Þjóðviljinn - 24.12.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.12.1963, Blaðsíða 10
2Q SlÐA — Þú sérð hvernig þetta ligg- or fyrir, sagði hann loks. — Þessi blökkustrákar hafa ver- ið hér einir of lengi og þeir eru komnir með derring. — Jahá, sagði majóinn. — Hafa orðið meiri vandræði af þessu tagi hér, höfuðsmaður? — Nei. sagði McCulloch höf- uðsmaður. — Þeir hafa ekki þurft að standa i naugðunum. Ég veit ekki hvemig þær eru innréttaðar þessar ensku stelp- ur. Það er ekki nokkur leið að halda þeim frá negrunum. Ég get sagt þér það, að hér í þorp- inu er engu líkara en stúlkumar vilji heldur fara út með negra en hvítum pilti frá okkur. Það eru bókstaflega allir litblindir hér á staðnum. Veitingamaður- inn í kránni, hann vill heldur taka á móti svertingjum en hvitum hermönnum í bamum hjá sér. Hefurðu nokkum tíma vitað annað eins. Curtis majór sagði kæruleysis- lega: — Ýtir hann undir ein- hverja ólgu? — Ekki vil ég nú segja það, sagði höfuðsmaðurinn. — Hann kom mér í fjandans vandræði, vegna þess að hann vildi ekki taka á móti hvítu strákunum og ég varð að útvega annað hús- næði handa þeim. En ég held hann ali ekki á neinum vand- ræðum milli hvítra og svartra. Majórinn sagði: — Þú heldur þá að þessi nauðgunartilraun sé til komin af sömu ástæðu að blökkupiltamir séu orðnir full- ir af yfirlæti? Höfuðsmaðurinn sagði: — Já, einmitt. Ef þessum svörtu er ekki haldið í skefjum, fara þeir strax að hugsa um hvíta kven- fólkið. Þannig er það alltaf. Majórinn brosti. — Ég kem frá Maine, sagði hann. — Ég er ekki svo kunnugur þvi. — Ég er frá Georgíu. sagði HárareiðslðP Hárgreiðslu og snyrtistofa STE1NT7 og DönO Langavegi 18 III. h. flyfta) SÍMI 24818. P E R M A Garðscnda 21. SlMI 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistnfa. Dðmur! Hárgrelðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN. Tjarnargðtu 10. Vonarstrætis- mcgin. — SlMI 14662. HARGREIÐSLCSTOFA ADSTCRBÆ.IAR IMaria Guðmundsdóttir) Laugavegl 13 — SÍMI 1465S — Nuddstofa á sama stað. — höfuðsmaðurinn. — Ég þekki þetta. — Og þér eruð viss um að vitisburðurinn sé réttur? spurði majórinn. — Já, já, Anderson lautinant talaði við stúlkuna — það stendur allt í skýrslu hans, þarna í möppunni. Hann fletti blöðunum og tók eitt upp. — Hér kemur það. Majórinn las skýrsluna aft- ur. — Ég vildi gjarnan tala við hana sjálfur, sagði hann. — Og líka biökkupiltinn á sjúkrahúsinu. Dómsmálafulltrú- inn hann leggur mikla áherzlu á að allt gangi eðlilega til í þessum kynþáttamálum vegna Bretanna. Við verðum að hafa allt á hreinu. 43 — Auðvitað, sagði höfuðs- maðurinn. — Svertinginn er í spítalanum í Penzance og ég skal senda með þér ökumann sem veit hvemig hann á að ná sambandi við stúlkuna. Viltu að einhver komi með þér? Majórinn hristi höfuðið. — Ætli það sé ekki bezt að ég tali einn við þau. Þau verða þá opinskárri. — Alveg eins og þú vilt, sagði höfuðsmaðurinn. Hann lét majórinn hafa jeppa til umráða, sem lögreglumaður ók og var sá kunnugur í hús- inu; sama daginn ók Curtis majór til Penzance. Hann ók þangað með opnum huga, gerði sér ljóst hve þekking hans var takmörkuð og velti um leið fyr- ir sér hvers vegna dómsmála- fulltrúinn hafði valið hann til þessa starfs. Hann vissi mjög lítið um svertingja. Hann kom frá Portland í Maine og hafði stundað laganám í Harvard; um tíma hafði hann praktíserað í Albany og seinna hafði hann orðið félagi í lögfræðingafyrir- tæki í Boston. Hann hafði var- ið þeldökkan dyravörð fyrir rétti, sem ákærður var fyrir kolastuld, og fengið hann sýkn- aðan; hann minntist þess ekki að hafa í annan tíma átt skipti við svertingja. Majór Mark T. Curtis þótti sem fáir menn í dómsmáladeiidinni væru verr til þess fallnir en hann, en hann var heiðarlegur maður og vildi gera sitt bezta í samræmi við undirstöðuatriði laganna. Hon- um flaug aldrei í hug, að ein- mitt þess vegna hefði hann ver- ið valinn. Dave Lesurier sat uppi í rúmi sínu með umbúðir um hálsinn; hann sýndist allur settur kýl- um og var ósköp ungur og ÞJÓÐVILJINN veiklulegur. Vörðurinn við dyrnar gekk í það að hann fengi hlif fyrir rúmið, því að fleiri menn voru á stofunni; majórinn settist stól fyrir inn- an hlífina og sagði: — Ég kem úr aðalstöðvunum, skrifstofu dómsmála. Þú veizt að komið hefur til mála, að mál þitt fari fyrir rétt, Lesurier? Svertinginn sagði: — Já herra skóburstunarstöðvum hafði hann séð svertingja. Hann sat þolinmóður og fékk piltinn til að tala, gerði sér ljóst hve litið hann sjálfur vissi og vildi fræð- ast. Loks sagði hann: — Jæja þá. Segðu mér þá frá ungfrú Tref- usis. Hvar hittirðu hana fyrst? Pilturinn sagði: — í búð- inni. minn. — Jæja, það leiðir framtíðin í ljós, sagði majórinn. — Ef þú hefur gert eitthvað illt af þér, þá sleppurðu ekki með það án refsingar. Ef mál þitt kemur fyrir herrétt, þá færðu lögfróða menn þér til varnar. En áður en þar að kemur, þurfum við að ganga úr skugga um hvort þú hefur í rauninni gert nokk- uð svo slæmt að það taki því að gera það að sakamáli. Þess vegna er ég kominn til að tala við þig, til að fá frásögn þína af því sem kom fyrir. Skilurðu hvað ég á við? Svertinginn sagði: — já herra minn. — Jæja þá, viltu þá ekki segja mér hvað um er að ræða? Svertinginn sagði: — Ég býst við að þú vitir það nú þegar. Liðsforinginn þagði andartak. — Kannski veit ég það að nokkru leyti, sagði hann. — Ég hef séð skýrslu frá ungfrú Trefusis. Ég hef ekkert séð frá þér. Pilturinn sagði: —• Ef þú hefur séð frásögn ungfrú Tref- usis, þá býst ég við að þú vit- ir allt. — Það eru tvær hliðar á hverju máli, Lesurier. Ég vil að þú segir mér hvað kom fyr- ir. Það varð löng þögn. Svert- imginn horfði á gráa teppið sem breitt var ofaná hann með rauða letrinu: Penzance Sjúkra- hús. — Það er vist lítið að segja, sagði hann loks. — Ég vil ekki þræta fyrir neitt. Ég tók utan um hana og kyssti hana. Það er allt og sumt. Curtis majór sagði óvænt — Áttu vinkonu heima? Lesurier leit undrandi upp. Nei, herra minn. Enga sérstaka. — Hvað hefurðu verið hér lengi? — í fjóra mánuði, herra — Ég skil Majórinn leit á hann og augu hans voru örlít- ið glettnisleg. — Kærirðu þig um að segja mér hvað þú sagð- ir við 'hana? — Já, já, sagði svertinginn. Ég bað hana um tíu Players. — Og fleira sagðirðu ekki? — Nei, ekkert annað. — Jæja, hvað gerðist þá í næsta skipti sem þú hittir hana? Hvar var það? — Aftur í búðinni. Ég bað aftur um tiu Players. Sem snöggvast hélt majórinn að verið væri að gera gys að honum; svo var hann ekki viss um það. Hann sagði: — Hvenær talaðirðu fyrst við hana annað en um kaup á sigarettum? — Ég gerði það aldrei, herra minn. Ég keypti bara af henni Players. Liðsforinginn starði á hann. — Áttu við að þú hafir aldrei talað við hana áður en þú þreifst utanum hana og kysst- ir hana, nema til þess að kaupa tíu Players? Svertinginn sagði: — Það er alveg rétt, majór. Ég veit það er skelfilega kjánalegt, en það er satt. — Já, hvort það er kjána- legt. Majórinn sat þegjandi drykklanga stund. Hann íhugaði þær upplýsingar sem hann hafði fengið. Loks sagði hann: •— Var hún vingjamleg við þig? Lesurier íór undan í flæm- ingi; — Hún talaði aldrei við mig nema hún gaf mér til baka Og svoleiðis. — Ég veit það. En var hún vingjarnleg við þig þegar hún gerði það? Augu þeirra mættust and- artak; svertinginn leit niður á gráa teppið með rauðu stöfun- um. — Hún var mjög vingjarn- leg, sagði hann hljóðlega. minn. — Hefurðu kynnzt mörgum stúlkum síðan þú komst hing- að? Blökkumaðurinn hristi höfuð- ið. — Engri? Pilturinn hikaði. — Nema þú teljir ungfrú Trefusis, sagði hann — Að henni undanskilinni, Lesurier, hefurðu farið út með nokkurri stúlku síðan þú komst hingað? — Nei, herra minn. Ég hef ekki talað við neina síðan ég fór írá NaShville. — Hvað ertu gamall, Lesuri- er? — Tuttugu og tveggja, herra minn. Majórinn hugsaði með sér að það væri býsna langur timi fyr- ir tuttugu og tveggja ára pilt að tala ekki einu sinni við stúlku. Hann sagði: — Við hvað vannstu áður en þú fórst í her- inn? Hann sat þolinmóður, spurði margra spuminga og myndaði sér skoðun á piltinum og undir- rót þessa máls. Hann heyrði allt 'im Filtair félagið og James Holiis skólann fyrir blökkubörn í Nashville. um bifreiðaverk- stæðið og aksturinn og skurð- gröfuna. Hann hafði sjaldan áð- ur sett sig inn i líf svertingja; heima hjá honum í Portland hafði allt vinnufólk verið hvitt; helzt í járnbrautarvögnum og Tvö jólakvöld Framhald af 8- siðu. að til að hræra í grautarpott- um! Bjössi fékk sitt langþráða mótorhjól. saxofón og kjólföt en það fannst honum alveg sprenghlægileg gjöf. Pabbi hans segir að fyrst hann sé nú fullra 18 ára geti hann ekki komizt af án þess að eiga kjól- föt. Ég hef hann grunaðan um að hafa orðið fyrir vonbrigð- um með gjöfina frá mér sem var nýjasta sakamálasaga Agötu Christie. Hann sagði að bækur Agötu Cristie væru ágætt lestrarefni fyrir smá- krakka. En ég gat nú ekki bet- ur séð en að það væru morð og rán á annarri hvorri síðu bókarinnar. Lovísa, heimiilsaðstoðin, fékk ríflega peningagjöf, veski úr krókódflaskinni, álnarlanga regnhlif, þrenna nælonsokka, kort af sýningum Konunglega leikhússins o.fl. Kærastinn hennar kom um kvöldið og borðaði með okkur en síðan fóru þau inn til hennar til að horfa á sjónvarpið. Þegar ég hugsa mig annars betur um, — þá fengum við harla lítið að borða. Við verð- um auðvitað öll að passa lín- urnar, enda þótt það séu jól. . . Þriðjudagur 24. desember 1963 SKOTTA r~s ,mmF7 Auðvitað erum við að tala saman. Við tókum okkur bara smá hvíldarhlé. KVIKM YNDÍR Framhald af 8. síðu. Bæjarbíó „Við erum ánægð“ er nafn- ið á jólamyndinni í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Þetta er dönsk mynd og með hlutverk fara margir sömu leikendurnir og leika í jólamyndinni, sem bíó- ið sunnar með Strandgötunni sýnir. Nefnum nokkur nöfn: Diroh Passer, EJbbe Langberg, Lone Hertz, Karl Stegger, Ove Sprogöe, Bodil Ibsen, Judy Gringer o. fl. Þetta er gamanmynd fyrir alla fjölskylduna, byggð á handriti Finns Söeborgs um kynduga karla og konur. Hafnarfjarðarbíó Hafnarfjarðarbió heldur enn tryggð sinni við dönsku mynd- irnar og sýnir um jólin mynd- ina „Hann, hún, Dirch og Dario“. Má segja að þar komi fram allar helztu stjörnur Danaveldis, svo sem Ghita Nörby, Ebbe Langberg, hinn óviðjafnanlegi gamanleikari Dirch Passer. Dario Campe- otto, Gitte Hænning, Bodil Steen, Hanne Borchenius og fl. Öll eru þau vel þekkt hér- Iendis fyrir leik sinn og söng i fjölmörgum kvikmyndum. Ebbe Langberg leikur dá- lítið kviklyndan eiginmann og Ghita Nörby hans vonsviknu eiginkonu. Svo langt ganga hjónabandserjurnar að Ghita flýr af heimilinu, fær sér vinnu sem sýningardama og leigir sér herbergi. Þar kemst hún brátt í kynni við gitar- leikarann Dirch og söngvar- ann Dario. Hinn síðarnefndi verður brátt yfir sig ástfang- inn af henni, Gittu Hænning til sárra vonbrigða, því hún ber leynda ást í brjósti til Dario. En allt er gott þegar endirinn er góður og myndin endar með söng og hlátrasköil- um. Háskólabíó Jólamynd Háskólabíós að þessu sinni er brezk gaman- mynd í litum, er heitir Ævin- týri í Afríku. Bob Hope og Anita Ekberg leika aðalhlut- verkin. Aðalefni myndarinnar er það, að bandarískur gervi- hnöttur með þýðingarmiklum upplýsingum fer út af braut sinni á leið til jarðar og lend- ir í frumskógum Afríku, mitt á meðal hættulegra villidýra og mannæta Bob Hope er falið að bjarga málinu, en annað stórveldi, sem vill fá 1 sína vörzlu leyndarmál gervihnattarins sendir Anitu Ekberg sömu er- inda. Þau lenda, að sjálfsögðu, í stórkostlegum ævintýrum og mannraunum sem of langt er upp að telja, því að sjón er sögu ríkari.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.