Þjóðviljinn - 24.12.1963, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 24.12.1963, Blaðsíða 14
Maðurinn er mitt höfuð yrkisefni Ég man fyrst eftir Alfreð Flóka á skákkcppni í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar: grannholda unglingur, toginleitur, skarpholda, síð- hærður og með gleraugu sem gcfa honum æ meiri svip af Trot- skí; og sat álútur yfir taflborðinu, keðjureykti með innfallið brjóst og svitaperlur á enni og nefi og skrifaði hvern Icik niður í kompu við hlið sér. Og vann allar skákir. Alfreð Flóki er nú tuttugu og fimm ára og hver maður bykist vita á honum einhver deili. Hann stundaði nám við Handíða- og myndlistarskólann 1955-’57 en var síðan á Konunglegu Akadcmíunni í Höfn frá 1958-1962. Hann hefur haldið tvær sýningar hér hcima: í scptcmber 1959 og 1960, báðar í Bogasalnum. Um þessar mundir eru allmargar mynda hans á samsýningu í Bandaríkjunum eða milli 50 og 60 myndir og í athugun er að halda á þeim sérstaka sýningu í D’Arcy gallaríinu í New York. Eiginkona Flóka heitir Annette Bauder frá Næstved í Danmörku. Það er til sjálfsmynd af mér eins árs gömlum — ég stend utanhúss í úrhellis rigningu — en aðrar af fyrstu myndum mínum eru úr ís- lenz'kum þjóðsögum eða gerð- ar undir áhrifum frá heims- etyrjöldinni síðari. Ég er fæddur í desember 1938. Eg ætlaði alla tið að verða myndlistarmaður utan stutt tímabil þegar ég var tíu ára vildi ég verða prófessíonal skákmaður. Það var um svip- að leyti og ég vann að lexí- kon um snemmdauða snillinga og spessimítska heimspekinga. En síðan hef ég eingöngu heigað mig myndlistinni. Hvernig reyndist þér nám- ið? Af þeim kennurum sem ég hef haft og fékk eitthvað út úr eru það Jóhann Briem og Sigurður Sigurðsson sem ég á töluvert að þakka. Á Akademíunni var þetta mest handverk — grafík — og sjálfsnám. Stúdía á göml- um meisturum. Áhrif ? Eg get ekki sagt að ég hafi orðið fyrir áhrifum frá nein- um en aftur á móti finn ég til skyldleika við marga sem fengist hafa við svipuð við- fangsefni t. d. Þjóðverjan Kúbín og Belgana Ensor og Delvaux er túl'ka það óhugn- anlega, hið makabra í lífinu Þú sækir efni í bókmenntir Eg les mikið, mest heim- speki og sáifræðiskáldsögur. Margar mynda minna eru unnar út frá bókum Dostó- jevskí, Hoffmans, Poes, De Sades — allt menn sem fást við það fantatíska og skugga- hliðarnar. Og tónlist, til dæm. is Berlioz. Eg hef gert myndaseríu út frá Sinfónía fantastik. En ég er ekki bundinn þess- um mönnum, það er að segja að ef ég t.d. myndskreyti bók bind ég mig ekki við efni hennar heldur vinn út frá þeim áhrifum sem hún hefur á mig. En stefnir þú að einhverju ákveðnu með list þinni? Hún er einkum túlkun og tjáning skynjana minna, bernzkuminninga og drauma. Eg get ekki sagt að ég stefni að neinu sérstöku, losa mig aðeins við áhrif sem ég verð fyrir og reyni að tjá viðhorf mín til lífsins almennt — til að geta varizt og sótt. Varizt hverju? Mannskepnunni, alheimin- um. Eg held að allir lista- menn séu haldnir af einhverj- um púkum. I moderne samfé- lagi er listamaðurinn ísólerað- ur og það er litið á hann sem hálf perverst kvikindi. Hann er alltaf utangátta. Og í okkar þjóðfélagi? Hér gildir það sama. Við lifum á þrælpervers tímum. Þetta er ein ónáttúruleg hringavitleysa sem maður er settur inn i. Hvert finnst þér stefna í myndlist á Islandi? Islenzkir myndlistarmenn eru, í nonfígúratifri og ab- strakt list, að dunda við það sem búið var að gera full ekil í kringum 1920 — fást við úreltar skólastefnur. Þetta er orðin úrkynjun og úr sér gengin list. Þægileg salonglist — í bezfa falli. Jón Engilberts segir: sem tjáningarmiðill er óhlutlæg list varla meira en hjal ómálga barns borið saman við tungu- tak fullþroska manns. (Hús málarans). Og fyrir mér er maðurinn höfuð yrkisefni. Eg vil skapa sjokkáhrif er geta vakið fólk og hreyft við postulínshunda- móralnum sem hér er ríkj- andi. Fyrir mér er jú mynd- listin annað og meira en hæg- indi eða svitadúkur. 14 — JÓLABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.