Þjóðviljinn - 24.12.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.12.1963, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 24. desember 1963 ÞIÚÐVILJINN SlÐA 5 MATSEÐILLINN Það var dag einn í marz. Ef það á fyrir þér að liggja að skrifa sögu, þá skaltu var. ast eins og heitan eldinn að láta hana byrja svona, þvi lélegra upphaf er vandfundið, bæði andlaust, flatt og kulda- legt, og þegar öllu er á botn- inn hvolft líklega ekkert ann- að en útsynnings þembingur. En eins og sakir standa er það afsakanlegt, því setningin sem hér fer á eftir og að réttu lagi ætti að vera inn- gangur að frásögninni, er svo öfga'kennd og ótrúleg að ekki kemur til mála að kasta henni framan í lesandann fyrirvara- laust. Sara sat og grét ofan í matseðilinn sinn. Hugsið ykkur New York stúiku — vatna músum yfir matseðli. Sem ástæðu fyrir þessu er þér leyfilegt að geta þess til að rækjurnar hafi ver- ið uppgengnar, að hún hafi svarið þess dýran eið að bragða ekki rjómaís út alla föstuna eða í þriðja lagi. að hún hafði séð unnustann hverfa fyrir horn með ann- arri stúlku. En þar sem engin þessara tiigáta er rétt, þá gerir þú svo vel að lofa sögunni að fai'a sínu fram. Maðurinn sem lýsti þvi yíir að heimurinn væri ostra, sem hann með sverði sínu gæti opnað, hitti naglann á höfuðið, enda þótt hann ætti það ekki skilið. T>að er sem sé vanda- laust að opna ostru með sverðsoddi. En hefur þú á ævi þinni vifað nokkum ætla sér þá dul að opna veraldarinnar krækiskel með ritvél ? Mér þætti gaman að sjá þær opn- aðar hráar í tugatali á þann hátt. En með þessu miður hand- hæga vopni hafði Söru tekizt að mjaka svo sundur skeljun- um að hún gat grillt veröld- ina fyrir innan, kalda og hrá- slagalega. Hún var ekki fær- ari í hraðritun en hver annar, sem einhver verzlunarskólinn hefir hlcj-pt af stokkunum með fullnaðarpróf í þeirri grein sem veganesti. Og þar sem hún kunni ekki þessa nauðsynlegu námsgrein, gat hún ekki gert sér vonir um að komast í hinn glæsilega hóp skrifstofuþjóna. Hún var þvi kóngsins lausamaður. á hnot- skóg eftir lausavinnu fyrir sig og ritvélina. Næsta afrek Söru í barátt- unni við heiminn, var samn- ingur sem hún gerði við Shulenbergsmötuneytið. Mat- stofan var í næsta húsi við timburhjallinn, þar sem Sara leigði herbergi. Eift kvöld lagði Sara Icið sína inn til Shulenbergs og keypti 40-centa máltíð, en þær voru afgreiddar mtð á- líka handagangi og hjálpfúsir nágrannar nota, þegar þeir kasta leirmunum út um glugga til að forða þeim frá eldsvoða. Að máltíðinni lokinni fór Sara lieim með matseðilinn sinn. Hann var ritaður með því nær ólæsilegu hrafna- sparki, sem hvorki var enska né þýzka, og svoleiðis hagað, að sá sem ekki gætti slök- ustu varúðar, átti á hættu að byrja á tannstönglinum og enda á súpunni og búðingn- um. Smásaga eftir O'Henry Næsta dag sýndi Sara Shulenberg snyrtilega vélrit- aðan matseðil, þar sem rétt- imir voru girnilega settir í réttri röð, með réttum nöfn- um, frá upphafi máltíðar til síðustu setningar; „Yfirhafnir og regnhlífar ekki teknar í ábyrgð“. Shulenberg varð á auga- bragði að vanalegum dauðleg- um manni. Og áður en Sara kvaddi, hafði hann tekið til- boði hennar. Hún átti að vél- rita matseðla fyrir tuttugu og eitt borð matstofunnar, nýja seðla daglega fyrir hvern miðdagsverð og fyrir hinar máltíðimar þegar skipt var um rétti og eftir því sem snyrtimennskan krafði. Að launuin átti hún að fá þrjár máltíðir, helzt af óæðra tag- inu, sem þjónn — ef því varð við komið — færði henni heim ásamt blýantsrissi yfir það sem forsjónin bar í skauti sínu næsta dag fyrir við- skiptavini Shulenbergs. Gagnkvæm ánægja leiddi af þessum samningi. Neytendur vissu nú hvað réttimir hétu, sem Shulenberg bar á borð fyrir þá, enda þótt útlit þeirra og innihald væri þeim einatt ráðgáta. En Sara fékk fæði yfir langan og strangan vet- ur, og það var henni fyrir mestu. Og svo sagði almanakið að vorið væri komið, en það voru hrein og bein ósannindi. Vor- ið kemui þegar það kemur. Það stimdi enn á janúarsnjó- inn á fáfðmum slóðum, har- moni'ka hélt áfram að leika „Blessuð vertu sumarsól“ með desember-fjöri og áherzlum, karlmennirnir ráðslöguðu um kaup á páskahöttunum og umsjónarmenn lokuðu fyrir hitann. En á meðan þessu fer fram, má ganga að því sem vísu, að borgin er á valdi vetrarins. Eitt sinn að áliðnum degi, sat Sara inni í herbergi sínu, henni var hrollkalt. Hún hafði ckki annað verk framundan en matseðla Shulenbergs. Hún sat í marrandi ruggustól og horfði út um gluggann. Al- manakið á veggnum kallaði í sífellu: „Vorið er komið Sara, heyrirðu ekki hvað ég er að segja? Líttu á, stafirnir mín- ir sýna það. Þú ert eing og vorið Sara, ung og fögur. Hvers vegna horfir þú svona sorgbitin út um gluggann?" Herbergið sem Sara. bjó í, var bakdyramegin í húsinu og þegar hún horfði út blasti við gluggalaus stafn á kassa- gerð í næstu götu. Veggur þessi var hélaður, en það sem Sara sá var grasi gróinn völl- ur með skuggsælum trjám, girtur rifsberjarunnum og fögrum rósum. Hinn raunverulegi vorboði verður hvorki með augum eða eyrum skynjaður, en sumum er svo farið, að þeir verða að heyra lóuna kvaka, sjá sóleyj- ar blómgast og jafnvel fyrsta fífilinn verða að biðukollu, áð- ur en þeir geta boðið vorgyðj- una velkomna í hin tómlátu hjörtu sín. En þeir sem standa móður jörð næst, fá boðin beint, með því fyrir- heiti að olnbogabörn skuli þeir aldrei verða. nema það sé þeirra eigin eindreginn vilji. Sumarið áður hafði Sara verið í sveit og elskað bónda. Þegar þú skrifar þína sögu, er þér ráðlegast að þjóta ekki svona aftur í tímann, það er léleg list og lamar áhugann. Láttu hana halda í horfið, áfram, áfram. Sara var þrjár vikur á Bjartalæk. Þar varð hún ást- fangin af bóndasyninum, Valtý Franklín. Bændur hafa elskað, gengið í hjóna- band og setið uppi konulausir eftir skemmri tíma. Valtýr Franklín var nýtízku búfræð- ingur, hafði síma í fjósinu og gat reiknað út upp á eyri hvaða áhrif hveitiuppskeran í Kanada hefði á kartöflur, sem hann sáði við myrkvaðan mána. Það var í þessum skugg- sæla og rósum prýdda reit, sem Valtýr hafði sagt henni hug sinn allan og hún ját- azt honum. 1 sameiningu flétt- uðu þau sveig úr fíflum, sem hann svo lagði um höfuð hennar og fór um það mörg- um fögrum orðum hvað gul blómin færu vel við dökka hárið hennar. Sveiginn tók hún ekki af sér og á leiðinni heim að bænum gekk hún og veifaði stráhattinum sínum í hendinni. Nokkrar kvikmyndir hafa verið gerðar eftir sögum O’Henrys. Hér er atriði úr þekktri bandarískri mynd. Það eru tvcir víð- frægir látnir leikarar sem sjást á myndinni: Marilyn Monroc og Charles Laughton. Höfundur sögunnar: VVutiain Sidney Ptnrter, sem skrifaði undir niafninu O’Henry. Þau ætluðiu að giftast næsta vor, strax þegar færi að vora. Það hafði1 Valtýr sagt, og Sara hélt íd'tur til borgarinn- ar til þess'q að hamra á rit- vélina. Högg á dtfrnar flæmdi brott draumsýn ÍSöru frá þessum hamingjudegS. Þjónn færði henni uppkaist að næsta dags matseðli, skiáfað með klunna- legri rithö.ad Shulenbergs gamla. Sara settist við ritvélina og smeygði seðli milli valsanna. Súpumar voru léttari og fleskið dregilð út sem aðal- réttur og sásit nú aðeins með rússneskum riæpum innan um næpumar. htinn ljúfi andi vorsins gekk eins og rauður þráður gegnum allan matseð- ilinn. Listinn yfir skorpusteik- urnar lengdist og íburðarmikl- ir búðingar voru með öllu horfnir. Fingur Söru dönsuðu eins og mý yfir lygnum straumi. Lið fyrir lið skráði hún rétt- ina, og með æfðu auga ætl- aði hún hverjum það rúm sem honum hæfði. Næst fyrir ofan býtinginn kom listi yfir grænmetið, gúrkur, aspargus á ristuðu brauði. ertur, tómatar, enda- laus maís, limabaunir, kál, — Sara var farin að tárast ofan í matseðilinn. Tár frá djúpi einhverrar helgrar ör- væntingar stigu upp frá hjarta hennar og fylltu aug- un. Hún beygði höfuðið niður að ritvélinni og stafaborðið bergmálaði ekkastunur henn- ar kalt og glamrandi. Sara hafði ekki fengið bréf frá Valtý síðastliðnar tvær vikur, en næsti réttur á mat- seðlinum vom fíflar, fíflar með einhverjum eggjarétti —• eggin máttu svo sannarlega fara veg allrar veraldar — en fíflarnir, með gullinni feg- urð þeirra hafði Valtýr krýnt hana, sem drottningu ástar sinnar og tilvonandi brúði. Fíflarnir fyrirboðar vorsins, hennar sorga sorg, með end- urminningu um mesta ham- ingjudaginn. Þú getur hlegið frú mín góð. þar til þú hefur þolað þá raun að sjá rósunum sem hann Hörður færði þér kvöld- ið sem þú gafst honum hönd þína og hjarta, skákað fyrir framan þig á Borginni í sal- atlíki í franskri sósu. Vorið er fjölkunnugt. Boð- um þarf að koma til mikillar borgar, af járni og grjóti gerða. Enginn fyrirfinnst til þess að reka þetta erindi ann- ar en hinn þrautseiga hetja vallarins, yfirlætislaus í hrjúfa kuflinum græna, ham- ingjunnar trúi þjónn, á feg- ursta skeiði aðstoðar hans á ástarfundum, fléttaður inn í dökka lokka unnustunnar, ungur, óþroskaður, án blóma, fer hann í suðupottinn og ger- ist boðberi ástarinnar. Smátt og smátt sefaði Sara grátinn. Seðlana varð hún að rita. 1 dvínandi bjarma fífil- draumsins lét hún um stund, í algerri leiðslu fingurna Framhald á 8. síðu. KAUPFÉLAG HÚNVETNINGA SÖLUFÉLAG A-HÚNVETNINGA Blönduósi Oskum öllum viðskiptavinum gleði- legra jóla og góðs og farsæls nýárs og þökkum viðskiptin á liðna árinu. Kaupfélag Langnesinga Selur allar innlendar og erlendar. vörutegundir. — Starfrækir útibú á Bakkafirði. Ennfremur kjötfrysti- Kús, skipa- og bifreiðaafgreiðslu á Þórshöfn. Gleðileg jól og þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Kaupfélag Langnesinga Þórshöfn — Otibú Bakkafirði. Stofnsett 1911. Þökkum félagsmönnum samstarfið á liðna árinu og óskum þeim og öllum viðskiptavinum GLEÐILEGRA JÖLA OG HEILLA OG FARSÆLDAR Á KOMANÐI ÁRI. KAUPFÉLAG VOPNFIRÐINGA V opnafirði. Þökkum félagsmönnum og öllum við- skiptavinum fyrir liðinn tíma og ósk- um þeim GLEÐILEGRA JÖLA og gæfuríks komandi árs. KAUPFÉLAC HAFNFIRDINCA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.