Þjóðviljinn - 31.12.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 31.12.1963, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 31. desember 1963 ÞlðÐVILIINN SIÐA 7 Hamlet (Gunnar Eyjólfsson) og drottningin (Herdís Þorvaldsdóttir). arfljótt á eftir“ Pétri Gaut, eins og Hóraz segir um brúð- kaup Geirþrúðar drottningar, og hægt er að ofbjóða leikur- um þótt mikilhæfir séu og umleiknir vinsældum og frægð. Það skal strax tekið fram að Gunnar vandar hið torvelda viðfangsefni sitt til hlítar, búinn óvenjmnikilli tækni á okkar mælikvarða, oftlega málsnjall og svo skýr- mæltur að ekkert orð fer for- forgðrðum; hann lifir hlut- verk sitt og spennir hverja taug, og flytur víðfræg eintöl prinsins af íhygli og talsverð- um krafti. TJtHt hans er gott og eflaust nokkuð hefðbundið, og framganga og hreyfingar jafnan fallegar áferðar; rétt- lát reiði ihans og þjáning er oftlega gædd lifandi þrótti — ástrfðuþrunginn og marg- hrjáður maður sem vinnur réttilega samúð áhorfenda. En túlkun hins ágæta leikara skortir þó verulega dýpt og reisn og hæð, við hljótum að vorkenna hinum göfuglynda kóngssyni, en hann hrífur okk- ur ekki nóg: stói-mennið, gáfu- maðurinn og hetjan birtust ekki til hlítar. I munn Ham- lets eru lögð djúpsæjustu og snilldarlegustu orðsvör sem til eru í bókmenntum, og þau urðu Gunnari að vonum víða ofurefli. Leikaranum tekst ekki að sýna nema suma eig- inleika Hamlets í skíru ljósi og því virðist jafnvel sveigj- anleg og sterk framsögn hans helzti einhljóða; geðfeld og aflmikil túlkun hans gagntók okkur ekki eins og ætlazt er til. Róbert Amfinnsson er traustur og gervilegur Kládí- us og skilningur hans og túlk- un vafalaust mjög nærri lagi; að tungutaki hans má sums- staðar finna. Sterkastur er hann þegar kóngurinn stendur upp að lokinni misheppnaðri bænagjörð og ill samvizka nístir hann heljarklóm; lævísi hans og snarræði urðu einnig deginum ljósari. En þrátt fyr- ir allt varð bróðurmorðinginn, valdaræninginn og nautna- seggurinn Kládíus of hvei-s- dagslegur í meðförum hins mikilhæfa leikara — hann var ekki nógu hættulegur, það sópaði blátt áfram ekki nóg að honum, hverju sem um er að kenna. Um ástkonu hans og drottningu Herdísi Þor- valdsdóttur er svipað að segja — hún er glæsileg kona og virðuleg í allri framgöngu og ber með prýði hinn rauða tignarskrúða, jafnungleg syni sínum líkt og drottningin í kvikmynd Sir Laurence Olivi- ers. En veruleg tilþrif voru tæpast í leik hennar, ekki heldur þegar mest reynir á, það er á örlagaríkum einka- fundi móður og sonar; og henni tekst ekki nægilega að birta þá fýsn holdsins sem virðist aðal hinnar breyzku konu. Þá var Rúrik Haralds- son Hóraz vinur Hamlets og sá maður sem hann metur um alla aðra fram, gervilegur og göfugmannlegur eins og ætl- azt er til. En túlkun hans var þó ekki nógu fastmótuð og sterk og framsögnin stundum of losaraleg og óskýr, ekki sízt í lokin, Þannig ollu þessir þrír gáfuðu skapgerðarleikar- ar nokkrum vonbrigðum: „1 Danaveldi er ekki allt með felldu“. Pólóníusi er ágætlega borg- ið í höndum Lárusar Páls- sonar, meitluð og hnittileg skapgerðarlýsing hans vakti verðskuldaða athygli. Þessi aldraði og spillti ráðgjafi er löngu orðinn gamalær, lítil- menni og varmenni í senn, kátbroslegur og næstum bi'jóstumkennanlegur þegar svo ber undir. Lárus hefur oft leikið af meiri þrótti, en á snjalla meðferð hans á ljóðlínum skáldsins er jafn- an ánægja að hlýða. Valur Gíslason sómir sér einnig mjög vel í forkunnargóðu gervi vofunnar föður Haml- ets, hins hrellda anda; þar fer sýnilega mikill höfðingi. Framsögn Vals mætti vera skýrari og auðugri að blæ- brigðum, en röddin er draugs- leg og dimm eins og ætlazt er til . Árni Tryggvason er fyrsti grafari og ver sinn lága sess með mestu prýði, SÓSÍALISTAFFF f REYKJAVÍK JM halda JÓLATRÉSSKEMMTUN fyrir börn félagsmanna sinna í Silf- urtunglinu sunnudaginn 5. jan. n.k. kl. 3 síðdegis. — Dagskrá verð- ur auglýst síðar. — Tekið á móti miðapöntunum í símum 17510, 17512 og 17513. — Miðar afhentir í skrifstofu félaganna Tjarnarg. 20. SÓSÍALISTAFÉLAG REYKJAVÍKUR KVENFÉLAG SÓSÍALISTA Æ. F. R. S^gtveikur og lúinn erfiðis- maður, orðhvatur og orð- heppinn með afbrigðum. Ofelía skipar mi'kilvægt og sérstætt rúm í leiknum og eru fá hlutverkanna hugtæk- ari og stærri; hér er of þung byrði lögð á veikar herðar. Þórunn Magnúsdóttir er korn- ungur leiknemi sem vart hef- ur komið á svið áður, og lítil von til þess að hún fái gert heita ást, sár vonbrigði og vitfirringu hinnar fögru, ein- földu og saklausu stúlku nógu átakanlega og máttuga, enda hvarf hún mjög í skugga ann- arra leikenda. Þórunn hefur góða rödd og syngur snotur- lega, hún vandar orð sín og framgöngu af fremsta megni og ýkir hvergi, en Ofelía varð henni þó sýnilega of- raun; engu að síður má ætla að hún sé efni í leíkkonu. Jóhann Pálsson er mjög geð- þekkur og einlægur leikari, en brást í hlutverki Saertes- ar, lék fremur af krafti en lagni; brýndi röddina svo að oftlega var ógerningur að greina orðsvör hans. Þeir lagsbræðurnir Rósinkrans og Gullinstjarni eru faldir ung- um og lítt reyndum leikurum, Arnari Jónssyni og Gísla Al- freðssyni. Báðir eru fríðir og hofmannlegir, bera vel skart- klæði sín og flytja mál sitt áheyrilega, en reynast of ung- gæðingslegir og góðmannlegir í hlutverkum hinna fláráðu hirðmanna og njósnara; og varla bætir það úr skák að leikstjórinn lætur þá að jafn- aði hlaupa um sviðið á harða- spretti líkt og unglinga í skóla. Bessi Bjarnason lýsir vel fáránlegri tilgerð Osriks og lætur að sér kveða, og þó hefði mátt búast við meiru af hinum mikilhæfa skop- leikara. Það stendur gerðar- þokki af JBvari Kvaran í hlutverki fyrsta leikara og hann fer vel með ljóðlínur kóngsins í leiknum innan leiksins; ljóðið um Hekúbu tekst miður. Kristín Magnús er vel máli farin og við- feldin sem drottning hans og meðleikari, geivið kann ég þó ekki að meta. Varð- mennirnir og fyrirliðarnir Klemenz Jónsson og Valdi- mar Lárusson gera í öllu skyldu sína; enn fleiri koma nokkuð við sögu, og eru sum- ir leiknemar og nýliðar. Leikgestir tóku vel hinni löngu sýningu, klöppuðu fyr- ir hverju atriði og fögnuðu Gunnari Eyjólfssyni mjög innilega í lokin. Þó að jnnis- legt megi að Hamletsýning- unni finna og hún ylli víst fleirum en mér nokkrum von- brigðum, er hún mörgum kostum búin og rétt og skylt að óska henni langra líf- daga. • Á. Hj. ÍÞRÓTTSR Framhald á 2. síðu. nokkrir leikr i yngri flokkun- um á íslandsmótinu í hand- knattleik. 3. fl. karla: Víkingur — Þróttur 16:9 Víkingar náðu algjörum undirtökum í fyrri hálfleik og endaði hann 8:1, en það sner- ist þannig við að síðari hálf- leikur endaði 8:8:. Frímann. Rkranes vann ÍBK 30:22 Siðdegis á sunnudag fóru fram nokkrir leikir í Hand- knattleiksmótinu og fóru þeir þannig: 3. fl. karla b. ÍR—Haukar 14:6: 3. fl. karla a. Þróttur—ÍBK 12:9. 2. fl. karla a. FH—Ármann 18:13. 2. fl. karla a. iR—Haukar 20:12. 2. fl. karla b. Fram—Þrótt- ur 14:10. Gleðilegt nýár! Þökk fyrir viðskiptin á því liðna. Litróf, Einholti 2. Gleðilegt nýárl Þökk fyrir viðskiptin á því liðna. Samband íslenzkra Samrinnufélaga. Gleðilegt nýár! Þökk fyrir viðskiptin á því liðna. Verzlunin Vegur, Framnesvegi 5. Gleðilegt nýár! Þökk fyrir viðskiptin á þvi liðna. Efnagerðin Valur, Fossvogsbletti 42. Gleðilegt nýár! Þökk fyrir viðskiptin á þvi liðna. Vöruhappdrætti S.Í.BÆ Vinnuheimilið að Reykjalundi. Gleðilegt nýár! Þök'k fyrir viðskiptin á því liðna. Vátryggingafélagið h.f., Borgartúni 1. Gleðilegt nýár! Þökk fyrir viðskiptin á því liðna. Vinnufatagerð íslands. Gleðilegt nýár! Þökk fyrir viðskiptin á þvi liðna. Vélsmiðjan Klettur h.f., Vesturgötu 18 — 24, Hafnarfirði. Gleðilegt nýár! Þökk fyrir viðskiptin á því liðna. Vélsm. Sigurðar Einarssonar, Mjölnisholti 14. Gleðilegt nýár! Þökk fyrir viðskiptin á þvi liðna. Cra og skartgripaverzlun Sigurðar Jónassonar, Laugavegi 10. Gleðilegt nýár! Þökk fyrir viðskiptin á þvi liðna. TRÖÐ, Austurstræti. Gleðilegt nýár! ■íkk fyrir viðskiptin á þvi liðna. Veitingahúsið Naust, Vesturgötu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.