Þjóðviljinn - 29.12.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.12.1963, Blaðsíða 1
Sunnudagur 29. desember 1963 — 28. árgangur — 269. tölublað. Jólatrésskemmtun í Silfurtungfínu D Sósíalistafélag Reykjavíkur heldur jólatrésskemmtun fyrir börn félagsmanna sinna í Silfurtunglinu, sunnudaginn 5. janú- ar. Dagskrá auglýst síðar. Tekið á móti miðapöntunum í sím- um 33586, 17510, 17512 og 17513. Gjaldahækkanirnar fram- kvæmdar hver af annarri Fargjöld með strætisvögnum hækkuðu um allt að 43% í gær OSKUFALL VARI EYJUM í GÆR Mikill kraftur var í gosinu í Surtsey í gærdag og virð- ist hvergi ætla að verða veglegri áramótabrenna í heiminum á gamlárskvöld. Hæg suðaustanátt var í gær og olli hún öskufalli yfir Heimaey. Nýja cyjan er mí rúmlega átta hundruð metrar á lengd og var fyrir nokkrum dögum hundrað og fimm metra há á norðvestur- horni. Eitthvað hefur hún þó lækkað síðustu daga og telja sumir, að hún risi nú hæst átta. tíu oe sex metra. Stúlka slasast í bílveltu á Súðavekurvegi SÚBAVÍK, 28. des. — Það slys varð hér á jóladag síðdegis að bifreið valt út af veginum milli ísafjarðar og Súðavíkur og slasaðist stúlka er var farþegi allmikið. Bifreiðin var að koma frá Isa- firði í leiðindaveðri, snjókomu og dimmu. Þegar hún var að koma tít úr jarðgöngunum í svonefndu Hamarsskarði var svo dimmt af hrið að bifreiðast.iórinn sá ekki til vegarins og valt bifreiðin út af veginum og rann á toppnum niður í fjöru en það er 15 til 20 metra fall. Auk bifreiðastjórans voru tvær stúlkur í bílnum og slasaðist önnur þeirra allmikið. hlaut beinbrot og fór úr m.iaðmarlið. Var stúlkan flutt í sjúkrahúsið á Isafirði. Bifreiðastiórinn og hin stúlkan sluppu bæði með smáskrámur. ViZt'ól vi$ skipverja á Hugrúnu eru á 12. siSu Næst stærsta eyjan í Vest- mannaeyjaklasanum er Elliði og er hún niu hundruð metrar á lengd. Kannski verður Surtsey næst stærsta eyjan, þegar yfir lýkur þessari náttúrusköpun. D Gjaldahækkanir þaer, sem meirihluti borgarstjórnar Reykjavík- ur samþykkti rétt fyrir jólin, eru nú sem óðast að koma til fram- kvæmda. Þannig hækkuðu öll fargjöld með strætisvögnum Reykja- víkur í gær um liðlega 30% að meðaltali, frá 25 upp í 42,8%. Auk strætisvagnagjaldanna samþykkti ' borgarstjörnin sem kunnugt er á dögunrjm að hækka rafmagnsgjöld á borgarbúum, hitaveitugjöld, gjöld að. sund- stöðum borgarinnar og gatna- gerðargjödd af fasteignum,. svo að ekki sé minnzt á, að gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár að útsvör hækki um nær 25% miðað við álögð útsvör á árinu. Meðalhækkun rúmlega 30% Hækkanir þær á strætisvagna- gjöldum, sem komu ¦ til- fram- kvæmda í gœr eru sem hér seg- ir: . , Einstök f argjöld f ullorðinna hækka úr 3 kr. í 4 kr. eða um 33,3%. Farmiðaspjöld fullorðinna verða nú seld á 100 kr. stykkið (34 miðar), en áður kostuðu spjöld með 22 miðum 50 krónur. Þetta er 29,5% hsekkun. Minni spjöld (með 7 miðum) verða nú seld á 25 kr., en áður kostuðu spjöld með 4 niiðuin 10 kr. Þetta er 42,8% hækkun. Einstök fargjöld barna hækka úr kr. 1,25 í kr. 1,75 eða um 40 af hundraði. Farmiðaspjöld bama með 20 miðum kosta hú 25 kr., en áður kostuðu spjöld UNGIR BORGARAR Á SKEMMTIGÖNGU UM BÆINN með 10 miðum 10 kr. HækkuBi* nemur 25%. Tillaga Alþýðu- bandalagsins 1 sambandi við þessa nýja hækkun strætisvagnafargjalda er rétt að minnast á afgreiðslu borgarráðs og borgarstjórnar á málinu. Þar lagði Guð- mundur Vigfússon borg. arráðsmaður Alþýðubanda- lagsins, til að samþykkt yrði eftirfarandi tillaga: ,,Þar sem borgarstjórn tehir ekki fært að mæta fyrirsjáanlcg- um greiðsluhalla Strætisvagna Reykjavíkur á árinu 1964 með því að hækka fargjöld írá því sem nú er, þá samþykkir borg- arstjórnin að hækka framlag borgarsjóðs til SVR svo sem á- ætluðum greiðsluhalla þcárra 1963 og 1964 nemur". Varatillagan einnig felld Enn ésamið við trésmiðina Trésmiðaverkfallið heldur áfram og- hafa enn engir sáttafundir verið haldnir eða boðaðir. Framkvæmd verkfallsins er með friðsamlegum og rólegum hæ'íti. Af hálfu Trésmiðafélagsins er haldið uppi eftirliti með vinnustöðvum, stöðug verkfallsvarzla er í húsi félagsins, Laufásvegi 8, og skrifstofan er opin allan daginn. Félagsmenn í Trésmiðafélagi Reykjavíkur eru beðnir að hafa samband við skrifstofuna. JÚUN ERU HATlÐ barnanna. A þessari skemmtilegu mynd s.iáum við hóp ungra efnis. borgara af einu af örfáum dagheúnilum borgarinnar. ¦& it iz BÖRNIN ERU í fylgd með fóstru sinni og halda í spotta svo engúui týnist af réttri leið. Eftirvæntingin skín úr hverju andliti, en ósagt skal látið hvort þau horfa svo í búðar- glugga eða á Ijósmyndara Þjóðviljans, Ara Kárason, en hann tók myndina, er hann átti leið um miðbæinn nokkrum dögum fyrir jólahá- tíðina. íhaldsmeirihlutinn feHdi tillögu Guðmundar, svo og eft- irfarandi varatillögu: „Fargjöld fullorðinna Skulu vera sem hér segir: 1. Einstök fargjöld kr. 3.50. 2. Farmiðaspjöld með 39 mið- um kr. 100.00. 3. Farmiðaspjöld með 10 mið- um kr. 30.00. Sama gjaldskrá gildir fyrir leiðina Reykjavík — Selás. Fargjöld barna (innan 12 ára) skulu vera sem hér segir: 1. Einstök fargjöld kr. 1.50. 2. Farmiðaspjöld með 22 mið- um kr. 25.00. Sama gjaldskrá gildir fyrir leiðina Reykjavik — Selas. Jafnframt samþykkir borgar- ráð að leggja til við borgarstjórn, að framlag borgarsjóðs til SVR verði hækkað úr 5 millj. kr. (áætlað í frv. að fjárhagsáaethm Reykjavíkurborgar fyrir árið 1964) í 13 millj. kr. Kjaramálin rædd á fundi stjórnar BSRB Stjórn Bandalags starfs- manna ríkis og bæja mun koma saman til fundar á morgun, mánudag. Fyrir fundi þessum liggja ýmis mál, m.a. viðhorf þau sem I skapazt hafa undanfarnar vlkur í kaupgjalds- og kjara- ! málum. KLYFJAHESTURINN — Borg- arráð hefur heimilað að sam- ið verði við Lauritz Rasmus- sen í Kaupmannahöfn um að gera afsteypu af „Klyfjahestin- um" eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.