Þjóðviljinn - 17.04.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.04.1964, Blaðsíða 3
Föstudagur 17. apríl 1961 ÞIÓÐVIUINN SÍDA 3 DPA REK/N FRA MOSKVU vegna fréttarinnar um lát Krústjoffs Notuðu hunda í Auschwitz FRANKFURTH 16/4 — Við réttarhöldin í Frankfurth kom í dag í ljós, að fangaverðirnir í Auschwitz notuðu hunda á fangana. Það var pólskur fangi, sem skýrði frá þessu og lagði hann einnig fyrir réttinn mynda- safn, sem hann hafði komizt yf- ir úr fangabúðunum í Ausch- witz. Söbye fyrir ráðherra KAUPMANNAHÖFN 16/ — Harald Söbye, dans.ki presturinn, sem kallaður var fyrir kirkju- málaráðherra • fyrir skömmu fyrir einum um of hressilegt orðbragð, hefur Viðurkennt að allt sem borið er upp á hann sé sannleikanum samkvæmt. Kveðst hann bæði hafa kallað biskup sinn óþokka og hvatt menn til dáða gegn auðvalds- þjóðfélaginu og konungsvaldinu. Einnig hefur hann viðurkennt að hafa látið sér um munn fara að fnykinn legði af hinni svo- nefndu Siðvæðingu. Brúðkaup önnnrMar- íu drukk’ð í Aþenu í haust KAUPMANNAHÖFN 16/ — Danska hirðin gerði heyrinkunn- ugt í dag, að brúðkaup Önnu- Maríu og Konstantins Grikkja- konungs verði drukkið í Aþenu 18. september. Hærri uonhæð til hernaðar í Svíb’óð en nokkru sinni fyrr STOKKHÖLMI 1674. í nótt gekk sænska þingið endanlega frá f járhagsáætlun ríkisins um vamir landsins. Er þetta hæsta upphæð. sem nokkurn tíma hef- ur verið veitt til varnamála — 4.105 miljónir sænskra króna. Sænskir læknar segja upp stöðum sínum STOKKHÓLMI 1674 310 læknar sögðu upp stöðum sínum í Sví- þjóð í dag. Með þessu eru þeir að undirstrika hversu alvarlegt ástandið sé eftir að samninga- umleitunum lauk milli lækna- samtakanna og þeirra stofnana, sem reka almenningssjúkrahús- in i Svíþjóð. Dómur fallinn AYLESBURY 1674 Dómur féll i dag i lestarránsmálinu mikla í Aylesbury. Tveir hinna á- kærðu voru dæmdir í 30 ára fangelsi, tveir í 25 ára fangelsi, einn í 24 ára fangelsi, einn í 20 ára og loks einn í 3 ár. Ekki fengu þó allir dóm fyrir glæpinn. Unglingaföt frá kr. 298,00. PÓSTSENDUM Kjarakaup Njálsgötu 112. MOSKVU 16/4. V estur-þýzku fréttastofunni DPA, sem bar á- byrgð á fréttinni um lát Krúst- joffs, hefur verið skipað að leggja niður skrifstofu sína í Moskvu, og starfsmönnum fréttastofunnar í Moskvu sagt að yfirgefa höfuðborgina innan eins sólarhrings. DPA setti heiminn á annan endann fyrir nokkrum dögum með því að birta frétt um and- lát Krústjoffs, sem skömmu síðar var borin til baka. Strax , eftir atburðinn sendi fréttastof- I an sovézka utanríkisráðuneyt- inu orðsendingu, þar sem þessi atburður er harmaður og sagt, að hann hafi orðið fyrir m;s- tök og mannlega yfirsjón. Sagði í orðsendingunni. að fréttarit- arinn í Moskvu væri ekki sek- ur um þessi mistök. TASS- fréttastofan segir, að þetta sé ekki í fyrsta sinn, sem vestur- þýzka fréttastofan reyni að þera út uppspunnar fréttir frá Sov- étríkjunum. Brottrekstur DPA kom ekki á óvart og var búizt við þessu bæði í Moskvu og erlendis. Hins vegar kom mönnum á ó- vart hve fresturinn var stutt- ur og sýnir það glögglega hve alvarlegum augum er litið á atburðinn í Sovétríkjunum. Sjóstangaveiði Framhald af 12. síðu. Á fundi með fréttamönnum í gær skýrði stjórn SR frá því að félagið hefði i hyggju að leigja 18 tonna bát í sumar til sjóstangaveiða. Nefnist hann Rán og mun fara í veiðiferðar um helgar. Ennfremur ráðgeri’- félagið veiðiferðir til Breiða- fjarðar eins og gert var í fyrra- sumar. Að lokum þökkuðu forráða- menn SR hafnar- og borgaryfir- völdum ágæta fyrirgreiðslu í sambandi við undirbúning mótsins. Þessi minnisvarði um fórnarlömb sen. hvíia bein margra Frakka, nazista var reistnr i Pcre-La<.haise kirkjugarðinum í París, þar sem létu lífið í Buchcnwaldfangabúðunum. Heillaskeyti frá Mao PEKING og MOSKVU 16/4 — Krústjoff fékk í dag heilla- skeyti í tilefni af sjötugsafmælinu frá Mao Tsetung og fleiri leiðtogum kínverska kommúnistaflokksins þar sem lögð er áherzla á, að misklíðin sem ríkir milli flokkanna tveggja megi ekki skyggja á þá samstöðu, sem þeir hljóta að hafa þegar á ríður. Þjóðhöfðingjar ýmissa landa eru komnir til Moskvu til þess að heiðra Krústjoff á sjötugs- afmælinu, og einnig hefur hon- um borizt mi'kill fjöldi afmælis- skeyta. Meðal þeirra, sem komn- ir eru til Moskvu eru Kekkonen Finnlandsforseti, Novotny for- seti Tékkóslóvakíu, Gomulka formaður pólska kommúnista- flokksins, Kadar forsætisráðherra Ungverjalands og Todor Zjiv- koff, formaður búlgarska komm- únistaflokksins. Hins vegar hef- ur enginn komið frá Rúmeníu, Kína og Albaníu og vekur fjar- vera Rúmena nokkra athygli. kæmi til alls vasru Sovétríkin og Kínverska alþýðulýðveldið samherjar, sem á hættustund muni snúa bökum saman gegn sameiginlegum fjandmanni. Skeytinu lauk með þessum orðum: Lifi einingin og vinátt- an milli sovézku og kínversku þjóðanna og byltingarkenningar Marx og Leníns! Skeytið var undirritað af Mao Tsetung, Liu Sjá Sji forseta, Sjú Enlæ þing- leiðtoga og forsætisráðherra. Einnig barst Krústjoff skeyti frá Lyndon B. Johnson Banda- ríkjaforseta, en efni þess hefur enn ekki verið birt. Skipulag Skeyti frá Mao 1 skeytinu var lögð á það rík áherzla, að hugsjónaágreiningur kínverska og sovézka flokksins myndi taka enda og þegar allt CHAPLIN 75 ára - Aldrei hressari LrKNF 1674. Kvikmynda- leikarinn Charlie Chaplin átti i dag 75 ára afmæli. Þau hjónin voru að heim- an í dag og vissi enginn hvert þau fóru. Hamingju- óskimar streymdu heim til hans í villuna við Genfar- vatn. Chaplin er nýkominn frá írlandi þar sem hann dvaldi við að skrifa end- urminningar gínar. Fjáreigendur Framhald af 1. síðu. söguerindi á fundinum og deildu hart á frumvarpið en síðan töluðu bæði Auður og Alfreð, gerðu grein fyrir frum- varpinu og tilgangi þess. Einn- ig talaði Hafliði Jónsson og bentu þeir Alfi-eð og hann á það mikla tjón er garðeigend- ur í Reykjavík yrðu fyrir af völdum sauðfjár. Miklar umræður urðu á fund- inum og deildu fjáreigendur hart á frumvarpið og flytj- endur þess svo og á Hafliða en þeir Alfreð og Hafliði svör- uðu aftur ádeilunum. Stóð fund urinn fram á nótt. í fundarlok var samþykkt einróma tillaga þar sem skorað er á Alþingi að endurskoða afstöðu síha til frumvarpsins og fella það. Andstæðingar sauðfjárhaldg í Reykjavík, landleigjendur og eigendur garða hyggja nú á gagnsókn á hendur sauðfjár- eigendum og hafa þeir boðað til annars fundar í Skátaheim- ilinu í kvöld. Virðist mikil harka vera að færast í þetta mál. Framhald af 1. síðu. Ilailgrímssonar, héldu þeir Gísli Halldórsson, arkitekt, og Þór Sandholt, skólastjóri, uppi vörn- um fyrir þessa ákvörðun. Töldu þeir ekki eðlilegt að setja frek- ari hömlur en fyrir eru um uppbyggingu miðbæjarins, enda sé þessi nýtingaraukning „að- eins“ 28% eins og Gísli komst að orði. Tillaga Guðmundar var sem ' fyrr segir felld með 11 atkvæð- j um. Þá var og visað frá tillögu hans þess efnis að boðið skuli til samkeppni með íslenzkum arkitektum um sem flesta þætti skipulagsins, en þó einkum mið- bæinn og væntanlegt íbúðar- hverfi í Breiðholti. Ben Bella á flokksþingi: Burt með borg- aralegan hugsun- arhátt ALSÍR 16/4. Ben Bella forseti Alsír setti í dag fyrsta flokks- þing FLN-flokksins. Gekk ræða hans út á að nauðsynlegt sé að losna við síðustu leifamar af auðvaldsþjóðfélaginu, sem enn séu alltof áberandi í Alsír. Réðst hann harkalega á borg- aralegan hugsunarhátt, sem þyrfti að upræta f flokknum. stjómin væri með áætlanir prjónunum varðandi hámarks- laun og einnig ætti að hafa mun strangara eftirlit með utai isverzluninni. en hins vega nauðsynlegt að fá erlenda fræðinga til þess að aðstoða við uppbyggingu efnahagsins. Kjörorð sitt kvað hann vera: Allt af fólkinu — allt fólkið. f kvöld leika Víkingur og norska liðið Fredensborg á Hálogalandi. Þetta er fyrsta keppni þessa ágæta norska handknattleiksliðs hér á landi, og mun marga eflaust langa til að sjá þá leika listir sín- ar. Á sunnudag keppir Fredens- borg svo við landsliðið í í- þróttahúsinu é Keflavíkur- flugvelli. Á myndinni sést einn af leik- mönnum Fredensborg í keppni Það er Finn Arne Johannsen, en hann hefur 26 sinnum keppt með norska landsliðinu. | Eftírlitsmaður óskast nú þegar til að hafa ums’jón með bygging- arframkvæmdum Raunvísindastofnunar Háskólans. Umsóknir með upplýsingum um reynslu og kaup- kröfur sendist Háskóla íslands fyrir 23. þ.m. Frekari upplýsingar veitir Skarphéðinn Jóhanns- son arkitekt. Byggingarnefnd Raunvísindastofnunar Háskólans. STÚLKA óskast í bóka- og rit'fangaverzlun í miðbæn- um. Tilboð með upplýsingum um mennt- un og fyrri störf, sendist afgr. Þjóðviljans merkt: „Áhugasöm ’64“. ÚTB0Ð Tilboð óskast í að byggja viðbyggingu við Vara- stöðina við Elliðaár. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri, Von- . arstræti 8, gegn 4000 króna skilatryggingu. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. Auglýsing um áburðarverð Heildsöluverð á eftirtöldum áburðartegundum er ákveðið þannig fyrir árið 1964: Hver smálest Nitrofosfat 20% N. 20% P205 .. Kr. 3.120,— Þrífosfat 45% P205 .... — 2.960,— Kalí, klórsúrt, 50% K20 — 2.040,— Kalí, brennisteinssúrt 50% K20 ... .... — 2.720,— Blandaður garðáburður 9-14-14 ... .... — 3.300,— Kalkammon 26% N Kalksaltpétur 15,5% N — 2.180,— Tröllamjöl 20,5% N — 4.480,— Verðið miðast við áburðinn kominn á hafnir, án uppskipunar- og afhendingarkostnaðar. sem bætist við ofangreind verð, eins og verið hefur. Verð á Kjarnaáburði 33.5% N. hefur verið ákveð- ið kr. 3.240,— hver smálest. Að eefnn tilefni skal tekið fram, að áburðarkalk verður til sölu í Gufunesi eins og á undanförnum árum. ÁBURÐARVERKSMIDJAN H.F. ÁBURÐARSALA RÍKISINS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.