Þjóðviljinn - 24.12.1963, Blaðsíða 43

Þjóðviljinn - 24.12.1963, Blaðsíða 43
Veturinn 1917 á Núpi Framhald aí 38. síðu. vorum ungir, enda þurfti oft átak til að fara fram úr rúm- unum á morgnana. Að vísu var ágætur kolaofn í kjallar- anum og nóg af kolum, en við máttum ekki hita upp þarna inni, því að þá bráðnaði hél- an af veggjunum og gólfið hefði orðið eins og glerhált svell. Ekki bar á lasleika meðal okkar, þrátt fyrir þetta. Við vorum allir við ágæta heilsu þennan vetur, strákarnir. Skólahúsið okkar var stórt timburhús, hæðin fjórir metr- ar undir loft, og stúlknaher- bergi uppi. Á einu stúlknaher- bergjanna voru svalir og dyr út á þær. Kom það stundum fyrir, þegar nemendur gengu til náða á kvöldin, að einhverj- ir piltanna komust upp í stúlknaherbergið. Gerðist það helzt þegar skólastjóri var í embættisferð úti í sveitinni. t>á átti Björn kennari að gæta okkar. Hann var ekki eins þunnheyrður fyrjr ærslum okkar og skólastjórinn og var þvi frekar hægt að fara í kringum hann. Þegar Björa komst að því að ólæti væru uppi á loftinu, heyrðum við fótatak hang í stiganum. Varð venjulega að bjargast út um svaladyrnar og stökkva svo niður af svölunum. Það var hátt fall, en gerði ekki svo mikið til þegar snjór var und- ir. Ég man sérstaklega eftir svipnum á skólastjóra og kennara þegar spor sáust í snjónum um morguninn, spor eftir mann sem virtist hafa fallið beint af himnum ofan. Olli þetta oft miklum heila- brotum og bollaleggingum og vorum við strákarnir teknir til yfirheyrslu og yfir okkur les- in ströng áminningarræða. Skólastjóri var mikill sið- ferðisprédikari og sérstaklega heiðvirður í öllu lífemi eínu. Máttu piltar taka hann til fyrirmyndar í flestu. Ég, sem þessar línur rita, met mikils þá kynningu sem Bjössi velur foreldrum sínum gjafir Systkinin Sigga og Bjössi ræðast við um jólagjafir. Bjössi segir: — Handa honum pabba ætla ég að kaupa hátalara, enhanda mömmu hljóðkút! ....... ég var evo l&nsamur að öðl- ast af skólastjóranum, séra Sigtryggi Guðlaugssyni, á þessum árum. Sama má segja um kynnin af Birni Guð- mundssyni kennara, sem var heilbrigður maður, hreinn og beinn í öllu. Væri betur, ef skólarnir í dag mótuðu ungl- ingana því heilbrigði og frjáls- lyndi eem skólinn á Núpi gerði í tíð Sigtryggs skóla- stjóra. Það var ekki nóg að vera til, heldur varð hver og einn að vera maður í raun og sannleika, orðheldinn og sannur. Uppalendur æskunnar nú á tímum eni um of kæru- lausir. Barnið ráfar iðulega stefnulaust á milli ódyggð- anna og hrífst með straumi þeirra að einhverju leyti. Og hvað veldur? Það er hagnað- arvonin og peningaástin, sem fyllir upp það rúm í huga ýmissa kennifeðranna sem dyggðirnar bjuggu áður. Orri Uggason. Heimilistrygging er öryggi Heimilistrygging er óefað ódýrasta trygging sem völ er á, miðað við þá víðtæku vemd, er hún veitir heim- ilisföðurnum og allri fjölskyldunni. Heimilisfaðir með ábyrgðartilfinningu getur varla vanrækt að kynna. sér skilmála hennar og kjör. Leitið til skrifstofu vorr- ar, og vér erum ætíð til þjónustu. LAUGAVEG 178 SIMI 21120 'JÓLABLAÐ — 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.