Þjóðviljinn - 29.12.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.12.1963, Blaðsíða 5
Sunnudagur 29. desember 1963 HðÐVILIINN SÍBA ÁRMANN VANN HAUST- MÓTIÐISUNDKNATTLEIK Sundknattleikskappar Ármanns að loknum leik við KR. Fremst: Ragnar Vignir (t.v.) og Sigurjón Guðjónsson. Aftari röð frá vinstri: Sæmundur Sigursteinsson, Þorgeir Ólafsson, Pétur Kristjánssoiii Ólafur Guðmundsson og Sólon Sigurðsson. Úrslitaleikurinn í Haustmóti sundknattleiks- manna íór íram 16. des. s. 1. og áttust við hinir ósigrandi Ármenningar og hinir ungu KR-ingar, sem með markvissri þjálíun undanfarinna tveggja ára haía geíið íyrirheit um það að ógna Ármanni verulega. 1 þessum leík munu þeir hafa komizt lengst, því liðin skildu jöfn eftir fyrstu lotu leiksins 1:1, og í byrjun næstu lofcu taka þeir forustu með góðu skoti frá Benedikt Jó- hannssyni. Hann hafði einnig jafnað i fyrstu lotu, eftir að Stefán Ingólfsson hafði skorað fyrsta mark leiksins. Pétur Kristjánsson jafnar 2:2 og nokkru fyrir lok annarar lotu skorar Pétur enn og kom- ast Ármenningar yfir, og endar önnur lota þannig. 1 þriðju lotu er ekkert mark skorað, og var það mikill varnarsigur fyrir KR-inga þvi þeir léku mestan hluta lotunnar með einum manni færra, og segir það ef til vill nokkuð um getu þeirra. Hitt var líka að Armenningar léku illa og virtust ekki kunna að nota sér af aðstöðumunin- um, og var það alvarlegt fyrir svo reyndan flokk. 1 síðustu lotu leiksins skoraði Pétur Kristjánss. eitt mark fyrir Ar- mann og lauk leiknum þannig að Armann vann með 4:2. Armenningar náðu ekki þeim samleik í leik þessum sem svo oft hefur einkennt leik þeirra, og skipulagið var ekki nógu gott, og var þriðja lota tákn- rænt dæmi um það. Það hefur vafalaust truflað Armenninga meira en þeir hafa á augnablikinu áttað sig á, að hinir ungu KR-ingar eru að ná betra sundi, og meiri og meiri keppnisreynslu. Hin aukna sundgeta KR-inga sleit meir i® sundur leik Armenninga, en að hún opnaði þeim sjálfum hreyf- anleik til samleiks, en vafa- laust verður það næsta stig sundflokks KR-inga og má þá Ármann verulega fara að vara sig. Skot Armenninga voru slök, og áttu þeir þau tæk- ifæri, að þeir hefðu átt að skora. En þess má lika geta að þeir komu ekki að tómum J»funum hjá markmanni KR- ÍBga. sem varði oft með prýði er staðsetti sig, þótt ungur, væri, mjög vel í markinu. Þessi frammistaða KR-inga verður áminning til Ármanns að vera vel á verði, en ekki er að efa að gaman verður að fylgjast með leikjum þessara liða i framtíðinni. Þjálfavi Vestur-bæinganna er Magnús Thorvaldsson, og berst hann með þeim í keppninni, og stjórnar með járnaga! Einar Hjartarson, sem nú er loks hættur keppni með Ár- manni, er þjálfari Ármenninga. Þetta var í þriðja sinn sem efnt er til þessa Haustmóts i sundknattleik og hefur Ar- mann unnið í öll þrjú skiptin. Dómari í leiknum var Hall- dór Backmann, og var all- strangur, en ekki var hann öf- undsverður að fylgjast með þessum ,.syndaselum" sem í vatninu voru. Nöfn þessara Haustmeistara Armanns eru: Sigurjón Guðjónsson fyrir- íiði, Ragnar Vignir, Ólafur Guðmundsson, Þorgeir Ólafs- son, Pétur Kristjánsson, Sæ- mundur Sigursteinsson, Sólon Sigurðsson, Siggeir Sig- geirsson, Stefán Ingólfsson og Ingvar Sigfússon, sem er að- eins 15 ára og munu því vera 28 ár á milli yngsta og elsta leikmanns ármanns en Sigur- jón mun vera 43 ára, og geri aðrir betur! Frímann. HRAFNHILDUR HEFUR SETT 9 MET Á ÁRINU Sama kvöldið, sem úrslitaleikur Haustsmóts sundknattl. manna íór fram, var keppt í nokkr- um sundgreinum, þ. á. m. 100 m. bringusundi kvenna, en þar setti Hrafnhildur Guðmunds- dóttir met, og millitími hennar var einnig met. TCmarnir voru : 50 m 37,5 og 100 m 1.21,3. Hún átti bæði metin sem voru 37,9 og 1.21,8. Með metum þessum hefur Hrafnhildur sett 9 met á ár- inu. Er þetta því glæsilegra þar sem Hrafhildur héfur yf- irleitt synt vegalengdirnar án verulegrar keppni. Er erfitt að spá hve miklu betur hún gæti gert, ef hún hefði veru- lega harða keppni. Önnur í sundinu var hin efnilega sundkona Matthiidur Guðmundsdóttir Ármanni, á 1.26,5 og þriðja var Auður Guðjónsdóttir iBK á 1.27,7. HUSGOGN „.___ FRÁ HÚSBÚNAÐI: VALB JÖRK? AKXJREYBI m.a. þetta nýtizkulega söfasettMp 5" i<$~ HUSBtnSTAÐUR HF laugavegi26 simi 3097o .._ _JSAMBAND HÚSGAGNAPRAMLEIÐENDA LÍTIDÁHÚSBÚNAÐINN HJÁ HÚSBÚNAÐI Hrafnhildur Guðmundsdóttir. Guðmundur tapar fyrsta meti sínii. Guðmundur Gislason sem | hefur mörg undanfarin ár verið einvaldur á öllum vega- lengdum og methafi á skrið- stundum,- tapaði fyrsta meti sínu þetta kvöld, og var það hinn efnilegi sundmaður frá Keflavík Davíð Valgarðsson, sem bætti met Guðmundar á 50 m flugsundi drengja, tími hans var 28.3, en gamla met- ið var 28,5, sem lofar miklu, þó það komi ekki svo óvart, eins og framfarir Davíðs hafa verið á undanförnum árum. Annar varð Trausti Júlíus- son Á. 32,9 og þriðji Gunnar Kristjánsson S.H 39,1 Kep'^t var einnig í 1°" tn Framhald á 2. siðu. utan úr heimi TJrl Ástralski hlauparinn Ron Clarke setti s.I. miövikudag nýtt heimsmet í 10 km. hlaupi — 28.15,6 mín. Þetta var í æfingakeppni í Melbourn, og voru aðeins 23 áhorfendur þegar metið var sett. Eldra meti'ð átti Bolotnikoff frá Sovétríkjunum — 28.18,2. Clark segist sjálfur vera hræddur um að hann hafi ekki nógu sterkar taugar í keppni á olympíuleikunum, heldur nái hann beztum ár- angri í keppni við skeið- klukkuna. Kvaðst hann vei'a leginn því að fleiri storhlaup. arar hefðu ekki verið með í methlaupinu, því ella hefði hann ekki getað einbeitt sér sem skyltli. óttir Frímann Helgason setti fyrsta Islandsmótið í handknattleik fyr- ir 25 árum, en Asbjörn Sigurjónsson, form. HSf setti 25. lslands. mótið nú fyrir skömmu. Myndin er tekin af þeim félögum við það tækifæri. — (Ljósm. Bj. Bj.). FYRSTI LEIKUR FH ER I KVÖLD 1 dag verða háðir 8 leikir í íslandsmótinu í handknattleik, þar á meðal tveir leikir í 1. deild karla. Klukkan 14 í dag hefjast leikir í yngri flokkunum og í 2. deild. 1 3. flokki karla keppa ÍR og Haukar frá Hafn- arfirði. I 2. -fflokki karla keppa IBK — KR, Ármann — FH, og Fram og Þróttur. 2. deild. A eftir þessum leikjum fer fram fyrsti leikurinn í 2. deild kaíla og keppa þar Aburnes- ingar og Keflvíkingar. 1. deild. 1 kvöld M. 20.15 hefjast svo leikir í 1. deild, og verða þá háðir tveir leikir. Fyrst mætast FH og KR og síðan ÍR og Vík- ingur. Leikur ÍR og Víkings verður að líkindum jafn og spennandi, og ógerningur er að spá um úrslitin. Þá mun marga fýsa að sjá Hafnfirðingana í keppni, en vitað er að þeir eru í góðri þjálfun og hafa fullan hug á að endurheimta Islands- meistaratitilinn. Þeir sýn<iu það lika í keppni sinni við téfekn- eska liðið Spartak Pizen 'á dögurram, að þeir eru nú senni-- lega skæðari en nokkra sirnii áður. Beztu kjólbariakaupin Hinir ódýru en sterku japönsku NITTO HJÓLBARÐAR Sendum um alSt land úmmíYÍnnustofan hf Skipholti 35 — Reykjavik — Sími 189S5.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.