Þjóðviljinn - 31.12.1963, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 31.12.1963, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 31. desember 1963 MðÐVIlIINN SlÐA g Elnar Olgeirsson, fonnadur SósíaJistaflokksins. tíðin um nokkurt árabil getur oltið á þvi hvernirr þser velja. Verkalýðurinn, þarmeð tald- ar allar launþegastéttir lands- ins, á valið um það hvort hann lætur ræna sig áfram eins Qg hingað til, — eða hvort hann nær pólitískri samstöðu um að stöðva það rán og hefja tíma- bil stöðugra, varanlegra hækk- ána á kaupmættinum. Kaup- máttur tímakaups lægsta Dags- brúnartaxta var 1. des. 81 á móts við 100 árið 1945 eða 97 á árunum 1956—58 og 99 árið 1959. Það þarf því stór- felld pólitísk átök til þess að vinna upp það, sem tapazt hef- ur, og bæta siðan við. Slíkar samfelldar stöðugar aðgerðir til þcss að hækka raunvcrulcgt kaupgjald vcrka- manna cru óhugsandi án úr- slitaáhrifa verkalýðsins á rík- isvaldið, óhugsandi án þess að brjóta á bak aftur einokun braskaranna á því til verð- bólgugróða. Og forsenda slíkra áhrifa er samstaða verklýðs- samtakanna án tillits til póli- tískra skoðana. Og fram- kvæmd slikra áhrifa er undir því komin að Sósíalistaflokk- urinn og þau samfylkingarsam- tök. sem hann er uppistaðan í. Alþýðubandalagið annarsveg- ar og Alþýðuflokkurinn hins- vegar taki höndum saman í þessu máli, til þess að fram- fylgja lifshagsmunum verk- lýðsstéttarinnar. Það reynir þvi á stéttarlegan og pólitískan broska verkalýðsins, hvar i flokki sem hann stendur, að skapa af ráðnum hug sögu næstu ára með viðbrögðum stéttarinnar á næstu mánuð- um. Atvinnurekendastéttin á einnig valið. Leiðir hennar til harðstjómar; með jámhæl þrælalaga eða eymd heimatil- búinnar kreppu — virðast lok- aðar. ef samstaða og harka verklýðshreyfingarAnnar reyn- W sem nú. — Þó munu ýmis þau öfl í burgeisastéttinni, sem ætíð vilja reyna þessa leið, hvað sem það kostar. Það eru þau nátttröll afturhaldsins, sem aldrei hætta fyrr en þau dag- ar uppi að lokum. — Leið verðbólgunnar er að lojkast. Sumpart mun sameinaður verkalýður brátt loka henni. Sumpart sjá framsýnni menn borgarastéttarinnar að eftir þeirri leið nálgast þeir aðeins hengiflugið margumtalaða með siauknum hraða, því alltaf hallar þvi meir undan sem hraðar er farið. Þó má ekki vanmeta vald og hagsmuni þeirra verðbólgubraskara og launakúgara, sem aðferð þjófa- lykilsins enn heillar. En hvaða leið á þá atvinnu- rekendastétt til, ef þessar all- ar lokast? Heilbrigð öfl I atvinnurek- endastétt eiga þá leið til að vinna með verkalýðnum að heilbrigðri þróun atvinnulifs- ins, með því að tryggja stöðuga, varanlega kauphækkun ár frá ári, knýja fram í sífellu betri skipulagningu framleiðslunnar, fullkomnari vinnslu afurðanna, afnema vinnuþrældóminn, en koma á því kaupgjaldi fyrir 8 tíma sem nú er greitt fyrir 10—11 tíma, o.s.frv. Slík öfl eru til — og það er eins rétt að segja það berlega: Skipulag einkaatvinnureksturs í verzlun og iðnaði mun vart standa mjög lengi á fslandi enn, ef þjófalykill verðbólgunnar eða járhhæll þrælalaga eiga að vera þess eina stoð. (f land- búnaði og smáútgerð hefur rekstur einstaklinga hinsvegar fvllilega sannað sinn tiHveru- rétt og það því betur sem betri samvinna hefur þar tek- izt milli einstaklinganna.) Einkaatvinnurekstur i verzl- un og iðnaði berst því raun- verulega fyrir tilverurétti sín- um með því að taka þátt í heilbrigðri þróun atvinnulífs- ins og hraðri hækkun raun- verulegs kaupmáttar verka- mannalauna. Og það er greini- legt að baráttan á milli heií- brigðra afla annarsvegar og ósvífinna kaupkúgara hinsveg- ar er þegar faáð í herbúðum atvinnurekendastéttarinnar. Forsætisráðherra landsins og formaður Dagsbrúnar áttu sögulegt viðtal snemma í alls- herjarverkfallinu svo sem al- talað er. En nú var íorsætis- ráðherrann Bjami Benedikts- son, er tekið hafði nú bæði við formennsku Sjálfstæðis- flokksins og forsætisráðherra- embættinu af Ólafi Thors. Og þessum forystumönnum hinna andstæðu afla koma saman um svipaða Iausn og síðar varð á verkfallinu. En nú var auðséð að öfl voru að verki, er gera vildu hinum nýja foringja sem erfiðast að feta í fótspor fyrir- rennara síns eftir sáttabraut- inni. Vita þó allir að hvorki skortir Bjarna Benediktsson gáfurnar né sóknarhörkuna til að fylgja fram því, sem hann álítur rétt eða viturlegt eða hvorttveggja. En hann hafði áður gefið róttækar yfirlýsing- ar um nauðsyn 8 tíma vinnu- dags án lækkunar núverandi heildarkaups — og ef tll vill óttuðust afturhaldsöfl meðal annars efndir slíks og fleira, ef honum tækist giftusamlega fyrsta ganga í lausn erfiðs máls. Þyí varð baráttan lengri og harðari en ella heíði orð- ið. — Það má því ætla að innan atvinnurekendastéttar- innar geti orðið hörð átök um hvað gera skuli næstu vikur og mánuði. Báðar aðalvaídastéttir lands- ins, verkalýðurinn og atvinnu- rekendastéttin ganga því undir eldraun næstu vikur, — undir sögulegt próf, þar sem reynir á einingamlja og broska verkalýðsins, forsjálni og þióðhollustu innan borg- arastéttarinnar, — og undir úrslitunum verður það komið hvort fslandssaga næstu ára verður sagan af harvítugri stéttaátökum en nokkru sinni fyrr við harðsvírað afturhald, er einskis svífst í beitingu rik- isvalds til kúgunar og rána gagnvart alþýðu manna — eða hvort heilbrigð Qg friðsamleg þróun mcð ört hækkandi kaup- mætti launa hjá almenningi verður hlutskipti íslenzks þjóð- félags a.m.k. um skeið. ★ Það eru mörg vandamál, sem þjóð vor á við að glíma nú og þarf að leysa, svo sem: 1) Sjárfstæðismálíð, — hið brýna úrlausnarefni að koma hemum burt úr landinu — gera fsland aftur hlutlaust og frjálst og hindra ítök er- lends auðmagns í landinu. 2) ' Þjóðmenningin sjálf er í alvarlegri kreppu. Það er hætta á að samfaengið við þjóðar- erfðina slitni sakir þeirrar borgar-byltingar, sem dynur svo skyndilega yfír oss og ger- ist á nokkrum áratugum, sem annars tók jafnmargar aldir hjá nágrannaþjóðunum. — Og slitni það samhengi er sem þjóðinni væri kippt upp með rótum úr jarðvegi sínrrm og faent á ruslahaug sögunnar eða í öllu falli í þá þjóðadeiglu, sem enginn veit hvað kemur út úr. 3) Félagslegu réttlætismálin: aðbúnaðurúxn að sjúkum, ekki sízt geðsjúkum, ellihrumum, bömum og öðrum, sem útund- an em nú í þjóðfélaginu — og eigi hafa baráttuþrek til að berjast fyrir bættum hag, eins og kúguðum undirstéttum er gefið, — eiga því allt und- ir réttlætiskennd og mannúð meðborgaranna. 4) ' Húsnæðismálin, — sem hver fjölskylda þekkir. — Og þannig mætti lengi telja, sérvandamál dreifbýlisins, landsbyggðarinnar o.s.frv. En því er mál kaupgjalds- ins og verðbólgunnar gert að aðalatriði í þessum hugleið- ingum að þafí er nú í brenni- punkti stéttabaráttunnar á ís- landi. Verkalýðurinn og laun- þegar yfirleitt, þola ekki Ieng- nr þann Sisyphosar-þrældóm, sem þeir haía stundað f 20 ár: að velta bjargi kanpgjaldsins upp á tind fjallsins og verða síðan að horfa á hramm rik- isvaldsins hrinda bjarginu aft- ur niður hlíðarnar. Og borg- arastéttin mun vera að gera sér ljóst að þjóíalykill verð- bólgunnar verður ekki héðan af notaður til lengdar, heldur verður einkaatvinnureksturinn að taka þátt í stórfelldum þjóð- félagslegum framförum, ef hann ætlar að sanna tilverurétt sinn: byggja gróða sinn á endur- bættum atvinnuháttum en ekki verðbólgunni, en hún jafngild- ir því fyrir ráðandi stétt að stela úr sjálís sín hendi. III. Stórfelld tækni- og skipulags- bylting Hvað þarf að gera? Hvað er hægt að gera? Hverjar eru ó- hjákvæmilegar afleiðingar af stöðvun verðbólgu og óhjá- kvæmilegar forsendur fyrir stöðugri og hraðri hækkun kaupmáttar tímakaups? Það er ekki hægt að gera þá þjóðfélagslegu byltingu á Islandi, sem bezt væri og nauð- synlegust: valdatöku alþýðunn- ar til þess að framkvæma sósí- alismann við okkar skilyrði. Enn er ekki meirihluti þjóðar- innar unninn til fylgis við sósí- alismann, stefnu samvinnu og sameignar í þjóðfélagsháttum mannanna. En það þýðir ekki að verka- lýður og aðrar vinnandi stéttir beiti sér ekki að því að skapa allar þær framfarir sem hægt er á grundvelli hins borgara- lega þjóðfélags og sé ekki reiðubúinn til samstarfs við þá. sem að þeim vilja vinna. Samstarf hverra þeirra stétta og flokka. sem skilja hvað gera þarf og þora það, getur orðið íslenzku þjóðfélagi sú lyfti- stöng, er gerbreyti lifskjörum almennings eftir sára lífskjara- rýmun síðustu ára og langa stöðnun. Fyrst er rétt að menn geri sér ljóst hvað leiðir af stöðvun verðbólgu og ákvörðun um stöðuga hækkun kaupmáttar launanna. Fyrir atvinnurekendur þýðir þetta að þeir verða óaflátanlega að vera að endurbæta rekstur sinn, koma á ódýrum hag- kvæmum stórrekstri í stað smáreksturs, sem lítilli hagræð- ingu getur við komið. Það býð- ir ennfremur að þeir verða í sííelhi að reyna að spara út- gjöld til vaxta. húsaleigu o.s. frv. — með öðrum orðum: gera sig í hvívetna færari um að standa undir hærra og hærra kaupgjaldi af eigin ramleik. Og vafalaust þýðir þetta — í þeirri efnahagslegu harðstjóm, sem samkeppni í auðvaldsskipulagi er, — að stærri fyrirtæki, ef vel eru rekin, taka við af hin- um smærri. nema þeir smærri komi á hjá sér skynsamlegri samvinnu í tíma. Fyrir þann fjölda launþega og annarra, sem hafa nýlega komið sér upp fbúð, þýðir stöðvun verðbólgu að þeir verða tafarlaust að knýja fram gerbreytingu í lána- og vaxta- pólitík þjóðarinnar, þvi ella eiga þeir á hættu að missa í- búðir sínar. Hingað til hefur sú kauphækkun, sem knúm hefur verið fram af verklýðs- samtökunum í kjölfar verð- bólgu, hjálpað mörgum til bess að ráða við hinar öru niður- greiðshrr íbúðaverðs. En nú yrði tafarlaust að lengja þau lán, sem nú eru t.d. til 20 ára upp í 50 tiJl 70 ár og lækka vextina niður í 2-3#/o- — öll bankapólitík landsins yrði að breytast, til þess bæði að tryggja afkomu atvinnurekst- urs, húsbyggjenda og annarra. Á öllum sviðum efnahagslífs- ins myndi stöðvun verðbólgu valda gerbreytingu. (** Nú leggja menn fé sitt í í- búðabyggingar. bíla o.s.frv. í staðinn fyrir sparisjóð. — Um leið og íbúðabyggingar hættu að vera sparisjóður og gróða- lind húsabraskara, myndu í- búðabyggingar stórminnka. — nema gerðar væru stórfelldar ráðstafanir til íbúðabygginga af hinn opinbera — og þær yrði tafarlaust að gera. Verðbólga ýtir alltaf undir ðra fjárfestingu og þarmeð mikla atvinnu og eftirspum eftir vinnuafli. Það er því bein hætta á að sé verðbólga stöðvuð f venju- Iegu auðvaldsþjóðfélagi, þáleiði það innan skamms til atvinnu- Ieysís, því í þjóðfélagi. sem að- eins stjómast af gróðavon er skammt öfganna á milli: óða- verðbólgu annarsvegar og at- vinnuleysis hinsvegar. Af stððvun verðbólgu leiðir því að verkalýðshreyfingin verður að koma á heildarstjóm á þjóðarbúskapnum, þannig að tryggð sé full atvinna með heilbrigðu hlutfalii milli skyn- **) Eitt af þvi. sem gerbreyt- ast yrði við stöðvun verðbólgu. er skattgreiðslan. Hún hvílir nú á herðum launþeganna, en gróði atvinnurekenda er að miklu leyti skattfrjáls, ýmist samkvæmt lögum, t.d. i krafti hins dæmalausa ákvæðis um afskriftir miðað við „endur- nýjunarverð“, eða með laga- brotum, þ. e. skattsvikum. Eft- ir stöðvun verðbólgu yrðu skattar á gróða. þarmeð óverð- skuldaðan verðhækkunargróða og á mikla eign meira atriði en nú. en skattar á persónuleg þurftarlaun yrðu gersamlega að hverfa. Og söluskattsfyrir- komulagið allt er auðvitað for- dæmanlegt frá því sjónarmiði að hindra verðbólgu, því sölu- skatturinn er beinlínis ráðstðf- un til að auka verðbólgu. — Og það fordæmda fráleita orð á verðbólgutímum: ..sparnaður" — bæði í opinberum rekstri og annarsstaðar — yrði þá aftur að takast alvarlega. samlegrar fjárfestingar og frareu leiðslustarfs. Og slíkt verður aðeins gert með heildaráætlun um þjóðarbúskapinn, er gerð sé af viti og framkvæmd af samvizkusemi. Reynslan sýnir að ef rétt er að farið, getur slik heildar- áætlun tryggt 5% hagvöxt á mann á ári, sem hér ætti að jafngilda því að kaupmáttur launa verkamanna ætti að geta hækkað um 5% á ári mið- að við: 1) að hlutfall milli fjárfestingar og neyzlu haldist óbreytt, — 2) að hlutfall milli þess hluta þjóðartekna sem renna til auðmanna og verka- manna haldist óbreytt, — 3) að þaö hlutfalí, sem er innan launþeganna sjálfra milli þeirra, er vinna beinlínis að hagvexti — og hinna hald- ist óbreytt.— 4) og að það hlut- fall, sem er á milli þjóðfé- lagslegra fríðinda (trygginga etc) og beinna launa haldist óbreytt. Allt að 5% raunvernleg kauphækkun árlega án verð- bólgu myndi gerbreyta lífs- kjðrum verkamanna og ann- arra launþega á stuttum tíma. Og þegar samtímis yrði gerð sú gerbreyting í áföngum að afnema vinnuþrældóminn að mestu, koma á raunverulegum 8 tima vinnudegi með 10—11 tíma núverandi heildarkaupi, þá þýddi það álíka lífskjara- byltingu fyrir verkamenn eg varð 1942. — En nú hefur verkalýðurinn orðið að horfa upp á það að kaupmáttur dagvinnukaups er allt að þvi 20% undir því sem var 1945 og bætir sér þetta upp með Iengstum vinnudegi í Evrópu. Þegar menn ræða um stöðv- un verðbólgu og stöðuga kaup- hækkun, þá er því nauðsynlegt að menn geri sér ljóst að það krefst sterkrar og góðrar stjómar á búskap þjóðarinnar, þar sem áhrif samtaka alþýðu, verða að vera nógu öflug til að móta stefnuna. — og sam- starfs við þá aðila úr öðrum stéttum og flokkum, sem sýna það í reynd að þeir viija og þora að framkvæma slíka stefnu. En stórhuga og framsýn stjóm, sem styðst við sam- stillta verkalýðshreyfingu og önnur hélztu framfaraöfl þjóð- arinnar, getur gert meir en að stöðva verðbólgu og tryggja öruggar, raunhæfar Iaunahækk- anir. ísland er þrátt fyrir hin miklu stökk áfram í þjóðarbú- skapnum, einkum upp úr sið- ari heimsstyrjöidinni, enn þá frekar frumstætt í iðnaði sín- um. Hin miklu afköst okkar og gífurleg fískframleiðsla á hvem sjómann stafa fyrst og fremst af tækni vorri í sjálf- um fiskveiðunum, sóknhörku og dugnaði sjómanna vorra og hinum gjðfulu miðum. Á þessu sviði fiskveiðanna skörum við fram úr öllum öðr- um þjóðum. En þegar til full- vinnslu fisksins kemur, þá .erum við að vísu stundum jafnokar annarra, en þó oft eftirbátar í skipulagningu og einkum þó í þvi að gera hrá- efnið dýrmætt með niðursuðu og niðurlagningu. Iðnbyltingin í matvælaframleiðslu er enn ófullkomnuð á Islandi. At- vinnurekendur tala um ,.hag- ræðingu” sem mikla framför. Hún er þó 40 ára gömul og þar að auki mörg af fiskiðju- verunum of smá til að full not verði að henni. Kjörorð nútím- ans þá horft er fram er „sjálf- virknin”. Tækniframfarimar nú eru slíkar að ef vér Islendingar einbeitum oss að þvi að taka nýtt stökk í tækni og skipu- lagningu atvinnulífs vors gam- als og nýs og hagnýta allt það fullkomnasta, sem til er í þeim efnum, — sjálfvirkni rafheila o.s.frv. — og skipu- leggja f senn atvinnutækin sjálf, — og það á fyrst og fremst við iðnaðinn, — stærð þeirra, staðsetningu, vinnu- brögð o.s.frv. með hliðsjón af því að þau gefi þjóðfélaginu sem mest, þá getum vér gert nýja tæknibyltingu er skipi oss við hlið fremstu iðnaðar- Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.