Þjóðviljinn - 31.12.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 31.12.1963, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 31. desember 1963 MðÐVIUINN SÍÐA Rætt við Sigurð um Surtlu Batnandi friðar Logandi standa í langri röð, ljósin á gýgjastjaka, kveður Jón Helgason úr sínu land- saðri. Við hringdum í dr. Sig- ttrð Þórarinsson og spurðum haam frétta af ljósadýrðinni, en Sigurður flaug Þarna yfir í gaer. — Hér er að fæðast verk- efni fyrir ömefnanefnd, sagði Sigurður. Annars er lítið um þetta að segja á þessu stigi málsins. Ég endurtek það, að ég tel ekki ástæðu til fyrir Vestmannaeyinga að óttast þetta. Hvað um Helgafell? — Ég get fullyrt, að Helga- fell er búið að vera útdautt í meir en sex þúsund ár. Hvað er sprungan löng? — Um það er ekkert unnt að segja. Slikar sprungur hér á landi eru mjög mismunandi að lengd og mjög sundurslitn- ar. Ég gizka á, að lengd sprungunnar miili Surtseyjar og Surtlu sé rúm sjómíla. En þar er aðeins um ágizkun að ræða. Já, ég kalla þetta Surtlu, eitthvað verður þetta að heita. — Jú, það getur vel verið að þama myndist ný eyja, en úr því verður reynslan að skera. Siglingaleiðin er að sjálfsögðu ótrygg þama, og sjálfsagt að vara við henni. Þegar ég flaug yfir Geirfugla- sker þóttist ég sjá skella á skerinu öldu, sem ætti upp- tök sín í þessari nýju eldstöð. Aldan myndaði svo einsog kamb norðan frá skerinu. — Og svo er þess að lok- trm að geta, að Surtsey er enn að hækka og er orðin 150 til 160 metrar á hæð. Hún held- ur áfram að hlaða utan á sig, og eftir því aukast líkurnar fyrir því að hún standi af sér ágang vatns og vinda og verði trm kyrrt. orfur á næsta ári MOSKVA 30/12 — í dag birti Tass-fréttastofan viðtal við Krúst'joff, þar sem hann kveðst mjög vongóður um batn- andi friðarhorfur á komandi ári. Sagði hann, að friðar- sinnar heimsins byndu miklar vonir við vopnahléð, sem orðið hefur í kalda stríðinu og væntu gagngerra breyt- inga til hins betra í alþjóðamálum. ,,Surtur” lét að sér kveða í gær. Um hádegisbilið tók ljósmyndari Þjóðviljans þessa mynd, en þá var gosið kröftugt. — (Ejósm. A.K.). Þrjátíu togveiðibátar gera út frá Eyjum næstu vertíð Tveir Eyjaþátar fengu síld austur á Meðallandsbugt í fyrrinótt og lönduðu í gær í Eyjum um 600 tunnum hvor. Það voru Ófeigur og Gulltoppur. Annars er undirbúning- ur undir næstu vertíð í Eyjum í fullum gangi og hefst hún þegar eftir áramótin. Rúmlega áttatíu bátar verða gerðir út frá Eyjum á næstu vetrarvertíð og hefst hún með Iínuvertíð sem stendur til 20. marz en þá taka rretin við. Erfiðlega hefur gengið að ráða mannskap á bátana og verða nú fleiri bátar á togveið- VERKAMAN NAFÉLÁGIÐ DAGSBRUN FAGNAÐUR fyrir böm félagsmanna verður haldinn í Iðnó föstudaginn 3. og laug- ardaginn 4. janúar 1964 og hefst kl. 3 e.h. báða dagana. HLJÓM- SVEIT HAUKS MORTHENS leikur og syngur fyrir bömin. — Jóla- sveinn kemur í heimsókn. — VERÐ aðgöngumiða er kr. 40. — Að- göngumiðasala hefst í skrifstofu félagsins 2. janúar. Tekið á móti um en áður og hyggjast stunda þær fram að netatímanum. Á síðustu vertíð stunduðu fimmtán bátar togvertíð frá Eyjum og var það eitt sæmfellt strið við landhelgisgæzluna. Á næstu vertíð stunda senni- lega þrjátíu bátar togveiðar og eru ýsumiðin ekki síður freist- andi innan landhelginnar í ár. Mannekla hefur að öðrum þræði ráðið þessari stefnubreyt- ingu með veiðiaðferð en aðeins þarf sex manna áíhöfn á tog- veiðibát á mótí ellefu á línu- bát. Sérstaklega er erfitt að fá beitingamenn í landi en þeir mega teljast hluti af áhðfn línubátanna. Þannig stunda á næstu vertíð sermilega aðeirrs þrjátíu bátar línuveiðar frá Eyjum en um tuttugu bátar handfæraveiðar. Ennþá mun ekki vera fullráð- ið á alla þessa báta og einnig vantar landverkafólk í frysti- húsin og hefur þetta farið versn- andi ár frá ári. Tass-fréttastofan birti í dag viðtal United Press Internation- al við Krústjoff forsætisráðherra Sovétríkjanna. Segist hann von- góður um batnandi friðarhorfur á næsta ári og sennilega verði gagnger breyting til hins betra í alþjóðamálum. Sagði hann. að Sovétríkin væru reiðubúin að ræða allar tillögur, sem stefndu að betri sambúð milli Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna. Kvaðst Krústjoff halda að Bandaríkin æsktu ekki eftir stríði fremur en Sovétríkin, og væru miklar vonir buPdnar við yfirlýsingu Johnsons Banda- ríkjaforseta um að hann hyggist halda áfram á sömu braut og fyrirrennari hans. Sovétríkin hafa dregið úr út- gjöldum til landvama og hvatti forsætisráðherrann aðrar þjóðir til að gera hið sama. Lauk hann máli sínu á því, að friðsamleg sambúð milli ríkja væri eina lausnin fyrir mann- kynið, því að sigur og ósigur væri ekki lengur til í stríði. Athugasemd frá Þjóðleikhússtjóra 1 tilefni af frásögn Þjóðviljans í fyrradag um frumsýningar- miða Haraldar Bjömssonar leik- ara kom Þjóðleikhússtjóri að máli við blaðið og bað það að taka fram það sem hér fer á eftir: „Meðan Haraldur Bjömsson var meðlimur Þjóðleikhússráðs fékk hann eins og aðrir ráðs- menn tvo frímiða á hverja sýn- ingu, en þegar hann hætti í ráð- inu og Valur Gíslason tók við, fékk Valur að sjálfsögðu þessi sætí. Fastráðnir leikarar Þjóð- leikhússins hafa ekki frímiða á frumsýningar og fá þá ekki þótt þeir hætti störfum fyrir aldurs sakir. Ekki getur Harald- ur hafa átt rétt á miðum sem „skólastjóri Þjóðleikhússskól- ans“, eins og Þjóðviljinn kall- ar hann, því hann hefur aldrei gegnt því starfi“. Sósíalíska kerfið muni áreiðan- lega lifa áfram og sósíalistar vilji ekki byggja framtíð sina á rústum. Samið við yfirmenn á bátunum Um sfðustu helgi náðust samningar milli útgerðar- manna og yfirmanna á bátaflotanum. Samkomu- lagið verður væntanlega lagt fyrir félagsfund við- komandi félaga í dag og verður nánar skýrt frá samningum þegar niður- stæða fæst af þeim fund- um. Samningar hafa nú verið lausir í eitt ár,. en útgerð- armenn sögðu þeim upp sem kunnugt er og kröfð- ust kauplækkana. Hafa félög yfirmanna á báta- flotanum verið í vamar- stöðu síðan, reynt að hnýta aftur þann hnút er raknað hafdi og halda sínum fyrri kjörum. Mun það að mesfcu hafa tekizt. Þá hafa samn- ingar nú verið sundurlið- aðir og gerðir fyrir ver- tíð, síldveiðar og flutninga. Þjóðviljinn mun skýra nánar frá þessum samning- um þegar er þeir verða samþykktir í viðkomandi félögum. ! ! SÆMDUR Rl DDARAK ROSSI HINN 27. DESEMBER sæimdi forseti íslands Einar B. Guðmundsson hæstaréttarlögau. formann stjómar Eimskipafé- lags íslands, riddarakrossi bimi- ar íslenzku fálkaorðu fyrír störf í þágu viðskipta- og samgöngu- mála. Sextíu áramótabrennur pöntunum í dag. Stjómin. 1 kvöld verður kveikt í yfir 60 bálköstum víðsvegar í borginni. Mestar munu brennurnar verða á Klambratúninu og við Ægissíðu og Faxaskjól. — Myndin var tekin í gær, er strákar í elnu borgarhverfaaQ3 voru að leggja síðustu hönd á mikinn bálköst. — (Ljósm. Þjóv. A. Kárason).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.