Þjóðviljinn - 24.12.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.12.1963, Blaðsíða 12
Völundur Rjurnsson: Sopinn (trérista). „Hefur þú dálæti á ein- hverjum málurum öðnim fremur, Gunnlaugur?" „Þeir eru þá svo margir, að það yrði þurr upptaining nafna. Eg nefni þó Van Gogh, sem fyrstur hreif mig, og heyri ég góðs listamanns get- ið á íslandi í dag kemur Ei- ríkur Smith mér gjarnan í hug fyrr en aðrir.“ í fullri meðvitund um félagslega aðstöðu mína Völundur Björnsson er fæddur í Reykjavík 1936, „alinn upp f undlrgöngunum viö Kárastíg" en snéri sér algerlega aö því að mála 1959. „Þú hefur aldrei verið á listaskóla Völundur? „Nei, aldrei verið á Aka- demíunni í Kaupmannahöfn né útibúi hennar í Reykja- vík.“ „En því ertu að mála?“ „Það hefur verið í mér föndurnáttúra alla tíð meðal annars hef ég borið við að teikna og mála frá því ég var ungi.“ „Og hvernig vinnurðu?" „Þetta er „þungklyfjuð“ spuming ætluð einum málara- skálki og verður svarið vænt- anlega eins og til er stofnað. Algengast er að mynd sem heitið getur eigi sér langan aðdraganda huga og handar. Upphaf allrar skepnu get ég þó með góðri samvizku sagt að sé sterk hvöt til að opin- bera eitthvað: sýn, hugsun, tilfinningu eða viðhorf ....“ „Opinbera hverjum ?“ „Ekki ráðherrum. fjármála- spekúlöntum og böðlum þeirra, heldur hinum sem em afl allrar framvindu, fólkinu í hinum ýmsu starfsgreinum." „Málar þú þá e'kki fyrir sjálfan þig ?“ „Sei sei jú, ég mála fyrir 12 JÓLABLAÐ sjálfan mig en með fulla með- vitund um félngslega aðstöðu mína.“ „En hvað um vandamál myndflatarins til dæmis?“ „Stöðugt er hann kyrjaður söngui-inn um vandamál myndflatarins í ræðu og riti og á siðustu árum virðist vandamál hang hafa orðið svo yfirþyrmandi að heill togara- farmur af málurum hefur gleymt öllu öðru sem mál- verkið varðar. Eg get ekki gleymt mér yfir vandamálum er myndflötinn varða. Hver einasti málari á öllum timum hefur haft við þetta vanda- mál að stríða og svo mun verða; en þetta uppblásna skrímsli, sem menn í dag kalla vndamál myndflatar- ins, er flótti stríðshrjáðrar kynslóðar á vit yfirskilvitlegr- ar fílósófiu kaupmangarans um heim út af fyrir sig.“ „Telur þú þá að mynd geti ekki verið heimur út af fyrir sig?“ „Það er fjarstæða að tala um heim út af fyrir sig, ein- angraðan og í engum tengsl- um við þá veröld sem vér lif- um og hrærumst í. Augljósara er að myndlist og reyndar list yfirleitt er eitt sterkasta vopn mannsins til viðhalds og framþróun líftegundinni." „Þú hefur haldið sýningu?" „Jú, í fyrra hélt ég sýn- ingu ásamt Degi Sigurðarsyni í Snorrasal — hann er nú stekkur — en áður höfðum við stillt upp nokkrum mynd- um á einhverjum bókamark- aði.“ „Á þessari sýningu var mikið um starfandi fólk, börn að leik og ógnir kjarnorku- sprengjunnar dregnar fram á léreftið. Álítur þú að málari eigi að blanda sér þannig í daglegt líf fólks?" „Já, þvi svara ég hiklaust játandi." „Hefui' þá málarinn skyldur gagnvart öðru en listi sinni?“ „Já, hann hefur skyldur við samtið sína og framtíð. Listin er fyrst og fremst aðferð til túlkunar og tjáningar. Hún getur verið lofsöngur um gróður jarðar, skerandi neið- aróp kúgaðra og þjáðra, ein- arðleg mótmæli og allt á himni og jörð það er málar- ann varðar sjálfan og sam- býlismenn hans.“ „Hvernig telur þú að mál- arar geti bezt uppfyllt skyldur ur sínar við samtíð og fram- tíð “ „Með því að snúa sér að grafik. Grafík er undirstöðu- listgrein, ódýr og hentug til útbreiðslu. Islenzkir listamenn hafa að mestu sneitt hjá þessu alþýðlega tjáningar- formi sem gefur mörgum tæ'kifæri til að eignast og um- gangast myndlist. Með því að snúa sér að veggmyndinni. Veggmyndir í opinberum byggingum eru allra eign. Flest nútíðarfólk á einhverntíma leið um opinber. ar byggingar; skóla, alþingis- sali, ^ stjórnarbyggingar, banka, ráðhús, bió eða barna- heimili þannig að stór meiri- hluti þjóðarinnar umgengist stöðugt myndlist. Slík mynd værj óhagganlegur hluti bygg- ingarinnar og mundi því aldrei verða flutt úr landi af ó- prúttnum gróðaspekúlöntum, hvorki erlendum né innlend- um. 1 framtíðinni dettur eng- uni í hug að bendla þá þjóð við menningu sem ekki á sér veggmyndir. En fyrst og fremst þurfa málarar að endurmeta hlut- verk sitt innan þjóðfélagsins og breyta starfsháttum til samræmis við þær niðurstöður sem af því mundu leiða. Þá fyrst verður alþjóð þeim samtaka.“ „Telur þú þá að málarar eigi að snúa baki við staffel- myndinni ?“ „Nei, það eru alls ekki mín orð. En hvað útbreiðslu og á- hrif snertir sem óhjákvæmi- lega hljóta að vera nátengd skyldum þeim sem málari hef- ur við samtíð og framtíð, hef- ur hún litla möguleika í sam- anburði við grafík og vegg- mynd. Staffelmyndin er yfir- leit ekki til nema í eintaki frá listamannsins hendi og er dýr mynd sem aðeins tiltölu- lega fámenn peningastétt get- ur veitt sér. Slíkar myndir eru oftast jarðaðar innan um tekkmublur broddborgaranna eða í bezta falli lenda á safni sem aðeins er opið 6 til 8 stundir í viku. Þar við bætist, að auðvelt er að flytja hana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.