Þjóðviljinn - 06.05.1964, Page 1

Þjóðviljinn - 06.05.1964, Page 1
Miðvikudagur 6. maí 1964 — 29. árgangur — ílOl’. tölublað. Eldhúsdagsumræður á Alþingi Ákveðíð hefur verið að eldhúsdagsumræður fari fram á Alþingi n.k. mánudags- og þrið.judagskvöld og verður umræðunum útvarpað að venju. Fyrra kvöld umræðnanna verður tvöföld umferð og verður röð flokkanna þá þessi: Alþýðubandalag. Fram- sóknarflokkur, Sjálfstæðis- flokkur og Alþýðuflokkur. Síðara kvöldið verður þre- föld umferð og röðin þessi. Framsóknarflokkur, Sjálf- stæðisflokkur, Alþýðuflokk- ur og Alþýðubandalag. Hver flokkur hefur 50 mínútur til umráða hvort kvöld. Gunnar Böðvarsson Prófessor i Bandarikjun- um i eitt ár Hinn kunni vísindamaður dr. Gunnar Böðvarsson er nýfarinn til Bandaríkjanna þar sem hann mun dveljast um eins árs skeið. Mun hann gcgna þar prófessors- stöðu við háskólann í Portland í Oregon, flytja fyrirlestra og leggja stund á vísindarannsókn- ir í sérgrein sinni. Dr. Gunnar er mjög kunnur erlendis fyrir vísindastarfsemi sína einkum á sviði jarðhita- rannsókna og hefur hann oft áður dvalið ytra um lengri eða skemmri tíma við rannsóknir. leiðbeiningastörf og fyrirlestra- hald. Stofnþing Verkamannasamhands íslands hefst n.k. laugardag □ í gær barst Þjóðviljanum eftirfarandi frélta-^ tilkynning frá yerkamannafélaginu Dagsbrún í Reykjavík, Verkamannafélaginu Hlíf í Hafnar- firði og Verkalýðsfélaginu Einingu á Akureyri um stofnþing Verkamannasambands íslands sem þessi félög hafa haft forgöngu um að boða til og undirbúa: ■ „Stofnþing Verkamannasambands íslands verður sett í félagsheimili Dagsbrúnar og Sjómannafélags Reykja- víkur, að Lindargötu 9, n.k. laugardag 9. maí, kl. 2 síðdegis. ■ Til stofnþingsins er boðað af Verkamannafélaginu Dagsbrún, Verkamannafélaginu Hlíf og Verkalýðsfélaginu Einingu, en sameiginleg nefnd þessara félaga hefur ann- azt undirbúning stofnþingsins og sent þátttökuboð öllum almennum verkalýðsfélögum innan Alþýðusambands íslands. ■ Ekki er enn vitað að fullu um hve þátttaka verkalýðs- félaganna í stofnun hins nýja sambands verður víðtæk, en þau hafa mörg hver að undanförnu rætt málið á fund- um sínum og kosið fulltrúa á stofnþingið. ■ Aðalviðfangsefni stofnþingsins verða umræður um hlutverk og starfsemi sambandsins, samþykkt laga og fjárhagsáætlunar og að sjálfsögðu umræður og ákvarð- anir varðandi kjaramál verkafólks eins og þau liggja nú fyrir. Fyrirhugað er að stofnþinginu ljúki á sunnudag“. DregiB í Happdrætti ÞjóBviljans í gær 1 gær var dregið hjá borgarfógeta í 1. flokki H appdrættis Þjóðviljans 1964 um Volkswagenbifreið og 12 aðra vinninga og verða-vinningsnúmcrin birt hér í blaðinu strax og full skil hafa borizt utan af landi. Myndin er tckin í gær er unga stúlkan er dró miðana rétti Jónasi Thóroddsen borgarfógeta miðann sem aðalvinningurinn, Volkswagenbíllinn, kom á. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Verkamanna- flokkurinn vinnur á LONDON 5/5 — Verkamanna- flokkurinn enski hélt því fram á þriðjudag, að samkvæmt bráðabirgðatalningu eftir kosn- ingar til um hundrað sveita- stjórna hafi flokkurinn unnið 29 ný sæti Endanleg úrslit verða ekki kunn fyrr en á sunnudag. VID VERTÍÐAR- LOK Á GRANDA Þessi ungi háseti heitir Bjarni Þráinsson og er skipverji á Guðmundi Þórðarsyni RE og er mynd- in tekin niður á Granda- bryggju í gær í sólskini og hlýrri sjávargolu. Þeir eru nú hættir á þorsknót- inni og birtum við myndir og spjall við hásetana á 12. Barn bíður bana í umferbarslysi ■ Laust fyrir kl. 4 f gær varð þriggja ára stúlkubarn fyrir bifreið á Suðurlandsbraut hjá Múla og beið það sam- stundis bana. BanJaríkjastjórn mótmælir sölu Frakka á tuttugu díseljárnbrautum til Kúbú PARÍS 5/5 — Franska fyrir’tækið Brissonneau et Lotz tilkynnti í dag að það hefði undirritað samn- ing um sölu á 20 díselknúnum járnbrautum til Kúbu. Jafnframt þessu hefur franska stjórnin veitt ríkisábyrgð fyrir útflutningskostnaði og kaupverði. Bandaríska stjórnin hefur mótmælt þessari sölu. Fjórar milljónir dala Umrætt fyrirtæki skýrir enn- fremur svo frá, að söluverð járnbrautanna sé um fjórar milljónir dala, en einnig hafi fyrirtækið skuldbundið sig til að selja Kúbustjórn tíu járn- brautir til viðbótar, sé þess ósk- að. Járnbrautir þessar munu verða hin mesta samgöngubót fyrir Kúbu, en samkvæmt opin- berum skýrslum er aðeins einn fjórði hluti þeirra járnbrauta, sem í gangi voru 1959, enn starfhæfur. Bandaríkin mótmæla Á þriðjudagskvöld mótmælti Bandaríkjastjórn opinberlega þessari söl’i. Á fundi með fréttamönnum lét talsmaður ut- anríkisráðuneytisins í ljós al- varlegar áhyggjur stjórnar sinn- ar vegna þessarar sölu. Kvað hann umræddar járnbrautir mundu hafa margfalt meiri þýð- ingu fyrir efnahagslíf eyjarinn- ar en strætisvagnarnir ensku, sem fluttir voru til eyjarinnar fyrir ekki alls löngu og urðu Bandaríkjamönnum tilefni harðra árása á ensk fyrirtæki. Talsmaðurinn gaf það í skyn, að stjórn sín hefði gert allt hvað hún gat til að koma í veg fyrir þessa sölu. Slys þetta bar að með þeim hætti að móðir litlu telpunnar var að koma út úr strætisvagni við Múla með þrjú ung börn sín, 5 ára, 3ja ára og 2ja ára og gekk hún út á götuna fram- an við strætisvagninn. 1 sama bili kom fólksbíll fram með strætisvagninum og tókst bif- reiðarstjóranum að snögghemla og forða þvi að hann lenti á börnunum, en í sama vetfangi kom vörubifreið úr gagnstæðri átt. Sá bifreiðastjóri vörubíls- ins litlu telpuna koma fram á götuna framan við fólksbílinn og hemlaði i skyndi en hemlarn- ir héldu ekki og rann bíllinn á- fram og lenti litla telpan undir hægra afturhjóli bílsins og beið samstundis bana. Þar eð ekki hafði náðst til ættingja telpunnar úti á landi Fékk í skrúfuna Ólafsvík 5/5 — í gær þegar netabáturinn Sveinbjöm Jak- obsson var að leggja síðustu netatrossuna á miðunum fór í skrúfuna hjá honum. Báturinn komst við illan leik að Svörtu- loftum. Varðskipið Óðinn kom á vettvang og aðsUxðaði Svein- björn. Kafaði froskmaður af Óðni og skar úr skrúfunni. — I. J. verður nafn hennar ekki birt að sinni. Furðufiskur Á sunnudag fengu skipverjar á Sædísi RE sjaldgæfan fisk í netin, er skipið var að veiðum um 24 sjómílur norðvestur af Gróttu. 1 gær var svo furðuskepna þessi send fiskideild atvinnu- deildar háskólans til athugun- ar. Reyndist þetta vera lýr en hann er af þorskakyni, og svip- aður ufsa. Lýrinn er hinn skrautlegasti á litinn, olifu- grænn og silfurgrár með gulum rákum. LAUS HVERFI Langahlíð Fálkagata Afgreiðsla Þjóð- viljans, sími 17500.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.