Þjóðviljinn - 01.05.1964, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 01.05.1964, Blaðsíða 14
14 SlÐA wöÐvnraiH Föstudagur 1. mal 1984 RAYMOND POSTGATE: IV. 6enda ódauðlega sál inn í hið ei- lífa líf, sagði hann. — Ég sting upp á því í fullri einlægni, áður en nokkurt okkar talar eða myndar sér skoðun, að við leit- um styrks hvert fyrir sig í þög- ulli bæn. Popesgrove var undir eins sammála þessu. — Ég held að það sem herra — héma — þökk fyrir, hr. Bry- an stingur upp á, sé mjög skyn- samlegt. Það er ekki vist að við kærum okkur öll um að biðja beinlínis, en ég er viss um að við hefðum öll gott af að íhuga í hljóði það sem við höfum ver- ið að hlýða á undanfarið. Með ykkar samþykki fer ég þvi fram á að við sitjum öll þögul í fimm mínútur og hugleiðum vandlega hver sé úrskurður okkar. Á eft- ir mun ég svo spyrja hvem ein- stakan kviðdómanda um hans álit. Samþykkiskliður fór um her- bergið og það varð dauðaþögn í herberginu nema hvað stór eld- húsleg klukka tifaði hátt yfir dyrunum. Bryan leit á Popes- grove og var sem snöggvast á báðum áttum. Hann hefði heldur kosið að þetta hefði verið úr- skurðuð bænarstund. En samt sem áður hafði hann Haft sitt fram í aðalatriðum; hann tók báðum höndum fyrir andlitið og bað í hljóði, gerði hug sinn eins tóman og opinn og hann gat. Hann var sannfærður um að hann fengi nú fljótlega leiðsögn og opinberun. Það var að byrja að fara um hann fiðringur. hann fann hvemig sál hans var að byrja að upphefjast. Hann þekkti þessi einkenni: þau voru örugg tákn þess að ljósið myndi skína yfir hann. Hann óskaði þess að tímatakmörk hefðu verið lengri en fimm mínútur. Stundum var HÁRGREIÐSLAN Hárgrefðsln og snyrtfstofa STEINTJ og DÖDÖ Langavegl 18 m. h. (lyfta) SfMI 84B1B. P B R M A Garðsenda 81 SfMI 83968. Hárgrefðsln- Og snyrtfstofa. Dömnrf Hárgrefðsfa Hð allra hæff. TJARNARSTOFAN Tjamargðtn 10. Vonarstrætfs- megfn. — SfMT 146B8.____ HÁRGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (María Gaðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SÍMi 14656. — Nuddstofa á sama stað — ljósið mjög lengi að koma: en hann gat ekki annað gert en reyna að fjarlægjast umhverfi sitt eins og hann gat. Á nokkr- um sekúndum hafði honum tek- izt það. Með hendumar fyrir andlitinu var hann aleinn, beið og beið í myrkrinu. 32 Aðrir kviðdómendur gátu fæst- ir hreinsað huga sinn á þessum skamma tíma. Popesgrove fór fyrst og fremst að íhuga sínar eigin skyldur, sem voru fólgnar í þvi að draga úr hleypidómum og gera greinarmun á raunveru- legum sönnunargögnum og lík- um. Henry Wilson, ritstjóri sveitablaðsins hafði ' reynt að átta sig með því að íhuga hvem- ig hann hefði skrifað um málið, ef hann hefði verið þama sem fréttamaður. Hann fann upp nokkrar góðar millifyrirsagnir, en þegar allt kom til alls var hann litlu bættari. Hann gat gert mun á því sem skipti máli og hinu. Hann gat séð fyrir sér greinina í blaðinu og jafnvel litlu smáletursdálkana. En FRÉTTASKEYTIÐ með úrskurði kviðdómsins var alveg autt. All- ir gerðu einhverja tilraun til að einbeita huganum, nema Eðwarð George, starfsmaður iðnverka- mannasambandsins. Símtalið í hádeginu hafði leitt í Ijós að á- standið var enn verra en hann hafði gert sér í hugarlund. Það var hafið verkfall hjá Trollope og Colls og formaðurinn hafði sjálfur farið á staðinn og haldið þrumandi ræðu. Samband Bygg- ingaverkamanna hafði þrívegis spirrt eftir honum í símann og látið liggja fyrir honum skilaboð um að verkfallið bryti i bága við nýlegt samkomulag við vinnuveitendur, sem tekizt hafði með mikium erflðismunum. For- maðurinn hafði fundið skilaboð- in, hafði hringt i herra Richard Coppock. ritara sambandsins, og sagt honum að fara til fjandans. Meðan George sat í herbergi kviðdómsins, gat verið að sam- band hans væri komið í stríð við önnur verkamannasambðnd. Hann hafði reynt að fylgjast samvizkusamlega með máiinu, en verið of áhyggjufullur til þess að það tæMst, og nú var honum Ijóst að hann botnaði hreint ekki neitt í neinu. Hann aeöaði að fylgja meirihlutanum: þá yrði þetta fljótt afstaðið og hann kæmist burt. Dr. Holmes var altekinn ó- þægilegri eftirvæntingu. 1 öHu málinu höfðu aðeins komið fram tvð skjðl, og hann vissi að hann var ekki dómbær á neitt nema skjöl. Annað var úrklippan úr East Essex Monitor og hitt var smásagan Sredni Vashtar eftir Saki. Þau bentu sitt í hvora átt- ina. Hvemig átti hann að ákveða hvort hafði meira gildi? Allt í einu kom honum í hug eftirlæt- istilvitnun hans i A. E. Housman, grein í formála hans að útgáf- unni af Maniliusi: — Dómgreindarlaus útgefandi, sem sífellt stendur andspænis vali milli tveggja handrita, hlýtur að hugsa með sér að hann sé ekki annað en asni milli tveggja heysáta. Hvað á hann að gera? Láta gagnrýnendum eftir gagnrýnina. segið þið ef til vill, og snúa sér að einhverju heiðarlegu starfi sem hann er hæfari til að sinna? En hann kýs einfaldari lausn: hann held- ur í glópsku sinni, að sé önnur heysátan fjarlægð, þá hætti hann að vera asni. Orðin áttu óhugnanlega vel við: hann roðnaði í þögninni miðri og gafst í svipinn alveg upp við að hugsa. En tveir kviðdómendur kom- ust að raun um að þeir höfðu algerlega ákveðnar skoðanir. Þetta voru konumar tvær, full- trúar veika kynsins eins og herra Proudie hafði nefnt þær; þær sem dr. Holmes hafði álitið að þyrftu fyrst og fremst á hjálp hans og leiðsögn að halda. Strax og Viktoría Atkins fór að íhuga spuminguna sem fyrir lá, vissi hún hvert svarið var. Hvað er það eiginlega sem ger- ir það að verkum að venjulegt fólk, karlar sem konur, eru ófús til að saka annað fólk um morð? Oftast nær er það undrun og vantrú yfir verknaðinum sjálf- um. Venjulegri rólegri og frið- sælli manneskju finnst morð frá- leitt og ósennilegt. Hún reynir að ímynda sér sjálfa sig í svip- aðri aðstöðu, gefa inn eitur, reka mann í gegn, og um leið fyllist hún andstyggð og viðbjóði. Hún veit að hún gæti aldrei gert þetta og trúir því ekki að þessi hversdagslega persóna í stúku ákærða hafi gert það. Líkumar eru mun meiri á því að hún segi „Ekki sekur“. vegna þess að athöfnin sjálf virðist fjarstæðu- kennd. Annað eins og þetta kemur ekki fyrir í lífinu sjálfu; þetta á ekki heima f veröld dagblaðanna og jámbrautarlest- anna og skrifstofanna. Allar aðr- ar skýringar eru æskilegri. En setjum nú svo að þú hafir framið morð? Já, þá veiztu að áðurtaldar röksemdir eiga engan rétt á sér. Það er auðvelt að granda lífi og öllum er trúandi til þess. ekki sízt hinum virð- ingarverðustu. Viktoría Atkins íhugaði málið stuttlega og stað- reyndimar urðu skýrar og Ijósar í huga hennar. Van Beer kven- maðurinn hafði áreiðanlega dreift bergfléttudufti yfir mat drengsins til að komast yfir peningana hans og hafði treyst á aulaskap gamla læknisins. Þetta var ekki svo afleit hug- mynd í sjálfu sér, hugsaði Vikt- oría; þetta var miklu einfaldari aðferð en að kyrkja Ethel frænku. Og þetta tók ekki eins á taugamar. En samt sem áður hafði enginn komizt að neinu um Ethel frænku, þar sem jæsisi kvenmaður hafði verið tekin föst og ákærð. Viktoría ráðfærði sig við samvizku sína (ef það er rétta orðið) um það hvaða dóm hún skyldi kveða upp. Hún var ekki lengi að komast að nið- urstöðu. Þegar hún var ung, hafði henni verið kennt í Stofn- uninni að segja alltaf aldráttar- lausan sannleikann; hvað ungur nemur gamall temur, að minnsta kosti sagði hún alltaf sannleik- ann, þegar hún hafði engan sér- stakan persónulegan ávinning af að gera hið gagnstæða. Hún ætl- aði að segja „Sek“. Hvað sem öðru leið, þá fannst henni málið liggja svo í augum uppi, að hún gerði ekki ráð fyrir að atkvæði hennar skipti neinu máli til eða frá. Hún yrði aðeins ein úr hópnum. Hugur hvers kviðdómanda var eins og mæliborð í bíl eða ein- hverri annarri svipaðri vél. Þar var eins konar skífa og yfir henni titrandi nál — jákvæð annars vegar, neikvæð hins veg- ar — sem táknaði Sek eða Ekki sek. 1 næstum öllum hugunum, ef hægt hefði verið að gægjast inn í þá, titraði nálin órólega fyrir ofan hlutlaust. Aðeins ná- kvæm athugun hefði getað leitt í Ijós hvort nálin hallaðist meira í aðra áttina en hina. 1 einum huga, huga Georges, var nálin grafkyrr yfir hlutlausu. Vélin var alls ekki i gangi; hún var úr sambandi. Nál Viktoríu Atkins hafði sveiflazt beint á Sek. Sömuleið- is frú Morris. Hún hafði kom- izt að niðurstöðu sinni hægar en Viktoría og hún var ef til vill ekki alveg eins viss í sinni sök. En eins og Viktoría hafði hún látið stjómast af áhrifum, sem ekki komu þessu máli við. Samt hafði eitt atriði í vitnaleiðslun- um komið henni af stað. Það var frásögn frú Rodd af dauða kan- ínunnar: það hafði sannfært hana um að konan í stúkunni væri þannig innrætt að hún gæti kvalið og pínt vamarlaust bam og saklaust dýr. En úrslitum hafði ráðið endurminningin um hið stutta hjónaband hennar. Hvers vegna hafði líf hennar verið lagt í rúst og eiginmaður hennar drepinn? Aðeins vegna þess að það var ekki refsað fyrir morð. Armur laganna var veikur: eftir dauða Les, hafði lögreglan útskýrt fyrir henni æ ofaní æ að hún hefði ekki vald til að handtaka alla þá sem til mála kæmi að hefðu framið ó- dæðisverkið og neytt þá til að játa. í Þýzkalandi, og reyndar í Bandaríkjunum líka, var rétt- vísin ekki jafnlinkuleg. Þar voru allir grunaðir teknir fastir þegar i stað, og ef þeir seku játuðu ekki undir eins. þá voru þeir neyddir til þess fyrr eða síðar. Þar kunnu þeir sitt handverk. En hér var ekki einu sinni hægt að yfirheyra fólk að neinu gagni; og því lá Les óbættur hjá garði. Alice Morris leit svo á að hún væri vegna kynferðis og trúar í hópi hinna veiku sem þyrftu á vemd að halda. Dauði — morð án refsingar — var of algengt og of nærri. Vamargarðurinn átti að vera hár, byssumar vold- ugar, verjendur margir og fyrst og fremst áttu þeir að skjóta á friðarspillana og spyrjast fyrir á eftir. Les var horfinn: ekkert gæti endurheimt hann. En það voru fleiri en hann, var ekki svo? Alice Morris mundi eftir heitum sunnudegi og fáfömu stræti í East End. Nálin f huga hennar sveiflaðist yfir á Sek. Um leið færði herra Popes- grove stól sinn til og ræskti sig. Meðfram borðinu heyrðist sams konar þrusk og skrjáf og ræsk- ingar eins og við skólamáltíð að lokinni alltof langri borðbæn kennarans. Aðeins herra Bryan hreyfði sig ekki, heldur huldi andlitið i höndum sér. Herra Popesgrove horfði spyrjandi á hann, en Bryan sagði ekki neitt, svo að hann ákvað að láta sem ekkert væri. Hann sneri sér að Viktoríu Atkins: — Jæja, fimm mínútumar eru liðnar, og mér finnst við ættum að halda áfram. Má ég spyrja um yðar álit fyrst. ungfrú At- SKOTTA Gctum viö fengið að fara í eina flugferð núna, — við borgum seinua. EINKARITARI Vér óskum að ráða stúlkur til einkaritarastarfa á aðalskrifstofum vorum við Hagatorg (hjá sölu- stjóra) í byrjun júní og hjá stöðvarstjóra á Reykjavíkurflugvelli nú þegar. Almenn skrifstofureynsla og góð vélritunarkunn- átta nauðsynleg. (Enskar og danskar bréfaskriftir). Umsóknareyðublöðum, er fást á skrifstofum vor- um sé skilað fyrir 10. maí n.k. til Starfsmanna- halds Flugfélags íslands h.f. Hjúkrunarkonur óskust til afleysinga í Borgarspítalanum í sumar. Til greina kemur að starfa hálfan daginn. Nánari upplýsingar hjá yfirhjúkrunarkonu í síma 22400. Reykjavík, 30. 4. 1964. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. <$» MELAVÖLLUR REYKJAVfKURMÖTIÐ f dag kl. 17 leika: Frum — Þróttur Mótanefnd. SVEFNSÓFAR - SÓFASETT HWATÍW. húsFagnaverzlun I 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.