Þjóðviljinn - 03.05.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.05.1964, Blaðsíða 1
Sunnudagur 3« maí [1964 — 29* árgangur — 99. tölublað. Laus blaðburðarhverfí Grunnar — Fálkagata — Langahlíð — Grettisga'ta — Mávahlíð ...... Safamýri ¦— Nýbýlavegur. AFGREIDSLA ÞJÓÐVILJANS sími 17500. Umboð K Ó P A V O GI sími 40319. FYRSTI MAI ÖFLUG STAÐFESTING Á BARÁTTUEININGU VERKAFÓLK D Þúsundir og aftur þúsundir launþega í Reykjavík fylktu liði á baráttudegi verkalýðs- ins 1. maí og lýstu stuðningi við kröfur verklýðsins um bætt kjör: hækkun á raun- verulegu kaupi, kaup- tryggingu, styttingu vinnutímans, lengingu á orlofi, vinnuvernd, umbætur í húsnæðis- málum og önnur félags- leg réttindi. Veðurguð- irnir fógnuðu einingu al- þýðunnar með sumar- degi eins og hann getur fegurstur orðið og hvar- vetna um bæinn blöktu íslenzkir og rauðir fán- ar við hún. • Upp úr kl. 1 tóku félag- ar verklýðssamtakanna að safn- ast saman í Vonarstræti með merki sín; 39 verklýðsfélög í Reykjavík stóðu að þessu sinni að hátðahöldunum og allir verklýðsfélagafánar sem til eru í Reykjavík voru bornir í göng- unni. Hófst gangan laust eftir klukkan tvö og var þá þegar orðin mjög fjölmenn, en síðan bættist stöðugt í hana á leið- inni um bæinn. Þar mátti sjá brautryð.iendur, sem tekið hafa þátt í öllum kröfugöngum frá upphafi, við hlið barnabarna sinna. Og enn sem fyrr létu borgarabörn á gangstéttunum í ljós undrun sína á Því hvað „kommúnistarnir" í Heykjavík væru margir. Þegar fundurinn hófst á Lækjartorgi var þar saman komið mikið fjölmenni og hlust- aði vel á ræður þeirra Snorra Jónssonar, formanns Félags járn- iðnaðarmanna, og Jóns Sigurðs- sonar, formanns S.iómannafélags Reykjavíkur. Ræða Snorra er birt í heild á öðrum stað í blað- inu, en báðir lögðu ræðumenn- irnir og fundarstjórinn, Óskar Hallgrimsson formaður Full- trúaráðsins, áherzlu á , algera samstöðu um kröfur alþýðu- samtakanna, hvöttu menn til að styðja fulltrúa verklýðsfélag- anna sem bezt í samningunum við ríkisstjórnina og vera reiðu- Hluti af mannfjöldanum er var samankominn í miðbænum 1. maí. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.)* búnir til að beita afli samtak- anna í verkfallsátökum ef óhjá- kvæmilegt reyndist. Hefur ekki um langt skeið verið jafn ein- dreginn samhljómur í ræðum roanna fyrsta maí, jafnvel þótt samkomulag hafi tekizt um til- ¦högun dagsins. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur léku fyrir göngunni og á útifundinum. Um kvöldið voru tveir dansleikir á vegum Fulltrúaráðsins, og í út- varpinu var flutt dagskrá sem útvarpið sjálft hafði látið semja. Var þar forðazt að minnast á tilgang, eðli og baráttukröfur verklýðssamtakanna, enda hafði útvarpsráð að þessu sinni eins og undanfarin ár sýnt vinnandi fólki á íslandi þá blygðunar- lausu óvirðingu að neita sam- tökuim þess- að annast dag- skrána. Kröfur þær sem bornar voru í göngunni í gær voru þessar: Verðtrygging á kaup. Kauphækkun án verðhækk- ana. Gegn verðbólgis og dýrtíð. 4 vikna orlof. Framhald á 7. síðu. Bæðumenn og fundarstjóri á 1. maí-fundinum á Lækjartorgi. — j(Ljósm. Þjóðv. A.K.i. 3000 ungar brunnu inni uð Alfsnesi Laust eftir kl. 1 í gærdag kom upp eldur í andabúinu að Álfsnesi og brann húsið, sem var einnar hæðar skúr- bygging, svo til alveg. í húsinu voru um 3000 andar- og hænuungar og brann mestur hluti þeirra einnig. Það var ungur piltur, Hilmar I að nafni, sem fyrstur varð elds- : ins var en hann gætir unganna j og býr þarna i húsinu. Pilturinn var að gefa svínum sem einnig eru til húsa þarna í byggingunni og þegar hann kom frá því sá hann að rafmagnstafla sem er : í austurenda hússins var orðin alelda. Slökkviliðið í Reykjavík var þegar kvatt á vettvang og einnig var hringt á næstu bre; og beð- ið um hjálp. Urðu vistmenn í Víriihvnmmi fyrstir á vettvang. FramhaM á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.