Þjóðviljinn - 29.12.1963, Side 1

Þjóðviljinn - 29.12.1963, Side 1
Sunnudagur 29. desember 1963 — 28. árgangur 269. tölublað. Jólatrésskemmtun í Silfurtunglinu □ Sósíalistafélag Reykjavíkur heldur jólatrésskemmtun fyrir börn félagsmanna sinna í Silfurtunglinu, sunnudaginn 5. janú- ar. Dagskrá auglýst síðar. Tekið á móti miðapöntunum í sím- um 33586, 17510, 17512 og 17513. Gjaldahækkanirnar fram- kvæmdar hver af annarri Fargjöld með strætisvögnum hækkuðu um allt að 43% í gær ÖSKUFALL VAR í EYJUM í GÆR □ Gjaldahækkanir þær, sem meirihluti borgarstjórnar Reykjavík- ^ur samþykkti rétt fyrir jólin, eru nú sem óðast að koma til fram- ~ kvæmda. Þannig hækkuðu öll fargjöld með strætisvögnum Reykja- víkur í gær um liðlega 30% að meðaltali, frá 25 upp í 42,8%. Mikill kraftur var í gosinu í Surtsey í gærdag og virð- ist hvergi ætla að verða veglegri áramótabrenna í heiminum á gamlárskvöld. Hæg suðaustanátt var í gær og olli hún öskufalli yfir Heimaey. Nýja eyjan er nú rúmleg'a átta hundruð metrar á lengd og var fyrir nokkrum dögum hundrað og fimm metra há á norðvestur- hornl. Eitthvað hefur hún þó lækkað síðustu daga og telja sumir, að hún risi nú hæst átta- tíu og sex metra. Stúlka slasast í bílveltu á Súðavíkurvegi StJÐAVfK, 28. des. — Það slys varð hér á jóladag síðdegis að bifreið valt út af veginum milli ísafjarðar og Súðavíkur og slasaðist stúlka er var farhegi allmikið. Bifreiðin var að koma frá Isa- firði í leiðindaveðri, snjókomu og dimmu. Þegar hún var að koma út úr jarðgöngunum í svonefndu Hamarsskarði var svo dimmt af hríð að bifreiðastjórinn sá ekki til vegarins og valt bifreiðin út af veginum og rann á toppnum niður í fjöru en það er 15 til 20 metra fall. Auk bifreiðastjórans voru tvær stúlkur í bílnum og slasaðist önnur þeirra allmikið. hlaut beinbrot og fór úr mjaðmarlið. Var stúlkan flutt í sjúkrahúsið á Isafirði. Bifreiðastjórinn og hin stúlkan sluppu bæði með smáskrámur. ViStöl viS skipverja á Hugrúnu eru á 12. siSu Næst stærsta eyjan í Vest- mannaeyjaklasanum er EUiði og er hún níu hundruð metrar á lengd. Kannski verður Surtsey næst stærsta eyjan, þegar yfir lýkur þessari náttúrusköpun. Auk strætisvagnagjaldanna samþykkti þorgárstjömin sem kunnugt er á dögunum að hækka rafmagnsgjöld á borgarbúum, hitaveitugjöld, gjöld að, sund- stöðum borgarinnar og gatna- gerðargjöttd af fasteignum, svo að ekki sé minnzt á, að gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár að útsvör hækki um nær 25% miðað Við álögð útsvör á árinu. Meðalhækkun rúmlega 30% Hækkanir þær á strætisvagna- gjöldum. sem komu til fram- kvæmda í gær eru sem hér seg- ir: . Einstök fargjöld fullorðinna hækka úr 3 kr. í 4 kr. eða um 33,3%. Farmiðaspjöld fullorðinna verða nú seld á 100 kr. stykkið (34 miðar), en áður kostuðu spjöld með 22 miðum 50 krónur. Þetta er 29.5% hækkun. Minni spjöld (með 7 miðum) verða nú seld á 25 kr., en áður kostuðu spjöld með 4 miðum 10 kr. Þetta er 42,8% hækkun. Einstök fargjöld barna hækka úr kr. 1,25 í kr. 1,75 eða um 40 af hundraði. Farmiðaspjöld bama með 20 miðum kosta nú 25 kr., en áður kostuðu spjöld UNGIR BORGARAR Á SKEMMTIGÖNGU UM BÆINN með 10 miðum 10 kr, Hækkunim nemur 25%. Tillaga Alþýðu- bandalagsins I sambandi við þessa nýjn hækkun strætisvagnafargjalda er rétt að minnast á afgreiðslu borgarráðs og borgarstjómar á málinu. Þar lagði Guð- mundur Vigfússon borg- arráðsmaður Alþýðubanda- lagsins, til að samþykkt yrði eftirfarandi tillaga: ,,Þar sem borgarstjóm telur ekki fært að mæta fyrirsjáanleg- um greiðsluhalla Strætisvagna Reykjavíkur á árinu 1964 með þvi að hækka fargjöld frá því sem nú er, þá samþyklrir borg- arstjómin að hækka framlag borgarsjóðs til SVR svo sem á- ætluðum greiðsluhalla þeirra 1963 og 1964 nemur”. Varatillagan einnig felld Enn ósamið við trésmiðina Trésmiðaverkfallið heldur áfram og. hafa enn engir sáttafundir verið haldnir eða boðaðir. Framkvæmd verkfallsins er með friðsamlegum og rólegum hæ'tti. Af hálfu Trésmiðafélagsins er haldið uppi eftirliti með vinnustöðvum, stöðug verkfallsvarzla er í húsi félagsins, Laufásvegi 8, og skrifstofan er opin allan daginn. Félagsmenn í Trésmiðafélagi Reykjavíkur eru beðnir að hafa samband við skrifstofuna. JÓLIN ERU HATÍÐ barnanna. A þessari skemmtilegu mynd sjáum við hóp ungra efnis- borgara af einu af örfáum dagheimilum borgarinnar. ☆ ☆ ☆ BÖRNIN ERU í fylgd með fóstru sinni og halda í spotta svo enginn týnist af réttri leið. Eftirvæntingin skín úr hverju andliti, en ósagt skal látið hvort þau liorfa svo i búðar- glugga eða á ljósmyndara Þjóðviljans, Ara Kárason, en hann tók myndina, er hann átti leið um miðbæinn nokkrum dögum fyrir jólahá- tíðina. Ihaldsmeirihlutinn feHdi þessa tlllðgu Guðmundar, svo og eft- irfarandi varatillögu: „Fargjöld fullorðinna skulu vera sem hér segir: 1. Einstök fargjöld kr. 3.50. 2. Farmiðaspjöld með 39 mið- um kr. 100.00. 3. Farmiðaspjöld með 10 mið- um kr. 3Ó.00. Sama gjaldskrá gildir fyrir leiðina Reykjavík — Selás. Fargjöld bama (innan 12 ára) skulu vera sem hér segir: 1. Einstök fargjöld kr. 1.50. 2. Farmiðaspjöld með 22 mið- um kr. 25.00. Sama gjaldskrá gildir fyrir leiðina Reykjavík — Selás. Jafnframt samþykkir borgar- ráð að leggja til við borgarstjóm, að framlag borgarsjóðs til SVR verði hækkað úr 5 millj. kr. (áætlað í frv. að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1964) í 13 millj. kr. Kjaramálin rædd á fundi stjórnar BSRB Stjórn Bandalags starfs manna ríkis og bæja mu koma saman til fundar morgun, mánudag. Fyr: fundi þessum liggja ým: mál, m.a. viðhorf þau sei skapazt hafa undanfarns vlkur í kaupgjalds- og kjan málum. KLYF J AHESTURINN — Borg- arráð hefur heimilað að sam- ið verði við Lauritz Rasmus- sen í Kaupmannahöfn um að gera afsteypu af „Klyfjahestin- um“ eftir Sigurjón Olafsson myndhögg va ra.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.