Þjóðviljinn - 24.12.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.12.1963, Blaðsíða 6
g SÍÐA HÖÐVILIINN Þriðjudagur 24. desember 1963 Gleíileg jól! Farsælt og gott komandi ár, þökk fyrir viðskiptin á því liðna. Prentmyndastofa Helga Guðmundssonar, Laugavegi 31. Gleðileg jól! Farsælt og gott komandi ár, þökk fyrir viðskiptin á því liðna. Verzlunin Grund, Klapparstíg 31. Gleðileg jól! Farsælt og gott komandi ár, þökk fyrir viðskiptin á því liðna. G. Þ. Júlíusson, Þingholtsstraeti 15, Gleðileg jól! Farsælt og gott komandi ár, þökk fyrir viðskiptin á því liðna. Efnalaugin Gyllir, Langholtsvegi 136. Gleðilegjól! Farsælt og gott komandi ár, þökk fyrir viðskiptin á því liðna. Guðmundur Þorsteinsson, gullsmiður. Bankastræti 12. Gleðileg jól! Farsælt og gott komandi ár, þökk fyrir viðskiptin á þvi liðna. Bragi Brynjólfsson, klæðskerameistari, Laugavegi 46. Gleðileg jól! komandi ár, þökk fyrir liðna. Farsælt og gott viðskiptin á því Vesturgötu 3. Gleðileg jól! Farsælt og gott komandi ár, þökk fyrir viðskiptin á því liðna. Glugginn, Laugavegi 30. Gleðilegjól! HANSAX Hafliði Magnússon. Sigriður Jónsdóttir. Séra Odduar Vigfús Gísiason. Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld, ég kem eftir kannske í kvöld með klofinn hjálm og rofinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. Bólu-Hjálmar. Á engu ári ævi minnar hef ég goldið þvílíkt afhroð í missi mikils fjölda vina og góð- kunningja, eins og á því ári sem nú er þegar á enda. Þar eru 6körðin orðin svo mörg og stór. að með öllu er vonlaust að ég lifi það að sjá þau fyll- ast. Úr þessum stóra horfna hópi er það sérstaklega ein kona, sem er mér tilefni þess að renna huganum aftur í tímann til bemskuáranna. Kona þessi er Kristín Hafliðadóttir, fædd á Hrauni í Grindavík 2. júní 1889, dáin 24 janúar þ.á., á Barónsstig 24 hér í Reykjavik. Kristín var dóttir þeirra merku hjóna Sigríðar Jónsdóttur og Hafliða Magnússonar, er bjuggu búi sínu á Hrauni hart- nær hálfa öld. nánar tilgreint áratugina báðum megin við síðustu aldamót. Kristín var yngst af fjórum dætrum þeirra Hrauna-hjóna og dó síðust. Synimir voru þrír og er nú að- eins einn þeirra á lífi, Magn- ús bóndi á Hrauni, yngstur allra þessara sjö systkina. Ástæðan til þess að ég minn- ist við fráfall Kristínar sálugu sérstaklega bemskuára minna er sú, að foreldrar mínir. sem ég dvaldist þá hjá, bjuggu austast í Þorkötlustaðahverf- inu, en það er næsta nágrenni við Hraun. Þegar svo þar á of- an bætist það, að móðir mín, sem mér þótti stundum nokk- uð siðavönd og ekki vildi allt- af fallast á mínar uppástung- MINNINGAR FRÁ HRAUNI f GRINDAVIK Minnzt Kristínar Hafliðadóttur og fleiri ur þegar ég vildi velja mér leikfélaga, hafði aldrei neitt á móti því að ég léki mér með Hrauns-systkinunum, þá leiddi það svo sem af sjálfu sér að oftast var ég í félagsskap þeirra. Það mátti segja um Hrauns- heimilið i þá daga, þ.e. um og upp úr 1890, að þar var bæði hátt til lofts og vítt tii veggja, samanborið við það sem tíðk- aðist þá á bændabýlum al- mennt. Hin sjö stafgólfa langa baðstófa með tveim sex rúðna gluggum á hvorum stafni. þ.e. til norðurs og suðurs, og auk þess fimm minni gluggar á vesturhliðinni, gerði það að verkum að baðstofan á Hrauni var bjartari og skemmtilegri en aðrar baðstofur sem ég haföi þá séð. Að sjálfsögðu var þessi góða baðstofa leikvang- ur okkar krakkanna, þegar veður leyfði ekki útileiki. Þeg- ar svo að upp birti eftir hríð- arél eða regnskúrir tók annað við sem var ennþá betra en baðstofan bjarta og rúmgóða, en það var hið víðáttumikla Hrauns-tún, er var talið stórt miðað við það sem tún gerðust aimennt i þá daga. Þar næst var svo fjaran, einkum þegar lágsjávað var; reyndist hún mjög lokkandi leikvangur alla leið úr Vatnagörðum austur að Barnakletti. En það bezta utan bæjar á Hrauni var og er þó alla tíð sjóndeildarhringurinn. 1 norðri og austri samanstendur hann af himingnæfandi háfjöllum, Húsafelli, Festarfjalli m.fl., til suðurs að sjá úthafið enda- lausa, alloft skreytt af meir eða minna leyti risháum brim- öldum, og svo til vestursins úf- ið eldgosahraunið grásvart og grettið. sífellt minnandi á tröll og drauga, en þó magnað þeim töfrandi kynngikrafti, sem íátt eða ekkert þeirrar tegundar fær viö jafnazt. Ég þekki engan einstæðan bóndabæ á landi voru, sem náttúran hefur smíðað eins sterkan íslenzkan ramma utan- um og Hraun í Grindavík. Um leið og ég nefni hér fjallið Húsafell sem tilkomu- mesta hlekkinn í keðju þess sjóndeildarhrings sem umlykur Hraun, má ekki gleyma að geta þess, að þetta tignarlega og að mér finnst dásamlega fjall var okkar allra bezti skemmtistaður að áliðnum sumrum við berjatínslu. Var þá leiðin iögð upp í geira Húsafells og þá oft og einatt alla leið upp á sjálfan Húsa- fellsdalinn. Á Grindavíkurmáli í þá daga var þetta kallað að íara í berjaheiðL Þó ég sé nú kominn á sól- björtum sumardegi með Krist- ínu sálugu og systkinum henn- ar upp í Húsafellsdal í berja- heiði. var það nú samt ætlun- in að tileinka þessa upprifjun minningum frá bernskuárun- um öðrum árstíma, en það eru jólin. Mér finnst ávallt eitt- hvað jólalegt við að minnast Hrauns-heimilisins í tíð þeirra hjóna, Sigríðar og Hafliða, en því olli skaplyndi og dagfar þeirra beggja, einkum þó bóndans, því að þó Hafliði væri í bezta lagi trúaður og kirkjurækinn alvörumaður þá var dagfar hans þannig að mér fannst hann alltaf vera i jóla- skapi. Einhvem þátt í þessu áliti mínu á Hraunshjónunum og heimilinu þeirra býst ég við að það háfi átt að það var í Hraunsbaðsfofunni, sem ég sá fyrst jólatré. Það var skreytt með eini og á því loguðu 25 vaxkertaljós; svo dýrðiegan hlut hafði ég ekki séð fyrr né heyrt nefndan. Á því herrans ári 1893 mun þetta hafa skeð, EFTIR ELÍAS GUÐMUNDSSON ég þá á 10. aldursári en Krist- in á fimmta. Þegar ég minnist þeirra af aldamótamönnum okkar sem ég þekkti persónulega, þá verð- ur Hafliði á Hrauni ávallt meðal þeirra sem mér er einna geðfelldast hugleiðingarefni. Ef til vill stafar þetta að ein- hverju leyti af því, að við Haf- liði áttum það sameiginlegt að vera óskólagengnir, hvorugur hafði í neinn skólann komið. Hæst komst Hafliði það á op- inberum vettvangi að vera hreppsnefndaroddviti Grindá- víkurhrepps, en af því að hon- um var nú annað geðfelldara en langvinnar kyrrsetur á landi mun það hafa orðið hlut- skipti Sigríðar að annast skriftimar, en skriffinnska var nú minni í þá daga heldur en nú gerist. Annars eru Hraunshjónin mér ávallt sérstaklega geðfellt hugleiðingarefni, meðal annars af því hvað þau voru ólík hvort öðru. Sigríður var kona f stærra lagi á líkamsvöxt, hægfara; mér sýndist hún aldrei flýta sér, þó unnust henni vel verkin. Hafliði var maður í minna lagi, tæplega meðalmaður, fríður sýnum og svo fjörmikill að ég sá hann aldrei hreyfa sig öðruvísi en fara hratt, ýmist ganga hratt eða hlaupa. En hvað þessum tveimur ólíku manneskjum gekk þó ávallt vel að vera samferða hef ég aldrei getað skilið til fullnustiu; gerði þó ráð fyrir að gagnkvæm ást frá beggja hálfu, sem ekkert hall- aðist á með, hafi verið þar þungamiðjan. Um langt árabil var Hafliði á Hrauni einn af fremstu for- mannaskörungum Grindavik- ur og á tímabili aflakóngur. Ég minnist þess nú, að það mun vera eitthvað í kringum hálfur annar áratugur síðan ég páraði einnar síðu grein í Þjóðviljann í tilefni af 100 ára afmæli Hafliða, en það blað er nú týnt og greinin gleymd svo að ég veit ekki nema að ég sé búinn að endurtaka hér eitthvað af þvi sem ég hef þar sagt um hann og bið afsökun- ar á því. Þó ætla ég að bæta því hér við aðrar syndir. að endurtaka hér tvær formanna- vísur, sem ortar voru um Hafliða á blómaskeiði ævi hans. Það geri ég fyrst og fremst af því, að þær hafa inni að halda rétta lýsingu á Haf- liða, svo langt sem þær ná, og svo hinu að mér finnst góð visa aldrei of oft kveðin. Sínum knör af kappsemi korða börinn heppnasti. Hrauns úr vör hann Hafliði halda gjörir meðliði. Aflamaður mesti þar menntir hraður ástundar, innist glaður alstaðar, að sér laðar þjóðirnar. Höfundur þessara vísna mun á sínum tíma hafa verið Ás- valdur Guðmundsson. Merkilegt viðfangsefni væri það, að rifja upp sögu Hrauns, en ekki að sama skapi ánægju- legt, á sumum köflum að minnsta kosti, og á ég þar einkum við það tímabil, þegar helgidómurinn í Skálholti, fyrst og fremst sá kaþólski, gekk lengst í því að kúga landslýðinn. en það kom ekki sízt niður hér á Suðumesjum, þar sem fengsvonin var mest úr sjónum. Þá var nú þannig búið að bóndanum á Hrauni, þegar Skálholtskirkja hafði áskilið sér og óskabami sínu Viðeyjarklaustri, svo mikið af hval og trjáviðarrekaréttindum á Hraunsfjöru sem biskupnum í Skálholti þóknaðist (þá var lengd Hraunsfjöru óslitin alla leið frá Hraunnesi að Ranga- gjögri á Selatöngum). Ofaná þetta bættist svo það að bónd- anum á Hrauni var bannað að Höfundur greinarimmr, Elías Guðmundsson. eiga róðrarskip sitt nema að hálfu leyti; hinn helminginn þurfti Skálholtskirkja að eiga. Þegar biskupsstólskúguninni svo lauk. sem mig minnir að hafi verið nálægt 1800, þá tók konungsvaldið við með verzl- unareinokunina og aðra álíka geðslega fylgidrauga. Enginn má taka orð mín þannig, að Hraunsbóndinn hafi einn orð- ið fyrir þeim búsifjum, sem lýst er hér að framan, því fór mjög fjarri. Fyrir þeim urðu allir meðal almennings, sem eitthvað höfðu handa á milli og hægt var af að reita. Mér hefur orðið á að stíga hér feilspor. Ætlun mín var ekki sú, að skrá sögu Hrauns; til þess er hér hvorki rúm né tími. Hitt var hugsun mín að reyna að gefa dálitla lýsingar- mynd af bernskuheimili Krist- ínar sálugu. Það hef ég nú begar að nokkru ieyti gert. í framanskráðum línum og svo í áður áminnztri aldarminn'ng-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.