Þjóðviljinn - 29.12.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.12.1963, Blaðsíða 8
3 SÍÐA ÞIÓÐVILIINN Sunnudagur 29. desember 1963 BYFLUGAN Sækir heim sex milljónir rauðsmára til að afla eins kílós af hunangi Býflugan þykir flestum dýrum skynsamari, og furðulegt má heita hverju hún kemur í verk. Hvað skyldu margir vita það, að býflugan get- ur sjálf ráðið því, hvort lirfurnar verða karl- kyns eða kvenkyns! Þetta gerir býflugan með því að fóðra lirfurnar á ákveðinn hátt. Og hvað skeður þegar bý- flugan fer á stjá? Ef tvær drottningar lenda saman í einni býkúpu er einvígi háð upp á lif og dauða; það er einfald- lega ekkert rúm fyrir tvær hátignir. Oftast fer þetta fram á þann hátt, að drottningin unga, nýútklakin, ræðst á hina eldri og gengur af henni dauðri. Þá er hún ein um hituna, nema hún haldi sína leið. Þegar drottningin heldur leiðar sinn- ar fylgir henni f jöldi býflugna, en áður en lagt er af stað safna þasr jafnan allniikium hunangs- forða. Fkjgurnar eru því þung- ar í vöfuin og halda heldur ekki langt. Þegnar drottningar fylgja henni eftir og taka sér bólfestu að fyrirsögn hennar. Samfélag býflugna Það er mikið tap fyrir eig- endur býflugnabúsins, þegar slíkur hópur heldur á braut, Mannkynssaga Nýtízku snjóhús Framhald af 7. síðu. langt hlé á útgáfunni, en árið 1961 kom út nýtt bindi, er fjallaði um tímabilið frá frönsku stjórnarbyltingunni fram til ársins 1848. Jón Guðnason magister skrifaði þetta bindi og hlaut það ágæta dóma. Á miðju þessu ári sem nú er að líða kom enn eitt bindi mannkynssögunnar. eftir Bérgstein Jónsson cand. mag. og segir þar frá sögu heimsins á árunum 1648—1789. Fyrir at- fylgi beggja þessara ungu og efnilegu sagnfræðinga er kom- inn góður skriður á Mann- kynssögu Máls og Menningar og eru nú allar likur á að ekki dragi úr hraðanum framvegis. Á næsta ári mun koma eitt bindi í viöbót, sem tekur þar •við er Ásgeir Hjartarson sleppti og fjallar um formið- aldir, tímabilið frá 300 e.Kr. fram á miðja 11. öld. Ráðgert er að öll Mannkynssagan verði um 15 bindi talsins og er aUt verkið þá verðugur arftaki hinnar fyrri islenzku veraldar- eögu Páls Melsteð. Þetta bindi mannkynssög- unnar er virkjamikil og efnis- rík bók, textinn 448 bls. auk timatals og mannanafnaskrár. Tímabilið 1648—1789 er eitt af hinum flóknu umskiptaskeið- um sögunnar: hið gamla riðar til falls, kalviðir fortiðarinnar eru komnir að niðurlotum. en nýr gróður sprettur um allan völlinn, ekki allsstaðar hár í loftinu, en hans er þó framtíð- in. Hið borgaralega þjóðfélag kapítalismans er að sparka af sér reifum miðaldanna, sums staðar er það farið að ganga sin fyrstu spor óstutt, sums staðar er það kyrkt í vöggu sinni4 enn annars staðar nýtur það umönnunar konunglegra einvaldsstjórna. Þrjár borgara- legar byltingar verða á þessu timabili: á Niðurlöndum, á Englandi og i nýlendum Breta á austurströnd Ameríku. Þess- ara ríkja bíður mikil framtíð, en önnur sem fyrir skömmu voru stórveldi, koðna niður, hin heimsku máttarvöld mið- afcdanna, aðall og kirkja, drepa hina fyrstu sprota borgara- legra lifshátta, og eru ofurliði borin í styrjöldum við hin ungu borgaralegu ríki. svo sem fer fyrir Spáni og Portúgal, eða hverfa bókstaflega af yfir- borði jarðarinnar, svo sem Pólland. Nú hefst hin furðu- lega stórveldasaga hins rúss- neska keisaradæmis, uppdátt- arsýki læsir sig um Osmana- ríkið, gervistórveldi- svo sem Sviþjóð dregur sig aftur inn i þá skel, sem sagan og náttúr- an hafa skapað því, konung- .egt einveldi að frönskum sið breiðist út um nærfellt allt meginland Evrópu, konungs- ættirnar sóa lífi og eignum þegna sinna í mannskæðum styrjöldum, sem eiga sér oftast enga réttlætingu, hin kaldrifj- aða diplómatíska tafl er upp- hafið í ósvikinn svartagaldur, og til þessa tímabils má rekja allar útlínur hinnar sögulegu þróunar á 19. öld, jafnvel allt fram að fyrri heimsstyrjöld. Sögulegt efni þessa timabils er frámunalega óþjált, erfitt að saxa það og koma því í reipin, og ég efast ekki um að höf- undur þessa bindis mannkyns- sögunnar hafi átt marga erf- iða stund er hann var að færa það í bönd. En honum hefur tekizt það — og oft með ágæt- um. Bergsteinn Jónsson hefur þann hátt á gerð bókar sinnar að hann skipar þeim köflum, er fjalla um atvinnulíf, þjóð- félagshætti og andlega menn- ingu fremst í bókina og er það raunar frávik frá þvi, sem tíðkanlegt er í almennum ver- aldarsöguritum. Um slíka nið- urröðun má að sjálfsögðu deila utan enda, en mér finnst hún heppileg á þessu tímabilL Þess- ir upphafskaflar gefa heildar- sýn af tímabilinu og gera margt skiljanlegra af þvi, sem síðar getur í hinni pólitísku sögu. Þá sögu segir höfundur- inn einnig með stöðugri hlið- sjón af efnahagslegum og fé- lagslegum öflum þess mannlífs, er hann lýsir. og oft tekst hon- um að greiða furðulega vel úr hinni margslungnu flækju sögulegra orsakasambanda, sem liggja þó sannarlega ekki allt- af á lausu. 1 annan stað hefur honum heppnazt einstaklega vel að gera hinum hlutlæga ferli sögunnar og leikpersónum sviðsins skil að réttum hlut- föllum, og er það raunar sú þrautin sem þyngst er í allri sagnritun. Ég get í þessu sam- bandi bent á þá kafla bókar- innar, sem fjalla um ensku byltinguna og England á 18. öld. Þetta efni er bæði flókið og vandmeðfarið, enBergsteinn hefur með yfirburðum skilað því lesendum Ijósu og tæru. Bók Bergsteins Jónssonar er einkar fjörlega skrifuð. málið auðugt og stillinn óhátíðlegur, frásögnin hröð og lægðalaus. Ef forvitni íslenzkra lesenda á veraldarsögu verður ekki vak- inn með þessarí bók, þá qr þeim ekki matur bjóðandi. Sverrir Kristjánsson. Hunangi safnað úr marglitu blóminu. og þvi er mikils um vert að finna hópinn áður en hann kemst of langt. Þegar býflug- umar hafa verið í burtu nokkra daga tekur málið að vandast. Þá hafa þær nefnilega etið upp allt hunangið, og eru nú orðn- ar svo léttar á sér, að þær geta með góðu móti flogið allt að tíu km. Þá geta þær tekið sér bólfestu hvar sem þeim helzt lýst, en gjarnan velja þær sér holan trjástofn. Og þangað eru þær ekki auðsóttar. Býflugurn- ar eru nefnilega teknar að mynda sitt eigið samfélag, og þá berjast þær sem bezt þær mega. Samfélag býflugnanna er einkar athyglisvert fyrirbrigði. Á hverju vori fer fram hin árlega hreingerning. Allan vet- urinn hafa býflugurnar lifað á sykri, sem býflugnaeigandinn lætur inn í kúpuna til þeirra á haustin. Þegar kemur fram á vor hafa býfflugurnar étið syk- urinn allan, og þurfa nú að losa sig við úrgangsefnin. Þær gera sér þá Ktið fyrir, fljúga út í sólskinið og létta á sér. Frísk- ar og fjörugar koma þær til baka, tilbúnar að hefja starfið að nýju. Áhrif veðrátt- unnar Við heyrum oft sagt frá hve ill áhrif kalt og rosasamt sum- ar hafi á okkur mennina. Nokkur huggun mætti það þó verða, að lélegt sumar lengir meðalaldur býflugunnar um nokkra daga. Sé sumarið gott, safnast meira hunang, og bý- flugurnar ganga sér einfald- lega til húðar. Ef hann leggst í rosa halda býflugurnar sig hinsvegar innanhúss, taka líf- inu með ró og njóta hvíldar- innar. I góðu veðri eiga býflugurnar óvenju annríkt. Til þess að ná meðalafla af hunangi þarf bý- flugan að vinna hvorki meira né minna en 25.000 klukku- stundir! Að öðru jöfnu getur ein býfluga safnað einu kilói hunangs, en til þess þarf hún að sækja heim sex, milljónir rauðsmára. Og geri aðrir betur! Aðeins eina drottningu! Hunanginu safnar býflugan yfir sumarmánuðina, þá safn- ar hún blómhunangi, en lyng- hunangi safar hún nokkrum mánuðum seinna, þegar lyngið stendur í blóma. Blómhunangi safnar flugan frá rauðsmára og hvitsmára. og frá öðrum fræ- blómum yfirleitt. Það er smekksatriði hvort við kjósum heldur lynghunang eða blóm- hunang. Eigandi býflugnabúsins verd- ur að vera sérstaklega á verði á vorin, þegar klakið fer fram. Ef hann gætir ekki þeim nvan betur að, getur svo farið. að tvær drottningar komi í kúpu, og þá er fjandinn laus. Eig- andinn verður að athuga eggin, og sjái hann drottningaregg sem eru allmiklu stærri en venjuleg egg og því auðþekkt, verður hann að koma þeim fyr- ir kattarnef, svo aðeins sé ein drottning i kúpunni í einu. Þótt undarlegt megi vh-ðast skynja býflugurnar liti. Þær þekkja litinn á sinni eigin kúpu, vita hvar hana er að finna, og sé hún flutt úr stað ruglast býflugurnar og leita hana uppi. (Þýtt úr Friheten). Framhald af 6. síðu. Þeifn var þjappað saman með- því að troða snjóinn niður jafnóðum og sprauta á hann vatni. Unnið var að húsinu í u. þ. b. 8 stiga frosti og þegar byggingunni var lokið hafði öll dýrðin kostað ca. 1800 ísl. krónur. Það sýndi sig, að bygging- arefnið var næstum eins sterkt og stéinsteypa og þvi meira sem snjóaði þeim mun stérkari urðu veggirnir. Moe húsameistari héfur kómizt að þeirri niðurstöðu að í Noregi eigi snjórinn fullan rétt á sér sem byggingarefni: — 1 Noregi tíðkast að hyggja á sumrin og hita svo bygginguna upp á veturna til þess að hún skemmist ekki. En væri ekki hægt að snúa þessu við? Við gætum alveg eins byggt á veturna og hald- ið byggingunni kaldri með frystitæki á sumrin til þess Sáttagerð Aldrei hefur farið fram þýð- ingarmeiri sáttagerð en nú á sér stað í Austur-Þýzkalandi að tilhlutan fólksins og aust- ur-þýzkra stjórnarvalda. Þegar ég skrifa „að tilhlutan fólksins" er það að vísu til- gáta, en staðreyndin er sú, að austur-þýzk stjórnarvöld buðu fólkinu vestan múrsins að heimsækja ættingjana austan megin. Nú skyldi maður ætla, að hvarvetna í heimi hér sé ein- hugur um þetta bænarefni: að heimsökn þessi megi vel lánast og ávextir hennar verða friður og farsæld um gervalla heimsbyggðina. Það er heilshugar jólaósk þeirrar konu. sem þessar lin- ur ritar. Skrifað 23712 G. M. P. að hún skemmist ekki í hitaa» um. Og jafnvel þótt maður kæri sig ekki um að láta húsið standa á sumrin er hægt að geyma netin, sem halda veggjunum saman yfir sum- arið og taka þær fram þegar fer að snjóa. Og til þess að húsin skemmist ekki í hlý- viðristköstum á veturná, vor- in og haustin verðum við að hafa frystitæki í þeim. fSit. W framleiddur meo einkalöyfi' frá ARNESTAD BR0K, Oslo. er'bezti hvild.a,r- stollinn éb heims- markaðnum; þao má stilla. hann i þa, stöðu,sem lxv-exTum. hentarbezt,en auk þess nota senx -venjuleg;a,n . xrug;g:ustol laugavegi 26 simi 20970 M- Flugeldar — Flugeldar í ár höfum við fjölbreyttara úrval en áður af Skrautflugeldum og skipaflugeldum A U K Þ E S S : Marglit blys (12 teg.) — Sólir (4 teg.) — Gloria 5 lita blys — Bengal blys — Jóker blys — Eldfjöll (16 teg.) — Rómversk blys (3 teg.) — Stjörnuregn — Stjörnnljós — Jack Pots — Snjákar o.m.fl. Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á fjölbreytt- asta úrval af skrautflugeldum og skipaflugeldum í öllum stærðum. Gerið innkaupin meðan úrvalið er mest. FLUGELDASALAN Garðastræti 2. — Sími 16770. FLUGELDASALAN Raftækjaverzlunin h.l. ! I Tryggvagötu 23. Sími 18279.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.