Þjóðviljinn - 16.01.1964, Page 7

Þjóðviljinn - 16.01.1964, Page 7
ÞIÚÐVILJINN Fimmtudagur 16. janúar 1964 i I Koma gufuknúnir bílar aftur á markaiinn? Gufuvélin er elzta hita- aflvélin. Gufan myndast við upphitun vatns í gufukatl- inum og er leidd eftir rörum gegmrnt skriðilinn til strokk- anna, þar sem hún knýr bulluna fram og aftur, Hreyfingum bullunnar er sdðan breytt í snúningsorku með hjálp stimpilstangar- innar og sveifarássins. Ventillinn eða skriðillinn er þannig útbúinn að hann hleypir gufunni inn í strokk- inn þegar bullan er í topp- stöðu. Þetta gufuaðstreymi heldur áfram meðan bullan fjarlægist toppstöðuna, síð- an lokast ventillinn en guf- an sem komin er inn í strokkinn þrýstir bullunni niður þar til hún hefur náð neðra slagpunkti. Þá opnast annar ventill sem hleypir gufu inn í strokkinn að neð- an og þrýstir bullunni upp aftur. Gufan sem fyrir var í efra strokkholinu streymir nú fyrirhafnarlaust út um rör efst í strokknum, annað- hvort út í loftið eða þá í gegnum vatns- eða loftkæld- an þétti og breytist þar í vatn, sem síðan er dælt inn í gufuketilinn aftur. Flestar gufuvélar í dag eru tvíverkandi, þ.e.a.s. þrýstingur gufunnar kemur á bulluna ofanfrá og neðan- frá á víxl. Svona tvíverk- andi gufuvél, tveggja strokka, þar sem stimp- illegumar mynda 90 gráða horn á sveifarásnum, fær sem sagt 4 aflslög á hvern snúning sveifarássins, og það jafngildir aflslaga- fjölda 8 strokka fjórgengis benzínvélar. Gufuvél af þessari gerð hefur miklu jafnari og mýkri gang en benzínvélin, að maður tali nú ekki run dieselvélina, og hún hefur einnig þann mikla kost til að bera að hægt er að taka af stað með fullu álagi um leið og gufunni er hleypt á. Þeir sem hafa séð gufu- knúna jámbrautarlest taka af stað og hafa hugleitt hið seiga, kraftmikla átak, sem þarf til að hreyfa langa og þunga lest úr kyrrstöðu, geta gert sér í hugarlund möguleika léttbyggðmr. kraftmikillar gufuvélar í bílum. 1 frásögnum og greinum í bandarískum blöðum um gufubílana, sem voru mjög vinsælir þar vestra frá alda- mótum og framundir 1930, er þessum farartækjum hrósað á hvert reipi. Einn þeirra gufuknúnu bíla sem þá voru hvað vinsælastir vestra var BROOK’s, og skal honum lýst stuttlega. -— Tveggja strokka tvíverk- andi gufuvél er sfcaðsett undir gólfinu framan við Orisending til Sigurðar Bjarnasonar ritstjóra Morgunblaðsins Ég er með þeim ósköpum gerður, að ég les að jafnaði tvö andstæð stjómmálablöð, mér til mjög misjafnrar á- nægju þó, en þau eru Þjóð- viljinn og Morgunblaðið. Laug- ardaginn 4. janúar sl. sá ég grein í Mbl., sem nefnd er „Hrossadrápið á Akureyri“ og í undirfyrirsögn „Athugasemd og yfirlýsing". Grein þessi fjallar um frétt, sem birt var i Mbl. fyrir nokkru, og var sú frétt af ómannúðlegum og ógeðslegum aðförum, er ótíndir menn ruddust á sunnu- degi, vopnaðir skotvopnum, heim á tún á bæ í grennd við Akureyri og skutu þar hest að sjáandi stórum hrossahóp. Hér var þvf um að ræða gróft laga- brot, og í augum allra, sæmi- lega hugsandi manna, and- styggilegan verknað. Eg get ekki betur séð, en bæði fyr- nefnd frétt og „athugasemdin“ við hana, væru þess eðlis að fyllsta ástæða væri til þess að láta fylgja gagnrýni frá ritstjórnarinnar hálfu, en svo reyndist þó ekki. Eða leggja blöðin sjálf kannski aldrei neitt til málanna vegna frétta og annars efnis sem þau birta? Eg hef oft oe margsinnis séð i Mbl. fréttir af illri meðferð á dýrum, og stundum hroða- legri, en ég minnist þess ekki að hafa nokkru sinni séð gerð- ar við þær athugasemdir, eða verknaðurinn gagnrýndur. Þvert á móti hafa þær stund- um, »vo smekklegt sem það er og verið gerðar að æsifregnum og blaðið hefur ekki látið sig muna um að gera út flugleið- angur í því skyni. Sbr. þegar Mbl. sendi flugvél með ljós- myndara héma um árið til þess að Ijósmynda hvaladráp- ið á Vopnafirði, svo geðslegt sem það var. Mbl. hefur þó langbezta aðstöðu allra blaða á íslandi til þess að vinna að mannúðlegri meðferð á dýrum vegna útbreiðslu sinnar og auðmagns, og fjölda tilefna, og veitti sannarlega ekki af, f svo bágbomu ástandi sem þau mál eru hér á landi, en allt kemur fyrir ekki. — Mér hef- ur alltaf þótt þetta miður, og þegar ég sá þessa grein lang- aði mig til þess að hafa tal af einhverjum ritstjóra Mbl. Eg hringdi þvi til Matthíasar Jóhannessen, þar sem ég hef heyrt að hann væri liðlegast- ur þeirra, sem Mbl. stýra, persónulega þekki ég engan þeirra, en ég fekk ekkert svar í síma hans. Hringdi ég þá til Sigurðar Bjamasonar og færði umrædda blaðagrein f tal við hann. Hann kvaðst ekki hafa lesið hana og þótti mér það allundarlegt. Minntist ég þess að fyrir nokkmm áram bað ég blaðamann við Mbl. fyrir smágrein um svipað efni og þetta. En hún þurfti þá að ganga til ritstjóra. Eftir all- langan drátt fékk ég synjun um b'rtingu. og handritið hef ég aldrei séð, enda þótt ég gerði tvær tilraunir til þess SIÐA afturhjólin og tengd við mismunadrifið án gírkassa eða kúplingar. Ketillinn er í „vélarihúsinu“ og vátnskass- inn virkar sem kælir (gufu- BÍLAÞÁTTUR ■ þéttir). Hægt var að hita ketilinn upp í fullan þrýst- ing (ih.u.b. 50 loftþyngdir) á röskri mínútu. Þegar ekið var með 100 ikm hraða á klst. snérist gufuvélin 900 snún/mín., og hámarkshrað- inn var yfir 150 fcm. á tím- ann. Gufubílarnir voru hávaða- lausir og ótrúlega við- bragðsfljótir, jafnvel í sam- anburði við fólksbila í dag, segja bandarískir vélfræð- ingar. Fyrir fáum áram urðu miklar umræður um framtið gufubílaima á sameiginlegri raðstefnu brezkra og banda- rískra vélaverkfræðinga. Ráðstefnan var sammála um að gufuknúinn bfll, byggður eftir nútírna tækni, gæti skotið öllum fjöldafram- leiddum bílum ref fyrir rass — en kostnaðurinn og erfið- leikamir við að umskapa verksmiðjur og endurþjálfa allan þann fjölda bifvéla- virkja og annarra viðgerð- armanna sem þama eiga hlut að máli, gerðu endur- komu gufubílsins þvi nær ó- framkvæmanlega. *i Ef þú setur endurskins- borða á stuðarana á bílnum, þá glifctir á þá af skini bíl- ljósa sem eru í allt að 2.000 metra fjarlægð, en ef þú setur þetta á bílinn þinn, þá mundu að borðamir á fram- stuðaranum eiga að vera hvítir en rauðir að aftan. *l Þið munið eftir gamla ráðinu til að finna hvort loft lekur um slönguventil- inn. örlítið munnvatn á fing- urgóminn og honum síðan brugðið á ventilstútinn. En hvað á þá að gera ef í ljós kemur. að þama sýgur loft út og engin ný ventilpíla við höndina? Ef þú hefur bremsuvökva í verkfæra- töskunni (og það er alveg sjálfsagt að -hafa hann með í bílnum) þá er oft gagn- legt að dreypa örlitlu af vökvanum í ventilinn, en bezt er þó að leggja piluna í bleyti í vökvanum, þá mýk- ist gúmmíið og fellur betur að ventilhálsinum. ★i Upphitaðir vegir. — Rafmagnshitun á steyptum vegum er ekki lengur aðeins draumsýn. Bretar gera nú í vetur umfangsmiklar til- raunir með rafmagnshitun í slitlaginu til þess að hindra ísingu og svellmyndun. Ef til vill kemur í ljós að þetta er óframkvæmanlegt kostn- aðarins vegna, en væri ekki athugandi að reyna þetta hér á landi t.d. á stórbrúm í þéttbýli eða á bryggjum og hafnarbökkum þar sem hálkan getur svo sannar- lega orðið bæði gangandi fólki og akandi lífshættu- leg? ★i Við sem ökum hér um götumar í saltslepjunni sem allt ætlar að drepa, reynum að verja bílana ryði bæði utan og innan með öllum mögulegum ráðum. Það er ekki nóg að hugsa um krómið að utan, við verðum að muna eftir öllum listum og leggingum að innan líka, og gleymið ekki hjólkoppun- um. Makið innan í þá koppafeiti, ef ekki annað betra er við höndina. að nálgast það. — Sigurður Bjamason bauð mér rúm í blaði sínu, fyrir grein, ef ég vissi eitthvað betur um þetta mál en fram hefði komið. Ég var aðeins að átólja að blaðið skyldi ekki gera at- hugasemdir við frétt sem þessa og aðrar slíkar. Ég kvaðst ekki kæra mig um pláss fyrir nein- ar greinar i Mbl., þar sem ég hefði einu sinni leitað til Mbl. í slíkum erindum, en mætt ókurteislegri afgreiðslu og nefndi tiltekinn blaðamann. Sagði Sigurður Bjarnason mig hreinlega ljúga því, og kvað á með þá fullyrðingu sína ekki á sérlega penpíulegan hátt. Sigurður Bjamason tilkynnir mér, sem sagt, að ég sé lyg- ari. Minna mátti það ekki vera, og þakka ég honum kærlega fyrir upplýsingamar, þá veit ég það. Siguröur Bjamason var ekki viðstaddur er ég átti tal við blaðamanninn og get- ur því ekkert um viðskipti okkar fullyrt, hvorki til eða frá. Og víst er um það, að ég mun ekki framar ónáða ritstjóra Mbl., hvorki til eins eða neins. Skaðar ekki að geta þess hér, að ég hef leit- að til ritstjóra Tímans og rit- stjóra Þjóðviljans um birtingu á efni, og mætt hinni mestu alúð og beztu fyrirgreiðslu. Það getur varla talizt smá- atriði að stimpla sér alókunn- an mann kalt og blátt lygara. Ég veit ekki betur en að það varði t.d. við hegningarlögin að kalla mann þjóf, jafnvel þótrt hann sé þjófur, og ef ég man rétt stendur í elzfcu lög- bók Islendinga, Jónsbók að líðanlegri sé þjófur en lygari. En þeir Morgunblaðsmenn era svo vanir að handfjatla lýgina, að ég verð að virða Sigurði Bjamasyni þessa kurteisu og vingjamlegu vísbendingu á betri veg. Ef Sigurður Bjamason efast um að ég fari með rétt mál, sem ég sagði hér að framan um fréttaflutning Mbl., án athugasemda eða gagnrýni, af illri meðferð á dýrum, þá gæti hann t.d. flett nokkrum ár- göngam af blaði sínu. Það ætti ekki að vera óskemmtilegri at- vinna en hvað annað. Og að síðustu þetta: Ég held að það þurfi varla mikla skarpskyggni til þess að komast að raun um, að Morgunblaðið mun ekki vera málsvari þeirra minni- máttar, hvort sem þeir mega mæla eða ekki. Haukur Þ. Oddgcirsson.. Blóðbaðinu í Pan- ama mótmælt í Peking PEKING 13/1 — Kue Mo Jo, háttsettur embættismaður í Kína, hélt í dag hvassyrta ræðu í garð Bandaríkjamanna, og sagði að ekkert væri að marka skraf hins nýja forseta um frið á jörðu. Kvað hann atburðina í Panama sanna þetta, og væri ljóst, að banda- ríski herinn teldi sig hafa rétt til að slátra fólki í öðrum löndum og hertaka lönd þeirra. Sagði ræðumaðurinn, að blóðbaðið í Panama sýndi fram á að Johnson, og einnig fyrir- rennari hans Kennedy, breyttu ekki samkvæmt orðum sínum. í dag safnaðist fólk saman á götum Pekingborgar til þess að mótmæla aðgerðum Banda- ríkjanna í Panama. Auschvitz- réttarhöldin FRANKFURT am MAIN J3/1 — Einn af fangavörðunum I Ausvitzfangabúðunum er fyrir rétti í Frankfurt am Main um þcssar mundir. í dag Ieysti hann frá skjóðunni og sagði réttinum frá ýmsum atburðum, sem hann varð vitni að og tók þátt í x fangabúðunum. M.a. sagði hann, að föngun- um hefði verið skipt í tvo hópa •— þá, sem áttu að fara í gasklefana og hina, sem not- aðir voru í þrælavinnu. Einn- ig sagði hann réttinum frá því hvemig dómur var felldur yf- ir föngunum. Það tók aðeins 1 til 1% mínútu að dæma fanga, sem vörður hafði kvartað undan. Og dómurinn var næstum undantekningar- laust dauðadómur. Slíkir at- burðir voru daglegt brauð í Ausvitz og sagðist fangavörð- urinn muna eftir einum degi, þegar 30 fangar voru skotnir. 10 bús. króna verðlaun fyrir sambandsmerki Á landsþingi Sambands is- lenzkra sveitarfélaga í ágúst- mánuði s.l. var ákveðið að láta gera merki fyrir samband- ið. f framhaldi af því hefur stjórn sambandsins nú boðið út hug- myndasamkeppni um gerð slíks merkis. Heitið er tíu þúsund króna verðlaunum fyrir þá hug- mynd, sem valin verður. Er talið æskilegt að merkið verði ð einhverju leyti táknrænt fyr- ir starfsemi sambandsins. í því eru allir kaupstaðir á land- inu og ílestir hreppamir. Ætlazt er til, að hugmyndum að merkinu sé skilað til skrif- stofu sambandsins fyrir 1. febrú- ar n.k. Tii glöggvunar Iesendum kvikmyndagagnrýninnar skal það tekið fram, að við gefum kvikmyndunum einkunnir. Hæsta einkunn er 6 stjörnur en sú lægsta ein stjarna. KÓPAVOGSBÍÖ: Kraftaverkid Eeikstjórí: Arthur Penn Handrit: William Gibson. **** Kvikmyndin er gerð eft- ir leikriti handritahöfundar um bernsku Hélenar Keller og byggð á ævisögu hennar sjálfrar, sem velflestum mun að einhverju kunn. Helen missir sjón og heym i vöggu og vex upp með foreldrum sínum við alla þá ástúð sem hægt er að auðsýna skyn- lausri veru, en vonlaust tal- ið að aga hana sem venjuleg böm. Tólf ára er hún því orðin líkust viltu dýri, og þrátt fyrir andstöðu móður- innar virðist ekki annað ráð vænna en að koma henni fyrir á fávitahæli. Fyrir bænarstað frú Keller er gerð lokatilraun til að hjálpa baminu, og því feng- in kennslukona, Annie Suli- van og er myndin fyrst og fremst lýsing á þrautseigri baráttu hennar að vekja skilning Helenar og beizla skap hennar og baráttu hennar við Kellerfjölskyld- una að fá að halda áfram starfi sínu og sannfæra hana um, að hægt sé að kenna baminu fleira en að þrífa sig og sitja til borðs með fólki. Árangur þeirrar baráttu og starf Annie Sulivan er alkunnugt og hafði ómetan- lega þýðingu, saga hennar og Helenar er hetjusaga. Þetta er góð mynd með úrvals leikurum í hverju hlutverki. Má þar fyrst nefna Petty Duke í hlutverki Hel- enar litlu og Annie Boncraft sem Annie Sullivan, en þær hlufcu báðar Oscarverðlaun fyrir leik sinn. Frú Keller er leikin af Inge Swenson og er það einkum áhrifa- mikið upphafsatriði myndar- innar sem gefur henni tæki- færi til að sanna ágæti sitt sem leikkonu. Faðirinn, sér- vitur og skapmikill Suður- ríkjamaður og aristókrat, sem enn hefur ekki sætt sig við úrslit borgarastyrjaldar- innar er leikinn af Victor Jorey og sonurinn, kúgaður ónytjungur af Andrew Prine. Höfundum myndarinnar tekst ágætlega að forðast þá augljósu hættu sem efni hennar býr yfir og vottar nær hvergi fyrir væmni en raunalegri sögu fundið mót- vægi með kátbroslegum at- vikum. Islenzkur texti er með myndinni. gerður af Jóni G. Nikulássyni og þó að undir- ritaður hafi ekki séð mynd- ina með það fyrir augum að láta hennar getið á prenti og ekki lesið þann texta. hef- ur hann það eftir trúverðug- um heimildum að hann sé betur gerður en flestir textar sem hér hafa enn sézt með myndum. — Ohj.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.