Þjóðviljinn - 29.12.1963, Page 7

Þjóðviljinn - 29.12.1963, Page 7
Sunnudagur 29. desember 1963 Veturirm 1926 var' ég ráðinn á m,l3 Ebba frá Akranesi. Ebbi var ca. 9 smálesta bátur, tví- stefnungur einmastra, súðbyrt- ur með Tuxhamvél. Eigandi Ebba var Helgi Ebeneserson í Nesi á Akranesi. (Þá voru öll hús á Akranesi aðgreind með nöfnum en götunöfn og húsnúmer komu skömmu síðar). Skipverjar á Ebba voru: for- maður Guðmundur Þórðarson, Vegamótum (nú Skólabraut 31) Akranesi. Vélamaður Helgi Eb- enesersson, Nesi (nú Kirkju- braut 30) Akranesi. Hásetar: Þórarinn Þórarinsson, Upp- koti (nú Suðurgötu 78) Akra- nesi og Þorvaldur Steinason, Nai-fastöðum, Melasveit. Þá voru einnig tveir beitninga- menn, Þorleifur Sigurðsson, Nesi, og Guðjón Guðmundsson, Melkoti (nú Suðurgötu 121) Akranesi. Beitningapláss hafði Ebbi í skúr við húsið Neðra Sýrupart, en beita og bjóð voru geymd í íshúsi Þórðar Ásmundssonar út,- vegsmanns á Akranesi. Þá voru engir bílar til á Akranesi, svo að bjóðin voru flutt á milli á handvögnum. Ebbi lá við festar á Lamb- húsasundi á milli þess sem hann var í róðri. Þá ver engin bryggja f Lambhúsasundi, en bjóðin voru flutt á skekfcu á miHli Iands og báts. Allur aflinn var seldur upp úr bát til Reykjavíkur og að öllum jafnaði farið þangað beint úr róðri. Fiskurinn var seldur fyrir fyrirfram ákveðið verð til Jóns Guðnasonar fisk- sala. Ekki man ég, hvað verð- ið var á hverri fisktegund fyr- ir sig, en minnir að verð á ýsu hafi verið kr. 0,09 pr. kg., óhausuð og óslægð, enda allur fiskur seldur þannig, kominn á vigt við fiskbúð Jóns við Trýggvágötu. Ebbi lagðist allt- af við Síemsensbryggju, en hún var sem næst beint undan fisk- búðinni. Fiskinum var ekið á handvögnum upp á vigt; vagn- ana lagði Jón Guðnason fisk- kaupmaður til. Þetta var þriðja vetrarvertíð- in, sem Ebbi var gerður út frá Akranesi, en tvær undanfarandi vertíðir hafði Eyleifur Isaksson verið með Ebba og aflað vel á hann. Þá höfðu engir aðrir bátar róið á vetrarvertíð frá Akranesi. Allir Akranesbátar höfðu verið gerðir út frá Sand- gerði til þessa. En nú var Ey- leifur Isaksson með m/b. Víking frá Haraldi Böðvarssyni, og einnig var Valdimar Eyjólfsson með m7b Álft, sem hann átti sjálfur, svo nú réru þrír bátar frá Akranesi að heiman frá sér. Allir lögðu þeir upp aflann í Reykjavík. Ýtt úr vör Það mun hafa verið 6. eða 7. janúar að við fórum í fyrsta róðurinn. Klukkan að ganga 3 f.m. lögðum við þrír af stað . frá Nesi, en þar hélt ég til þessa vertíð. Fyrst var farið að íshúsi Þórðar Ásmundssonar tii þess að ná í bjóðin og aka þeim vestur að Lambhúsasundi; næst var að setja niður skekt- una og bera í hana bjóðin- bá var að róa skektunni út að Ebba og taka bjóðin um borð í hann. Þegar um borð var komið, fór Helgi að undirbúa vélina fyrir gangsetningu. Þetta var glóðarhaus-vél. svo að það tók nokkurn tíma að hita hana upp áður en hægt var að setja hana í gang. Við hinir fórum að losa Ebba frá legufærunum, sem voru stórt akkeri með viðfestri sverri keðju; ekki man ég hvað keðj- an var margir liðir. en liður °r kallað 16 faðma keðja í legu- færum. Ekki var akkerið hreyft úr botni. aðeins dregið það mikið unn af keðiunni að bægr væri að losa t,onnt^f,,,,v,n fvá En hanafætur er keðjan kölluð. HðDVlLJIHN SÍÐA J ÐURINN Eftir Þorvald Steinason sem gengur niður beggja vegna við stefnið og er fest á polla frammi í stafni. Að neðan er hanafætinum fest með keðju- lás við legufærin, og þennan lás þarf að losa. Hanafætumir eru ávallt hafðir í skipinu. Til þess að ná í lásinn á hana- íætinum þarf að hala upp nokkuð af keðjunni; ti'l þess er noluð miklu mjórri keðja, köll- uð upphalari; henni er fest nokkuð neðar í legufærin en hanafætumir. 1 hinum enda upphalarans var kútur eða bauja til þess að halda legu- fæmnum uppi, þótt enginn bátur væri við þau. Þegar búið var að ganga frá legufærunum þannig að hægt væri að sleppa, þegar allt væri tilbúið, lá næst fyrir að ganga þannig frá lóðabelgjum og færum, að fljótlegt væri að an. Þegar ég kom t.d. inn i ís- húsið til þess að taka bjóðin þá varð mér þannig við að mér lá við að æla, en þó varð nú ekki af því í þetta sinn. En sú óþægindakennd sem ég varð fyrir í bjóðageymslunni var alla þá tið sem ég vann við bátana, hvort heldur ég var landmaður eða sjómaður. Jafnvel kom það fyrir að ég spjó næstum þvi um leið og ég kom inn í bjóða- geymsluna. Þegar ég var nú búinn með þau störf sem fyrir lágu, þá fór ég niður í lúkar. Lúkarinn í Ebba var smáskonsa frammí stefni. Engar kojur voru í lúk- arnum, en bekkir sinn með hvorri súð, ekki lengri en það, að rétt var hægt fyrir tvo að liggja á þeim hvor aftur af öðr- um. Við þilið milli lúkars og lestar var lítill kolaofn (kab- yssa). Þegar búið var að kveikja upp í kabyssunni varð mjög fljótlega hlýtt í lúkarn- um. Við Þórarinn lögðum okkur á bekkina og sofnaði Þórarinn fljótlega; ég aftur á móti gat ekki sofnað þvi Ægir karl heimtaði aö ég færði honum Ishús Lofts Loftssonar og Þórðar Asmundssonar 4 Akranesi. kasta þeim út þegar farið væri að, leggja línuna. >á var enn siður að vefja færunum upp á belgina og kom það í minn hlut að gera það. Aftur á móti féll það í hlut Þórarins að blása upp þá belgi sem loft hafði lekið úr. Það var ekki gott starf fyrir sjóveika að blása upp tjörubelgi með þeirri aðferð sem þá var notuð. Rétt þegar við voium búnir að ganga frá legufærunum fór vélin í gang hjá Helga. Brátt kallaði Guðmundur til okkar að sileppa, og gerðist það í skjótri svipan að upphalaranum var sleppt en baujan látin i skektuna, og um leið og Ebbi fékk skrið var skektunni ýtt frá. Róðurinn var hafinn. Guðmundur formaður var við stýrið, Helgi var niðri í vélar- rúmi að gera ýmislegt í sam- bandi við vélina. Við Þórarinn hurfum aftur að færunum og belgjunum. Þegar við vorum að komast út úr sundinu þá kallaði formaður til okkar: ..Biðjið fyrir ykkur í Jesú nafni”. Sjóveikin Þetta sem nú var talið endur- tók sig alla vertíðina með litl- um breytingum. Þessi vertíð og sú næsta, en þá var ég i Grindavík, voru þær einu þar sem ég hef verið sem sjófet-ða- bæn hefur verið lesin. Nú þegar við vorum búnir að ganga frá færum og belgjum, þá áttum við Þórarinn frí frá störfum þar til bvrjað var að leggja línuna. Við vorum þá líka komnir út á rúmsjó og síóveikin var farin að gera vart við sig hiá mér. Ég hafði sem sagt ekki komið á sjó fyrr en betta: bó vdssi ég hað að ég var ekk' laus við sjóveiki. Það hafði bvf ýmist verið tilhlökk- un eða kvíði í huga mér frá því er ég lagði á stað að heim- íórn. Enda varð það svo að ég varð að fara upp á dekk og færa þessa fórn og um leið og ég kom niður aftur frá því að gubba þá gat ég sofnað. Eftir ca. 3 klst. stím þá vor- um við vaktir til þess að fara að leggja línuna. Þetta var áð- ur en lagningsrennan kom til sögunnar; línan var þvi lögð með höndunum. en það verk var bæði erfitt og vandasamt. Fyrst var ljósbaujan látin út. Það var trékútur tvíbotna, en í gegn um kútinn gekk stöng; á efri enda stangarinnar var fest ljóskeri. sem var lítil olíu- lukt í til þess gerðum gtterkassa með trébotni og loki. I hinn enda stangarinnar, sem var miklu styttri, var fest járn- keðjubút sem var nógu þungur til þess að halda stönginni lóð- réttri, en ekki mátti hafa keðj- una of þunga því aldrei mátti kúturinn fara í kaf. Færinu var fest í þar til gerða lykkju sem fest var um stöngina fyrir ofan og neðan kútinn. Ljósbaujan var látin út aftan við vantinn og færið síðan lát- ið rekja sig út, unz því var lok- ið, en i þann enda sem siðar fór út var festur steinn og einnig var línan. sem var úr trolltvinna, fest þar við. Á með- an færið rann út var fyrsta bjóðinu komið fyrir aftan við stýrishúsið, og sá sem lagði tók sér stöðu þar, tilbúinn að láta steinínn fara í hafið, þeg- ar strekkti á linunni. Báturinn fór nú á hægri ferð á meðan lagt var. annars fer það eftir því hve fær lagningsmaðurinn er, hvað ferð bátsvns er mikil á meðan lagt er. Á Ebba var Helgi lagningsmaður og var hann handfljótur að þvi eins og öðrum verkum sem hann vann. Helgi lyftir nú undir línuna úr bióðinu eftir því sem ferð bátsins strekkti á línunni. Fvr'r aftan Helga stóð Þórar- inn og hafði það starf með Gömul mynd frá Akranesi. Bátur liggur við eina bryggjuna. höndum að stoppa af, sem kall- að er, þ.e. ef línan fór eitt- hvað óklár upp úr bjóðinu, þá ,átti Þórarinn að grípa í lín- una og halda i hana þar til búið var að laga það sem með þurfti. Ég aftur á móti hafði það starf að færa bjóðin til lagningsmanns; þau höfðu ver- ið í lest á útleiðinni en verið tekin upp á dekk áður en byrj- að var að leggja. Einnig átti ég að taka tómu bjóðin frá og færa þau bancað sem þau voru geymd, þar til farið var að draga línuna aftur. Svo átti ég einnig að hnýta færin við línuna á bjóðaskilum og kasta út belgjunum. Þetta var raun- verulega auðvelt verk, en samt veittist mér það allerfitt í þetta sinn: bæði var, að ég kunni ekki að standa á dekkinu í velt- ingi og var því alltaf að renna eða jafnvel detta, og svo var sjóveikin alltaf öðruhvoru að heimta skattinn hans Ægis. En einhvernveginn tókst þetta og línan fór í sjóinn. Haldið heim Formaðurinn hafði verið við stýrið á meðan linan var lögð, en nú þegar búið var að leggja þá var sett á íulla ferð og stímað á milli, sem kallað var, þ. e. farið var aftur að þeim stað þar sem byrjað var, stað- næmzt v:ð ljósbaujuna og and- æft þar til farið var að draga línuna, sem að jafnaði var með birtingu að morgni. Það var verk hásetanna að standa baujuvaktina og tók Þórarinn fyrri vaktina að þessu sinni. Ég aftur á móti fór niður og sofnaði fljótlega og var sæmi- lega hress, þegar ég vaknaði aftur til þess að taka seinni törnina á baujuvaktinni. En þegar ég ætlaði að fara að borða þá kom ég engum bita niður, það kom upp úr mér aftur jafnóðum. Með birtingu vakti ég alla til þess að draga línuna. Hæg- viðri var á og sjór sæmilega sléttur þótt mér finndist annað. Þegar línan var dregin var formaðurinn alltaf við stýrið að andæfa inn lóðina. Þórarinn byrjaði að draga en Helgi gogg- aði; ég hafði það starf að draga færi, gera þau upp og blóðga fiskinn. Afli var sæmilegur og ég hamaðist eftir því sem ég gat að draga færin og bióðga fisk á milli þess sem ég ældi! En heldur munu tilþrifin hafa verið lítil í það sinn, nema þá helzt í því síðarnefnda. Þegar búið var að draga nokkur bjóð tók ég við og dró tvö bjóð. Ekki fórst mér það verk vel úr hendi í það sinn. Það var engu líkara en að allir önglamir sæktust eftir því að krækjast í vettlingana mína eða jafnvel í hendurnar og hlífðarfötin, en allt bjargaðist þetta. og engar stórskrámur fékk ég í það sinn. Á meðan við vorum að draga, fór að hvessa af landsuðri, og um það drætti lauk var orðið aHhvasst, en þó átti hann eftir að herða enn meir á. Þegar búið var að draga var tekin stefna á Akranes. Það var venjan að hásetar tækju til skiptis stýristörn á land- stími. Þórarinn tók við stýr- inu, því hann átti að hafa fyrri vaktina, og þannig höfðum við það þangað til þriðji há- setinn bætrist við, að Þórarinn hafði fyrri baujuvakt og stýr- istörn, en ég þé síðari. Ég fór því niður og lagðist á bekkinn. Guðmundur formaður fór einn- ig niður fyrst í stað, en eftir skamma dvöl niðri fór hann upp aftur í stýrishús, því að eins og fyrr var sagt herti veðr- ið og brátt var komið drifarok af suðaustri. Er ég svo vaknaði var ég einn í lúkamum og kvaldist af sjóveiki. Ég varð því nokkuð oft að fara upp í lúkarskappann; lengra þurfti ég ekki að fara því sífellt skol- aði yfir bátinn og þvoði dekkið þótt eitthvað kæmi á það. Þess á milli lá ég á bekknum sem rotaður selur og ekki er ég frá því að ég hafi með sjálfum mér heitið því að fara aldrei á sjó oftar og löng fannst mér land- leiðin, og hefði víst mátt segja um mig eins og sagt var um mjög kunnan stjórnmálamann eitt sinn: Jónasi illa i lestinni leið, hann lá þar og gubbaði og dauða síns beið. En Jónas fékk ekki dauðann í það sinn, og sjóveikin kreisti heldur ekki lif- tóruna úr mér. Góðar móttökur Og til hafnar á Akranesi komum við seint um kvöldið. En þeirri stundu varð ég feginn þegar við vorum bún- ir að koma bjóðunum á hand- vagninn og setja skektuna upp fyrir flæðarmál og héldum af stað heim; ég með nestið mitt ósnert í bitakassanum. En heima í Nesi beið mín heitur matur og hlýtt viðmót hjá gömlu konunni, Ingunni Gunn- arsdóttur, og á eftir vær svefn i góðu rúmi í stað þess að þurfa að veltast á mjóum bekk úti á sjó! Morguninn eftir f góðu veðri fórum við svo með aflann til Reykjavíkur og seldum hann Jóni Guðnasyni fisksala. MANNKYNSSAGA Fyrsta fiskiróðri mínum var lokið, en ekki þeim síðasta. Þorvaldur Sfcinason. Mannkynssaga 1648—1789 cftir Bergstcin Jónsson. Mál og mcnning Rcykjavík 1963. Þegar íslenzk ritmenning stóð i hádegisstað fór því fjarri, að íslendingar einskorð- uðu sagnfræði sína við útsker það. er guð og forlögin höfðu úthlutað þeim. Landfræðilega náði sjóndeildarhringur þeirra frá Grænlandsjöklum til Miklagarðs. eða svo vítt sem norrænir menn fóru ferðir landnáms og ævintýra, og þeir skráðu sögur manna á þessum víðu slóðum. Þeir rituðu sögur af konungum í Garðaríki, þeir færðu í letur sögu Dana, Svía og Norðmanna, voru margs vísari um ævir Rúðujarla í Normandí og konunga á Eng- landi, Skotlandi og írlandi. þeir skráðu sögu Færeyja og Orkneyja og norrænna manna í byggðum Grænlands. Allt eru ’ietta miklar furður og má af hví ráða, að Islendingar hinn- ar fornu ritaldar voru heims- borgarar meiri en margar þær þjóðir Evrópu, er þeim voru samtíða og nú er talinn meiri bógur í. Forfeður vorir á 12. og 13. öld virðast hafa verið forvitnari um hagi annarra þjóða og landa en flestir aðrir innbyggjarar jarðkringlunnar. ef frá eru taldir Arabar. Þegar bókagerð færðist í vöxt á 19. öld vaknaði þessi forvitni aftur í kynstofninum eftir langan svefn. Sagnablöð og Skírnir, tímarit Hins ís- lenzka bókmenntafélags, voru nær eingöngu helguð samtíðar- sögu umheimsins og fluttu ver- aldarsögu líðandi stundar inn í íslenzku kotin. Og árið 1864 réðst Hið íslenzka bókmennta- félag í það stórvirki að gefa út veraldarsögu frá upphafi til miðrar 19. aldar. Á því ári kom út Fornaldarsagan, 252 bls. að stærð, eftir Pál Mel- sted. Síðan tók hver bókin við af annarri: Miðaldasagan, 284 bls. kom út 1866. Nýja sagan í fimm heftum á árunum 1868—1883, samtals 1084 bls. Lok* rak Norðurlandasagan lestina árið 1891, 318 bls. að stærð og var þá þessu mikla verki lokið. Alla þessa sögu skráði Páll Melsteð latínuskólakennari einn, á hinu yndislega og dá- lítið barnslega orðfæri Fjölnis- manna. Mér er enn 1 minni er ég 14 ára gamall komst yfir Miðaldasögu gamla Páls og las hana af slíkri áfergju. sem ég minnist ekki að hafa lesið aðra bók fyrr eða síðar. Seinna las ég alla veraldarsögu hans og ég býst við og veit raunar með vissu að fleirum en mér varð saga hans sönn hungur- vaka: Vakti löngun til að vita meira. Það er ærið fagnaðarefni, að nú þegar öld er liðin frá upp- hafi veraldarsögu Páls Melsteð skuli vera kominn skriður á þá Mannkynssögu, sem Mál og menning hóf að gefa út fyrir rúmum 15 árum. Þá reið As- geir Hjartarson á vaðið og skilaði af sér tveimur bindum ~'-ildarsögu frá upphafi tíma lil 300 e.Kr. Síðan varð all- Framhald á 8. sfðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.