Þjóðviljinn - 31.12.1963, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 31.12.1963, Blaðsíða 16
væru svona hugsandi á svip- J inn, en þeir voru víst ný- ■ búnir aö fregna að þeir t fengju kannski sælgætispoka með sér heim. Myndirnar á síðunni tók Ljósm. Þjóðv. Ari Kárason. |j 5 6 skóm. 5) Forstöðukonan, Ida Ingólfsdóttir, bar fram fullar skálar af ljúffengum appel- sínum og þeim var vissulega gerð góð skil. 6) Þessir tveir ungu menn vörðust allra frétta um af hverju þeir Þriðj Jólatrésfagnaður í Steinahlíð Það var kátt á hjalla 1 bamaiieimilinu að Steinahlíð, þegar við litiun þar iim á föstudaginn var. Jólatrés- fagnaður var í fnllnm gangi og óspart sungið og hlegið. Dagheimilið í Steinahlíð tók til starfa haustið 1949 og annast Sumar^jöf rekstur þess. Þar eru að jafnaði 50 böm á aldrinum tveggja til sex ára. Húsnæðið er að vísu lítið, enda var þetta npphaf- lega byggt sem íbúðarhús, en það virtist ekki hafa nein á- hrif á jólagleðina sem þama Ijómaði af hverju andliti. Stórt og fagurlega skreytt jólatré trónaði á miðju gólfi og allir sem vettlingi gátu valdið dönsnðu og sungu af hjartans lyst: „Adam átti syni sjö“, „Nú skal segja“ og „Gekk ég kringum sjó og Iand“ að ógleymdum öllnm fallegu jólasálmunum. Sumir drengjanna höfðu brugðið sér í gervi jóiasveina og mátti þar sjá heillakarl- ana Kertasnikir Gluggagæg- ir, Hurðaskellir o.fl. Forstöðukonan, Ida Ing- ólfsdóttir, og aðstoðarstúlkur hennar gættu þess vel að enginn yrði afskiptur í fagn- aðinum og var þeim tekið með dynjandi fagnaðarópum þegar þær birtust með fullar skálar af sælgæti og appel- sínum. Sagan af Búkollu vakti að vonum verðskuldaða athygli og vildu margir fá að Ieggja sitt til málanna. Þegar við kvöddum og þökknðum fyrir ánægjulega stund í Steinahlíð, ómaði söngurinn á eftir okkur. „Göngum við i kringum einiberjarunn, einiberjarunn, einiberjarunn . . .“ MYNDASKÝRINGAR 1) Sag- an af henni Búkollu var sögð á meðan appelsínunum var sporðrent og það leynir sér ekki að áheyrendurnir hlustuðu af andagt. 2) Litla herramanninum leikur auð- sjáanlega forvitni á að vita hvað stallsystur hans eru að bisa við. 3) Og svo var sung- ið hátt og skörulega: Göng- um við í kringum einiberja- sunn. einiberjarunn .... 4) Jólasveinarnir Kertasníkir og Hurðaskellir vöktu auðvitað mikla hrifningu. það eru nú líka ekki allir jólasveinar sem geta státað af fínum týr- ólahöttum og gljáburstuðum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.