Þjóðviljinn - 06.05.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.05.1964, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 6. maí 1964 — 29. árgangur — ÍIOI. tólublað. Eldhúsdagsumræður á Alþingi Ákveðíð befur verið að eldhúsdagsumræður fari fram á Alþíngi n.k. mánudags- og þriðjudagskvöld og verður umrœðunum útvarpað að venju. Fyrra kvöld umræðnanna verður tvöföld umferð og verður röð ílokkarma þá þessi: Alþýðubandalag, Fram- sóknarflokkur, Sjálfstæðis- flokkur og Alþýðuflokkur. Síðara kvöldið verður þre- föld umferð og röðin þessi. Framsóknarflokkur, Sjálf- stæðisflokkur, Alþýðuflokk- ur og Alþýðubandalag. Hver flokkur hefur 50 mínútur til umráða hvort kvöld. Gunnar Böðvarsson Prófessor í Bandaríkjun- um í eitt ár Hinn kunni vísindamaður dr. Gunnar Böðvarsson er nýfarinn til Bandaríkjanna þar sem hann mun dveljast um eins árs skeiö Mun hann gegna þar prófessors- stöðu við háskólann í Portland í Oregon, flytja fyrirlestra og leggja stund á vísindarannsókn- ir í sérgrein sinni. Dr. Gunnar er mjög kunnur erlendis fyrir vísindastarfsemi sína einkum á sviði jarðhita- rannsókna og hefur hann oit áður dvalið ytra um lengri eða skemmri tíma við rannsóknir. leiðbeiningastörf og fyrirlestra- hald. Verkamanna- flokkurinn vinnur á LONDON 5/5 — Verkamanna- flokkurinn enski hélt því fram á þriðjudag, að samkvæmt bráðabirgðatalningu eftir kosn- ingar til um hundrað sveita- stjórna hafi flokkurinn unnið 29 ný sæti. Endanleg úrslit verða ekki kunn fyrr en á sunnudag. Stofnþing Verkamannasambands íslands hefst n.k. laugardag D í gær barst Þjóðviljanum eftiríarandi írétta-^ tilkynning frá Verkamannafélaginu Dagsbrún í Reykjavík, Verkamannafélaginu Hlíf í Hafnar- firði og Verkalýðsfélaginu Einingu á Akureyri um stofnþing Verkamannasambands íslands sem þessi félög hafa haft forgöngu um að boða til og undirbúa: ¦ „Stofnþing Verkamannasambands íslands verður sett í félagsheimili Dagsbrúnar og Siómannaiélags Reykja- víkur, að Lindargötu 9, n.k. laugardag 9. maí, kl. 2 síðdegis. ¦ Til stofnþingsins er boðað af Verkamannafélaginu Dagsbrún, Verkamannafélaginu Hlíf og Verkalýðsfélaginu Einingu, en sameiginleg nefnd þessara félaga hefur ann- azt undirbúning stofnþingsins og sent þátttökuboð ðllum almennum verkalýðsfélögum innan Alþýðusambands íslands. ¦ Ekki er enn vitað að fullu um hve þátttaka verkalýðs- félaganna í stofnun hins nýja sambands verður víðtæk, en þau hafa mörg hver að undanförnu rætt málið á fund- um sínum og kosið fulltrúa á stofnþingið. ¦ Aðalviðfangsefni stofnþingsins verða umræður um hlutverk og starfsemi sambandsins, samþykkt laga og fjárhagsáætlunar og að sjálfsögðu umræður og ákvarð- anir varðandi kjaramál verkafólks eins og þau liggja nú fyrir. DregiB í Happdrætti Þjóðviljans í gær Fyrirhugað er að stofnþinginu Ijúki á sunnudag". 1 gær var dregiö hjá borgarfógeta í 1. flokki Happdrættis Þjóðviljans 1964 um Volkswagenbifreið og 12 aðra vinninga og verða vinningsnúmerin birt hér í blaðinu strax og-full skil hafa borizt utan af Iandi. Myndin er tekin í gær er unga stúlkan er dró miðana rétti Jónasi Thóroddsen borgarfógeta miðann sem aðalvinningurinn, VolkswagenbíMinn, kom á. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). VIÐ VBRTÍÐAR- LOK Á GRANDA Þessi ungi háseti heitir Bjarni Þráinsson og er skipverji á Guðmundi Þórðarsyni RE og er mynd- in tekin niður á Granda- bryggju í gær í sólskini og hlýrri sjávargolu. Þeir eru nú hættir á þorsknót- inni og birtum við myndir og spjall við hásetana á 12. Barn bíður bana í umferðarsiysi ¦ Laust fyrir kl. 4 í gær varð þriggja ára stúlkubarn fyrir bifreið á Suðurlandsbraut hjá Múla og beið það sam- stundis bana. * Bandaríkjastjórn mótmælir sölu Frakka á tuttugu díseljárnbrautum til Kúbú PARÍS 5/5 — Franska fyrir'tækið Brissonnsau et Lotz tilkynnti í dag að það hefði undirritað samn- ing um sölu á 20 díselknúnum járnbrautum til Kúbu. Jafnframt þessu hefur franska stjórnin veitt ríkisábyrgð fyrir útflutningskostnaði og kaupverði. Bandaríska stjórnin hefur mótmælt þessari sölu. Fjórar milljónir dala ijápxbrautanna eé um fjórar Umrætt fyrirtæki skýrir enn- milljónir dala, en einnig hafi fremur svo frá, að söluverð fyrirtækið skuldbundið sig til að selja Kúbustjórn tíu járn- brautir til viðbótar, sé þess ósk- að. Járnbrautir þessar munu verða hin mesta samgöngubót fyrir Kúbu, en samkvæmt opin- berum skýrslum er aðeins einn íjórði hluti þeirra járnbrauta, sem í gangi voru 1959, enn starfhæfur. Bandaríkin mótmæla Á þriðjudagskvöld mótmælti Bandaríkjastjórn opinberlega þessari sölu. Á fundi með fréttamönnum lét talsmaður ut- anríkisráðuneytisins í ljós al- varlegar áhyggjur stjórnar sinn- ar vegna þessarar sölu. Kvað hann umræddar járnbrautir mundu hafa margfalt meiri þýð- ingu fyrir efnahagslif eyjarinn- ar en strætisvagnarnir ensku, sem fluttir voru til eyjarinnar fyrir ekki alls lö'ngu og urðu Bandaríkjamönnum tilefni harðra árása á ensk fyrirtæki. Talsmaðurinn gaf það í skyn, að stjórn sín hefði gert allt hvað hún gat til að koma í veg fyrir þessa sölu. Slys þetta bar að með þeim hætti að móðir litlu telpunnar var að kcma út úr strætisvagni við Múla með þrjú ung börn sín, 5 ára, 3ja ára og 2ja ára og gekk hún út á götuna fram- an við strætisvagninn. 1 sama bili kom fólksbfll fram með strætisvagninum og tókst bif- reiðarstjóranum að snögghemla og forða því að hann lenti á börnunum, en í sama vetfangi kom vörubifreið úr gagnstæðri átt. Sá bifreiðastjóri vörubíls- ins Htlu telpuna koma fram á götuna framan við fólksbílinn og hemlaði í skyndi en hemlarn- ir héldu ekki og rann bíllinn á- fram og lenti litla telpan undir hægra afturhjóli bílsins og beið samstundis bana. Þar eð ekki hafði náðst til ættingja telpunnar úti á landi Fékk í skrúfuna Ölafsvík 5/5 — I gær þegar netabáturinn Sveinbjörn Jak- obsson var að leggja síðustu netatrossuna á miðunum fór í skrúfuna hjá honum. Báturinn komst við illan leik að Svörtu- lof tum. Varðskipið Óðinn kom á vettvang og aðstoðaði Svein- björn. Kafaði froskmaður af Óðni og skar úr skrúfunni. — I. J. verður nafn hennar ekki birt að sinni. Furðufiskur Á sunnudag fengu skipverjar á Sædísi RE sjaldgæfan fisk í netin, er skipið var að veiðum um 24 sjómílur norðvestur af Gróttu. I gær var svo furðuskepna þessi send fiskideild atvinnu- deildar háskólans til athugun- ar. Reyndist þetta vera lýr en hann er af þorskakyni, og svip- aður ufsa. Lýrinn er hinn skrautlegasti á litinn, olífu- grænn og silfurgrár með gulum rákum. LAUS HVERFI Langahlíð Fálkagata Afg:reiðsla Þjóð- viljans, sími 17500. • <

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.