Þjóðviljinn - 29.12.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.12.1963, Blaðsíða 4
SÍDA ------ ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. desember 1963 DIMIN Otgefandl: Sameiningarílokkur alþýðu — Sósialistnflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.|. Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: J6n Bjarnason. Siguröur V. Friðþjófsson. Ritstjórn. afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 lfnurl. Askriftarverð kr. 80 á mánuði. DauSadæmd stefna Ijað var einn mikilvægasti þátturinn í kjarasamn- ingum þeim sem gerðir voru fyrir jól að rík- isstjórnin var neydd til þess að gerast aðili að þeim. Vegna hinnar víðtæku samstöðu verklýðsfé- laganna taldi ríkisstjórnin sér ekki annað fært en að flytja sjálf tillögur um margfalt meiri kauphækkanir en léð hafði verið máls á í upp- hafi, og forsætisráðherra lagði að lokum blessun sína yfir þau 15% sem um var samið. Ríkisstjórn- in geíur því ekki með nokkru móti haldið því fram að verklýðshreyfingin hafi kollvarpað efna- hagskerfi hennar — eins og stundum áður he'fur verið sagt af miklu minna tilefni — og að því séu örþrifaráð óhjákvæmileg. Enda hafa stjórnar- blöðin nú lýst yfir því, með nokkrum semingi þó, að kauphækkanir verkafólks séu ekki tilefni til gengislækkunar. 17n því aðeins hafa slíkar yfirlýsingar gildi að þeim sé fylgt eftir í verki. Raunverulegt gengi krónunnar er ekki aðeins ákveðið með formlegri skráningu gagnvart erlendum gjaldeyri, heldur markast það í sífellu af þróun efnahagsmála og verðlagsmála í landinu. Óðaverðbólga sú sem rík- isstjórnin hefur framkvæmt hefur í sífellu rýrt verðgildi krónunnar; þegar fólk þarf að greiða 'fleiri krónur fyrir hverja einingu af mjólk og kjöti og öðrum nauðsynjum er að sjálfsögðu ver- ið að skerða verðgildi og raunverulegt gengi gjald- miðilsins. Því hafa yfirlýsingar um óbreyíta skráningu í bönkum sáralítið gildi, ef verðbólgu- þróunin heldur áfram. Og ekki er annað sjáan- legt en að stjórnarvöldin ætli að halda áfram á þeirri braut að smækka krónuna í sífellu. Ein- mitt þessa dagana eru að koma til framkvæmda stórfelldar hækkanir á strætisvagnafargjoldum í Reykjavík, rafmagni og heitu vatni, og ákveðnar hafa verið tilfinnanlegar hækkanir á útsvörum og ýmsum öðrum gjöldum. Vitað er að ríkisstjórn- in og sérfræðingar hennar eru að vel'ta fyrir sér stórfelldri hækkun á söluskatti fljótlega eftir ára- mótin og framkvæma þannig nýja stökkbreytingu á öllu verðlagi. Þannig er enn að því stefnt að minnka verðgildi krónunnar og raunverulegt gengi hennar, en síðan á hin formlega skráning að koma sem staðfesting á augljósum staðreynd- um. IJaldi ríkisstjórnin áfram á þessari braut gengur hún í berhögg við vilja yfirgnæfandi meirihluta þióðarinnar, þau mótmælj gegn verðbólgustefn- unni sem voru kjarni verkfallanna miklu í des-1 ember. Leggi s'tjórnarvöldin enn sem fyrr áherzlu i á það að beita verðbólgunni ti] þess að ræna aftur þeim kjarabótum sem verkafólk hefur nú blo+ir5 p'afna þau aðeins að nvjum átöknm enn stór- f 'lldari erfiðleikum, nýjum hjaðmngavíoum og háskale^ri en nokkru sinni fvrr Ríkhp't-iórn Sem ' f ^fylgir slíkri stefnu er ekki fær nm að =;+iórna lmdinu í samræmi víð brvnustu barfir bióðar heildarinnar og mun því ekki fá staðizt til lengd- ar. — m. 1 MENNINGARMÁLASTOFNUN SAMEINUÐU ÞJÓDANNA ÞINCS)Á ÞJÓÐVILJANS Eins og skýrt hefur verið frá, liggur nú fyrir Alþingi tillaga ríkisstjórnarinnar til þingsályktunar um heimild til aðildar Islands að Menningar- málastofnun Sameinuðu þjóð- anna (UNESCO). Tillagan er svohljóðandi: ,.AIJ)ingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að gerast fyrir íslands hönd aðili að Menn- ingarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (United Nations Edu- cational, Scientific and Cult- ural Organization) og takast á hendur skyldur þær, sem samkvæmt stofnskrá Menn- ingarmálastofnunarinnar eru aðildinni samfara". Athugasemdir við þingsá- lyktunartillögu þessa eru sern hér segir: UNESCO er ein af sérstofn- unum Sameinuðu þjóðanna og eru öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna nema Suður-Afríka, sem hefur sagt sig úr UNESCO, Portúgal og ísland, nú aðild- ríki að UNESCO. Portúgal hefur þó áheyrnarfulltrúa hjá stofnuninni. Eðlilegt er, að ísland gerist einnig aðildairíki að Menningarmálastofnun Sam- einuðu þjóðanna, og er með tillögu þessari farið fram á heimild handa ríkisstjórninni til þess. Of langt mál yrði að rekja hér hina fjölbreyttu starfsemi UNESCO á sviði fræðslu, vís- inda- og menntamála, en til- gangur stofnunarinnar er að stuðla að friði og öryggi með því að efla samstarf þjóða í milli með fræðsilu-, vísinda- og menningarstarfsemi. Stofnskrá UNESCO, ásamt íslenzkri þýðingu, ér þréntuð sem fylgiskjal með þingsálykt- unartillögu þessarí, og vísast hér með til stofnskrárinnar, þar sem er að íinna allar nánari upplýsingar um starfsemi UNESCO. skipulag og mark- mið. , Stofnunin yeitir alls konar Styrki, sem ísland myndi að einhverju leyti njóta góðs af og er talið Iíklegt, að Island myndi hafa í þessu sambandi talsvert meiri hagnað af þátt- töku í UNESCO en næmi kostn- aðinum af aðildinni, en sá kostnaður. jmmdi fyrir árið 1964, að því er Island varðar, nema kr. 335.400.00, auk byrj- unarframlags að upphæð kr. 57.600.00. Fyrir árin 1965 og 1966 mundi árgjaldið væntan- lega verða um kr. 387.000.00 fyrir hvert ár. Ferðakostnaður í sambandi við aðild Islands að UNESCO ætti ekki að vera mikill, þar sem hasgt er að fela sendiráði íslands í París að annast fundarsetu að mestu leyti, en hins vegar yrði fulltrúi að fara héðan á allsherjarþing UNESCO, sem nú er haldið í París annað hvert ár. Sem fylgiskjal með tillög- unni er prentuð stofnskrá Menningarmálastofnunar Sam- einuöu þjóðanna, sem sam- þykkt var í Lundúnum 16. nóvember 1945 og breytt af aðalbingi á annarri. þriðiu, fjórðu. fimmtu, sjöttu, sjö- undu, áttundu. níundu. tíundu og tólft.u samkomu þess. Upphaf stoí'nskrárinnar er svnhljóðandi: Stjórnir hnirra ríkja. sem að- ilar eru að þessari stofnskrá af hálfu þjóða sinna, Iýsa vfir því: að úr því að styrjaldir hefj- ast í huga manna, þá er það í huga manna, sem aera verð- •r friðnum varmr; að vanþekking manna á s:ð- um .og lifnaðarháttum annarra bióða hefur ávallt í sögu mannskynsins verið algeng orsök þeirrar tortryggni og vantrausts milli þjóða heims, er allt of oft hafa vaJdið því, að úr ágreiningi þeirra hefur orðið styrjöld; að hin mikla og ægilega styrjöld, sem nú er lokið, var styrjöld, sem varð fyrir af- neitun hinna lýðræðislegu grundvallaratriða, mannhelgi, jafnréttis og gagnkvæmrar virðingar manna og fyrir út- breiðslu í þeirra stað, vegna fáfræði og hleypidóma, á kenn- ingunni um misrétti manna og kynþátta; að almenn útbreiðsla rnenn- ingar og menntunar mannkyns- ins i þágu réttlætis, friðar og frelsis sé óhjákvæmileg fyrir mannhedgi og heilög skylda, er allar þjóðir verði að rækja í anda gagnkvæmrar aðstoðar og umhyggju; að friður byggður einvörð- ungu á stjórnmálalegri og efna- hagslegri tilhögun ríkisstjórna yrði ekki friður er tryggt gæti einhuga, varanlegan og einlæg- an stuðning þjóða heims. og að friðinn verði því að byggja, eigi hann ekki að bregðast, á vitsmunalegri og siðgæðislegri samstöðu mannkynsins. Af þessum ástæðum eru rík- in, sem aðilar eru að stofn- skrá þessari og telja, að öll- um beri fullkomin og jöfn að- staða til menntunar, að engar hömlur skuli Iagðar á Ieit að óhlutlægum sannleika og að j frjáls skuli skipti á hugmynd- um og þekkingu, sammála um og staðráðin í því, að stuðla að auknum samskiptum milli þjóða sinna í því skyni að auka gagnkvæman skilning og sann- ari og fullkomnari þekkingu manna á lifnaðarháttum ann- arra. Fyrir þvr stofna þau með sér Menningai-málastofnun Sameinuðu þjóðanna í þeim til- gangi að stuðla að því, með fræðslu-, vísinda og menning- arsamskiptum þjóða heims, að náð verði því markrniði a!- þjóðlegs friðar og almennrar velferðar mannkynsins, er Sam- einuðu þjóðirnar stefna að og lýst er yfir í stofnskrá þeirra. Um markmið og störf UN- ESCO segir svo f stofnskránni: 1. Tilgangur stofnunarinnar er að stuðla að friði og öryggi með því að efla samstarf þjóða í milli með fræðslu-, vísinda- og menningarstarfsemi til þess að auka almenna virðingu fyrir réttlæti, lög- um og mannréttindum og mannfrelsi, sem staðfest er | í stofnskrá Sameinuðu þjóðanna fyrir þjóðir | heimsins, én ti'Hits til kynþáttar, kynferðis, tungu eða trúarbragða. 2. Þessu markmiði hyggst, stofnunin ná með því (a) að taka þátt í því starí'i að auka gagnkvæma þekkingu og skilning þjóða með öllum þeim samskipta. og út- breiðslutækjum, sem ná til fjöldans, og gera í því skyni til- lögur um þá alþjóð- lega samninga, er nauðsynlegir kunna að verða til þess að auðvelda frjálsa út- breiðslu hugmynda í orði og myndum; (b) að miðla nýjum áhrif- um í alþýðufræðslu og útbre'ðslu menn- ingar; með samstarfi við félagsríki. að ósk þeirra, um þróun fræðslustarfsemi; i með því að stofna til samstarfs milli þjóð-: anna í því skyni að, efla hugsjón jafnrétt-1 is um tækifæri til menntunar án tillits • til kynþáttar, kynferð- is eða nokkurs mis- munar vegna efnahags eða félagslegrar að- stöðu; með því að gera tillögur um fræðslu- aðferðir þær, sem bezt eru fallnar til þess að undirbúa börn hvarvetna í heiminum undir þá ábyrgð, sem frelsi fylgir; (c) ad viðhalda, auka og útbreiða þekkingu; með því að tryggja varðveizlu og vernd menningararfiieifðar mannkynsins, bóka, listaverka og minja um söguleg afrek og vísindaleg, og gera tillögur til hlutaðeig- andi þjóða um þær al- þjóðlegar samþykktir, sem þörf er þeirra vegna; með því að hvetja til samvinnu þjóða í milli á öllum sviðum andlegrar starfserhi-, og eru þar með talin skipti milli landa . á fólki, sem starfar áð fræðsliu-, vísinda- og öðnum menningar- málum, skipti á riUim og munum, sem . hafa listrænt eða vísindá- legt gildi, og öðru, sem til fræðslu má verða; með því að hafa frumkvæði að aðferð- um í alþjóðlegu sam- starfi, sem til þess eru ætlaðar að veita öll- um þjóðum aðgahg áð því prentuðu og birtu efni, sem fram hefur komið hjá hverri einni þeirra. 3. Stofnuninni er bannað að skipta sér af málum, sem falla í aðalatriðum undir eigin Iögsögu félagsríkja, með því að æskilegt er fyrir fjölbreytni sakir, að hvert land um sig varð- veiti frjálsa og uppruna- lega menningu og fræðslu- kerfi. Gísli Sigurbjörnsson: Samhjálp í ellinni Gíslí Sigurbjörnsson, forstjóri Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar heiur sent ÞJÖÐVILJ- ANUM eftirfarandi: — Fyrir nokkru var skýrt frá því, að í ráði yæri að koma á stofn í Hveragerði heimili fyrir eldra fólk, sem gæti séð um sig sjálft að öllu leyti. Hefur þetta heimili ný- lega hafið starfsemi sína. Er hér um að ræða nýia leið í vajndamálum ellinnar, og er líklegt, að þessi byrjun, sem er lítil í fyrstu. verði upp- haf að öðru meiru, þegar fram líða stundir. Til starfseminnar hefur venð tekið eitt af húsum stofnunar- innar, fjögur herbergi, stór stofa, eldhús, W.C., bað og geymsla. Verða þarna fjórar konur (þrjár eru þegar komn- ar), sem sjá um sig sjálfar að ölki leyti. Þvotturinn verð- ur þó þveginn fyrir þær. Fá bær frá stofnunni allt tii mat- artilbúnings sem og allar nauð- synjar aðrar til heimilishalds- ins, en öll heimilisstörfin ann- ast þær sjálfar, sem fyrr seg- ir. Vistgjaldið er því kr. 50.00 lægra á dag fyrir hverja eða kr. 80.00, í stað kr. 130. Allar fá konurnar sérher- bergi. en stór setustoia er sam- eiginleg. Eldhúsið er með öllum nauðsynlegum áhöldum og is- skáp. Geymsluherbergið er rúmgott og allur aðbúnaður í húsinu vandaður. Hefir v.erið reyrrt að gera þetta fyrsta heimili samhjálpar eldra 'fólks- ins sem bezt úr garði. Vona ég, að þessi hugrnýnd muni heppnast vel í fram- kvæmd og að ekki muni langt að biða. að starfsemin verði aukin, fyrst í Hveragerði og síðar tekin upp í Reykjavík. Verður á þann hátt von'andi hægt að veita nokkrum vist- pláss til viðbótar, en á því er full þörf. Gísli Sigurbjörnsson. ÓmakSeg ummæli Sunnudaginn 8. des. kom í Morgunblaðinu ritdómur um bók Hugrúnar, Dætur Fjallkon- unnar. ritaður af Erlendi Jóns- syni. Þar sem ég hef lesið um- rædda bók, og að auki ná- kunnugur frú Sigríði Sveins- dóttur, þá langar mig að fara hér nokkrum orðum um. Rit- dómurinn er að mínum dómi bæði ósanngjarn og óviðeigandi* Hinsvegar fer það ekki framhjá mér, að Hugrún hefði mátt glæða frásögnina meira lífi með þeim efniviði er henni var lagt í hendur. öll er frá- sögn sléfct og skýr, en fremur rislítil. Erlendur segir: ,,Ef Hugrún hyggur á framhaldandi sagnaritun, ætti hún að koma sér i kynni við garnlan skútu- karl eða uppgjafa togarajaxl, *" mann sem talar enga tæpitungu og nefn'r hlutina sínum réttu nöírium" Ekki veit ég hversu mikill bókmenntafræðingur þessi Erlendur er, en ansi þykir mér hann spjátrungslegur í dómum og ábendingum til frú Hugrúnar. Hvað viðkemur sögu þessarar konu þá er hún ekki nema stutt ágrip úr hennar við- burðarríku ævi og lýst góðu dugmiklu fólki,7'er hun hafði saman við að sælda. Hinsvegar má lesa út úr þeSs- um ritdómi, að höfundi hans þyki vanta rosalýsingar og; of lítið fjallað um vonfcrJölk En frúrnar virðast hafa'k'omið sér saman um garnla máltækið, að oft má satt kyrrt liggja, enda engum til gagns að vera að tína til vammir og skamm- ir um náungann. Eitt er víst. að frú Sigríður Sveinsdóttir er stórgáfuð hæfileikakona, fjöl- lesin, fróð og hagmœlt vel. Þess vegna hefði ég kosið ævi- sögu hennar ýtarlegri, þótt ég telji feng í þessu ágripi af ævi svo merkrar konu. Reykjavík, 22. desember. Davíð Ó. Grímsson. KIPAUTGCRÐ RIKISINS SKJALDBKEIB vestur um land til Akureyrar 4. janúar 1964. Vörumóttaka fimmturlna vi á&tln Húnfiflóa r>n ^v- r.. ¦ yfirleitt I fjarðar og Dalvíkur. a -¦sfna við fl, Ölafs-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.