Þjóðviljinn - 24.12.1963, Blaðsíða 46

Þjóðviljinn - 24.12.1963, Blaðsíða 46
Löngum hafa norrænir menn tengt tvö tákn öðrum fremur við sólstöður- nar, vetrarsólhvörf um jól og sumarsólhvörf á jónsmessu — tréð og bálið. Sígrænt grenitréð var tákn frjóseminnar í grimmu vetrarríki á norðlægum slóðum, bálið ímynd sólargeislanna sem allt líf glæða. Og upphaflega var miðsvetrarblótið haldið til að fagna hækkandi sól, bjartari degi. Síðar komu guðir í stað sól- ar. hátíðin var tileinkuð Óðni og Þór líkt og Jesú Kristi nú. Kristinni kirkju tókst ekki að útrýma eldgömlum siðum, sem bundnir voru sólarhátíðunum. Þvert á móti varð hún að una því, að hin gömlu, „heiðnu“ tákn væru bundin kristin- dómnum. £ Með víkingum til Hólmgarðs 1 lok miðalda féll þó mest- ur Ijóminn af grenitrénu og bálinu, sem sett höfðu hvað mestan svip á hátíð vetrar- sólhvarfanna, einkum á aftur- haldssömustu skeiðum kaþ- ólsku kirkjunnar. En viking- arnir höfðu flutt með sér til Garðaríkis hinn fagra sið að kveikja bál og reisa grenitré sem tákn við sólarfagnaöi miðsvetrar. 1 Hólmgarði (nú Novgorod) í Garðaríki var venjan að skreyta inngöngudyr höfð- ingjabústaðanna með greni- greinum á jólum. Grenið var oft skreytt böndum og gjöfum til þegnanna. Voru gjafimar lagðar við fótstall trésins. Á sama tíma og jólatrés-siður- inn féll í gleymsku á Norð- urlöndum. var honum viðhald- ið í hinu víðlenda Rússaríki, og þar varð tréð þegar fram liðu stundir það tákn sem allt snerist um öðru fremur, og bændurnir dönsuðu oft í kringum það. 1 byrjun sextándu aldar héldu þýzkir ævintýramenn til Rússlands, þar sem þeir slógu um sig og söfnuðu óhemju auðæfum á sínar hendur. Og þeir komust í kynni við rúss- nesku jólasiðina og urðu 46 — JÓLABLAÐ JÓLATRÉÐ TÁKN FRJÓSEMI QG LJÓSS hrifnir af jólatrjám, sem skreytt vom ljósum og borð- um. Siðurinn breiddist út frá Rússlandi til Þýzkalands og Sviss. Prelátarnir snerust sem þeir gátu til varnar gegn þessari „heiðnu" venju, en sú andstaða bar engan árangur. A Jólatré Göthes Vinur Göthes, Körner að nafni, hefur látið eftir sig svo- fellda lýsingu á jólahátíð i Leipzig árið 1770. „Gleðskapur Göthes og pabba náði hámarki þegar þeir tóku upp á því að skreyta jólatré handa Joli, hundinum sem Göthe þótti svo vænt um. Þeir settu jólatréð á mitt gólfið, skreytt allskyns sæt- meti. Hundinn færðu þeir í rauða mussu og leiddu hann á afturlöppunum að borði, sem sérstaklega hafði verið lagt á fyrir hann og svignaði undir margvíslegu góðgæti, en við urðum að láta okkur nægja eina lengju af brúnum piparkökum, sem guðfaðir minn hafði sent okkur frá Niirnberg. Joli var svo heimsk skepna og ókristileg, að hann bar ekki hina minnstu virð- ingu fyrir skreyttu „jötunni" sem stóð undir trénu, heldur hnusaði að öllu, dró Jesú- bamið, sem var úr sykri, með tönnunum út úr „jötunni“, og hámaði það í sig. Herra Göthe og pabbi hlóu þessi ósköp, en við börnin grétum aftur á móti fögrum támm. Til allr- ar hamingju var María mey, uxinn og asninn úr tré svo að við sáum ekki á bak þeim gripum.“ Kirkjuhöfðingjarnir urðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.