Þjóðviljinn - 24.12.1963, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 24.12.1963, Blaðsíða 24
Þáftur af einkennilegum Þóroddur frændi minn er einkennilegur um margt. ,,Veskú — sit ned" sagði þessi veraldarvani maður þeg- ftr við áttum tai saman s'kömmu áður en hann fór á Bláa bandið. Hann tók mér að sjálfsögðu vel og bauð mér að borða með gér súpu úr glasi, og kvað það franskan sið. Hann heldur enn fast við þessa gamaldags kurteisi, sem nú er að deyja út með tslendingum, og var raunar aldrei almenn. ,,Eg er fæddur á Seyðis- firði“ sagði hann drjúgur um leið og hann tók út tanngarð- inn og stakk honum tígin- mannlega í þar til gerðan brjóstvasa. Síðan upphófust sögur. Qkkur, sem þekkjum Seyð- isfjörð eins og hann er í dag, finnst að vonum ekki mikið til koma þess staðar, sem um áratugi var nokkurs konar „rotten boroúgh“ íslenzka rík- isins. Orðið Seyðisf jarðar. aristókratí hljómar í dag eins og háð. En um alda- mótin síðustu átti orðið sér aðra merkingu stórum sann- ari. Bærinn var þá miðstöð dugandi selstöðukaupmanna, sem héldu uppi því samkvæm- is- og athafnalífi, sem Islend- ingar þeirra tíma vissu glæsi- legast. Er það í minnum haft, að Seyðfirðingar héldu þá út blaði, og létu sig ekki muna um að ráða þjóðskáld til að ritstýra því. Inn i þennan 24 -‘íÓLABLAÐ heim fæddist Þóroddur af auðugu foreldri. Þá fara fyrst sögur af Þór- oddi, er hann var fárra mán- aða gamall og enn óskírður. Fjöiskyldan öll, eða „hele famelien“ eins og hann orðaði það síðar, var þá stödd á skipsfjöl og ætlaði til Noregs. Með skipinu var að vanda hópur selstöðukaupmanna og sátu þeir löngum að drykkju. Er þar skemmst frá að segja, að kvöld nokkurt gera þeir kumpánar mann út á fund föður Þórodds. Kveðast hafa bundizt um það samtökum að gefa barninu þúsund krónur hver — þeir voru tíu talsins — ef hann undirgangist það, að láta barnið heita í höfuðið á „skipi því, er nú stöndum vér á“. En skipið hét Celeius. Faðirinn brást hinn versti við. Kvaðst hafa nóg fyrir sig og barnið að leggja, og væri því þegar ætlað nafn, er bera myndi hæst í íslenzkri verzl- unarsögu. Þessa hvatvíslegu neitun hefur Þóroddur aldrei getað fyrirgefið föður sínum dauðum í gröfinni. Eins og hann segir sjálfur kostar það tíkall upp í Stjórnarráði að breyta nafni. Hitt er þó meira um vert, að hefði Þóroddur haft þessar tíu þúsund krón- ur undir höndum „hefði ég getað farið út í lóðabraskið, sem pabbi vildi ekki ieyfa mér. Á því hefði ég grætt að minnsta kosti önnur tíu þús- und, og þá getað einbeitt mér að fisksölumálunum“. Má ör- ugglega telja, að gamli mað- urinn hafi þarna haft af ó- málga syni sínum upphæð, sem mjög varlega áætlað nem- ur helming af fjárlögum ís- lenzka ríkisins eftir viðreisn. Þóroddur rann nú upp eins og laukur í túni. Segir fátt af æskuárum hans nema hvað hann hlaut staðgóða undir- búningsmenntun í hinum ný- stofnaða Verzlunarskóla Is- lands. Jafnframt dvaldist Þór- oddur með foreldrum sínum á Seyðisfirði þegar hann mátti því við koma. Skal nú frá því sagt hvemig hinir föstu skorður samkvæmislífsins austur þar höfðu nærri haft af honum kvonfang. Þóroddur var þegar hér var komið sögu hinn mesti sam- kvæmismaður, og sveitarbót á öllum dansleikjum heldri- manna bæjarins. Ber nú svo til, á einu meiriháttar skralli, að Þóroddur hallar sér nonc- halant upp að vegg og lítur yfir kvennafansinn. Kemur þá vinur hans einn leiðandi tvær dömur og spyr Þórodd, hvort hann vilji heldur sóley eða fjólu. Þóroddur kýs sér sóley í dansinn, og reyndist það norsk „jenta“ — mikill kven- kostur og góður, enda höfðinu hærri en Þóroddur. Er þar skemmst frá að segja, að Þór- oddur verður gripinn þvilíkri ást, að hann má vart vatni halda í vinarkruz þeim, er á eftir fór. En klaufabárðurinn, sem konurnar leiddi, hafði gleymt að kynna þau hvort fyrir öðru. Þóroddur var ekki sá dóni að ávarpa stúlku, sem hann var ekki formlega kynnt- ur. Dansar þó við stúlkuna það sem eftir er kvölds — þegjandi — og lætur sér nægja að gjóta þannig til hennar augunum, að hún skilji, hvað honum býr í brjósti. Næsta mánuð allan sniglast hann svo kringum kvenmanninn án þess að mæla orð af vörum, og er nú tekinn mjög að örvænta um sinn hag. Nú er það eitt kvöld, er þau höfðu hitzt hjá vinafólki beggja, að Þóroddur mannar sig upp í það að fylgja henni heim. Snjór hafði fallið um kvöldið og götur hálar. Þegar kemur að dyrum stúlkunnar haga örlögin því svo til, að henni skri'kar fótur, og tek- ur Þórodd með sér í fallinu. Neytti Þóroddur fallsins og kyssir stúlkuna, en hún tekur mannlega á móti. Þá mælti Þóroddur þeim orðum, er víða fóru síðan: Sá antager jeg os for forlovede! Brúðkaup þeirra stóð um vorið, og var þá fítverkerí. Síðan fluttist Þóroddur suður á land og fór að spekúlera. „Mikil er þin gæfa, Þórodd- ur“, sagði ég, þegar hér var komið sögu. „Eignaðist in- dæla konu og með henni þau böm. er verða munu stoð þín og stytta i ellinni.“ „Það fór nú ver en skyldi" svaraði hann. „Hvað segir ekki Tóm- as: Þeim var ekki skapað nema að skilja. Síðustu orðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.