Þjóðviljinn - 31.12.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.12.1963, Blaðsíða 4
4 SÍÐA Ctgefandi: Samedningarflokfcur albýðu — Sósíalistaflofcfc- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb-i. Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavðrðust 19. Simi 17-500 (5 linuri. Askriftarverð kr. 80 á mánuði. LOGINN ipyrir tveimur áratugum var einn traustasti ■■■ brautryðjandi Sjómannafélags Reykjavíkur spurður hver hann teldi höfuðskilyrði fyrir þró- un og vexti íslenzkra verkalýðssamtaka. Enn er þess full þörf, um áramótin 1963—1964, að svar Jóns Bachs við þeirri spurningu sé rifjað upp, en hann sagði: „Að baráttan verði ekki einskorð- nð um of við togstreituna um kaup og kjör, en meginþunginn lagður, í stað þess, á stjórnmála- baráftuna, þannig að sköpuð verði skilyrði til úr- slitaáhrifa á löggjöfina, til hagsbóta fyrir verka- lýðinn. Stjórnmálin álít ég logann, hitt er reyk- ur í samanburði við þau“. TTe'fði meginþorri alþýðu landsins átt þennan •*•■*■ skarpa skilning á því, hve víðtæk verkalýðs- baráttan er, væri saga ársins 1963 önnur og hor'f- urnar í lífskjaramálum og réttindamálum alþýðu betri að loknu árinu. Enn á þessu ári lét íslenzk ralþýða ónotað tækifæri almennra alþingiskosninga 'til að breyta valdahlutföllum sér í hag. Eftir fjögra ára árásir ríkisstjórnar á lífskjörin, á sjálfa samninga verkalýðsfélaganna, á árangur hvers yerkfalls, árásir sem öll alþýða fann sárt til, lét stór hluti íslenzkra alþýðustétta hafa sig til þess að lyfta ríkisstjórninni á nýjan leik til valda, og kalla með því yfir sig nýjar árásir, nýja óðadýr- tíð, enn meiri vinnuþrælkun. Þannig fer ef al- þýðumaður skilur ekki samhengið milli barátt- unnar um kaup og kjör og stjórnmálabaráttunnar. T verkalýðsfélögunum hafa menn orðið að standa ■*■ í stanzlausri varnarbarátfu við afleiðingarnar af stjórnarstefnu þessarar ríkisstjórnar, og nú eru ekki gerðir kaupsamningar nema til nokkurra mánaða vegna almenns öryggisleysis. Ríkisstjórn- in reyndi að nota nýfenginn meirihluta sinn í kosningunum í sumar til þess að hefja ósvífnari árás á verkalýðssamtökin en gerð hefur verið nokkru sinni, með þvingunarlögum átti að lama viðnámsþrótt verkalýðshreyfingarinnar og skammta svo vinnandi fólki það sem auðburgeisum landsins þóknaðisf. Gegn þeirri árás reis verka- lýðshreyfingin einbeitt og snöggt og knúði ríkis- stjórnina til undanhalds, sem einstætt er í sögu verkalýðshreyfingarinnar, þvingunarlagafrum- varpið var stöðvað svo að segja á því andartaki sem átti að fara að lögfesta það. Sigurinn 9. nóv- ember var forsenda þess að verkföllin miklu í desember voru háð sem lögleg verkföll, og einn- ig forsenda hinnar ómetanlegu samstöðu sem 'tókst í þeim verkföllum, þrátt fyrir einstaka snögga bletti. Þarf mörg ár enn, getur það verið að þurfi ára- tugi enn til þess að alþýða íslands öðlist þá lífsreynslu sem felst í svari sjómannaleiðtogans: skilninginn á gildi stjórnmálabaráttunnar, á nauð- syn þess að alþýðufólk fylki sér þétt saman í þeirri baráttu, láti tortryggni og fyrri væringar víkja, finni leiðir til samstarfs og samstilltra á- taka. Megi nýja árið verða íslenzkri alþýðu ár einingar og sigra. — s. HðÐVILIINN Þriðjudagur 31. desember 1963 I i ! ! Fréttayfírlit á hausti árið 1963 Svífur að vetri, sitthvað er í fréttum: tvistuðu betri bændur í réttum, við lítinn fögnuð íannst á kreiki sérlega mögnuð mæðiveiki um miðhólfið fer ’ún, mikill er hennar kraftur margdrepin er ’ún og marg-gengin aftur. Alltaf er nóg að gera, aldrei er friður, ýmist þarf að skera upp eða niður. Mikið ber nú á brotamönnum, hver dómstóll er nú daglangt í önnum: á góma þar bar nú Guðmundar í höfn, eins og það var nú efnileg fríhöfn; flest var á hreinu en fátt á skítugu í stórmáli einu, sem stóð á tvítugu, það er aldrei að vita, hvað upp snýr á teningnum þegar heiðursmenn strita fyrir hagsmunapeningnum. Og júrista myndimar jórtra sín fræði, meðan feitustu syndimar fymast í næði. f bönkum landsins er lánsfjárkreppa, framtak mannsins í fjötra skal hneppa; margur frávísun fékk þar að sinni, þótt fölsuð ávísun fengi þar inni. Sínum var rúið seðlahlöðum útibúið á Egilsstöðum. Ráðherrar linna reisum erlendis, inál er að kynna ®ér klabbið hérlendis: hróðugir sérlega af síðasta metinu setjast þeir ferlega að súpuketinu. (Ein ráðherramyndin á rússneskum bíl er. — Já, það er mörg syndin, og það er mörg Keeler). Senn ég í næði get saman barið tíkarlegt kvæði um tíðarfarið: það er rigning daglega og roksveljandi, sem gera mann haglega hundrennandi; þá er maður laglega útlítandi. Fyrir bömum skal loka „búllum“ öllum í spánýjum poka — prestaköllum, því saxast fer nú á siðferðisþrekið. Og því miður er nú á þrotum blekið. Læt ég því puði lokið þessu. Mín frú er í stuði, minn ford er í klessu. B. G. 'A I I I I 1 i K rA Sjötugur Asgrímur Gísluson biíreiiurstjórí Fáir munu þeir vera innan rada íslenzkrar verkalýðshreyí- ingar sem tófcu virkan þátt i uppbyggingu samtakannaa, og sem fara enn í dag með for- ustuhlutverk i verkalýðssam- tökunum og hafa gert það nær óslitið alla tíð. Ásgrímur Gíslason, bifreiða- stjóri, varaformaður Vörubil- stjórafélagsins Þróttar sem er sjötugur í dag. er einn þeirra fáu manna, sem hafa allt frá árdögum verkalýðshreyfingar- innar nær óslitið tekið á ein- hvem hátt þátt í uppbyggingu samtakanna og gegnt forustu- hlutverki í þeim. Þeir menn, sem hófu starf- ið. og við það öðlast mjög dýrmæta reynslu, sem vissu- lega hefur komið þeim vel í löngu starfi og orðið þeim reynsiuríkur skóli, hafa vissu- iega á margan hátt séð mik- inn árangur af starfi sínu. Ég, sem þessar línur rita i tilefni sjötugsafmælisins hefi þá reynslu af nánu og ánægju- legu samstarfi við Ásgrím Gíslason í margþættu félags- starfi, að þegar mest á reynir og erfiðleikamir mestir sé hann sterkastur og ætlar sér þá ekki ávallt af. svo að heilsa og kraftar hafa gefið eftir hin seinni árin. Asgrímur Gíslason er einn af stofnendum „Þróttar" og hefir svo sem áður segir nær óslitið gegnt trúnaðarstörfum fyrir samtök vörubílstjóra. Ásgrímur hefur einnig átt sæti í stjóm Alþýðusambands- ins og stjóm Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykja- vík. auk þess, sem hann hefur setið mörg þing Alþýðusam- bands lslands. Þau störf sem Asgrími hafa verið falin, bæði af stétt hans og heildarsamtökum bera þess gleggst vitni hversu mikils trausts hann hefur notið, og segir það óneitanlega ánægju- legustu söguna og sannar hin- um sjötuga heiðursmanni að störf hans hafa verið metin og þökkuð á þann eina hátt sem samtökin hafa vald á, eða með því að sýna honum vax- andi traust, Ég færi Ásgrimi persónulegar hamingjuóskir, og þakkir fyrir drengilegt samstarf og fyrir hönd samtaka okkar færi ég honum og fjölskyldu hans beztu afmælis- og nýárs óskir. E. ö. Halldórí HBur vel eftír atvikum Þjóðviljinn átti í gær tal af móður Halldórs Gests- sonar, piltsins í Tulsa sem nú hefur aftur verið lagður inn á sjúkrahús og skýrði hún svo frá að líðan hans væri góð eftir atvikum. Hún kvaðst hafa hringt vestur á sunnudag til að reyna að hafa tal af honum en það ekki tekizt; aftur á móti hefði henni verið sagt að uppskurðurinn hefði tekizt og líðan Hálldórs væri eftir atvikum góð. Þá kvaðst hún vilja gera at- hugasemd við bá frétt Þjóð- viljans, að Haildór' hefði orðið að fara of snemma af siúkra- húsinu eftir skotárásina vegna féleysis. Hún sagðj; að betta hefði að vísu verið mjng dýrt og gert stórt strik í, reikninginn, en hún hefði bó séð bonum fyr- ir nægu fé til pð standast, straum af siúkrahúsvist svo lengi sem börf var talin á og mundi svo verða jafn lengi og hann þarfnaðist.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.