Þjóðviljinn - 28.12.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.12.1963, Blaðsíða 5
T ! 7 Flugeldar — Flugeldar í ár höfumvið fjölbreyttara úrval en áður af Skrautflugeldum og skipaflugeldum Marglít blys (12 teg:.) — Sólir (4 teg.) — Gloría 5 lita blys — Bengal blys — Jóker blys — Eldfjöll (16 * teg.) — Rómversk blys (3 teg.) — Stjörnuregn — Stjörnuljós — Jack Pots — Snjákar o.m.fl. Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á fjölbreytt- asta úrval af skrautflugeldum og skipaflugeldum í öllum stærðum. Gerið innkaupin meðan úrvalið er mest. FLUGELDASALAN estafct&stty \ Garðastræti 2. — Sími 16770. FLUGELDASALAN Raftækjaverzlunin h.f. Tryggvagötu 23. Sími 18279. Laugardagur 28. desember 1963 MÖÐVILIINN SÍÐA Áætlun UNESCO: 330 milj. læri að lesa á 10 árum Palestínuflóttamenn þjálfaSir / Svíþjóð 40 ungir arabískir flóttamenn sneru á Iiðnu hausti aftur heitn til landanna við austan- vert Miðjarðarhaf eftir mennt- un og þjálfun. í sænskum iðn- greinum. f „TJNRWA Newslett- er“, sem er málgagn fyrir starfsemi Sameinuðu þjóðanna meðal Palestínu-flóttamanna (UNRWA), segja nokkrir þeirra frá dvölinni í Svíþjóð og áhrifum, sem þeir urðu fyr- ir. Vinsamlegir og gestrisnir Svíar, kaldur vetur, næg at- vinna, sætur matur og mikil pcrsónuleg og fagleg reynsla eru meðal þeirra atriða sem oftast eru nefnd í frásögnum flóttamannanna. Þeir fóru til Svíþjóðar vegua 800.000 dollara fjárveitingar frá sænsku tæknihjálpar- nefndinni: „Namden för inter- nationellt bistand, NIB“, til UNRWA. Ætlunin er að senda árlega svipaðan hóp til Sví- þjóðar, sem fái þar eins árs þjálfun. Eftir heimkomuna eiga flóttamennirnir að halda áfram námi við stofnun sem UNRWA hefur sett á stofn í Siblin í Libanon með hjálp Svía. Var hún opnuð á liðnu hausti. Hóp- urinn sem hér um ræðir verð- ur svo með tímanum kenn- arar í ýmsum iðngreinum og verkalýðsleiðtogar, og mennt- un þeirra og reynsla eru mik- ilvægur skerfur til þróunar landánna fyrir botni Miðjarð- arhafs. Niman Issifan segir frá því í „UNRWA Newsletter". að hann hafi verið settur í útvarps- og sjónvarpsverksmiðju í Nörr- köping. Þar vann hann eink- um að því að leita að göllum Qg gera við móttökutæki. Hann lærði sænsku — eins og flestir af félögum hans — og varð einnig talsvert ágengt í þeirri viðleitni að læra að standa á skíðum. Hann hafði einungis séð snjó einu sinni fyrr á ævinni, og í Svíþjóð komst hann í kynnj við snjólög sem voru meira en metri á þykkt Honum fannst Svíar vera vingiarnlegir og gestrisnir. Hann l.itur á betta eina ár í Svíþióð sem mikla persónu- !ega reynslu og telur sig hafa öðlazt verðmæta faglega reynslu. Nú er ætlun hans að verða kennari í sinni grein. Annar úr hópnum, Ahmad & Mohammed Rabah, lýsir Sví- þjóð sem „mjög grænu landi“. Áhrifin sem honum eru efst í huga eru vinsemd landsmanna, atvinnumöguleikarnir og sænski maturinn. — Mér fannst maturinn mjög sætur í fyrstu og alls ekki líkur arabískum mat, og ég verð að játa að ég hlakka til að fá aftur arabískan mat, segir- hann. Ahmad vann í verkfæra- verksmiðju í Linköbing og bjó 'hjá sænskri fjölskyldu. *— Þau fóru með mig eins og sinn eigin son, segir Ahm- ad. Ég hugsa til þeirra eins og annarrar fjölskyldu minnar. (Frá S.Þ.) KLYFJ AHESTURINN — Borg- arráð hefur heimilað að sam- ið verði við Lauritz Rasmus- sen í Kaupmannahöfn um að gera afsteypu af „Klyfjahestin- um“ eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara. Alþjóðlegur skóli SÞ einstakur í sinni röð Skóla með nemendum frá 63 Iöndum, þar sem kcnnsla fcr fram á cnsku, frönsku, spænsku, arabísku, kínversku og hindísku, finnur maður tæplega annars staðar en í sambandi við Sameinuðu þjóð- irnar. Það er hinn alþjóðlegi skóli samtakanna í New York sem hefur ofannefnd sérkenni. Annað mikilvægt sérkenni á skólanum er, að þar er leit- azt við að kcnna sögu, landa- fræði og þjóðfélagsvísindi án nokkurra þjóðernislegra sjón- armiða, Það var árið 1947 sem hóp- ur af starfsmönnum Samein- uðu þjóðanna tók höndum saman um að stofna skólann. Þeir vildu veita börnum sín- um menntun, sem bæði byggi þau undir skólagöngu í heima- landinu eða á öðrum stöðum þar sem þeir kynnu að starfa og aðhæfði þau bandarísku þióðfélagi, þar sem þau áttu að búa í nokkur ár. Fyrsta árið voru nemend- urnir 20. Nú eru þeir 549 á aldrinum 5—17 ára frá 63 löndum Rúmlega 200 nemend- ur eru þó bandarískir. Talið var að einangrunjn frá banda- risku þ.ióðfélagi yrði bezt rof- in með þvi að bafa bandaríska nemendur í skólanum. En þar sem börn starfsmanna Samein- uðti þ.ióðanna hafa forgangs- rétt og áhugi á skólanum hef- ur stóraukizt — reiknað er með að 4—500 „S.Þ.-börn“ myndu ganga í þennan skóla, ef það væri fjárhagslega kleift — verður hlutfallstala banda- risku barnanna í skólanum lækkuð úr ca. 40 af hundraði niður í 20—25 af hundraði. Af nemendunum eru m.a. 5 frá Danmörku, i frá Finnlandi, 4 frá Noregi og 3 frá Svíþjóð. Stærstu hóparnir eru kín- verski og franski hópurinn, hvor með 31 barn, og indvers'ki hópurinn með 29 börn. Skólinn leitast við að kenna í anda Sameinuðu þjóðanna. Enginn greinarmunur er gerð- ur á kynþætti, trú og þjóðleg- um uppruna. Reynt er að gera kennsluna eins óhlutdræga og kostur er. Tungumálakennslan skipar mikilvægan sess. Kenn- ararnir, 54 talsins, koma frá 18 löndum með mismunandi kennslukerfi. Þeir geta kennt á mörgum málum, auk ensku og frönsku, sem eru hin reglu- Iegu mál skólans. Segja má að skólinn sé þýðingarmikil til- raun til að rjúfa hinar þ.ióð- legu og menningarlegu tálm- anir kennslunnar. Þá geta börnin byrjað og hætt skóla- göngu á hvaða tirna árs sem þau vilja, og stafar það m.a. af því að starfsmenn Samein- uðu þjóðanna eru oft fluttir frá einum stað til annars. (Frá S.Þ.) Menningar- og vísindastofn. un Sameinuðu þjóðanna, UNE SCO. hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að 700 milljónir fullorðinna manna (yfir 15 ára aldur), þ.e. tveir fimmtu hlut- ar af ibúum heimsins, séu hvorki læsir né skrifandi. Flestir cru þeir i vanþróuðu löndunum og meirihlutinn er konur. Síðustu vikurnar hefur Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna lýst yfir fullum stuðningi við nýgerða tiu ára áætlun UNESCO, sem miðar að þvi að gera 330 milljónir Iæsar og skrifandi. Að því er snertir ólæsi barna, var áætlað árið 1960, að af 206 milljón börnum á skóla- aldri í Afríku, Asíu og Suður- Ameríku, nytu 110 milljónir skólagöngu, þ.e. 55 af hundr- aði. Verði ekki breytingar 'á þessu ástandi mun tala full- orðinna, sem hvórki eru læsir né skrifandi aukast um 20 til 25 milljónir. ☆ Áætlun Maheu Áætlunin, sem forstjöri UNESCO, René Maheu, lagði fyrir Allsherjarþingið fynr skömmu, og sem nú hefur hlotið nær einróma stuðning, miðar fyrst og fremst við þær 500 milljónir fullorðinna manna í aðildarríkjunum í Asíu, Afríku og Suður-Ame- ríku, sem eru ólæsar. Verkefnin, sem hér er nm að ræða, verða einstök riki fyrst og fremst að leysa hvert fyrir sig. Aðeins þau hafa yf- ir að ráða því fjármagni og þeim mannafla sem nauðsyn- legur er í þessari víðtæku bar- áttu fyrir lestrarkunnáttu. En þróunarlöndin geta samt ekki háð þessa miklu baráttu upp á eigin spýtur. Þau verða að fá verulegan stuðning utan að, ýmist með samningum við ein- stök ríki, og er sú hjálp mest að vöxtum og mikilvægust, eða með alþjóðlegri hjálp til að levsa tiltekin verkefni og þó fyrst og fremst til að koma baráttunni í heild af stað, örva hana og skipuleggja. Talið er nú að áætlun UN ESCO muni samtals kosta 1911 milljónir dollara á tíu árum. Einstök ríki greiða 75 af hundraði þessarar upphæðar eða um 1481 milljón dollara. Áætlað er að það sem á vant- ar komi með þeim hætti, að 330 milljónir dollara fáist með samningum við einstök riki, þ.e. 33 milljónir á ári, en 100 milljónir komi frá sérstoínun- ' um Sameinuðu þjóðanna. þ.e... ' a.s. 10 milljón dollarar á ári hverju. (Frá S. Þ,)- , Fólksf jölgunin nemur 81 millj- ón á einu árí Fólksfjölgunin á jörðinni verður æ örari með hverju ári sem líður. Frá miðju ári 1960 til jafnlengdar 1961 nam fólksfjölgunin 61 mill'jón, og samkvæmt nýútkom- inni bráðabirgðaskýrslu frá Sameinuðu þjóðunum hafði enn bætzt við 81 milljón manns ári seinna, þ.e. á miðju ári 1962. Áætlaður fjöldi jarðarbúa árið 1962 var 3.150.000.000, en árið á undan var hann 3.069.000.000, og árið 1960 var hann 3.008.000.000. Sé fjölguninni skipt niður á ákveð- in svæði lítur það svona út: 1961 1962 Afríka — 261 millj. 269 millj N orður-Ameríka 273 — 276 — Suður-Ameríka 149 — 153 — Asía 1721 — 1780 — Evrópa 430 — 434 — Kyrrahafssvæðið „...„ 16,8 — 17 — Sovétríkin 218 — 221 — (Frá S.Þ.) HÆSTA BRÚ í E VRÓPU Fyrir nokkrum vikum opn- aði forsætisráðherra Austur- ríkis dr. Gorbach, hæstu brú j í Evrópu til umferðar. Brú i þessi hefur hlotið nafni’ð „Ev- rópu-brúin”, staðsett rétt ut- an við Innsbruck í Tirola- héraði í Alpafjöllum, þar sem landslag er mjög fagurt. Brúin mun greiða mjög fyr- ir hinni gifurlegu umferð um Brenner-skarð, þar sem millj- ón farartæki fara árlega um. Mun brúin ckki hvað sizt koma í góðar þarfir nú í vet- ur. þegar ferðamannastraum- urinn til Innsbruck verður hvað mestur í sambandi við Vetrar-OIympíuIeikana þar. „Evrópubrúin” er um 190 m há, þar sem hún er hæst, og lengdin 815 metrar. Breidd milli handriða er 22,2 metrar. Gangstéttir eru yzt, en ak- brautirnar fimm. Hæsti stólpi brjíarinnar er 160 metrar, og er sagður hæsti steinsteypti brúarstólpi í heimi. Um brúarsmíðina sáu tvö af helztu stálfirmum Austur- ríkismanna, Vereinigte öst- erreichische Eisen. und Stahl- werke A. G. og Waagner- Biro A. G. Myndin var tekin í vor, þegar brúin var í smíðum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.