Þjóðviljinn - 01.05.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.05.1964, Blaðsíða 3
ÞJÓÐVXUINN Þú ætlar til útlanda í vertíðarlokin? Já, vió hjónin förum til London með Flugfélaginu. Hún til að verzla og ég til að sjá mig um í heimsborginni. ÍCJEJLAAÍUAMR Petfa kostar ekkert.FIugfélagið veitir 25% afslátt, hvorki meira né minna en 3038 krónur fyrir okkur bæði. Það er líka nauósynlegt aó 'lyfta sér upp öðru hverju! Leítíð upplýsinga um lágu fargjöldín hjá Flugfélaginu eða ferðaskrifstof-, unum. BORÐSTOFUHÚSGÖGN Þetta eru borðstofuKiísgögnin sem beðið er eftir. I. flokks TEAK — unnið af verksmiðjunni VALBJÖRK «. Á AKUREYRÍ. Húsgagnaverzlun Austurbæjar Skólavörðustíg 16 — Sími 24620. Brizola dfreifir bæklingum og hvetur til uppreisnar Andstaðan magnast gegn nýju stjórninni í Brasilíu RIO DE JANEIRO 30/4— Bæklingar, sem hvetja Brasilíu- menn til uppreisnar gegn hægrisinnum, sem hrifsuðu völd- in fyrir skömmu, eru á sveimi um Sao Paulo. Brizola, mágur Goularts, er talinn standa að baki þeim. Vinstri öflin í Brasilíu hafa i ur. Þetta kemur æ greinlegar i ekki gefizt upp, þótt hægrisinn- ljós og auðséð. að á bak við ar hrifsuðu völdin í stnnr hend- liíóaín er vevið að mörgum öldum. Þetta er regnguöinn Cocijo, sem situr í hásæti sínu með hendur á knjám, fagirrlega fjöðrumskreyttur, með stóra hríngi í eyrum og bjöllubelti. Athyglisvert til- boð frá Ulbricht BERLlN 3074 — Walter Ulbricht formaður austur-þýzka kommún- istaflokksins, gerði V-Þjóðverjum tilboð fyrir nokkrum dögum varðandi blaðasölu. Bauð hann þeim að leyfa frjálsa sölu á tveimur vestur-þýzkum blöðum gegn því, að Ieyfð verði frjáls sala á Neus Deutschland í V.- Þýzkalandi. MOSKVU 30/4 — Hættan á flóði í Samarkand og Búhara í Csbe- kistan vofir ennþá yfir. — Unnið er af kappi víð að bægja henni hjá og allir sem vettling fá valdið taka þátt í björgunar- starfinu. I gær tókst verkfræðingum að sprengja rennsli frá stíflunni í Tsjervasjan-ánni. sem myndaðist í vikunni sem leið, vegna úrhell- isrigninga. Þrátt fyrir þetta hélt vatnsborðið áfram að hækka í sí- fellu og hættan jókst í nótt með Blöðin, sem Ulbricht hyggst leyfa í Austur-Þýzkalandi eru vikublöðin „Die Zeit“. sem kem- ur út í Hamborg og dagblaðið ..Súddeutsche Zeitung“. Bæði þessi blöð eru fremur frjálslynd og óháð stjórnmálaflokkum. Vestur-Þjóðverjar hafa ekki svarað tilboðinu, en þeir munu hafa það til athugunar. hverjum tímanum. Auk borg- anna tveggja, Samarkand og Búhara, eru sveitimar í kring í mikilli hættu. Björgunarsveitin hefur eytt næstum 100 lestum af dínamíti til þess að reyna að sprengja nógu stóra rifu í stífluna og þar að auki er í ráði að kalla her- flugvélar á vettvang til þess að sprengja sttfluna. Þúsundií bænda hjálpa til við björgunina <?g þeim fjölgar sí- fellt. mótspymu gegn nýu stjóminni, Talið er fullvíst, að Leonel Brizola, mágur Joao Goulart fyrrverandi forseta, standi að baki stjómarandstöðunni Brizola leitað Sao Paulo, borgin sem bækl- ingunum var dreyft um. er höfuðborg fjölmennasta fylkis- ins í landinu og mjög mikilvæg iðnaðarborg. Brizola fer huldu höfði og* er hans leitað með logandi Ijósi. Sagt er að hann skipuleggi nú skæruliðaher. Lögreglan er nú að reyna að þefa uppi útvarpsstöð- ina, sem Brizola er sagður hafa talað i fyrir nokkru og hvatt til uppreisnar. Verðbólga Nýja stjómin á við ýmsa erf- iðleika að stríað. Roberto Camp- os, núverandi efnahagsmálaráð- herra landsins. hefur gefið út skipun um, að sum ráðuneyti minnki útgjöld sín um 30%. En þessi ráðstöfun er sögð duga skammt í baráttunni við verð- bólguna, sem magnast hægt og þétt. ______ Sonur spánsks ráð- herra handtekinn fyrir kommúnisma MADRID 30/4 — Flugmálaráð- herra Francos varð fyxir þungu áfalli fyrir nokkrum dögum. Lögreglan hafði hendur í hári allmargra manna á þriðjudaginn var, sem sakaðir eru um komm- únisma. Þeir voru allir hand- teknir. Nú hefur það verið upplýst, að meðal þeirra var sonur flug- málaráðherrans. Ulbricht til Sovét MOSKVA 30/4 — Walter Ul- bricht fer í heimsókn til Sov- étrikjanna i lok næsta mánað- ar. Kynþáttaóeirðir í USA NASVILLE 3074 — Enn kom til kynþáttaóeirða í Nasville í Tennessee í gær. Sjö blökku- menn voru handteknir. 2 sjómenn myrtir GODTHAB 3074 — Tveir græn- lenzkir sjómenn fórust á dular- fullan hátt, er þeir voru að veiðum. Sjómennirnir voru báð- ir frá Julianeháb. Talið er, að hér hafi verið um morð að ræða. Neðanjarðarspreng- ing í Nevada WASHINGTON 3074 — Banda- ríkjamenn tikynntu í nótt. að gerð hefði verið ný neðanjarð- artilraun með kjamasprengju i Nevada-eyðimörkinni. Hassan konungur til Kína RABAT 30/4 — Hassan Mar- okkókonungur hefur þegið heimboð til Alþýðu-Kína. Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær hann fer. Flóðin í Úsbekistan: Samarkand er enn í mikilli hættu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.