Þjóðviljinn - 08.01.1964, Page 1

Þjóðviljinn - 08.01.1964, Page 1
Miðvikudagur 8. janúar 1964 — 29. argangur 5. tölublað. FJÁRDRÁTTAR ÁKÆRAN EIN VAR í 36 LIÐUM □ Vekjum athygli lesenda á ýtarlegri frásögn um olíumálið, byggða á dóms- skjölum, á 8. síðu ÞJÓÐVILJANS. í gær hófst frásögnin með því að birt var upphaf héraðsdómsins, en í dag er greint frá þeim ákæruatriðum sem snerta fjárdrátt eins hinna sakfelldu meðan hann gegndi störfum forstjóra Olíufélags- ins h.f. — Fylgizt með olíumálinu frá byrjun! ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ FRUMSÝNIR ii LÆÐURNAR ii Á föstudaginn kemur frumsýnir Þjóð- lcikhúsið Ieikritið Læðurnar eftir einn fremsta leikritahöfund Finna, Walentin Corell. Leikstjóri er Baldvin Halldórsson en Iciktjöldin gerð af Gunnari Bjarnasyni. Þýðingu Ieikitsins hefur Vigdís Finnboga- dóttir gert. Leikrit þctta er óvenjulegt að bví leyti að í því cru einvörðungn kvennahlutvcrk alls ellefu að tölu og eru þau öll nokkuð stór. Nánar er sagt frá Ieikritinu og höfundi þess á tólftu síðu. GÓÐ SÍLDVEIÐIÁ SKEIDARÁRDÝPI - OLLIATA-FELOGIN LEGGJAST NÚ Á EITT GEGN LOFTLEIDUM Óvenfuleg mynd - og þó Þessa óvenjulegu mynd — og þó ekki — tók ljósmyndari Þjóð- viljans af götr. á Skólavörðu- holtinu nú um helgina. Myndin er óvenjuleg fyrir þær sakir að það er sjaldgæft á þessum árs- tíma að hcr séu jafnmikil hlý- indi og rigningar og verið hefur undanfarna daga. Hins vegar er það ekkcrt óvenjuleg sjón fyrir Reykvíkinga að sjá götur borg. arinnar i sliku ástandi eftir rigningu. (Ljósm. Þjóðv. A.K.5. Togari til síldarflutninga? Á fundi útgerðarráðs Bæjar- útgerðar Hafnarfjarðar i fyrra- dag skýrði framkvæmdastjórinn frá að beiðni hefði borizt frá Lýsi og Mjöl h.f. um leigu á togara til síldarflutninga. Var framkvæmdastjóranum heimilað að leigja eitt af skip- um útgerðarinnar i þessu skyni ef hagkvæmir jeigusamningar fengjust. Maraþonfundur í trésmiðadeilunni □ Þau átján flugfélög innan IATA, sem ann- ast áætlunarflug yfir Atlanzhaf urðu sammála um það á ráðstefnu sinni í Montreal í gær að lækka fargjöld sín á þessari leið um 20% frá 1. apríl næs'tkomandi. Er búizt við að samn- ingur þar að lútandi verði undirritaður næstu daga. Bandaríska flugfé- lagið Pan American he'f- ur ákveðið að lækka far- gjöld sín á leiðinni NEW YORK — KEFLAVÍK og er þessi ráðstöfun með öðru bersýnilega gerð í þeim tilgangi að ganga að Loftleiðum dauðum. í gær barst íslenzkum stjórnarvöldum bréf frá Pan American þar sem þess er óskað að þau samþykki fyrirhugaða fargjaldalækkun félags- ins. Við höfðum samband við Agnar Kofoed-Hansen, flugmála- stjóra seint i gærkvöld og hafði hann þá setið fund i flugráði allan daginn, þar sem þetta bréf var meðal annars tekið til um- ræðu. Honum fórust þannig orð: „Samkvæmt milliríkjasamn- ingi milli íslands og Bandaríkj- Framhald á 2. síðu. VESTMANNAEYJUM, 7/1 Mikil síldveiði var á Skciðar- árdýpi í fyrrinótt og höfðu síld- arbátar þó skamman tíma til þess að athafna sig, þar sem kominn var haugasjór og fór versnandi eftir því sem leið á nær morgni. Mikið hefur verið að gera í Eyjum í gær og vom sídarbátar famir að losa sild- ina á bryggjurnar og hlóðst síldin þar upp í stórar kasir. Landlega er þó talin verða tvo næstu daga í Eyjum bæði hjá línubátum og síhlarbátum. Vitað var um tvo báta, sem ætluðu fyrir Reykjanes, en urðu að snúa við til Eyja vegna veð- urs. Vitað var um afla þessara skipa og er hann talinn í tunn- um: Kristbjög 100, Bergur 900, Reynir 150, Guðmiindur Þórðar- son 600, Sigurður Bjamarson 750, Ögri 250, Lómur 1000, Vigri 100, Margrét 250, Auðunn 400, Óafur Magnússon EA 1100, Jón Garðar 900, Vonin 1000, Snæ- fell 200, Elliði 500, Hrafn Sveiujamarson 1300 og Engey 800. HUÓP FRAM UM 10 KM ÁRIÐ1890 Þjóðviljinn átti í gær stutt samtal við Jón Eyþórsson veð- urfræðing um hlaupið í Brú- arjökli. Jón kvaðst ekki vera búinn að fá í hendur skýrslu um Ieið- angur þeirra þrememninganna sem Þjóðviljinn sagði frá í gær að fóru á vegum Jöklarannsókn- arfélagsins til þess að kanna framhlaup jökulsins og sagð- ist hann því lítið geta við það bætt sem blaðið hafði eftir þeim í gær. Hann kvaðst þó telja það lík- legt að hlaupið hefði hafizt um miðjan september, en þá hefðu heyrzt á Jökuldal og Fljótsdal miklar drunur í suðurátt Qg héldu menn í fyrstu að þar hefðu verið þotur á ferð en nú þætti líklegt að drunurnar hefðu komið af hlaupi jökuls- ins. Sagði Jón að mestur hraði myndi hafa verið í hlaupinu fyrstu dagana og þá væntan- lega meiri en einn metri á klukkustund eins og þeir þre- menningamir mældu í sinni för um helgina. Um miðjan nóvember flaug Jón ásamt fleirum yfir jökul- inn til þess að kanna hlaupið en skyggni var þá slæmt og sást aðeins að hann var mjög brattur og sundursprunginn. Brúarjökull hljóp síðast 1890 og telur Þorvaldur Thoroddsen að hann hafi þá gengið fram Framhald á 2. síðu I gær klukkan tvö síðdegis hófst fundur sáttasemjara ríkis- ins og samninganefnda tré- smiða, múrara, málara og pípu- lagningamanna. Fundinum var enn ekki iokið er blaðið fór í prentun á miðnætti s.l. Verkfall trésmiða stendur því enn. Stéttarfélög múrara, mál- ara og pípulagningamanna eru hins vegar ekki í verkfalli, en þau eiga aðild að samningaum- leitununum, enda vinna þessi félög eftir uppmælingataxta eins og trésmiðir. Sáttafundurinn, sem hófst í gær, var framhald af sátta- fundinum sem lauk á mánu- dag eftir að hafa staðið í nær- fellt heilan sólarhring. Búist var við því i gærkvöld, að í'und- urinn sem hófst í gær, gæti orðið annar eins maraþonfund- ur. AÐEINS 10 DAGAR EFTIR Nú eru aðeins 10 dagar eft- ir þar til dregið verður í Happdrætti Þjóðviljans 1963. Þessa 10 daga verðum við að halda vel á spöðunum og er áríðandi að allir sem tekið hafa miða til sölu hraði því eftir föngum að gera skil. Menn hér í Reykjavík og nágrenni snúi sér beint til skrifstofu happdrættisins að Týsgölu 3 en þeir sem búa úti á landi geta annað tveggja gert skil hjá næsta umboðsmanni happdrættis- ins eða póstsent skilin beint til oVrifstofunnar að Tvsgötu 3 í Reykjavík. í dag birtum við nöfn um- boðsmanna happdrættisins á Suðurlandi þeim til glöggv- unar sem þar þúa: HVERAGERÐI; Sigmundur Guðmundsson. SELFOSS: Þórmundur Guð- mundsson. EYRARBAKKI. Andrés Jóns- son. STOKKSEYRI: Frímann Sig- urðsson. HELLA: Guðrún Haralds- dóttir. VÍK í MÝRDAL: Guðmund- ur Jóbannesson. VESTMANNAEYJAR; Haf- steinn Stefánsson. Munið að aðalvinningurinn í happdrættinu er fjögurra herbergja íbúð í parhúsi, til- búin undir tréverk og máln- ingu með harðviðar útihurð- um og tvöföldu gleri í glugg- um. Verðmæti þessa eina vinnings er hálf millj. króna, en auk þess eru 10 auka- vinningar að verðmæti frá kr. 2000 til kr 17.000 hver. Tryggið ykkur miða í tíma og hver veit nema þið hafið heppnina með ykkur og hljót- ið íbú*i‘oa eða einhvérn hinna vinninganna krónur. fyrir aðeins 100 I ! ! I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.