Þjóðviljinn - 29.12.1963, Side 6

Þjóðviljinn - 29.12.1963, Side 6
g SlÐA ÞJðÐVIUINN Sunnudagur 29. desember 1963 * f NYTIZKU SNJÓHÚS ÍOSLÓ Venjulega dettur okkur í hug umferðateppa eða skíðaferðir, þegar við sjáum snjónum kyngja nið- ur allt í kring um okkur. En húsameistari einn í Osló, Berent Moe, hefur annað í huga — hann er að hugsa um allt, sem hægt er að hyggja úr þessu ódýra efni, sem svífur til jarðar til okkar ofan af himinfestingunni. Ef við tökum hann trúanlegan er það ekkart smáræði, sem hægt er að gera úr snjónum. Húsameistari vill láta byggja bíl- skúra, æskulýðshallir, matstofur o. fl. úr snjó Berent Moe er yfirkennari við húsameistaraskóla höfuð- borgarinnar, sem í fyrra vakti athygli með því að byggja fyrirlestrarsal úr netvörðum snjó. I vetur á að ha.lda á- fram á þessari brautogverða gerðar tilraunir með geymslu á snjó til bygginga. Að því er vitað er, er þetta í fyrsta skipti í mannkynssög- unni, sem húsameistari gerir gagngera vísindalega rann- sókn á snjónum og eiginleik- um hans, með það fyrir aug- um að láta hann koma í stað annarra byggingarefna. Húsið brennur Snjófyrirlestrasalurinn við Bjerke gangbrautina í Osló vakti mikið umtal og var einnig mjög skemmtilegt við- fangsefni fyrir stúdentana við húsameistaraskólann. Þessi salur var ekki svo lítill, rúm- aði 60 manns í sæti. En það sem at.hyg%everðast var í sambandi við þessa byggingu og minna hefur ver- ið talað um, var þegar húsið var rifið. Erfiðleikamir við að rifa bygginguna sönnuðu svart á hvítu hversu gott byggingarefni snjórinn er. Samkvæmt samningi við bæjaryfirvöldin átti að fjar- lægja fyrirlestrasalinn eftir 3 daga. Fengin var ýta til þess að ryðja húsinu um koll, en veggirnir stóðu blýfastir fyrir. Á endannm var ekki önnur lausn en að brenna bygginguna. Bál var kveikt í miðjum salnum en þrátt fyrir allar þessar aðgerðir stóðu veggirnir lengi eftir að jörðin í kring um þá var orðin auð í vorhlákunum. Snjóbílskúrar Þessi tilraun hefur styrkt trú Berents Moe á þetta bygg- ingarefni og hann segir, að mjög margir möguleikar séu fyrir hendi. 1 vetrabkuldunum verða margar þúsundir bíla að standa úti, vegna þess að hörgull er á bílskúmm. Bíl- amir skemmast af því að standa úti og viðgerðir í þessu sambandi kosta bílaeigendur ekki svo lítið fé. — Moe húsa- meistari stingur því upp á því, að vélar vegagerðarinnar verði notaðar á vetrum til þess að byggja bílskúra fyrir bíla, sem standa úti. Bygging- arefnið er ókeypis og vinnu- Snjóhúsið séð að utan. Inngangurinn þótti sérlega frumlegur. •n gengið var inn í fyrirlestrasalinn gegnum gormlaga göng. Ekki er Þessar „hellaristur“ prýddu snjóveggina. Þær em málaðar beint á vcggina og eiga að tákna dularrúnir hú sameistarann a. Umsókn um kostnaði væri hægt að stilla í hóf, einkum þar sem hægt væri að byggja slíkan bílskúr á mjög stuttum tíma. En það eru líka margir aðr- ir möguleikar. Það er hægt að byggja æskulýðahús, skíðafé- lög gætu þannig eignazt sam- komúhús og á þjóðhátíðar- dögum væri hægt að reisa snjóhús á götum úti í staðinn fyrir veitingatjöldin. Æfíng fyrir nemendurna Upprunalega byrjuðu til- raunirnar með snjóhússbygg- ingamar vegna þess að fjár- hagur sikólans leyfði ekki, að stúdentamir fengju að æfa sig á að byggja hús í fullri stærð. — Eg tel það mjög mikils- vert, segir Moe húsameistari, að nemendurnir kynnist ekki aðeins mælingum, útreikning- um og teikningum heldur einnig framkvæmdum. Eg var því á höttunum eftir ódýru byggingarefni í þessu skyni og datt snjórinn í hug, þar sem við höfum nóg af honum og hann flýgur upp í hendurnar á okkur. Eg gaf nemendum mínum það verkefni að teikna fyrir- lestrarsal sem rúmaði 60 manns í sæti. Byggingarefnið átti að vera netvarinn snjór í frosnu ástandi. Til þess að verja hann var hægt að nota útþanið net eða fiskigarn eða eitthvað af liku tagi. Salinn átti að hita upp með opnum eldi og lýsa með lifandi ljósi. Nemendurnir áttu að reisa bygginguna sjálfir og meðan hún stæði átti að nota hana til fyi-irleslra og sýningar á skuggamyndum. Byggingin átti að vera fullgerð á tveim- ur sólarhringum. Fyrst áttu ; nemendurnir að rannsaka mjóinn og eiginleika hans í frosnu og bráðnandj ástandi. Þar að auki áttu þeir að hafa teikningar til reiðu og líkan af mælikvarðanum 1 á móti 50. Næstum eins sterkt og steypa Nemendumir unnu í 2 mán- uði við teikniborðin og siðan Fyrir nokkrum árum hættu tvö elztu og merkustu dag- blöð sænskra sósialdemókrata, Morgontidningen og Afton- tidningen, að koma út, en í staðinn urðu Stockholmstidn- ingen og Aftonbladet að að- alblöðum jafnaðarmanna. Sænska alþýðusambandið hafði þessi tvö blöð nf sænska milljónamæringnum Torsten Kreuger, og höfðu þau áður verið mjög hægrisinnuð og annað þeirra undir sterkum áhrifum nazista. Þótti mörg- um vinsfrimönnum stór- hneyksli, að blöð með svo ijcta fortíð skyldu gerð að höfuðmálgögnum verklýðs- hreyfingarinnar. En þessi blöð döfnuðu bet- ur en hin fyrri og var lengi nokkur hagnaður á útgáfu þeirra. Aftonbladet, sem er síðdegisblað og æsifengnara i var húsið reist á tveimur dög- um. Áður höfðu verið gerðar ýmsar tilraunir með líkanið. Ýtan skóf saman snjónum af svæðinu í kring og eftir að búið var að reisa nelvörnina voru veggirnir hlaðnir upp. uppsetningu, dafnar enn með mestu prýði og var um 24 milljón króna (isl.) hagnaður af því á seinasta ári. Hins vegar er Stockholmstidningen komið á hvínandi kúpuna, og hefur sænska alþýðusamband- ið tapað um 1000 milljónum á blaðinu seinustu árin, þar af um 125 milljónum á árinu, sem er að líða. Lífsbarátta blaðanna Forystumenn sósíaldemó- krata og sænska alþýðusam- bandið ætla nú enn að taka útgáfumálin til nýrrar endur- skoðunar og er nú áformað að leggja niður tvö smærri blöð, sem rekin hafa verið með miklu tapi. Þetta eru Ny Tid í Gautaborg og Kuriren í Udde- valla, sem bæði eru með þekktustu og elzlu málgögn- 'im verklýóskreyfnigarinnar. stöðu safnvarða, 15. des. sl. rann út frestur til þess að skila umsóknum um stöðu safnvarðar við þjóðhátta- deild Þjóðminjasafnsins. Aðems ein umsókn barst og var hún frá Þór Magnússyni fíL kand. nefnd til að fjalla um málið og á hún að athuga leiðir til að halda lifi í dagblöðum landsins. Ríkisstyrkur? í sjónvariísumræðum, sem fjölluðu um blaðadauðann, kom fram sú hugmynd frá Victor Vinde, ritstjóra Stock- holms-Tidningen, að ríkið ætti að styrkja dagblaða.út- gáfu með beinum framlögum. Þessari hugmynd var mjög vel tekið og jafnvel Erlander, forsætisráðherra, lét svo um mælt, að þetta væri góð hug- mynd, sem vert væri að hmg- leiða betur. En horgarapressan var ekíki alveg eins hrifin. Hægriblöðin stóru em alls e'kki svo illa stæð, enda fá þau mikið fleiri auglýsingar en verklýðsblöðin, og sum þeirra eru mikil gróðafyrirtæki. 1 leiðara Dag- ens Nyheter var um það rætt, að réttara væri að rikið veitti hinum pólitísku flokkum bein- an fjárhagsstuðning. Ástæðan er sú, að borgaraflokkarnir eru miklu fátækari að því er talið er en flokkur sósíal- damókrata. PramhaJd á 8. síðu. Rætt í Svíþjóð um ríkisstyrk til dagblaöanna! □ Seinustu 18 árin hafa yfir sextíu dagblöð í Svíþjóð dáið drottni sínum og horfið úr blaða- heiminum. Um áramótin munu tvö elztu blöð jafnaðarmanna hætta að koma út og: líf margra annarra er í hættu. Blaðadauðinn er nú allmik- ið á dagskrá í Skandinavíu og hafa komið fram hugmyndir um, að ríkinu heri skylda til að styrkja dagblöðin og verja þau falli, ef halda eigi uppi lýðræðislegum umræðum. Þessi ákvörðun hefur vakið mikinn úlfaþyt í Svíþjóð og þykir mörgum innan verklýðs- hreyfingarinnar rangt að fóma tveimur baráttumál- gögnum verkalýðsins fyrir dauflitað stórblað. sem auk þess er á hausnum. Sósáal- demókratar hafa nú skipað Séð inn í fyrirlestrasaliim. Oólfið er þakið hálmi. Þegar húsið var opnað safnaðist saman 80 manna hópur, og voru veittar glóðsteiktar pylsur og súpa. Einnig vom sýndar kvikmynd- ir og haldnir fyrirlestrar. Opið eldstæði hitaði salinn upp og lifandi ijós lýsti liann upp. allt gull semglóir Gimsteinasali sænsku konungshirðarinnar hefur verið handtekinn og sak- aður um svik og pretti og er um tugi milljóna að ræða. Við yfirheyrslur hefur hann játað að hafa skipt á gimsteinum og slípuðu gleri í fjölmörg- um skartgripum, sem við- skiptavinimir komu með til viðgerðar. Gimsteina- salinn segist hafa byrjað á þessu árið 1948, en allar götur frá stríðslokum hef- ur hann verið aðalskart- gripasali Stokkhólmsborg- ar og átt viðskipti við flestar tignustu hefðar- meyjar borgarinnar. Hann hefur aðallega stolið stór- um eðalsteinum úr skart- gripunum, en skilið eftir nægilega marga ekta- steima til að varpa notkkr- um ljóma á glerið. Margir Svíar glotta nú að þeirri staðreynd, að mikið af því sem glóir og glit.rar utan á prúðbúmim yfirstéttarfrúm í Stokk- hólmi er bara ómerkilegt gler.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.