Þjóðviljinn - 03.05.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.05.1964, Blaðsíða 10
Dregið á þríðjudag f gær var bezti dagurinn í happdrættinu fram að þessu og bættu allar deildir við sig all- verulega. Þessa þrjá daga sem eftir eru þarf að vera stígandi sókn í þessu. Siglufjörður sendi Qkkur allmyndarlega upphæð og er nú kominn á blað. Enn heldur 15. deild forustunni í bænum en Vestmannaeyjar úti á landi. Við væntum þess að sem flestir komi við hjá okkur að Týsgötu 3 í dag. Við höf- um opið frá kl. 10—12 f.h. og 1—5 e.h., en á morgun höfum við opið frá kl. 9—9. Röð deildanna er nú þannig: 1. 15. deild Selás 154% 2. 11. deild Háaleiti 54% 3. 1. deild Vesturbær 48% 4. 4.b deild Skuggabverfi 43% 5. 4.a deild Þingholt 40% 6. 8.a deild Teigar 39% 7. lO.b deild Vogar 38% 8. 6. deild Hlíðar 36% 9. Vestmannaeyjar 33% 10. 5. deild Norðurmýri 32% 11. Suðurland 32% 12. 9. deild Kleppsholt 32% 13. 14. deild Blesugróf 30% 14. Siglufjörður 30% 15. 7. deild Rauðarárholt 29% 16. 2. deild Skjólin 26% 17. 8.b deild Lækir 24% 18. 13. deild Herskólahverfi 24% 19. Austurland 24% 20. Kópavogur 23% 21. lO.a deild Heimar 20% 22. Vestfirðir 19% 3Ö. 3. deild Skerjafjörður 13% 24. 12. deild Sogamýri 17% 25 Reykjanes 16% 26. Norðurland eystra 14% 27. Hafnarfjörður 13% 28. Norðurland vestra 12% 29. Vesturland 11% HERÐUM SÓKNINA — GERIÐ SKIL! Opið í clasr W. 10—12 og 1—5 að Týsgötu 3 7. maí hátíðahöldin úti á /andi Akureyri 1. maí-hátíðahöldin á Akur- eyri fóru fram samkvæmt áætl- un. þrátt fyrir rigningarsudda og norðaustan kalsa. Klukkan hálf tvö hófst útifundur við Verkalýðshúsið. Þar fluttu ræð- ur Arnfinnur Arnfinnsson og Bjöm Jónsson. Að því loknu var farin kröfuganga um götur bæjarins og lauk henni við Al- þýðuhúsið. Sérstaklega bar mik- ið á kröfum um verðtryggt kaup og tryggingu fyrir sjálfstæði landsins. 1 Alþýðuhúsinu var haldinn hátíðafundur og fluttu þar ræðu Jón Ingimarsson, for- maður Iðju, Hreinn Ófeigsson, formaður Sveinafélags járniðn- aðarmanna og var þar húsfyllir. Á sama tíma var barnas.amkoma i Samkomuhúsinu. Á út'fundin- um var heldur með færra móti og er hægt að skrifa bað á reikning veðursins. Kröfugang- an var þó svipuð að fjölmenni og fyrri göngur. Snjóað hefur í fjöll í dag. ísafjörður 1. maí-hátíðahöldin á ísafirði fóru fram í Alþýðuhúsinu hér í bæ og hélt þar aðalræðu Björg- vin Sighvatsson, formaður A. S. V. Framhald á 7. siðu. KORNUNG STÚLKA VERÐUR FYRIR ÁRÁS OG 0FBELDI I. mai kröfugangan á Skólavörðustíg Mikill mannfjöldi tók þáit í kröfugöngunni og hátiðahöldunum 1. mai hér Reykjavík. Á for- úðu birtum við mynd frá fundinum á Lækjartorgi en hér kemur mynd af göngunni er hún var á leið niður Skólavörðustiginn. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Sunnudagur 3. mai 1964 — 29. árgangur — 100. tölublað. Skilaði hann styrknum aftur? HÓLMAVlK, 2/5 — Nýlega hafði ég samband við Gunnar Guðjónsson á Eyri við Ingólfs- fjörð varðandi rækjuveiðar Isa- fjarðarbáta. Tjáði hann mér, að þeir hefðu leyfi til að ve:ða inn að ákveðinni línu við Selsker. Svæðið innan við línuna væri svo ætlað heimamönnum, en á því svæði er því miður alltof lítill afli. svo að þeir á Ingólfs- firði hafa ekki getað soðið niður nema fjörutíu tonn af rækju í vetur. Gunnar og bræður hans fundu þessi rækjumið fyrir nokkrum árum. Var Gunnári veitt sér- stakt lán eða styrkur frá rík- inu til að nýta þessi mið. Árið 1961 skeður svo það, að fiski- fræðingar telja gengið of nærri rækjumiðum á ísaf jarðardjúpi og friða þau, en beina hinsveg- ar ísafjarðarbátum á m:ðin við Selsker. Má segja, að þeir hafi nær eytt þeim. Gunnar telur. að þrásókn Isafjarðarbátanna á þessi mið hafi nær eyðilagt þau. Annars hefðu þeir Eyrarbræður í Ingólfsfirði getað gert bát á þessi rækjumið. Nú ena þau úr sögunni og kvaðst Gunnar myndu skila styrknum aftur. Eru þessar aðgerð'r til að koma í veg fyrir eyðineu af- skekktra sveita eða hvað? Sig. Kris* Er Einar ríki reiður? VESTMANNAEYJUM 2/5 — Vegna manneklu við fiskvinnslu- stöðvarnar hér sunnanlands er nú í uppsiglingu nýr fiskiðnað- ur og er Iitinn heldur óhýru auga af Einari Sigurðssyni og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og þykir spor aftur á bak í hrá- efnavinnslu. Fiskurinn verður þannig djúp- frystur í heilu Iagi og fluttur ; þannig á markaðinn. Þar verð- , ur hann sneiddur niður og seld- ur sem fisksneiðar og þykir góð- ur sem steiktur matur. Tvö fyrirtæki hér í Eyjum eru þegar byrjuð framkvæmdir. Er ætlun- in að kaupa frystitækin frá Sabro-verksmiðjunum i Dan- mörku. Annarsvegar er Fiskiðj- an s.f. og er þar potturinn og pannan Friðrik Jörgensen og er hann núna staddur erlendis að athuga markaðshorfur á Italíu, Hinsvcgar er Eyjaver h.f. og hefur þar skotið upp kollinum Aki Jakobsson og er aðaldrif- fjöðrin í þessum efnum. Þá hyggst Áki taka upp þennan hátt i fiskvinnslufyrirtæki sínu í Njarðvíkum. Sjómennirnir hrekjast að heiman ÓLAFSFIRÐI, 2/5 — Atvinnu- ástandið hefur verið heldur lé- legt hér í vetur vegna aflaleys- is hjá bátunum. Hraðfrystihús Magnúsar Gamalíelssonar hefur þó starfað og vinna verið þar flesta daga. Magnús gerir út stóran bát héðan og leggur hann afla sinn upp í frystihúsið. Það er Guð- björgin. Svo hafa Súlan og Sig- urður Bjarnason lagt afla hér á land nokkrum sinnum. Höfn- in er hinsvegar ótrygg og þurfa sjómennirnir kannski að hrekj- ast að heiman eftir erfiðan róð- ur til þess að bjarga bátum sínum og er þetta óviðunandi ástand. Hver verður aflahæstur í Eyjum? ■ Aðfaranótt sl. föstu- iags réðist drukkinn maður á pilt og stúlku í kirkjugarð- :num, sló hann piltinn í rot og réðist því næst á stúlk- una, barði hana og tók hana með valdi. Stúlkan er að- °ins á saut'jánda ári. Samkvæmt upplýsingum rann- sóknarlögreglunnar kom stúlka á sautjánda ári til rannsóknar- lögreglunnar um hádegið á föstudag og skýrði frá því að nóttina áður hefði hún orðið fyr- ir svívirðilegri árás og ofbeldi drukkins manns. Stúlkan sagði svo frá að á föstudagskvöldið hefði hún ver- ið ásamt 19 ára pilti, vini sín- um, á skemmtun í Glaumbæ. Þegar þau fóru út að dans- leiknum loknum var pilturinn talsvert mikið undir áhrifum á- fengis. Þau fóru að svipast um eftir bíl er út á götuna kom en þá bar þar að mann sem stúlk- an kannaðist við þótt ekki væri neinn kunningsskapur með þeim að ráði. Maður þessi var allmik- ið ölvaður og vildi hann gjarn- an hafa tal af stúlkunni en pilt- inn þekkti hann ekki neitt. Mað- ur þessi gerðist alluppáþrengj- andi og tókst þeim ekki að losna við hann. Fylgdist hann fyrst með þeim en hélt síðan í hum- átt á eftir þeim. Reyndu þau að ctinga hann af en tókst það ekki. Pilturinn og stúlkan lögðu fvrst leið sína um suðurhluta miðbæjarins og héldu sfðan heimleiðis eftir Suðurgötunni. Þegar þau voru komin hjá kirkjugarðinum sá stúlkan að maðurinn veitti þeim enn eftir- för. Datt henni þá í hug að reyna enn að stinga hann af með því að fara inn í kirkjugarðinn og gerðu þau það. Þetta tókst þó ekki betur til Framhald á 7. síðu. Tímarit Máls og menningar Ný smásaga eftir Halldór Laxness Ut er komið fyrsta hefti Tíma- rits Máls og menningar á þessu ári og er sneisafullt af merki- legu efni. Þar birtist til að mynda ný smásaga eftir Halldór Laxness og heitir Dúfnaveizlan, en það er nú ærið langt síðan Halldór hefur látið smásögu frá sér fara — sumir segja átta ár, aðrir tuttugu og þrjú. Saga þessi minnir á leikrit eða drög að kvikmyndahandriti; sögusviðið er óútskýrt hótel og þangað er kominn múgur manns til dýrð- legrar veizlu og skyggir það eiti á gleði manna að þeir vita ekki af hverju þeim er hingað boðið né heldur hver gestgjafinn er. Ennfremur er í heftinu grein eftir Halldór er nefnist ,,Per- s.ónulegar minnisgreinar um skáldsögu og leikrit”, en hún var upphaflega samln að tilhlut- Framhald á 7. síðu. VESTMANNAEYJAR, 2/5 — Fyrstu netabátamir eru hættir á vertíðinni og dregur nú senn að lokum. Aflahæstur Eyabáta verður sennilega Bergur VE 44 og er hann einn af þessum frægu nótabátum og hefur fengið 1235 lestir á vertíðinni. Skipstjóri er ungur maður um þrítugt og er ný stjarna sem af'akló og heitir Kristinn Páls- son, — fæddur og uppalinn hér í Eyjum. Bcrgur VE 44 er nýr bátur og kom í staðinn fyrir gamla Berg. sem sökk í fyrra. Kristinn var skipstjóri á hon- um. Bergur VE 44 var eini nóta- báturinn, sem Iagði upp hjá ls- húsfélaginu og gerði það gæfu- muninn borið saman við aðra nótabáta i Eyjum, sem lögðu upp hjá öðrum fiskvinnslustöðv- um og lentu í skömmtunar- tímabili um skeið vegna salt- leysis og manneklu. þegar afla- hrotan stóð sem hæst. Bergur VE fékk hinsvegar að leggja afla sinn viðstöðulaust upp hjá Ishúsfélaginu allan tírnann. Annars þykir Kristinn vel að titlinum kominn og er hörku- duo'legur aflamaður. Á hátíðisdegi verkalýðsins hér í gær fóru allir sem vetlingi gátu valdið í hátum út að Surti. og kostuðu fiskvinnslustöðvarnar hátakostinn og var hringsólað kringum nýju eyjuna. Lítið um rekavið á Ströndum HÓLMAVÍK, 2/5 — Vinnsla á rekavið hefur verið lítll norð- ur með ströndum í vetur og nær enginn reki í vetur. Sög- unarvélar eru víða til nyrðra og svo til á hverjum bæ í Ing- ólfsfirði. En þær hafa staðið svo til ónotaðar í allan vetur. Sumir kenna þetta veðurblíðunni. Sum- ardaginn fyrsta ók Karl E. Loftsson við fimmta mann á jeppa norður með ströndum og komust þeir alla leið í Byrgis- vík. Svona langt hefur aldrei ver- ið farið með bíl norður með ströndum nema um hásumartím- ann. — Sig Krist. Með geistlegu yfirbragði EGILSSTÖÐUM 2/5 — Á dög- , húsnæðis og greiðasölu. Prests- unum var stofnuð Ferðaskrif- | hjónin á Eskifirði leggja þarna stofa Austurlands h.f. og er , bönd á plóginn og sonur Jak- heimili og varnarþing að Hlöð- í obs Jónssonar verður fram- um við Lagarfljótsbrú í Fella- j kvæmdastjóri ferðaskrifstofunn- breppi. Tilgangur félagsins cr | ar Það cr Jón Jakobsson. að annast hverskonar fyrir- i Er hún geistleg í yfirbragði greiðslu fyrir ferðamenn, skipu- ; þessi fcrðaskrifstofa. lagningu hópferða, rckstur gisti-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.