - kennsla íer fram í þessu litla herbergi en hér sannast hið fornkveðna að; þröngt mega sáttir sitja. ERFITT NÁM ÁBYRGÐARMIKIÐ LÍFSSTARF Hjúkrunarskóli ís- lands á sterk ítök í hugum margra, — en samt er eins og eití- hvað leyndardómsfullt sé við hann. Kannski sta'far þetta af hinum fjölmörgu ástarsögum sem fjalla um hjúkr- unarkonur, lækna og hjúkrunarnemana. — Kannski af hinum sí- vaxandi áhuga ungra stúlkna fyrir þessu starfi og áhuga, sem enginn getur láð ung- um mönnum að hafa fyrir stofnun þar sem u.þ.b. 100 stúlkur búa að staðaldri. En hvernig er lífið hér inn- an veggja skólans? Til þess að komast að raun um það, brugðum við okkur í heimsókn þangað. Okkur var forkunnar- vel tekið af skólastjóranum, Þorbjörgu Jónsdóttur, og leysti hún greiðlega úr spumingum okkar. Þegar okkur bar að garði stóðu yfir kennslustundir hjá elztu nemendum skólans. Á- huginn ljómaði af hinum ungu andlitum og stúlkurnar fylgd- ust auðsjáanlega með hverju orði og hreyfingu kennaranna. Karlmenn í hjúkrunarnámi Frk Þorbjörg sagði okkur að skólinn hefði verið stofnaður 1931 nokkru seinna en Lands- spítalinn tók til starfa. Þá hét skólinn að vísu Hjúkrunar- kvennaskóli Islands. en nafn- inu var breytt þegar karl- mönnum var gefinn kostur á að njóta kennslu í honum. Það hafa þó aðeins þrír karl- menn lært við skólann fram að þessu. En hann stendur þeim jafn opinn og stúlkum. — Að sjálfsögðu getum við ekki tekið karlmenn í heima- vistina, sagði skólastjórinn, til þess höfum við ekkert pláss. Nemar eru teknir inn tvisvar á ári, rúmlega tuttugu í hvort skipti. — Inntökuskilyrði? — Umsækjendur skulu vera fullra átján ára og ekki eldri en þrítugir. Undirbúnings- menntun skal vera gagnfræða- próf eða landspróf, og eink- unnir í íslenzku, reikningi og dönsku a.m.k. 6. Námið — Lengd námstímans er nú 3 ár og 10 til 12 vikur. Námið er bæði bóklegt og verklegt. Bókleg kennsla fer fram ' á námskeiðum, sem eru 3 alls og er hið fyrsta þeirra nefnt for- skóli, en verklega námið fer fram á hinum ýmsu deildum Landsspítalans og öðrum sjúkrahúsum og stofnunum sem skólinn semur við. Náms- greinar eru yfir tuttugu og eru próf tekin í þeim flestum í lok námskeiða. Laun hjúkrunar- nema eru á fyrsta námsári 'mmW *****' í kennslustofunni eru uppbúin rúm sem stúlkurnar nota til æfinga. Hér var ein þeirra drifin ¦ppí, svo að tv»r st".,',systitr hcnnar gætu sýnt kcnnaranum árangur þriggja ára náms og starfs við meðhöndlun sjúkra. 1 kennslustundir mæta stúlkurnar í einkennisbúningum sínum. Það hjálpar til viö að skapa hið rétta andrúmsloft við kennsluna, 35%. af j launum aðstoðarhjúkr- unarkonu, annað árið eru þau 40% og þriðja árið 50%. Að þessum upplýsingum fengnum fáum við að taka nokkrar myndir af hinum bráðfallegu hjúkrunarnemum og ræða við þær sjálfar. Ekki í ástarsorg Tvær brosmildar ungar stúlkur sem við spjölluðum við sögðust vera búnar með tvö ár af náminu núna um áramótin. Fyrsta spurningin verður ó- hjákvæmilega af hverju þær hafa valið sér þetta starf. — Við ættum nú að vera orðnar vanar að svara þessari spurningu, við þurfum að svara henni þegar við sækjum um skólann, skrifa ritgerð um þetta þegar við erum byrjaðar \ náminu og svo virðast allir sem við tölum við hafa áhuga á að vita hvað það var sem hvatti okkur til að velja ein- mitt þétta starf. — Eitt getum við þó sagt þér með fullri vissu, að það var hvórki útaf ástarsorg né til að ná f lækni sem við lögðum út í þetta. Fólk spyr okkur nefni- Iega að því frá fyrsta degi, hvort þetta sé ástæðan. Nei, starfið er lifandi og tilbreyt- ingarríkt og með þessari menntun getum við fengið starf hvar sem er í heiminum. Heimavistin — Hvernig er að búa 1 heimavistinni? — Það má segja að við lif-^ um lúxuslífi; við höfum yndis- leg herbergi. Það er bara leið- inlegt hvað fáir fá að sjá þau, við megum nefnilega ekki fara með gesti þangað en í skólan- um er skemmtileg setustofa og þar getum við tekið á móti gestunum. A hverri hæð em eldhús. Þar hefur hver nemi sinn skáp og við getum eldað okkur smávegis og hitað okkur kaffi. Böð og sími er einnig á hverjum gangi. Sem sagt í skólanum er allt fært upp í hendurnar á okkur. Við höfum mjög ódýrt fæði og húsnæði, það er meira að segja þvegið af okkur. Námið er erfitt og einna verst finnst - okkur hversu stuttur tími er tekinn í bóklegt nám. það er svo gríð- arlega mikið pensúm sem við þurfum að komast yfir. — Þið þurfið að vera komn- ar inn fyrir vissan tíma á kvöldin, hvernig líkar ykkur það? — Maður venst því strax. Það var að vísu dálítið þving- andi fyrst, en nú finnum við ekkert til þess. Fimm sinnum í mánuði megum við líka vera úti lengur en til miðnættis, og í ströngu námi er það alveg nóg. — Hvernig stendur á að allt- af vántar hjúkrunarkonur og samt er alltaf svona mikil að- sókn að skólanum? Framhald á 3. síðj Okkur var eiginlega ekki um sel þegar við sáum þessa ungn stúlku þrifa til sprautunnar um leið og við birtumst. En það var ekkert að hræðast. henni hafði ekki einu sinni dottið í hug að fá aðsýnaleikni sína á okkur. ÞORSTEINN FRÁ HAMRI: •¦ VEIZLAN Þú sem fannbarinn ferð um hjarn þá frostið er mest og skemmst er sól við kuldabólginn breiðherðúng býstu að skála þessi jól. Því skaltu ekki á auðum stað undrast við dyn og næturhljóð: á einni nótt mun efla þig eittþúsund vetra kólgað blóð. Því skaltu ekki óttast hót þó enn sé byrluð þján og sút, gleði þín dvalin, dapurt geð. Drekk nú mót feigum jólin út.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.